Morgunblaðið - 26.04.2009, Blaðsíða 22
22 Knattspyrna
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
Þ
að var á dægilegu eft-
irmiðdegi sumarið 1983
að leiðir okkar Luton
Town lágu saman í Smá-
löndunum í Svíþjóð – af
öllum stöðum. Ég var í sumarfríi en
Lutonliðar í æfingaferð til að búa sig
undir strembið tímabil í Englandi.
Félagið lék um þær mundir í efstu
deild og hafði innan sinna vébanda
kempur á borð við Paul Walsh,
Ricky Hill og Brian Stein. Það lá því
fyrir um leið og ég sá leik Luton
Town og Smálandaúrvalsins aug-
lýstan í sjoppu í grenndinni að ég
myndi ekki láta þennan viðburð
framhjá mér fara. Það brunnu þegar
eldar milli mín og ensku knattspyrn-
unnar á þessum tíma. Eldar sem
aldrei munu slokkna.
Setinn var Svarfaðardalur í stúk-
unni þegar mig bar að garði og því
ekki um annað að ræða en standa
upp á rönd. Vallarstarfsmaður vísaði
mér til stæðis. Flautað var til leiks
og einbeitingin var svo mikil að ég
gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en
allmargar mínútur voru liðnar af
leiknum að ég stóð beint fyrir aftan
varamannabekk Luton Town. Geðs-
hræringin var mikil þegar ég áttaði
mig á þeirri staðreynd. Svo nálægt
stóð ég goðunum að auðveldlega
hefði mátt klóra Brian Stein bak við
eyrun og flétta Paul Walsh, sem kom
af velli í leikhléi, hefði ég haft til þess
kunnáttu. Ég hlýddi dáleiddur á mál
þeirra Luton-manna enda þótt ég
skildi ekki allt sem þeim fór á
milli, rétt orðinn tólf ára
gamall. Á þessum
tímapunkti í mínu lífi
hafði ég ekki kom-
ist nær stjörn-
unum.
Síðan eru
liðin 26 ár og
ljómi Luton
Town hefur
fölnað. Ekki
er víst að ég
myndi gera
mér ferð til að
sjá Kevin Nic-
holls, Sam
Parkin og Asa
Hall spila enda
þótt hver sé að verða
síðastur að sjá þetta forn-
fræga félag leika í deild-
arkeppninni. Það mun yf-
irgefa hana í vor eftir 89 ára
samfellda veru. Neðsta sætið í
neðstu deild er hlutskipti Luton
Town á þessu vori.
Knattspyrnufélagið Luton Town
var stofnað 11. apríl 1885 þegar tvö
félög í hattagerðarborginni frægu
sameinuðust, The Wanderers og Ex-
celsior. Það er engin
tilviljun að gælu-
nafn félagsins er
„Hattararnir“.
Luton Town tók
upp atvinnu-
mennsku sex ár-
um síðar, fyrst fé-
laga í suðurhluta
Englands.
Félagið
ritaðist
inn í
deildakeppnina 1897 en dró sig í hlé
þremur árum síðar vegna dræmrar
aðsóknar á leiki og mikils launa- og
ferðakostnaðar. Á þessum árum
voru öll helstu félögin með bæki-
stöðvar í norðurhluta landsins.
Luton Town var á hrakhólum
fyrstu árin en 1905 flutti félagið inn
á hinn sögufræga leikvang Kenil-
worth Road, þar sem það er enn til
húsa. Hann var raunar seldur upp í
skuldir fyrir nokkrum árum en fé-
lagið leigir hann síðan.
Skoraði tíu mörk í einum leik
Luton Town var utan deilda allar
götur til ársins 1920 að það sneri aft-
ur í deildarkeppnina. Treglega gekk
að klífa metorðastigann og það var
ekki fyrr en árið 1937 að félagið
vann sér þátttökurétt í 2. deild með
því að vinna þá þriðju. Joe Payne,
miðherji liðsins, fór mikinn þann
vetur og gerði hvorki fleiri né færri
en 55 mörk í 39 leikjum, þar á meðal
tíu stykki í einum og sama leiknum.
Það met stendur enn á landsvísu.
Luton Town vann sér langþráð
sæti í efstu deild vorið 1955 og
næstu ár á eftir átti það nokkurri
velgengni að fagna. Hápunkturinn
var vorið 1959 þegar félagið lék til
úrslita um bikarinn gegn Nott-
ingham Forest. Sá leikur tapaðist
raunar. Sama vetur var Syd Owens,
leikmaður Luton, valinn leikmaður
ársins í ensku knattspyrnunni.
Eftir þetta hallaði undan fæti. Ári
síðar féll Luton Town í aðra deild og
árið 1965 var félagið komið alla leið
niður í fjórðu deild.
Eyjólfur hresstist þó aftur og vet-
urinn 1973-74 lék Luton Town aftur
meðal þeirra bestu. Sú sæla varaði
þó aðeins í tvo vetur, félagið féll með
naumindum 1975.
Velmegun undir stjórn Pleats
David Pleat tók við starfi knatt-
spyrnustjóra á Kenilworth Road ár-
ið 1978 og markaði sú ráðning upp-
hafið að mesta velmegunarskeiði
félagsins. Luton Town endurheimti
sæti sitt í efstu deild 1982 og hélt því
í áratug. Það sló í gegn með
skemmtilegum sóknarleik þegar á
fyrsta ári enda þótt það hafnaði að
lokum í átjánda sæti. Leikgleðin
skein af liðinu og auk kunnustu
kappanna, sem getið var hér í upp-
hafi, má nefna menn á borð við Mal
Donaghy, Brian Horton, Paul Ell-
iott, Clive Goodyear og markvörðinn
Jake Findley.
Síðar á níunda áratugnum
skrýddust búningi Luton Town
menn eins og Steve Foster (með
ennisbandið), Mick Harford, Mark
Stein (bróðir Brians), Les heitinn
Sealey, Mike Newell og Roy Weg-
erle.
Mörgum er í fersku minni að Ken-
ilworth Road var um tíma þakinn
gervigrasi á níunda áratugnum. Lut-
on Town fylgdi þar fordæmi Queen’s
Park Rangers og voru menn sann-
færðir um að þetta undirlag væri
framtíðin. Raunin reyndist önnur og
enska knattspyrnusambandið bann-
aði gervigras alfarið árið 1988.
Luton Town féll úr efstu deild árið
1992 og hefur ekki átt afturkvæmt
Hattur orðinn
Hið fornfræga félag Luton Town er fallið úr deild-
arkeppninni í Englandi eftir 89 ára samfellda
veru. Saga félagsins er sannkölluð rússíbanareið
en vegur þess var mestur á níunda áratugnum
þegar það varð meðal annars deildarbikarmeist-
ari – og lék í fimbulkulda í Laugardalnum.
Stóri Eldri Stein-bróðirinn, Brian, gerði 130 mörk fyrir Luton.
Litli Yngri
Stein-
bróðirinn,
Mark, lék síðar
með Chelsea.
Í fannferginu á Englandi í janúar
1985 sá Luton Town sér leik á
borði og hélt sem leið lá til Ís-
lands til að leika knattspyrnu.
Fresta þurfti fjölda leikja víðsvegar
um Evrópu þessa helgi en á nýlögðu
gervigrasinu í Laugardal var renni-
færi. Það var því upplagt fyrir Lu-
tonliða að koma hingað til að halda
sér í æfingu. Veg og vanda af heim-
sókninni hafði Halldór Einarsson,
betur þekktur sem Henson.
Andstæðingur Luton í fyrsta al-
vöruleiknum sem háður var á gervi-
grasinu í Laugardal var úrval leik-
manna úr Reykjavík og fóru
gestirnir með sigur af hólmi, 3:1.
Tim Breacker, Brian Stein og Mick
Harford gerðu mörk Luton Town en
Akureyringurinn Gunnar Gíslason
svaraði fyrir Reykvíkinga.
Enda þótt jörð væri auð í Reykja-
vík hinn 20. janúar 1985 beit kuld-
inn í ber læri og hendur Lutonliða
og einn leikmanna liðsins, miðvörð-
urinn Steve Foster, trúði Morg-
unblaðinu fyrir því að leik loknum
að hann hefði aldrei leikið í svona
ógurlegum kulda áður. „Hendurnar
á mér voru eins og ísklumpar!“
Heimamenn höfðu vaðið fyrir neðan
sig og mættu til leiks í sokkabuxum
og með vettlinga.
Í niðurlagi leikskýrslu Morg-
unblaðsins sem „SH“ skrifar undir
segir: „Leikmenn Luton sýndu
skemmtilega takta á köflum, en lið-
ið er vissulega ekki eitt af betri lið-
um ensku 1. deildarinnar [sem var í
raun og veru efsta deild á þeim
tíma]. Liðið er nú í næstneðsta sæti
deildarinnar en er þekkt fyrir að
leika skemmtilega knattspyrnu
engu að síður.“
Á sautjánda hundrað manns sáu
leikinn en eitthvað mun hópurinn
hafa grisjast er á leið vegna kuld-
ans.
„Hendurnar á mér
voru eins og ísklumpar!“
Hr. Luton Ricky Hill hristir Ómar Torfason af sér í Laugardalnum.
Stjórinn Mick Harford stýrir liði
Luton Town í dag.