Morgunblaðið - 26.04.2009, Page 31

Morgunblaðið - 26.04.2009, Page 31
Umræðan 31 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009 VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 VITA er lífið Skráðu þig í netklúbbinn – VITA.is Mallorca í vor VITA er ný ferðaskrifstofa í eigu Icelandair Group. GROUP Dagskrá fyrir Gott fólk 60+ Fararstjóri: Rebekka Kristjánsdóttir Skemmtanastjóri: Bjarney Lea Guðmundsdóttir Dvöl á Mallorca sameinar allt sem fólk yfir sextugt sækist eftir á sólarstað. Við bjóðum farþegum að velja á milli ýmissa úrvalsgististaða á Playa de Palma. Í boði eru skoðunarferðir með fararstjóra og að auki verður farið í leikfimi, mini-golf, gönguferðir og haldin spilakvöld og kvöldvökur. Heilsurækt Félagsvist/mini-golf Ganga/stafaganga Skemmtikvöld 3.–27. maí í 24 nætur Hotel Cosmopolitan Verð frá 98.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar á mann m.v. 2 í tvíbýli með hálfu fæði. Verð m.v. 5.000 kr. afslátt til félaga í Gott fólk 60+ * Verð án Vildarpunkta en með klúbbafslætti: 108.900 kr. ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 45 98 6 04 .2 00 9 hálft fæði Allra síðustu sæ tin! RECEPTIE KONINGINNEDAG 2009 De Consul Generaal der Nederlanden, de heer Bjarni Finnsson, en zijn echtgenote heten alle Nederlanders hartelijk welkom op de Koninginnedagreceptie te houden op Donderdag 30. april van 17.00 - 19.00 uur in Rafveituheimilinu Rafstöðvarvegi við Elliðarár, 110 Reykjavík. Wie aan de uitnodiging gehoor wil geven wordt verzocht zich vóór 28. april op te geven bij het Consulaat, tel. 533 1002. Op werkdagen geopend tussen 10:00 en 12:00. Of via e-mail: holland@holland.is BRYNJAR Níelsson hrl. ritar grein í Morgunblaðið í dag, 15. apríl. Þar voru orð í tíma töluð, og þó fyrr hefði verið. Þegar ég heyrði í hinum norsk-franska rannsóknarspekingi í sjónvarpi fyrir nokkru, fékk ég strax ógeð á málflutningi hennar og fullyrð- ingum um eigin hæfileika. Hafi ég skilið hana rétt, þá státaði hún að því að hafa rannsakað og dæmt í einhverjum stórum frönskum fjársvikamálum, og þótti henni það allt til fyrirmyndar. Undir þetta tóku fjölmiðlar og stjórn- málamenn og gerðu sig að fíflum. Eru allir búnir að gleyma karlin- um á Akureyri, sem var sektaður fyrir að aka (eða hjóla) yfir gatna- mót á rauðu? Hann var ekki sátt- ur við, að sama embætti hafði rannsakað og dæmt í máli hans, fór með málið til Evrópu með þeim afleiðingum, að breyta varð öllum lögum um réttarfar og skip- an ákæruvalds og dómstóla hér á landi. Eru allir búnir að gleyma djöfulganginum í Hafskipsmálinu og öllum þeim mistökum, sem þá- verandi ríkissaksóknari, Hall- varður Einvarðsson, gerði í fljót- ræði til að þjóna kalli sorpblaða og framagosa í stjórnmálum? Ég varð svo gáttaður, þegar norsk- franski spekingurinn var settur við hliðina á hinum sérstaka sak- sóknara frá Akranesi, að ég sagði við sjálfan mig: „Nú segði ég af mér.“ Ráðning konunnar flokkast undir það, sem nú er kallað „po- pularismi“. Meðan íslenskt mál var í heiðri haft í fjölmiðlum, skól- um og á Alþingi hét þetta lýð- skrum, en það er orð, sem ekki má nota lengur til að móðga ekki sjálfkjörna fulltrúa þjóðarinnar, sem fóru út á götur með potta og pönnur og reyndu að kveikja í húsi Alþingis. Er betra að vera „pöbull“ en lýður? Axel Kristjánsson Popularismi/- lýðskrum Höfundur er lögmaður. LÍFRÍKI í fersk- vatni er viðkvæmt fyrir álagi frá þéttbýli en það getur birst með fjölmörgum hætti. Yf- irborðsvatn getur inni- haldið áburðarefni, eit- urefni, olíur, þungmálma, salt af götum o.s.frv. Vegir, bílastæði og aðrir vatnsþéttir yfirborðsfletir valda breytingu á rennslisháttum með auknum vatns- borðssveiflum og stórum flóðum. Framkvæmdir, manngerðir bakkar, breyting á farvegi, nýjar lífverur, mikil lýsing og umferð farartækja eru allt álagsþættir sem hafa áhrif á lífverur og vistkerfi ferskvatns. Á ósasvæðum eru hafnamannvirki, landfyllingar á strandsvæðum, báta- umferð og mengun frá þeim. Þegar ár renna um þéttbýli safnast slíkir álagsþættir upp og hafa veruleg nei- kvæð áhrif. Oft er erfitt að benda á einn þátt sem hefur afgerandi áhrif á lífríki, heldur er um að ræða sam- verkandi áhrif margra þátta. Þegar litið er á árnar þrjár sem renna um mesta þéttbýli landsins, Elliðaár, Úlfarsá og Leirvogsá, má sjá að flestir þeir þættir sem taldir eru hér að framan eiga við þær. Breytingar á Elliðaám eiga sér u.þ.b. aldar langa sögu sem hófust með vatnsveitu 1909 og virkjun 1921 en síðan tók hver framkvæmdin við af annarri. Kvíslar voru stíflaðar, Árbæjarlón myndað, hækkað var á Elliðavatni og það stækkað. Byggð og vegamannvirki eru nú með öllum ánum og ekki færri en sjö brýr eru yfir árnar. Vatn af götum og plönum fór óhindrað út í árnar. Mikil lýsing berst í árnar. Ósasvæðin fóru ekki varhluta af framkvæmdum. Mikil uppfylling var sett út í Elliðavoginn (Geirsnef) og bátahafnir skammt undan. Iðnaðarsvæði var við ósa ánna. Það gerist svo árið 1997 að mikið fall varð í laxastofni Elliðaáa af óút- skýrðum ástæðum. Það gerðist eins og eftir bókinni, mikið álag og líf- ríkið lætur undan og birtist okkur í verulegri fækkun laxa. Ábyrgðarað- ilar ánna, Reykjavíkurborg og Orku- veita Reykjavíkur, vakna af dval- anum. Samþykkt var í borgarráði að hafa svo nefnda árhelgi 100 metra meðfram ánum. Að ráði nefndar sem borgin skipaði voru settar í fram- kvæmd kostnaðarsamar mótvæg- isaðgerðir til að endurheimta laxa- stofninn. Þær fólust í að rekstri virkjunarinnar var breytt á þá lund að nú er veitt lágmarksvatni á V- kvísl ánna sem áður var þurr á vet- urna og einnig á kaflann frá Árbæj- arlóni að virkjun í A-kvísl. Sú gleði- lega breyting hefur orðið að þar er nú sjálfklakið seiðauppeldi. Veita vatns frá Elliðavatni að Árbæjarlóni hefur verið milduð m.t.t. rennsl- isbreytinga. Tryggt var rennsli í s.k. Eddubæjarkvísl sem oft hefur þorn- að í minnsta rennsli. Gerð var áætl- un um hreinsun allra yfirborðslagna er í árnar renna með settjörnum. Það verk er komið vel á veg, þó síð- asta hlutanum hafi verið frestað. Hreinsun Elliða- og Grafarvogs af skolpmengun er lokið. Kópavogsbær hefur ákveðið hreinsun afrennsl- isrotþróa frá byggð við Elliðavatn og gert sérstakar ráðstafanir vegna frárennslis frá frekari byggð. Dregið hefur verið úr veiðiálagi á lax í Ell- iðaám og netaveiðum var hætt í El- liðavatni sem áður voru stundaðar að nokkru marki eftir stangveiðitím- ann. Hver svo sem ástæðan er þá fór laxastofn Elliðaánna að rétta úr kútnum aftur og hefur verið að nálg- ast meðalgengd síðustu fjögur árin. Í ljósi þessarar sögu er það óskilj- anlegt að nú eigi aftur að fara að ganga á svæðin næst ánum og það með framkvæmdum sem ekki geta talist brýnar. Þegar verið er að byggja hesthúsahverfi í Almanna- dal, því þarf þá að byggja hesthús fyrir allt að 800 hesta rétt við Elliða- árnar? Það er einnig illskiljanlegt af hverju ekki er hægt að draga lær- dóm af sögu Elliðaánna og hlífa hin- um ánum, Úlfarsá og Leirvogsá, við sömu örlögum. Á síðustu árum hefur næsta umhverfi þeirra áa verið gjör- breytt. Breytingar sem tóku 100 ár við Elliðaár tóku 10 ár við Úlfarsá. Þegar sveitarfélög hafa mótað til- lögur að skipulagi í nágrenni áa og vatna hefur reynst afar erfitt að fá því skipulagi breytt svo nokkru nemi m.t.t. verndunar lífríkis. Sem dæmi má nefna að þá gerði Veiðimálastofnun alvarlegar at- hugasemdir við nýtt íþróttasvæði við Úlfarsá. Svör bárust og niðurlag þeirra var: „Ekki verður séð að hvorki íþróttavellir né lýsing á svæð- inu hafi nokkur áhrif á fiskigengd eða afkomu fiskistofna, aðstæður til veiða eða lífríki árinnar.“ Þar með var lagaskyldan uppfyllt en lífríkinu blæðir. Til þess að verndun lífríkis vatna- kerfa í þéttbýli sé virk þurfa sveit- arfélög strax í upphafi skipulags- vinnu að taka þarfir lífríkisins inn í dæmið, ekki eftir að fullmótaðar til- lögur liggja fyrir hvað aðra þætti snertir. Við skipulagsvinnu þarf einnig að líta á vatnasvið sem eina heild en ekki sem búta og loks þarf að vakta lífríki og umhverfisþætti til þess að hægt sé að grípa strax til mótaðgerða ef í óefni stefnir. Álag á lífríki Elliðaáa, Úlfarsár og Leirvogsár Þórólfur Antonsson og Friðþjófur Árna- son skrifa í tilefni af væntanlegum fram- kvæmdum í ná- grenni Elliðaáa » Í ljósi þessa er það óskiljanlegt að nú eigi aftur að fara að ganga á svæðin næst án- um og það með fram- kvæmdum sem ekki geta talist brýnar. Þórólfur Antonsson Höfundar starfa við rannsóknir á laxfiskum. Friðþjófur Árnason Nöfn fermingarbarna á mbl.is FERMINGAR 2009 NÝTT Á mbl.is Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.