Morgunblaðið - 26.04.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.04.2009, Blaðsíða 38
Oddný Kristjánsdóttir ✝ Oddný Kristjáns-dóttir fæddist í Akurholti í Eyjahreppi 2. febrúar 1935. Hún lést á sjúkrahúsi Akraness fimmtudag- inn 2. apríl sl. Oddný var jarð- sungin frá Borgarneskirkju laugardag- inn 11. apríl sl. Meira: mbl.is/minningar 38 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009 Selhellu 3 Hafnarfirði Sími 517 4400 • www.englasteinar.is ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, PÁLÍNU GUÐRÚNAR GÍSLADÓTTUR, Skálafelli, Suðursveit. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands fyrir góða umönnun. Ingunn Jónsdóttir, Eggert Bergsson, Róshildur Jónsdóttir, Eyþór Ingólfsson, Þorvaldur Þ. Jónsson, Stella Kristinsdóttir, Sigurgeir Jónsson, Elísabet Jensdóttir, Þóra V. Jónsdóttir, Þorsteinn Sigfússon, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýju og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR, dvalarheimilinu Grund, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A-2 fyrir kærleiksríka umönnun. Guðmann Sigurbjörnsson, Kristín Aradóttir, Rósa Jónsdóttir, Sigursveinn Sigurðsson, Hólmfríður Jónsdóttir, Guðjón Rögnvaldsson, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför VALS GUÐMUNDSSONAR frá Efra-Apavatni. Þórdís Skaptadóttir, Skapti Valsson, Jórunn Gunnarsdóttir, Dóra Sjöfn Valsdóttir, Birgir Sveinsson, María Ýr Valsdóttir, Rúnar Sigurðsson, Guðmundur Valsson, Marta K. Lárusdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. skilja eftir spor sem enginn annar hefur gert. Farðu í friði, kæri vinur, hjá mér muntu ávallt eiga stað, Þinn vinur, Örn Héðinsson. Það er sárt að horfa á eftir kær- um vini á besta aldri, vini sem kom í heimsókn til mín fyrir aðeins örfá- um vikum, þá kátur, hress og með húmorinn í lagi – eins og venjulega. Það er óskiljanlegt og maður trúir því vart að hann sé burtu genginn. Eftir stendur söknuður, tómleiki og jafnvel reiði yfir því hvernig fór. Gísli Þór Reynisson var mikið ljúfmenni, leiftrandi persónuleiki, greindur og maður alls fagnaðar. Hann náði miklum árangri í við- skiptum, var fylginn sér og ákveð- inn í hvívetna. Leiðir okkar Gísla lágu fyrst saman á árinu 1998. Það var um það leyti er Gísli var að kaupa Laima og stofna önnur fyr- irtæki í Lettlandi. Gísli stóð fyrir uppbyggingu Nordic Industri Park í Olaine í Lettlandi sem voru með fyrstu alvöru iðn-görðunum sem byggðir voru upp í baltnesku lönd- unum. Í einni af fyrstu ferðum mín- um til Riga sem síðar urðu all- margar bauð Gísli mér að skoða verksmiðjuna sem hann hafði þá einkavætt og sem varð grunnurinn að NIP. Verksmiðjan hafði séð Sov- étríkjunum fyrir plastíhlutum í m.a. bifreiðar, en hrundi þegar ríkin liðu undir lok. Heimsóknin til Olaine var hvað minnisstæðust fyrir það að byggingarnar voru fjölmargar og stórar, alls um 80 þús. fm að flat- armáli og í svo slæmu ásigkomulagi að ekki þótti öruggt að ganga um þær sökum hættu á hruni. NIP iðn- garðurinn, sem var opnaður í febr- úar 2000 var og er hinn glæsilegasti og varð sá fyrsti af mörgum sem síðar voru stofnaðir af Gísla og fé- lögum. Seinni árin hefur Gísli stofn- að til fjölda viðskipta og má segja að á toppnum tróni kaup Nordic Partners á hótel- og veitingastaða- keðju af Remmen fjölskyldunni í Danmörku. Við Gísli höfðum stefnt að því um alllangt skeið að fara saman í veiði- ferð og ákváðum við síðasta sumar ásamt nokkrum félögum að leita fanga í Þingvallavatni um miðjan maí 2009. Sú veiðiferð verður farin, að vísu einum færri en áætlað var en ég þykist þess fullviss að Gísli verði með okkur í anda. Mér barst í vikunni mynd sem tekin var á gamlárskvöld 2008 af Gísla og föður mínum, þeir báðir kampakátir, sá eldri í sérsaumuðu Savile Row föt- unum sínum og sá yngri í sérsaum- uðum officera-búningi. Nú eru þeir báðir allir – fóru með 3ja daga millibili. Ég hugsa með hlýhug til allra þeirra ánægjustunda sem við Gísli áttum saman hvort sem var á heimilum okkar, á Þingvöllum eða í útlöndum. Megi minningin um góðan dreng varðveitast í hugum okkar allra og veita Önnu Möggu, börnunum og allri fjölskyldunni styrk til fram- tíðar. Einar Þór Þórhallsson. Hann kom til mín á skrifstofuna í Helsinki einn vordag árið 1993 til að kynna sig og það sem hann hafði á prjónunum. Hann hét Gísli Þór Reynisson. Hann hafði hleypt heim- draganum ungur og hafði farið til náms í Bandaríkjunum aðeins 18 ára gamall og ekki snúið heim eftir það. Honum var mikið niðri fyrir og leist mér vel á hann. Hann var byrjaður í viðskiptum í Finnlandi, aðallega í verkefnum í Rússlandi og Eistlandi með finnskum og eist- neskum vinum sínum. Ekki grunaði mig þá að þessi heimsókn ætti eftir að verða upphaf náins samstarfs til margra ára. Fjórum áður síðar hófum við samstarf. Gísli hafði þá ákveðið að helga starfskrafta sína viðskipta- tækifærum í Lettlandi. Varð það úr að í ársbyrjum 1997 gekk ég til liðs við Gísla og lettneskan viðskipta- félaga hans Daumants Vitols. Verk- efnið var fjárfesting í fyrirtækinu European Plastic Industries, sem Gísli hafði stofnað fáum vikum áður utan um einkavæðingu fyrrverandi áttundu stærstu plastverksmiðju Sovétríkjanna. Nokkru síðar var það fyrirtæki sett undir sjálfstætt eignarhaldsfélag, sem hlaut nafnið Nordic Industries og sem við urð- um sameigendur að. Skiptum við með okkur verkum þannig að ég tók að mér að verða stjórnarfor- maður og hann framkvæmdastjóri. Síðar bættust nýir hluthafar í hóp- inn og í stjórn. Gísli var alltaf meirihlutahluthafi í þessum félögum og réð að mestu ferðinni um viðskiptahugmyndir og tækifæri. Nordic Industries undir daglegri stjórn Gísla átti eftir að skilja eftir sig merkan kapítula í sögu hins nýfrjálsa Lettlands. Gömlu plastverksmiðjunni sem bar merki hrunins heimsveldis og sem sem bæði Andropov og Gorbachov höfðu heimsótt á sovéttímanum, var árið 1999 breytt í 80.000 fm nútíma- lega iðngarða undir nafninu Nordic Industrial Park og enn aðrir 40.000 fm iðngarðar voru reistir ári síðar. Rýmið var leigt út til ýmiskonar at- vinnustarfsemi. Í einu herbergi var komið upp minjasafni um Sovéttím- ann. Þá voru keypt þekktustu fyr- irtækin í köku-, sælgætis- og drykkjarvöruframleiðslu í landinu, þ.e. Staburadz, Laima og Gutta, auk þátttöku í fjölda smærri fyr- irtækja í ýmsum greinum iðnaðar- ,hafnarþjóustu og hugbúnaðar með yfir 2000 starfsmenn. Það var siglt mikinn og sú saga verður örugglega síðar skráð. Á þessum árum áttum við náið persónulegt samstarf sem var í senn gefandi og ánægjulegt enda var Gísli ákaflega lifandi og skemmtilegur ungur maður og hrókur alls fagnaðar í hópi sam- starfsmanna og vina. Árið 2004 skildu leiðir í viðskiptum okkar og Gísli fékk nýja félaga til samstarfs í félagi undir nafninu Nordic Part- ners. Með Gísla er genginn, óvenju- legur og litríkur athafnamaður, ein- staklingur sem lifði sterkt, afrekaði mikið og deyr ungur líkt og þeir sem guðirnir elska. Í Lettlandi skil- ur hann eftir sig djúp spor þar sem hans verður sárt saknað. Í mínum huga lifa ljúfsárar minningar um eftirminnilega samferð í Riga á mótunartíma nýrrar Evrópu. Ég votta Önnu, börnunum, for- eldrum Gísla og systkinum innilega samúð. Þorsteinn Ólafsson. Gísli Þór Reynisson Frans Magnússon ✝ Frans Magn-ússon fæddist í Búdapest í Ungverja- landi 27. maí 1937. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 7. apríl síðastliðinn. Útför hans fór fram frá Akraneskirkju 17. apríl síðastliðinn. Meira: mbl.is/minningar Ingibjörg Björnsdóttir ✝ Ingibjörg Björns-dóttir ljósmóðir fæddist í Hrísey 18. febrúar 1917. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 17. apríl síðastliðinn. Út- för Ingibjargar Björnsdóttur fór fram frá Glerárkirkju 24. apríl síðastliðinn. Meira: mbl.is/minningar Eggert Þór Steinþórsson ✝ Eggert Þór Stein-þórsson fæddist í Stykkishólmi 4. jan- úar 1945. Hann lést á hjartadeild Landspít- alans við Hringbraut 8. apríl síðastliðinn. Útför Eggerts Þórs var gerð 17. apríl síðastliðinn. Meira: mbl.is/minningar Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skila- frests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdar- mörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Minningargreinar Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi 1981 - 1985, MARSHALL BREMENT, frá New York, lést í Tucson, Arizona, 6. apríl sl. Þeim sem vildu minnast hans er bent á að senda samúðarkveðjur sínar til bandaríska sendiráðsins sem mun koma þeim til fjölskyldunnar. Vinsamlegast athugið að setja heimilisfang sendanda á umslögin til þess að fjölskyldan geti haft samband óski hún þess. Bandaríska sendiráðið Laufásvegi 21 101 Reykjavík Former U.S. Ambassador to Iceland 1981 - 1985, MARSHALL BREMENT, From New York, Died in Tucson, Arizona, April 6th. For those who would like to offer condolences, please forward them to the U.S. Embassy. We will collect and send them to the family. Please include your return address on the envelopes, should the family wish to contact you. U.S. Embassy Laufásvegur 21 101 Reykjavík Minningar á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.