Embla - 01.01.1945, Page 16
ára, meðan jurtirnar hvíla í dauða-dvala sínum, en svo kemur
drottinn og gefur dögg af himninum og frjósamt ár. Hann hefir
gefið mörgum Davíð sigur yfir Golíat —
,,Já, að sönnu er þetta satt, faðir minn! En þó getum vér bezt
vænt drottins aðstoðar þegar vér breytum forsjállega og rösum
ekki fyrir ráð fram.“ beir þögnuðu.
Helga Sigurðardóttir kom inn, bar af borðinu og skaut forvitn-
isaugum til biskups, og svo til Ara er hún gekk urn. Hún sá fljótt
að biskup hafði orðið fyrir vonbrigðum, en að Ari var með hörðu
yfirbragði. „Þeim liefur sinnast," sagði hún við sjálfa sig. „Eg skal
temja piltinn!" — Svo gekk hún út.
„Ertu nú búinn að missa kjarkinn frændi?“ Hóf biskup aftur
máls.
„Ekki andæfi eg þessu, laðir minn, svo mjög vegna þess, en
vegna hins, að mér finst að þér koma ekki lilandi vitund við
hvernig gengur í Suðurstiftinu. Kongurinn er búinn að liertaka
það, og hinar 125 jarðir sem lágu undir kfaustrið í Viðey, er liirð-
stjórinn búinn að taka undir sig í konungs umboði — eða víst
flestar. Það verður því ekkert smáræði að kippa öllu Jtví gózi aftur
inn í landið, fyrir þig gamlan mann og hrumann. Nei, faðir! Það
er ógerlegt. Látum við Skálholtsumdæmið vera, en verjum okkar
eigin stifti karlmannlega á meðan til endist, ef á oss verður leitað!“
„Eg ætla mér nú samt,“ sagði biskup, „að endurreisa klaustrið
í Viðey og svo hin önnur á eftir — reka jiaðan alla danska menn,
og lireinsa að því búnu kirkjurnar og klaustrin af svívirðingunni.
Viltu ekki hjálpa mér til {iess, frændi?“
„Nei, faðir minn!“ Biskup klökknaði og sagði:
„Hefirðu kynt j:>ér eið Jiann, sem eg og hinir katólsku kirkju-
þjónar hafa svarið —? Gerðu það, og dæmdu svo um, hvert eg get
með góðri samvizku rofið liann fyrir öðrum nýrri — ráns-, ósvífn-
is- og gerræðiseiði þeim, sem Kristján konungur 3. vill neyða upp
á mig og aðra, — sem hann kallar Jiegna sína — en sem vér í raun
og veru erum ekki, hvorki eftir forna sáttmálanum né öðrum
skilríkjum, er konungur sjálfur, faðir hans lagði eið út á, kirkj-
unni og páfanum viðvíkjandi; sem J^essi konungur afsver. — En
ég skal ekki fara að hans dæmi, en reynast páfanum triir til dauð-
ans, því þannig hljóðar minn eiðstafur, og Jiað kendi mér líka
M