Embla - 01.01.1945, Page 55
gaman, þegar við vorum tvö ein. Einu sinni fann hann fallegan
hörpudisk og gaf mér hann, þó að sýslumannsfrúin vildi kaupa
hann af honum. Þegar við vorum í barnaskólanum, sagaði hann
ut. vegghillu handa mér. Við lásum saman undir tímana, en krakk-
arnir stríddu okkur, svo að við urðum feirnin og forðuðumst
hvort annað. Eftir ferminguna fór ég í skóla á hverju hausti. Á
sumrin hjálpuðum við til sitt á hvoru heimili, svo að það var
naumur tími til samveru. En Jrað var alltaf gott að finnast. Þegar
cg var að fara suður í fyrra, sagði liann við mig: ,,Ég ætla að flýta
>nér að verða maður, svo að ég megi segja þér, hvað mér býr í
hug.“ Ég vildi ekki, að hann segði meira, ég var svo örugg með
það, að hann biði eftir nrér, á meðan ég áttaði mig á, livað ég vildi.
•\'ú get ég ekki látið hann sjá mig framar, því að Jró engan annan
grunaði neitt, mundi hann geta lesið hugsanir mínar og séð,
hvað é g er orðin spillt. . . . “
Hún grúfði andlitið í arma sína, ég heyrði, að hún grét í hljóði.
Kvöldbjarminn dvínaði. Það kulaði meira inn um gluggann. Nótt-
ui seig að. Ég hugsaði um hennar „aldrei framar". Það var eins
°g viðlag í sorgarkvæði.
„Þú verður að fara heim til þín. Langar þig ekki til Jress?"
„Langar,“ sagði hún döpur. Orðið sveimaði í loftinu.
„Væri þér hjálp í því, að ég færi með Jrér?“
Það birti yfir bláum augum hennar, og grátdrættir andlitsins
mýktust við bros.
„Það mundi hjálpa mér mikið. En geturðu Jrað?“
„Ég vona Jrað. Svo skaltu rétta æskuvininum þínum litlu hönd-
ma Jjína og fela Jrig handleiðslu hans. Umfram allt máttu ekki
halda, að þú hafir drýgt óbætanlega yfirsjón. Þú ert bara lítil
strdka, sem hefur ratað í raunir. Sólmyrkvi liefur skyggt á æsku-
gleði Jrína, en það birtir til, og Jrú verður aftur glöð. Þegar
þú hefur fyrirgelið sjálfri Jrér, er Jrér allt fyrirgefið. Nú ætla ég
að Jrvo burtu tárin Jrín og fylgja Jrér heim. Og ég ætla að sitja hjá
þér, þangað til Jrú ert sofnuð."
— „Ég vil solna frá söng,“ sagði hún um leið og lnin lagðist á
koddann. „Viltu sjrila fyrir mig plötuna, sem liggur elst.“
Ég leit á nafn hennar, um leið og ég setti hana á grammófóninn.
Þetta var síðasta lagið, sem Elsa Sigfúss hafði sungið inn á hljóm-