Morgunblaðið - 26.04.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.04.2009, Blaðsíða 44
44 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2009 Opið hús Næsta þriðjudag, 28. apríl, verður opið hús í Menntaskólanum Hraðbraut frá kl. 8.30 - 16.30. Allir sem vilja kynna sér skólann eru velkomnir. T V E I MUR ÁRUM Á UNDAN Faxafeni 10 · 108 Reykjavík · Sími: 517-5040 · www.hradbraut.is Tangónámskeið í Kramhúsinu - Vor 2009 Þrjú 6 vikna námskeið hefjast 28. - 30. apríl: Byrjendanámskeið Þriðjudagar, kl. 19.30-20.45. Intermediate Fimmtudagar, kl. 18.00-19.30. Advanced Fimmtudagar, kl 19.30-21.00. Kennarar: Bryndís og Hany Skráning stendur yfir á www.kramhusid.is og í síma 551 5103. Dagskráratriði óskast Hitt Húsið Sími: 411 5500 17juni@hitthusid.is www.17juni.is Frá sýningu götuleikhússins 2007 17. júní í Reykjavík Auglýst er eftir skemmti- og sýningaratriðum fyrir þjóðhátíðarskemmtun í Reykjavík. Dagskráin fer fram í miðborg Reykjavíkur og stendur hún frá morgni til kvölds. Gert er ráð fyrir barna og fjölskylduskemmtunum á sviðum, tónleikum, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppá- komum. Hægt er að sækja um flutning atriða, uppákomur og viðburði á vef þjóðhátíðarnefndar www.17juni.is. Umsóknum er einnig hægt að skila í Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur rennur út þann 7. maí n.k. MÖRGUM hefur reynst erfitt að átta sig á Bob Dylan og varla nema von í ljósi þess hve hann hefur verið iðinn við að skipta um andlit, eða réttara sagt: Hann er með svo fjölbreytilega ásýnd sem listamaður að hver plata hans sýnir okkur nýja hlið sem er frábrugðin öðru því sem við höfum áður séð. 47 ár eru frá því sú fyrsta kom út. Platan Together Through Life var hljóðrituð á síðasta ári og átti ekki að gefa hana út fyrr en í haust, en skyndiákvörðun var tekin um að skella henni út fyrir stuttu að því Dylan hefur greint frá í viðtölum. Lag fyrir kvikmynd Kveikjan að breiðskífunni var að franski leikstjórinn Olivier Dahan leitaði til Dylans um að semja lag fyr- ir kvikmynd sem hann væri með í smíðum um söngvara sem bundinn væri í hjólastól og héldi af stað í ferðalag frá Memphis til New Or- leans í leit að sjálfum sér. (Myndin heitir My Own Love Song, er nú í eft- irvinnslu og er meðal annars með Renée Zellweger, Forest Whitaker og Nick Nolte í aðalhlutverkum.) Hann tók því vel, enda segist hann hafa haft dálæti á kvikmynd Dahans um Edith Piaf frá 2007. Dahan bað Dylan um lag sem tón- listarmaðurinn í hjólastólnum myndi syngja undir lok kvikmyndarinnar og úr varð lagið Life is Hard, sem kall- aði síðan á annað lag og svo annað lag þar til komin var breiðskífa: Toget- her Through Life. Dylan fer eigin leiðir Allt frá því hann stakk í samband og tók sér rafgítar í hönd fyrir bráð- um 44 árum, hefur Dylan sýnt og sannað að hann fer eigin leiðir, kærir sig kollóttan um það hvað öðrum finnst. Hann hefur líka sífellt verið að breyta til, bregða sér í hvert gervið af öðru, en er þó alltaf samur við sig þegar grannt er skoðað. Síðustu þrjár breiðskífur hans, Time Out of Mind frá 1997, Love and Theft frá 2001 og Modern Times frá 2006, hafa þannig verið lofaðar í há- stert, en plöturnar þrjár þar á undan, Under the Red Sky frá 1990, Good as I Been to You frá 1992 og World Gone Wrong frá 1993, fengu almennt slæma dóm og því jafnvel haldið fram að nú væri sá gamli búinn að syngja sitt síðasta. Ef marka má fyrstu um- sagnir um Together Through Life eru menn á báðum áttum. Þeir sem helst vildu framhald af Modern Tim- es eru niðurdregnir, og að vonum, en þeir sem helst kunna að meta kráku- stíga Dylans eru sáttir og vel það. Í skemmtilegu viðtali Bills Flanag- ans við Dylan sem birt er á vefsetr- inu bobdylan.com segir Dylan að hann hafi vísvitandi reynt að hafa sem mest undir á Modern Times, koma sem víðast við til að kippa sjálf- um sér í nútímann, en nú sé það að baki og því geti hann snúið sér að öðru. Vísvitandi gamaldags Hljómur á Together Through Life er vísivitandi gamaldags, en ekki bara það heldur minnir andrúmsloft á plötunni, í textum, lögum og laga- vali, á gamla tíma. Í áðurnefndu við- tali segist Dylan einmitt hafa dálæti á stemmningunni í Chess-hljóð- verinu á sjötta og sjöunda áratugn- um, en einnig að hann hafi þó ekki fylgst svo með því á sínum tíma því þá var hann upptekinn af þjóðlaga- tónlist, hlustaði helst á Son House, Leadbelly, Carter-fjölskylduna og Memphis Minnie og langaði til að semja lög eins og Woody Guthrie og Robert Johnson. Hann segir reyndar í spjallinu að sjötti og sjöundi áratug- urinn hafi líklega verið fjörbrot „al- vöru“ tónlistar; upp frá því hafi allir verið að spila á tölvur. Fjölsnærður Svona er birtingarmynd Bobs Dylans í dag. Krákustígar Dylans TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.