Morgunblaðið - 26.04.2009, Qupperneq 32
32 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009
Í KJÖLFAR efna-
hagshrunsins hefur
ríkisstjórn Íslands
lagt fram lög um
stjórnlagaþing sem
hefði það hlutverk að
semja nýja stjórn-
arskrá fyrir íslenska
lýðveldið. Það er eðli-
legt að taka mið af
stjórnarskrám ann-
arra landa við samn-
ingu nýrrar stjórn-
arskrár. Eitt atriði sem oft er bent
á er að þrískiptingu valdsins sem
er aðalatriði í mörgum stjórn-
arskrám hafi skort á Íslandi og
það hafi að einhverju leyti leitt til
hrunsins. Í litlu samfélagi eins og
Íslandi er alltaf hætta á að vald
safnist á fárra hendur. En það er
líka mikilvægt að hafa í huga að
ekki er nóg að skipta valdinu í
þrennt. Í hvert sinn sem valdi er
beitt í ákvarðanatöku verður að
gæta jafnvægis og takmarkana.
Annars skortir réttlæti og hófsemd
í beitingu valdsins og þá er oft
stutt í að því sé misbeitt.
Í stjórnarskrá Bandaríkjanna
frá 1789 er gert ráð fyrir þrískipt-
ingu valdsins í framkvæmdavald
sem er falið forsetanum, löggjaf-
arvald sem þingið ræður og dóms-
vald sem dómskerfið fer með og
hægt er að áfrýja allt
til hæstaréttar.
Það voru gildar
ástæður fyrir þessari
þrískiptingu. Þeir sem
sömdu stjórnarskrána
höfðu búið við ofríki
konungs sem ríkti
með hervaldi og beitti
þingi og dómurum til
að kúga nýlendur sín-
ar. Þeir vantreystu
valdinu og vildu ekki
aðeins deila því niður
heldur voru þeir stað-
ráðnir í að ganga þannig frá mál-
um að engin grein valdsins gæti
ríkt yfir annarri og í ákvörðunum í
öllum málum væru innbyggð tak-
mörk og jafnvægi (checks and bal-
ances) milli valdsviðanna þriggja.
Þegar þrískipting valdsins er
undanskilin má segja að stjórn-
arskrá Bandaríkjanna fjalli að-
allega um jafnvægi og takmörk.
Þingið hefur vald til að setja lög
en forsetinn verður að skrifa undir
þau. Ef hann neitar að skrifa undir
lögin þá þurfa tveir þriðju hlutar
þingmanna að samþykkja þau til
að ógilda neitunarvald forsetans.
Forsetinn skipar stjórn og emb-
ættismenn en þingnefndir verða að
samþykkja útnefningar forsetans.
Ef þingnefndum þykir þess þurfa
geta þær kallað embættismenn á
sinn fund og önnur vitni til þess að
kryfja ýmsa málaflokka til mergj-
ar. Forsetinn getur lagt fram fjár-
lög en aðeins þingið má samþykkja
fjárveitingar. Forsetinn má skipa
dómara en þær tilskipanir verða
að vera samþykktar af öld-
ungadeild (Senat) þingsins. Það er
hlutverk dómstólanna að kveða
upp úr um hvort framkvæmdavald-
ið hafi brotið lög og hvort ný lög
löggjafarvaldsins séu í samræmi
við stjórnarskrána.
Það má halda að kerfi þar sem
jafnægi og takmörk eru tryggð í
öllum málum sé seinvirkt og óskil-
virkt. En það er yfirleitt aðeins til-
fellið meðan kerfið er að venjast.
Von bráðar vita handhafar hvers
valds nákvæmlega hvar takmörk
valds þeirra liggja og hvers jafn-
vægis þeir verða að gæta. Þegar
takmörkin eru skýr þá er sjaldnar
farið of langt og þegar jafnvægis
er gætt þá er yfirleitt lítil óánægja
með ákvarðanatökuna.
Þrískipting valdsins er ekki háð
því hvort forseti skipar stjórn eins
og í Bandaríkjunum eða hvort þing
kýs forsætisráðherra eins á Ís-
landi. Hins vegar krefst góð þrí-
skipting valdsins þess að forsætis-
ráðherra og stjórn sitji ekki á
þingi. Það eru mjög greinileg
ákvæði um þetta í bandarísku
stjórnarskránni og reynsla Íslend-
inga sýnir að framkvæmdavaldið
getur auðveldlega borið löggjaf-
arvaldið ofurliði.
Í þingræði, þar sem bæði eru
forseti og forsætisráðherra, yrði að
auka nokkuð vald forseta Íslands.
Hann hefur núna vald til að neita
að skrifa undir lög. Þetta er dæmi
um jafnvægi og takmörk í íslensku
stjórnarskránni sem má rekja til
Bjarna Benediktssonar. Hins veg-
ar er ekki hægt að láta forsætis-
ráðherra skipa hæstaréttardómara
og fá þingið til að samþykkja þá,
því að forsætisráðherra er valinn
af þinginu, og þá er þingið komið
með vald yfir skipun dómara án
jafnvægis og takmarka. Lausnin er
að forsetinn hefur vald til að skipa
dómara sem síðan eru samþykktir
af þinginu. Af þessum ástæðum
eykst vald forsetans að einhverju
leyti.
Þess er óskandi að íslenskt
stjórnlagaþing nái að skrifa nýja
stjórnarskrá þar sem þrískipting
valdsins er tryggð og jafnvægi og
takmörk byggð inn í alla beitingu
á hinu þrískipta valdi. Vonandi
verða mannréttindaákvæði sátt-
mála Sameinuðu þjóðanna einning
hluti af hinni nýju íslensku stjórn-
arskrá. En Íslendingum gefst líka
tækifæri til að ríða á vaðið með ný
ákvæði um löghelgi persónulegra
upplýsinga, erfðfræði og líf-
fræðilegra upplýsinga, sem eru ný
af nálinni. Ný stjórnarskrá gæti
orðið til fyrirmyndar um slík
ákvæði og með ákvæði um upplýs-
ingaskyldu stjórnvalda á tölvuöld.
Endanlega skiptir mestu máli
hvernig hin nýja stórnarskrá virk-
ar í framkvæmd. Það sem ef til vill
skiptir mestu í samfélaginu er
hvort lýðræði er ástundað á öllum
stigum samfélagsins og hvort nem-
endum séu kenndar lýðræðislegar
aðferðir á öllu þrepum skólakerf-
isins. Íslendingar hafa talið sig búa
við lýðræðislegar hefðir en reynsla
undanfarins árs bendir til þess að
lýðræðisþróun samfélagsins hafi
ekki verið jafn mikil og við töldum.
Lýðræði með jafnvægi og tak-
mörkunum býður upp að sam-
komulag um mörg mál og þau mál
sem þarf að greiða atkvæði um eru
oftast í minnihluta.
Eftir Björn Birni » Greinin fjallar um
mikilvægi þess að
tryggja jafnvægi og tak-
mörk í nýrri stjórn-
arskrá milli hins þrí-
skipta valds í löggjafar-,
framkvæmda- og dóms-
vald.
Björn Birnir
Höfundur er prófessor við Kaliforn-
íuháskóla í Santa Barbara (UCSB) og
gestaprófessor við Háskóla Íslands.
Jafnvægi og takmörk
Í LJÓSI nýliðinna
atburða við Vatnsstíg
í Reykjavík er freist-
andi að umorða eina
frægustu setningu ís-
lenskra bókmennta
og spyrja: Hvenær á
maður hús og hvenær
á maður ekki hús? Í
fréttaumfjöllun er tal-
að um eigendur
þeirra húsa sem
standa auð í miðbæ
höfuðborgarinnar og bíða örlaga
sinna. Engum dylst vilji þeirra til
að rífa og byggja nýtt, en vald
þeirra til athafna er ekki óskorað.
Ef einhver myndi nú banka upp
á hér heima hjá okkur hjónum og
falast eftir að kaupa húsið okkar
gætum við þegið boðið og tekið við
borgun fyrir. Hluti þeirrar borg-
unar myndi fara í að greiða upp
áhvílandi lán og kaupin tækju ekki
gildi fyrr en þeir sjóðir sem hjálp-
uðu okkur að fjármagna hús-
kaupin á sínum tíma hefðu veitt
samþykki sitt. Við erum þannig
ekki einu eigendur hússins okkar
og höfum ekki óskertan ráðstöf-
unarrétt yfir því. Þannig er þessu
farið um flesta húseigendur. Þeir
aðilar sem titlaðir eru eigendur
tómu húsanna í miðbænum hafa
væntanlega tekið lán fyrir þeim –
jafnvel lán á lán ofan, ef marka
má fréttir um stöðu fyrirtækja
sem þeim tengjast. Myndu ein-
hverjar krónur verða eftir ef þeir
seldu þessi hús og greiddu upp
lánin sem á þeim hvíla? Ef ekki,
hverjir eru þá raunverulegir eig-
endur húsanna? Eru það bankar í
ríkiseign?
Ef til vill er réttara að tala um
afnotarétt en eign í sambandi við
fasteignir sem skuldir hvíla á. En
sá afnotaréttur er líka háður tak-
mörkunum. Ytra byrði húsa er
hluti af almennu, opinberu rými.
Ef mér dettur í hug að mála stof-
una mína fjólubláa með grænum
röndum getur enginn hreyft mót-
mælum, nema auðvitað annað
heimafólk. En ef ég kýs að mála
útveggi hússins í sömu litum er
ekki víst að mér leyfist það óátal-
ið. Ég get líka safnað rusli innan
dyra, en ef garðurinn fyllist af
ruslapokum er hætt við að bankað
verði uppá og mér
gert að hreinsa til.
Ég má heldur ekki
rífa húsið og byggja
nýtt án tilskilinna
leyfa, eða einu sinni
skipta um glugga í
leyfisleysi ef það
breytir ásýnd hússins.
Hið langa ferli um-
sókna og leyfisveit-
inga sem fylgir því að
byggja við eða breyta
fer í taugarnar á
mörgum, en fæstir
myndu samt vilja
stjórnleysi í þeim efnum. Okkur er
ekki sama hvernig hús líta út, þau
koma okkur öllum við.
Af einhverjum ástæðum hefur
það samt liðist á undanförnum ár-
um að fjölmörg gömul hús í mið-
borg Reykjavíkur stæðu auð og
grotnuðu niður af vanrækslu.
Fjársterkir (eða fyrrum fjár-
sterkir) aðilar hafa náð að sölsa
undir sig sífellt stærri reiti af
gömlu byggðinni og notað til þess
aðferðir sem þekkjast frá öðrum
löndum. Þegar hús standa lengi
auð eða eru leigð út til vafasamra
aðila gefast nágrannar smám sam-
an upp, selja og flytja burt. Slum-
lords eru þeir kallaðir á ensku
sem slíkt stunda, bolighajer á
dönsku – við gætum kannski líkt
þeim við hrægamma sem voma yf-
ir bráðinni þar til hún gefur gefið
upp öndina og kallað þá hús-
gamma. Þegar gömlu húsin eiga
sér ekki lengur lífsvon slá þeir til
og kynna áform um glæsihús sem
öllum hljóti að hugnast betur en
það laskaða lík sem á reitnum
hvílir.
Þannig átti að fara með þessi
gömlu hús sem nú bíða örlaga
sinna með brotnar rúður og
byrgðar dyr. Teikningarnar af
svokölluðum glæsihúsum eru líka
til á pappírnum. En peningarnir
til að byggja þau eru ekki til. Það
er einföld og bláköld staðreynd. Á
þá samt að rífa húsin og skilja eft-
ir sár í borgarmyndinni? Eða á að
leyfa þeim að standa enn lengur
ónotuð og verða smátt og smátt
enn ömurlegri ásýndum? Niðurrif
hefur ekki verið leyft af þar til
bærum aðilum, þannig að aðstoð
lögreglu við að rífa húsið við
Vatnsstíg hlýtur að vera lögbrot.
Framganga þeirra þar, vænt-
anlega að ósk hinna svonefndu
eigenda, vekur upp áleitnar spurn-
ingar. Þegar fíklar og útigangsfólk
býr um sig í auðum húsum er ekki
rokið til með tugi lögreglumanna,
sjúkrabíla og slökkvilið. En þegar
tekið hefur verið til og málað, sett
upp heimili og pottaplöntur komn-
ar í glugga, þá er um að ræða
brot á helgum eignarrétti sem
bregðast þarf við af fullum þunga.
Var ef til vill skaðlegt fyrir hús-
eigendur að sýnt væri fram á
notagildi hússins?
Eitt af því sem menn horfa nú
til með vonarglampa í augum er
aukin ferðamennska. Hvað skyldi
nú ferðamönnum sem labba
Laugaveginn hugnast best? Þar
átti að reisa steyptar og glerjaðar
hallir og turna sem eru næsta líkir
því sem þeir þekkja heiman að,
semsagt hlutlausan og sviplausan
nútíma miðbæ. Það verður ekki
gert á næstunni, svo einfalt er það
nú. Í staðinn mun ferðamönnunum
bjóðast að horfa á hálfrifin og
hrörleg hús eða eyður í götumynd-
inni – nú, eða þá að þriðja leiðin
verði valin. Ef skapandi og óhefð-
bundnar hugmyndir verða virkj-
aðar til góðra hluta getum við
eignast skrýtinn og skemmtilegan
miðbæ, ólíkan öllum öðrum.
Gömlu húsin má lána eða leigja
meðan ekki eru komnar fram
ákveðnar og raunhæfar tillögur
um annað og betra. Með vinnu-
framlagi sínu og hugmyndauðgi
gæti ungt fólk og listamenn glætt
bæinn lífi og fjöri. Borgin verður
að stöðva framgöngu húsgam-
manna. Þeir eru laskaðir eftir
flugið og sleikja nú sár sín, ef til
vill helsærðir. Þeir eiga ekki að
ráða ferðinni lengur.
Hvenær á maður hús?
Eftir Ragnheiði
Gestsdóttur » Borgin verður að
stöðva framgöngu
húsgammanna og
virkja skapandi og
óhefðbundnar hug-
myndir til góðra
hluta. Þá getum við
eignast einstakan
miðbæ.
Ragnheiður
Gestsdóttir
Höfundur er rithöfundur
og myndlistarmaður.
NÚ ERU tvær ís-
lenskar heim-
ildamyndir sýndar í
kvikmyndahúsum
borgarinnar. Drauma-
landið og myndin um
Bobby Fischer og
Sæma rokk í Há-
skólabíói og nýlokið er
sýningum á mynd Frið-
riks Þórs um Sólskins-
drenginn Kela.
Uppgangur heimildakvikmynda á
Íslandi er staðreynd og á m.a. rætur
sínar að rekja til breytinga á kvik-
myndasjóði sem komu til fram-
kvæmda um síðustu aldamót.
Þá var kvikmyndasjóði skipt í
deildir og heimildamyndagerð-
armenn þurftu ekki að keppa við aðr-
ar greinar kvikmynda um fjármagn
frá sjóðnum.
Í vinnslu er fjöldi mjög spennandi
heimildamynda sem spanna vítt svið.
Í sumum myndanna er litið til baka
og örlög fyrri kynslóða könnuð, aðrar
segja frá fólki og fyrirbrigðum í nú-
tímanum.
Ég starfa við framleiðslu heim-
ildamynda og fylgist með því sem
kollegarnir eru að bjástra við. En það
er ekki bara dans á rósum hjá okkur.
Einn helsti dragbítur á framgang
heimildakvikmynda er afstaða ráða-
manna íslenskra sjónvarpsstöðva.
Tvær þeirra, Stöð 2 og Skjárinn,
kaupa alls ekki íslenskar heim-
ildakvikmyndir og Sjónvarpið borgar
smánarlegar upphæðir fyrir sýning-
arréttinn. Einnig virðist sú stefna
ríkjandi þar að nú skuli fækka sýn-
ingum á íslenskum heimildamyndum.
Þessi stefna varð fyrst merkjanleg
árið 2007 og virðist halda áfram.
Stefna RÚV gengur þvert á þá
þróun sem hófst um aldamótin og er
nú að skila mörgum frábærum kvik-
myndum. Það gæti farið svo að
stefna forráðamanna RÚV og ann-
arra sjónvarpsstöðva verði til þess að
heimildamyndagróskan stöðvist. Það
tekur mörg ár að ná upp dampi í
starfsgreininni en það þarf ekki
nema skammsýni og
stefnuleysi í stuttan
tíma til að drepa allt í
dróma.
Heimildamyndir eru
oft framleiddar við
mjög erfið skilyrði og
margar ná ekki landi í
fjármögnun. Myndin
um Breiðavíkurdreng-
ina, stórmerkilegt átak
til að opna falin kaun
þjóðfélagsins, skilur að-
standendur eftir með
töluverðar skuldir.
Kvikmyndin um Bobby Fischer og
Sæma rokk er gerð án styrkja frá
Kvikmyndamiðstöð. Hún er fullgerð
vegna ótrúlegrar þrjósku eins manns
og með aðstoð vina og kollega.
Nú eru í vinnslu nokkrar heim-
ildamyndir um hrunið og búsáhalda-
byltinguna. Enginn miðill er fær um
að flytja þjóðinni nýja og raunhæfa
sýn á atburði stundarinnar og tengsl-
in við fortíðina líkt og góð heim-
ildakvikmynd gerir. Draumalandið
er dæmi um slíka kvikmynd. Það eru
ekki allir sammála því sem þar er
skellt fram, en myndin fær alla sem
hana sjá til þess að hugsa alvarlega
um þá pólitík sem hér hefur grasser-
að undanfarna áratugi.
Núverandi menntamálaráðherra
hefur sýnt þeim sjónarmiðum sem
hér eru sett fram skilning. Ég vona
að Katrín Jakobsdóttir fái tækifæri
til að sinna starfinu áfram og sýna
hvað í henni býr eftir kosningarnar.
Ég mun að vísu ekki kjósa hennar
flokk vegna afstöðunnar til Evrópu-
sambandsins – það er slíkt hags-
munamál í mínum augum.
Eftir Hjálmtý V.
Heiðdal
Höfundur er formaður Félags kvik-
myndagerðarmanna.
Gróska í gerð
heimildakvik-
mynda
Hjálmtýr V. Heiðdal
»Einn helsti dragbít-
ur á framgang heim-
ildakvikmynda er af-
staða ráðamanna
íslenskra sjónvarps-
stöðva.