Morgunblaðið - 26.04.2009, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009
Morgunblaðið/Kristinn
Gamla lagið Hefðbundin kosningabarátta, með kosningafundum, brosandi frambjóðendum á almannafæri, blöðrum og barmmerkjum, hefur
varla sézt nema síðustu vikuna fyrir kosningar. Margt bendir til að kosningabarátta muni taka breytingum, sem fyrstu merki sjást nú um.
Þ
egar þetta er ritað á laug-
ardagsmorgni er verið að
opna kjörstaði í þingkosn-
ingunum. Kosningabar-
áttan hefur að mörgu leyti
verið óvenjuleg. Boðað var
til kosninganna með stutt-
um fyrirvara og eftir það
fóru skoðanaskipti flokk-
anna fyrir kosningarnar að
miklu leyti fram í þingsölum. Þinghaldið stóð
svo lengi að það er í raun varla nema síðustu
vikuna, sem hefðbundin kosningabarátta hefur
farið fram.
Hófstilltari kosningabarátta
Meðal annars af þessum sökum hefur kosn-
ingabaráttan verið hófstilltari en oftast áður af
hálfu flokkanna og þeir hafa augljóslega varið
til hennar minna fé en tíðkazt hefur und-
anfarin ár. Þar kemur sjálfsagt tvennt til. Ann-
ars vegar eru flokkarnir allir á hausnum eftir
dýrar kosningar árin 2006 og 2007. Þrengt hef-
ur verið að fjáröflunarmöguleikum þeirra með
nýjum lögum um fjármál stjórnmálaflokka.
Hins vegar hafa kjósendur einfaldlega ekki
smekk fyrir „glamúr“ af því tagi, sem einkennt
hefur kosningabaráttu undanfarinna ára og
flestir tengja nú við góðærið, sem endaði með
ósköpum.
Morgunblaðið hefur iðulega gagnrýnt það
sem það hefur kallað auglýsingastofustjórn-
mál; þar sem auglýsingamenn og ímynd-
arfræðingar hafa legið yfir útliti og orðfæri
flokksleiðtoga og auglýsingum með brosandi
fólki í fallegum fötum hefur verið dembt yfir
þjóðina, en innihaldið verið í öðru sæti. Frægt
er þegar frambjóðendur Framsóknarflokksins
í borgarstjórnarkosningunum vörðu vel á aðra
milljón í fatakaup fyrir kosningarnar 2006 til
að ganga í augun á kjósendum. Haft var fyrir
satt að einn frambjóðandinn hefði aldrei verið í
sömu jakkafötunum á tveimur auglýsingum.
Að þessu sinni virðast bæði fata- og auglýs-
ingareikningar flokkanna lægri en undanfarin
ár. Hins vegar er spurning hvort meiri áherzla
hefur verið lögð á innihaldið í kosningaboð-
skapnum. Vegna þess hvað mikið hefur gengið
á í baráttunni við kreppuna og kosningarnar
voru boðaðar með skömmum fyrirvara, gafst
flokkunum ekki mikill tími til að endurskoða
stefnu sína. Kosningabaráttan var að verulegu
leyti keyrð á gömlum klisjum. En kannski
stendur þetta til bóta.
Fjármögnun kosningabaráttu
Í kosningabaráttunni stal umræða um fjármál
flokkanna senunni frá málefnaumræðum í tví-
gang; fyrst þegar sagt var frá háum fjár-
styrkjum FL Group og Landsbankans til
Sjálfstæðisflokksins á árinu 2006 og svo aftur
þegar upplýsingar um styrki FL Group og
Baugs til prófkjörsframbjóðenda í Samfylk-
ingu, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki
komu upp á yfirborðið.
Stjórnmálamennirnir kvörtuðu undan
áhuga fjölmiðla á þessum málum. Fréttaflutn-
ingurinn átti hins vegar fullt erindi við kjós-
endur, af því að hann varpaði ljósi á þau nánu
tengsl fjármálalífs og stjórnmálalífs, sem
margir telja að hafi átt þátt í því hversu hátt
fall íslenzka fjármálageirans varð síðastliðið
haust. Eftir að upplýsingarnar um risastyrk-
ina til Sjálfstæðisflokksins komu fram, lögðu
bæði sá flokkur og Samfylkingin og Fram-
sóknarflokkurinn fram upplýsingar um styrki,
sem þeir nutu frá fyrirtækjum. Af þessum
upplýsingum gátu kjósendur dregið þá álykt-
un, að viðskiptablokkirnar, sem voru alls ráð-
andi í fjármálalífi landsmanna, hefðu styrkt
þessa þrjá flokka í ríkum mæli. Flokkarnir
sóttu milljónastyrki til stórfyrirtækjanna á
síðustu vikum ársins 2006, jafnvel eftir að þeir
höfðu samþykkt á Alþingi löggjöf sem bannaði
slíka styrki, með þeim rökum að þeir yllu tor-
tryggni. Auðvitað veldur það síðan tortryggni
kjósenda, þegar þessir styrkir koma fram í
dagsljósið! En ekki hvað?
Ekki er hægt að segja að flokkarnir séu
búnir að gera fyllilega hreint fyrir sínum dyr-
um í þessum efnum. Þeir hafa t.d. ekki upplýst
hvaða styrki undirsamtök þeirra fengu beint
frá fyrirtækjum. Þar eru greinilega einhverjir
stórir styrkir á ferðinni. Samfylkingin upplýsti
að kjörnir fulltrúar flokksins hefðu haft milli-
göngu um að afla styrkja frá fyrirtækjum, en
ekki hefur komið fram af hálfu flokksins hverj-
ir af þeim fulltrúum, sem nú sækjast eftir end-
urkjöri, hefðu verið í þeim hópi.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
lagði til í Zetunni, umræðuþætti á vef Morg-
unblaðsins, mbl.is, fyrr í þessari viku að Rík-
isendurskoðun yrði fengin til að fara yfir fjár-
mál flokkanna og styrki til þeirra á árunum
2000 til 2006, þar til ný lög tóku gildi. For-
ystumenn allra flokka hafa tekið undir þetta.
Hverjir styrktu prófkjörin?
Eftir að fréttir birtust um háa styrki stórfyr-
irtækja til frambjóðenda í prófkjörum hefur
verið lagt til að við slíka úttekt yrði bætt skoð-
un á styrkjum til prófkjörsframbjóðenda og
bókhald þeirra opinberað. Slík úttekt er nauð-
synleg til að hreinsa út grunsemdir um óeðli-
leg tengsl frambjóðenda við fyrirtæki. Auðvit-
að spyr hinn almenni kjósandi, hvort
stjórnmálamenn geti þegið stóra styrki frá
fjársterkum fyrirtækjum eða einstaklingum,
án þess að það brengli dómgreind þeirra á
nokkurn hátt ef þeir þurfa síðar að taka
ákvörðun, sem snertir hagsmuni viðkomandi
aðila. Nýju lögin um fjármál stjórnmálaflokka
og frambjóðenda voru sett til að girða fyrir að
slíkar grunsemdir vöknuðu. Það, sem komið
hefur fram um fjármögnun prófkjöra ein-
stakra frambjóðenda fyrir kosningarnar 2006
og 2007, gefur tilefni til að allar upplýsingar
komi upp á borðið. Enginn frambjóðandi vill
verða fyrstur til að opinbera bókhald sitt;
flestir sem hafa verið spurðir, segjast hins veg-
ar vera til í slíkt ef aðrir geri slíkt hið sama.
Hugsanlega er ekki hægt að þvinga einstaka
frambjóðendur til að gefa upp hverjir styrktu
þá, en flokkarnir eiga að taka sig saman um að
hvetja frambjóðendurna til að gefa þessar
upplýsingar. Og flestir hljóta að taka þátt í því,
nema auðvitað að þeir telji sig hafa eitthvað að
fela.
Holl umræða
Umræðan um styrki til stjórnmálaflokka og
frambjóðenda er holl. Og þau mörk, sem nýju
lögin um fjármál flokka og frambjóðenda setja
kostnaði við kosningabaráttu eru líka holl.
Flokkarnir munu ekki aftur fara út í dýrar, vit-
lausar og yfirborðslegar auglýsingaherferðir
vegna þess að þeir munu einfaldlega ekki hafa
efni á þeim. Ríkisstyrkir til stjórnmálaflokk-
anna hafa verið hækkaðir, en munu ekki
hækka meira um sinn. Skattgreiðendur hafa
einfaldlega ekki efni á slíku. Þeir munu gera
þá kröfu að flokkarnir stilli kostnaði við starf-
semi sína í hóf og sníði sér stakk eftir vexti,
rétt eins og heimili og fyrirtæki í landinu verða
nú að gera.
Það er sömuleiðis jákvætt að kostnaður við
prófkjör getur ekki framar farið út í sömu vit-
leysu og fyrir kosningarnar 2006 og 2007. Það
stóð endurnýjun á listum fyrir þrifum, að
menn þurftu helzt að eiga peninga sjálfir eða
hafa greiðan aðgang að fjársterkum aðilum til
að geta boðið sig fram í prófkjöri. Þetta hefur
ekki sízt komið niður á konum og ungu fólki.
Nú verður það vonandi árennilegra að gefa
kost á sér til starfa í stjórnmálum, a.m.k.
kostnaðarins vegna.
Nýjar baráttuaðferðir
Flokkarnir munu þurfa að leita nýrra leiða til að
auka tekjur sínar og lækka kostnað. Þeir munu í
vaxandi mæli þurfa að reiða sig á félagsgjöld og
framlög frá almennum flokksmönnum. Og nú
þegar ber á því að þeir leiti leiða til að ná til
kjósenda með ódýrari hætti en áður.
Flokkarnir eru til dæmis mun duglegri nú
en áður að nota Netið til að dreifa hugmyndum
og áróðri. Helzta nýjungin fyrir þessar kosn-
ingar er áhrifarík nýting möguleika netsjón-
varpsins, þar sem sjálfstæðismenn virðast fara
fremstir í flokki, en aðrir flokkar hafa einnig
látið til sín taka. Myndskeið með allmörgum
frambjóðendum má nú sjá á Youtube-vefnum.
Þessi leið er áreiðanlega einhver sú áhrifarík-
asta til að ná til yngri kjósenda, sem oft eru
ekki mjög móttækilegir fyrir hefðbundnum
baráttuaðferðum flokkanna.
Netið er ekki aðeins áhrifaríkt, heldur er
dreifikostnaður þar aðeins brot af því sem þarf
að kosta til, eigi að notast við auglýsingar í
hefðbundnum miðlum, dagblöðum og sjón-
varpi. Netið er sömuleiðis vettvangur, þar sem
hægt er að eiga gagnvirk samskipti við kjós-
endur, þótt þeir möguleikar séu enn að veru-
legu leyti ónýttir hjá flokkunum.
Netmiðlar, sem eru ýmist óháðir eða laus-
tengdir flokkunum, hafa líka haft sitt að segja í
kosningabaráttunni. Þar má nefna vefi eins og
AMX, Smuguna, Pressuna, Eyjuna, Völlinn og
Herðubreið. Pólitískar umræður fara fram á
umræðusvæðum þeirra og stundum eru þeir
fyrstir með fréttir, sem hinir hefðbundnari
miðlar taka upp í framhaldinu.
Þessir miðlar bæta við umræðuna og veita
„stóru“ fjölmiðlunum aðhald, bæði með gagn-
rýnni umræðu um fréttaflutning og efnistök og
með því að flytja fréttir, sem stærri fréttastof-
ur hafa ef til vill ekki komið auga á. Í sumum
tilvikum er hlutlægur fréttaflutningur af því
tagi, sem ritstjórnir stóru dagblaðanna, út-
varps- og sjónvarpsstöðvanna leitast við að
halda uppi, þó augljóslega látinn lönd og leið.
Það er ekki alltaf gott að greina á milli frétta,
fréttaskýringa og leiðara í þessum miðlum. En
ef lesendur vita hvaðan menn koma og hvað
þeir ætla sér, gerir það kannski ekki svo mikið
til.
Jákvæð þróun
Ýmislegt bendir til að þessar kosningar marki
nokkur þáttaskil í því hvernig kosningabarátta
er háð. Í fyrsta sinn þiggja flokkarnir ekki
styrki frá stórfyrirtækjum fyrir kosningar og
munu heldur ekki geta farið til þeirra með
reikningana eftir kosningar. Flokkarnir þurfa
augljóslega að draga saman seglin og eyða
minna til baráttunnar. Sama á við um fram-
bjóðendur í prófkjörum. Flokkarnir þurfa að
vera útsjónarsamari í baráttuaðferðum sínum
og munu nýta sér nýja miðla í vaxandi mæli.
Allt er þetta heldur jákvætt, þegar upp er
staðið.
Kosningabarátta með nýju sniði
Reykjavíkurbréf
250409