Morgunblaðið - 26.04.2009, Page 33
Umræðan 33BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009
NÚ ÞEGAR kreppir að fjárhag
landsmanna gengur bygging margra
nýrra húsa ekki eins hratt og ætlað
var. Þar af leið-
andi standa
margir grunnar
og hús auð og
hálfbyggð um all-
an bæ. Fyrir börn
eru þessir staðir
oft spennandi og
líta út fyrir að
vera tilvaldir
staðir til að fara í
ærslafulla elting-
arleiki. En við sem erum eldri vitum
betur. Í grunnum og nýbyggingum
leynast margar hættur. Þar safnast
oft fyrir vatn sem getur verið dýpra
en það lítur út fyrir að vera og oft
þarf ekki mikið til því ung börn geta
drukknað í grunnum drullupolli.
Hálfbyggð hús eru full af hættum
fyrir börnin okkar. Þar eru veggir
sem hægt er að príla uppá og auðvelt
að detta niður. Járn standa útúr
veggjum og auðvelt er að skera sig
illa á þeim eða detta á þau. Hættu-
legust eru þó steypustyrktarjárnin
sem standa uppúr gólfum því börn
að leik geta fallið og járnin stungist í
gegnum þau. Aðrar slysahættur
geta skapast af timbri, steypu-
styrktarmótum og nöglum eða
skrúfum sem oft vilja liggja útum
allt. Einnig eru oft stórhættuleg
verkfæri skilin eftir í nýbyggingum,
sem lítil börn geta óvart sett í gang
og slasað sig á.
Auðvitað á að vera vel girt í kring-
um byggingasvæðin þannig að börn-
in komist ekki inn en því miður er sú
ekki raunin. Því miður er ekki að sjá
að ástandið breytist á næstunni.
Foreldrar sem búa í nágrenni við
nýbyggingar ættu að ganga um
svæðið og skoða það. Er einhver
möguleiki á að loka húsinu/
grunninum og gera svæðið hættu-
minna fyrir börnin? Nauðsynlegt er
að foreldrar/ forráðamenn brýni fyr-
ir börnum sínum að leika sér alls
ekki á þessum svæðum. Sérstaklega
nú þegar sólin hækkar á lofti og
bjart er fram eftir kvöldi. Þá vilja
börnin gjarnan fá að vera úti að leika
eftir kvöldmat, en á þeim tíma eru
þau oft orðin þreytt eftir eril dagsins
og því meiri hætta á að þau slasi sig.
Þau verða valtari á fótunum og ef
umhverfið er hættulegt getur byltan
því miður orðið mun alvarlegri.
Foreldrar, endilega ræðið þessar
hættur við börnin ykkar.
DAGBJÖRT H.
KRISTINSDÓTTIR,
hjúkrunarfræðingur/verk-
efnastjóri á slysavarnasviði Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar.
Framtíðarleiksvæði
barnanna okkar
Frá Dagbjörtu H. Kristinsdóttur
Dagbjört H.
Kristinsdóttir
HVERS vegna þessi hatursáróður
um krónuna; er hún ekki mælikvarði
á verðmætasköpun þjóðarinnar, hvati
til frekari útflutn-
ings í núverandi
ástandi? Fisk-
veiðar eru frum-
undirstaða út-
flutnings,
trygging fyrir
fæðuöryggi. Kost-
urinn við lágt
skráð gengi krón-
unnar er, að út-
flutnings-
atvinnugreinarnar hafa betri
samkeppnisstöðu þótt markaðsverð
hafi lækkað vegna kreppu erlendis.
Hvernig voru aðstæður sjávar-
útvegs á útrásartímabilinu? Krónan
var of hátt skráð og greiddi óhóflega
niður innflutning er olli óheyrilegum
viðskiptahalla. Miða þarf núverandi
aðstæður við verðmæti útflutnings,
innflutningur við gjaldeyrisöflun er
ekki ráðlegur fyrir skuldsetta þjóð,
að lifa umfram efni.
Samskipti þjóðarinnar við erlendar
þjóðir munu hægt og hægt komast í
gott horf; en við þurfum þolinmæði til
að standast framangreinda erfiðleika.
Fjárfestar eru tortryggnir vegna
alheimskreppu en það verður ekki
viðvarandi ástand síst gagnvart þjóð
sem er auðug að auðlindum, er fjár-
festar munu horfa til.
Fyrst þegar næst eðlilegt við-
skiptalegt jafnvægi má ef til vill huga
að öðrum gjaldmiðli ef það er fyrir
víst betri kostur til að mæla verð-
mætasköpun þjóðarinnar.
Besta trygging framtíðar nú er að
búa að því sem fyrir er í landinu, efla
og nýta innlenda framleiðslu til að
spara gjaldeyri í nánustu framtíð.
Hræðsluáróður um að þjóðin sé fyr-
irlitin og einskis metin má ekki skerða
sjálfsmynd og framtak; undirstöðuna
til að taka á skuldum þjóðarinnar og
efla framfarir í landinu. Vel menntað
ungt fólk mun upp rísa, skapa verð-
mæti í framtíðinni, stofna fyrirtæki er
verða byggð á nýsköpunarkrafti
þeirra; betra samfélag verður til með
siðlegra gildismat, á íslenskum
grunni, fyrirmynd annarra þjóða.
SIGRÍÐUR LAUFEY
EINARSDÓTTIR,
BA – Guðfræði/djákni.
Krónan er raunhæfur
gjaldmiðill
Frá Sigríði Laufeyju Einarsdóttur
Sigríður Laufey
Einarsdóttir
Í UMRÆÐU um sjávarútvegsmál
að undanförnu hafa frambjóðendur
til Alþingis ítrekað vísað með frjáls-
legum hætti til
álits mannrétt-
indanefndar
Sameinuðu þjóð-
anna (CCPR
1306/2004) í máli
tveggja sjómanna
sem keyptu sér
bát og fóru að
veiða í atvinnu-
skyni án þess að
hafa veiðiheim-
ildir.
Rétt er að benda á að nefndin
klofnaði í afstöðu sinni. Enn mik-
ilvægara er þó að gera sér grein fyr-
ir því að það sem meirihluti nefnd-
arinnar sendi frá sér er aðeins álit,
en hvorki úrskurður eða dómsorð.
Nefndin er ekki dómstóll, úrskurð-
arnefnd eða gerðardómur. Nefndin
er álitsgjafi og álit hennar hefur ekki
skuldbindandi gildi að landsrétti fyr-
ir íslensk stjórnvöld eða dómstóla.
Bæði Hæstiréttur Íslands (H 455/
2004) og Mannréttindadómstóll Evr-
ópu (MDE 40169/05) hafa dæmt að
íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið
brjóti ekki gegn mannréttinda-
ákvæðum íslensku stjórnarskrár-
innar eða ákvæðum Mannréttinda-
sáttmála Evrópu.
Hvað vakir fyrir frambjóðendum
sem halda þessu áliti á lofti sem hin-
um stóra sannleik þegar gildi þess er
nákvæmlega ekkert fyrir íslenskum
lögum og dómstólum?
SIGURÐUR SVERRISSON,
upplýsinga- og kynningarfulltrúi
LÍÚ.
Fiskveiðistjórnun á Íslandi
er ekki mannréttindabrot
Frá Sigurði Sverrissyni
Sigurður
Sverrisson
LANDSFUNDUR
Vinstri grænna sem
haldinn var fyrir
skemmstu áréttaði
stefnu Íslands varð-
andi Ísrael og Palest-
ínu sem mótuð var
einróma á Alþingi 18.
maí 1989. Þar var
lögð áhersla á að
virða bæri sjálfs-
ákvörðunarrétt palestínsku þjóð-
arinnar, tilverurétt Ísraelsríkis og
jafnframt rétt palestínskra flótta-
manna til að snúa aftur til fyrri
heimkynna sinna. Í ályktun Al-
þingis var vísað til ályktana Ör-
yggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá
1967 og 1973 um að bundinn yrði
endi á hernámið og herteknu landi
skilað. Þá var vísað til margítrek-
aðra ályktana SÞ varðandi rétt
flóttafólks. Landsfundurinn minnti
á að öll þessi grundvallaratriði eru
í fullu gildi og þeim ber að fylgja
eftir í verki, og í framhaldi af því
að íslenskum stjónvöldum bæri að
viðurkenna þau stjórnvöld sem
palestínska þjóðin kýs sér.
Lýðræðislega kjörin
stjórnvöld á Gaza
Það er í raun ólíðandi annað en
að íslensk stjórnvöld viðurkenni
þau stjórnvöld sem Palestínumenn
kjósa sér. Þetta á ekki síst við þeg-
ar kosningar hafa farið eins lýð-
ræðislega fram og hugsast getur
við erfiðar aðstæður hernáms, eins
og þær sem fram fóru í ársbyrjun
2006. Hamas-samtökin, sem voru
sigurvegarar þeirra kosninga,
mynduðu í kjölfarið ríkisstjórn að
tilhlutan Abbas forseta og síðar var
mynduð þjóðstjórn. Hvorug stjórn-
in var viðurkennd af Íslandi né
neinu NATÓ-landi eða öðrum vest-
rænum ríkjum, nema Noregi. Ísr-
ael og Bandaríkjastjórn réðu ferð-
inni.
Íslenskum stjórnvöldum ber við
núverandi aðstæður að hafa stjórn-
málasamband við báðar rík-
isstjórnir Palestínumanna.
Annars vegar er stjórn Salams
Fayyads sem Abbas skipaði til
bráðabirgða og situr í Ramallah.
Ísland hefur stjórnmálasamband
við þessi stjórnvöld sem kallast PA
eða Palestinian National Authority,
en þau eiga sér ekki
þingræðislega fótfestu.
Það gera hins vegar
stjórnvöldin á Gaza
sem styðjast við meiri-
hluta löggjafarþings-
ins sem kosið var í
ársbyrjun 2006 en
stjórn Ismaels Han-
iyeh var hins vegar
sett af í júní 2007. Það
gerði Abbas forseti
sem situr enn þótt
kosningatímabil hans
hafi runnið út 9. jan-
úar.
Málið er þannig einkar flókið.
Starfandi eru tvær ríkisstjórnir í
þessu litla landi og hvorug er eig-
inleg ríkisstjórn nema að nafninu
til. Allt landið er jú hernumið og
hernámsyfirvöldin skammta Palest-
ínumönnum verkefnin, segja þeim
fyrir verkum og gera þeim um leið
ókleift að byggja upp og viðhalda
eðlilegu samfélagi. Nú standa yfir
viðræður milli Hamas og Fatah og
ellefu annarra stjórnmálasamtaka
um þjóðstjórn, endurskipulagningu
PLO og fleiri mikilvæg mál. Við-
ræður þessar lofa góðu. En bæði
Bandaríkjastjórn og Ísraelsstjórn
eru fyrirfram farnar að hóta slíkri
stjórn illu og algerri einangrun,
einsog þeirri fyrri. Þessi ríki sem
kalla sjálf sig lýðræðisleg, sætta sig
ekki við að lýðræði fái að ráða í
Palestínu.
Rjúfum herkvína um Gaza
Íslensk stjórnvöld verða að
leggja af mörkum til þeirrar bar-
áttu að rjúfa herkvína sem er um
Gaza og sem hefur enn ekki verið
aflétt. Hluti af því er að hafa sam-
band við stjórnvöld á Gaza, einsog
Norðmenn gera. Grimmdarlegu
stríði Ísraelsríkis gegn palestínsku
þjóðinni er langt í frá lokið með 22
daga árásarhrinu á innikróaða íbúa
Gazasvæðisins. Því er haldið áfram
bæði á Gaza og Vesturbakkanum
og sérstaklega með herkvínni um
Gaza. Enn er ekki farið að hleypa
inn byggingarefni til að reisa heim-
ili úr rústunum. Enn er helstu lífs-
nauðsynjum ekki hleypt í gegn
nema í mjög takmörkuðum mæli og
enn eru íbúarnir innilokaðir.
Árásirnir á Gaza hafa opnað
augu margra fyrir árásarstefnu
Ísraels sem hefur verið samfelld og
sjálfri sér samkvæm frá árinu 1948,
þegar um 700 þúsund palestínskir
íbúar hrökkluðust undan
hryðjuverkastríði og urðu að
stærsta flóttamannavandamáli sög-
unnar, vanda sem er enn óleystur.
Æ fleiri sjá að að hér er um þjóð-
ernishreinsanir að ræða og jaðrar
við þjóðarmorð.
Hlustum ekki á
stríðsæsingamenn
Nýyfirstaðnar kosningar í Ísrael
voru sigur stríðsafla sem engan
áhuga hafa á friði hvað þá heldur
réttlæti gagnvart Palestínumönn-
um. Nú hefur verið mynduð rík-
isstjórn í Ísrael undir forystu Ben-
jamins Netanyahu. Hann var á
móti Óslóarsamkomlaginu og hefur
staðfastlega rekið áróður gegn friði
við Palestínumenn. Allt tal sem
kann að heyrast í aðra átt úr þeim
herbúðum er einskis virði og haft í
frammi til að blekkja almennings-
álitið og þóknast Bandaríkjastjórn,
Evrópusambandinu og Rússum.
Hlustum ekki á innantóman áróður
þeirra. Horfum á gerðir þeirra.
Fordæmi
utanríkisráðherra
Þessi staða gerir enn frekar en
áður kröfu til þess að íslensk
stjórnvöld endurmóti afstöðu sína
til Ísraels. Ekki verður bundinn
endi á yfirgang þessa ríkis gagn-
vart sínum nágrönnum með kurt-
eislegum tilmælum eða ályktunum
þar sem vísað er til ályktana SÞ og
alþjóðalaga og réttar. Ísraelskir
stjórnmálaleiðtogar, leyniþjónustan
og herforingarnir sem stjórna ferð-
inni, líta greinilega svo á að Ísrael
sé hafið yfir lög og rétt.
Finna þarf nýjar leiðir til að
knýja á um breytta stefnu í Ísrael.
Þar hefur núverandi utanrík-
isráðherra Íslands sýnt gott for-
dæmi. Utanríkisráðherrar annarra
Evrópulanda mættu taka hann sér
til fyrirmyndar. Með því að neita
að taka á móti ísraelskum ráðherra
í kjölfar árásanna á Gaza og nú ný-
verið með því að hafa ekki tíma til
að taka á móti nýjum sendiherra
Ísraels, er ráðherrann að senda
mjög ákveðin og skýr skilaboð um
að Íslendingar sætti sig ekki við
árásarstefnu Ísraelsríkis og að ekki
verði um eðlilegt stjórnmála-
samband að ræða, nema Ísrael
breyti um stefnu.
Ný sniðgöngu-
hreyfing - BDS
Ný hreyfing fer nú um heiminn
sem kallast BDS, boycott - divest -
sanction (sniðganga, hætta fjárfest-
ingum, viðskiptabann). Þetta á við
um viðskipti á sem flestum sviðum,
þar á meðal í menningarmálum,
hvort sem það er symfónía, fótbolti
eða Eurovision. Það eru slíkar að-
ferðir sem komu Apartheid-
stjórninni frá í Suður-Afríku. Hér
er mælt með friðsamlegum mót-
mælum sem hver og einn getur
tekið þátt í til að kom Ísraelsstjórn
í skilning um að stríð og kúgun er
ekki valkostur. Mikilvægt er að
stjórnvöld bæði hjá ríki og sveit-
arstjórnum, fyrirtæki og almenn-
ingur taki þátt í þessu átaki sem
leitt getur til gjörbreyttrar stefnu,
öllum til góðs. Við þurfum öll að
gera allt sem í okkar valdi stendur,
stórt og smátt, til að stuðla að rétt-
látum friði í Austurlöndum nær.
Viðurkennum palestínsk
stjórnvöld bæði í
Ramallah og Gaza
Sveinn Rúnar
Hauksson skrifar
um málefni
Palestínu
»Nýyfirstaðnar kosn-
ingar í Ísrael voru
sigur stríðsafla sem
engan áhuga hafa á friði
hvað þá heldur réttlæti
gagnvart Palestínu-
mönnum.
Sveinn Rúnar
Hauksson
Höfundur er læknir og formaður Fé-
lagsins Ísland-Palestína.
BÆJAR-
FULLTRÚAR Sam-
fylkingarinnar í Kópa-
vogi eru eins og rispuð
plata. Nú síðast birtist
grein eftir þau Guðríði
Arnardóttur og Haf-
stein Karlsson í Morg-
unblaðinu með sömu
tuggunni og var í síð-
ustu grein á undan og
raunar greininni þar á
undan líka.
Það skiptir engu þótt þeim sé svar-
að. Sannleikurinn skiptir þau engu
máli. Til dæmis hefur Ólafur Þór
Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vinstri
grænna í Kópavogi, rifjað upp fyrir
þeim á bæjarstjórnarfundi 14. apríl
sl. að samstaða var um að leggja fjár-
muni í erlenda menningardaga eins
og áður. Ekki er hann talsmaður
meirihlutans í bæjarstjórn.
Ólafur Þór minnti þau líka á um-
ræður um írska menningardaga en
bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar
halda því fram að ég hafi
aldrei gert grein fyrir
þeim og þykjast koma af
fjöllum. Minnisleysið er
sem betur fer ekki algilt
í minnihlutanum.
Bæjarstjóra ber að
framkvæma í samræmi
við fjárhagsáætlun og
því eru írskir menning-
ardagar komnir á kopp-
inn. Samfylkingin leggst
hinsvegar gegn fram-
kvæmdum fyrr en fjár-
hagsáætlun, sem var þverpólitísk
samstaða um, hefur verið endur-
skoðuð. Skyldi vera fleira en menn-
ingarstarfsemi í fjárhagsáætlun bæj-
arins sem Samfylkingin vill ýta á
undan sér og hafa í orði en ekki á
borði?
Einu sinni enn
Eftir Gunnar I.
Birgisson
Gunnar I. Birgisson
»Minnisleysið er sem
betur fer ekki algilt í
minnihlutanum.
Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi.