Morgunblaðið - 26.04.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.04.2009, Blaðsíða 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009                          ÍSLENSKAR LÍKKISTUR Góð þjónusta - Gott verð Starmýri 2, 108 Reykjavík 553 3032 Opið 11-16 virka daga Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix                          ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR SNÆBJÖRNSSON, dvalarheimilinu Hlíð, áður til heimilis að Stafholti 14, Akureyri, er lést sunnudaginn 12. apríl, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 27. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hjartavernd Norðurlands. Snæbjörn Þórðarson, Liv Gunnhildur Stefánsdóttir, Helga Kristrún Þórðardóttir, Karl Jónsson, Haukur Þórðarson, Kristbjörg Jónsdóttir, Örn Þórðarson, Ingibjörg Eyjólfsdóttir, Hrafn Þórðarson, Ragnheiður Sveinsdóttir, Karl Birgir Þórðarson, Eygló Anna Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir, amma, langamma og langalang- amma, ÓLÖF ÓLAFSDÓTTIR frá Djúpavogi, lést á hjúkrunarheimilinu í Neskaupstað miðvikudaginn 22. apríl. Sjöfn Magnúsdóttir, Magnús Herjólfsson, Björgvin Sveinsson, Rósa Benediktsdóttir, Þórður Sveinsson, Karen Kjartansdóttir, Heiðar Sveinsson, Auður Sveinsdóttir, Þorgils Arason, Sigurður Sveinsson, Brynhildur Sigurðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista Óskar Halldórsson ✝ Óskar Hall-dórsson fæddist á Arnarhóli í Vestur- Landeyjum 20. apríl 1928. Foreldrar hans voru hjónin Halldór Jóhannsson og Sig- ríður Guðbjörg Guð- mundsdóttir á Arnarhóli. Árið 1932 fluttist fjölskyldan búferlum að Syðri- Úlfsstöðum í Austur-Landeyjum og bjó hann þar til ársins 2003 er hann flutti í Gullsmára 10 í Kópavogi. Eftirlifandi systkini Óskars eru Sigríður og Albert en Karl, sem var elstur þeirra systk- ina, er látinn. Eiginkona Óskars var Auður Kristín Sigurðardóttir, fædd 6. janúar 1935 í Kúfhól, Austur-Landeyjum, dáin 20. nóvember 2003. Óskar og Auður eign- uðust þrjú börn: Drengur, f. 18. des- ember 1954, en hann lést skömmu eftir fæðingu, Kristín Hulda, f. 11. mars 1957, og Jóhannes Arnar, f. 18. júlí 1964, d. 6. október 1973. Börn Kristínar eru: Auður Ósk Vilhjáms- dóttir, f. 21. maí 1983, gift Sigurjóni Jónssyni, og Halldór Vilhjálmsson, f. 26. júlí 1986. Óskar og Auður bjuggu á Syðri- Úlfsstöðum frá 1957, í fyrstu í fé- lagsbúi við foreldra Óskars en tóku svo við búinu. Óskar lést hinn 7. des- ember sl. og var útför hans gerð frá Krosskirkju, Austur-Landeyjum 17. desember sl. Meira: mbl.is/minningar Sigríður Ágústsdóttir ✝ Sigríður Ágústs-dóttir fæddist 12. desember 1923 á Geiteyjarströnd í Mý- vatnssveit. Hún lést 5. apríl síðastliðinn á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Jarðarför Sigríðar fór fram frá Ak- ureyrarkirkju föstudaginn 17. apríl sl. Meira: mbl.is/minningar Sólrún Kjartansdóttir ✝ Sólrún Kjart-ansdóttir fæddist í Reykjavík 25. sept- ember 1932. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 31. mars 2009. Útför Sólrúnar var gerð í kyrrþey. Meira: mbl.is/minningar Eygló Guðrún Kristjánsdóttir ✝ Eygló Guðrúnfæddist 25. októ- ber 1988 á HSS. Hún lést 7. apríl 2009 á skammtímavistuninni Heiðarholti í Garði. Útför Eyglóar fór fram frá Safn- aðarheimilinu í Sandgerði laugardaginn 18. apríl síðastliðinn. Meira: mbl.is/minningar Ketill Leósson ✝ Ketill Leóssonfæddist á Lundi í Kópavogi 23. október 1947. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 5. apríl sl. Ketill var jarðsung- inn frá Selfosskirkju 11. apríl sl. Meira: mbl.is/minningar Anna Bryndís Árnadóttir ✝ Anna BryndísÁrnadóttir fædd- ist á Akureyri 27. ágúst 1947. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri þann 12. apríl síðastliðinn. Anna Bryndís var jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudag- inn 17. apríl síðastliðinn. Meira: mbl.is/minningar Snorri Jónsson ✝ GuðmundurSnorri Jónsson fæddist í Reykjavík 23. október 1913. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sóltúni 28. mars sl. Útför Snorra fór fram 2. apríl síðastliðinn. Meira: mbl.is/minningar Ingólfur Guðbrandsson ✝ Ingólfur Guð-brandsson fædd- ist á Kirkjubæj- arklaustri 6. mars 1923. Hann lést á Landspítalanum 3. apríl sl. Útför Ingólfs fór fram 17. apríl síð- astliðinn. Meira: mbl.is/minningar Margrét Oddsdóttir ✝ Margrét Odds-dóttir fæddist í Hlíð í Kollafirði, Strandasýslu, 7. jan- úar 1928. Hún lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 11. apríl sl. Útför Mar- grétar fór fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 24. apríl. Meira: mbl.is/minningar ✝ Ingvar Bjarnasonvar fæddur á Neskaupstað 8. sept- ember 1929, hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þann 10. apríl. Hann var sonur Guðrúnar Halldórs- dóttur frá Hliði á Eyrarbakka og Bjarna Vilhelmssonar frá Neskaupstað. Al- systkini Ingvars eru Hulda f. 1918. Stefán f. 1920 látinn. Sigríð- ur f. 1921. Guðfinna f. 1922, látin. Fjóla f. 1924, látin. Bjarni f. 1925. Þuríður f. 1926. Lilja f. 1927 látin. Lilja f. 1928. Olga f. 1930. Guðrún f. 1932. Kolbeinn f. 1933. Halldór f. 1935. Þórður f. 1937. Hálfsystkini Ingvars móðurmegin voru Ásta Strandberg f. 1911, látin og Bald- vin Ólafsson f. 1915, látinn. Hálf- systkini föðurmegin Indíana f. 1904, látin. Einar Hans f. 1912, lát- inn. Fanney f. 1913, látin. Gísli f. 1917, látinn. Unnur Fjóla f. 1920. Ingvar fór ungur að aldri til sjós fyrir austan. Hann fluttist um tvítugt suður til Hafnarfjarðar. Þar stundaði hann einnig sjó. Í Hafnarfirði giftist hann Aðal- björgu Björnsdóttur f. 12. september 1933. Þau eignuðust 7 börn: Anna f. 28 nóvember 1951. Guð- rún f. 30. maí 1953. Bjarni f. 30. desem- ber 1955. Lilja f. 24. ágúst 1959. Stefán f. 2. janúar 1961. Þröstur f. 14. janúar 1963. Birna f. 14. janúar 1965. Ingvar og Aðalbjörg slitu samvistum 1984. Ingvar starfaði í Ísal 35 síðustu starfsárin sín. Hann bjó alla tíð í Hafnarfirði og síðustu 3 árin á Hrafnistu í Hafnarfirði. Barna- börnin eru 17 og barnabarnabörn- in eru 15. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að hans eigin ósk. Meira: mbl.is/minningar Eitt sinn verða allir menn að deyja og vissulega er það svo. Hinn 10. apríl síðastliðinn, eða á föstudaginn langa, var runnin upp sú stund hjá fyrrverandi tengdaföður mínum, Ingvari Bjarnasyni, lengst af búsett- um í Hafnarfirði. Þegar ég heimsótti hann á Hrafnistu fyrir nokkrum vik- um var mér það ljóst að hann ætti ekki langt eftir og ég er ekki frá því að hann hafi verið búinn að sætta sig við það. Þetta umhverfi átti ekki beint við hann þó honum hafi eflaust liðið vel við þessar aðstæður. Mig langar í nokkrum orðum að minnast hans eftir rúmlega 30 ára kynni. Ingvar var fæddur og uppal- inn á Neskaupstað í hópi 17 systkina. Tólf ára gamall missti hann föður sinn og það má rétt ímynda sér hvort ekki hefur verið erfitt um vik að sjá þessum barnafjölda farborða, enda var Ingvar farinn að stunda sjó- mennsku upp úr fermingu til að draga björg í bú. Ingvar minntist Neskaupstaðar ávallt með hlýhug þrátt fyrir augljósar þrengingar í æsku. Fyrstu árin sem hann kom austur í heimsókn til minnar fjöl- skyldu, fórum við stundum saman út á Neskaupstað og það leyndi sér ekki gleðin sem skein úr andliti hans við að fara á bryggjurnar, rifja upp gamlar minningar og kíkja á húsið þar sem hann ólst upp. Ungur að árum fluttist Ingvar síð- an til Hafnarfjarðar þar sem hann kynntist fyrrum eiginkonu sinni, Að- albjörgu Björnsdóttur og varð þeim sjö barna auðið. Það má geta nærri að það hafi oft þurft að vinna langan vinnudag framan af þeirra búskap- arárum til að seðja marga munna. Ingvar stundaði þá ýmist sjó- mennsku eða vann við fiskvinnslu í landi auk annarra starfa. Hann var hamhleypa til vinnu og dró aldrei af sér, enda var hann eftirsóttur hvar sem hann kom. Seinni hluta starfs- ævinnar vann hann í Álverinu í Straumsvík og hafði oft orð á því hversu gríðarlegur munur væri þar á aðstöðu og aðbúnaði starfsfólks frá því sem hann þekkti úr fiskvinnsl- unni, þó það hafi mikið breyst hin síðari ár. Ingvar hafði léttan og skemmti- legan húmor og gat komist snilldar- lega að orði þegar því var að skipta. Hann var yfirleitt vel liðinn af sam- starfsfólki, kom til dyranna eins og hann var klæddur og smjaðraði aldr- ei fyrir öðrum. Hann sagði sína meiningu umbúðalaust og gat verið mjög hreinskilinn svo fólki stóð stundum ekki alveg á sama. Hann var mikill gleðimaður á yngri árum og hafði gaman af því að skemmta sér og dansaði meðan hann hafði þrek til. Þá var hann einnig góður söngmaður, hafði fallega rödd, þó aldrei syngi hann í kór að ég best veit. Síðasta dansinum er lokið. Blessuð sé minning Ingvars Bjarnasonar. Einar Baldursson. Ingvar Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.