Embla - 01.01.1945, Síða 72
víst, að við vorum ekkcri hetjulegar, þarna seni við stóðum, um-
kringdar af dauðlegu myrkri.
Allt í einu rauf skerandi angistaróp þögnina. — Það bergmál-
aði frá hamraveggjunum, lengst úti í myrkrinu.
Sú yngsta var náföl og hélt sér í þá, sem stóð næst henni og
einnig var dálítið hvítleit.
,.Hvað kom fyrir? Meidduð þið ykkur?“ kallaði ég, og fann
alla ábyrgð ferðalagsins skella ylir mig, sjálfa meðreiðarmann-
eskjuna.
,,Það er tófa þarna! Hún er mórauð. I.íttu á! Undir stein-
inum!“
Mér létti. Eg var alin upp í sveit, og vissi, að menn eru hættu-
legri fyrir tófur, en tófur fyrir menn. ()g ég bar kertaljósið að
tófunni, sem reyndist vera allra meinlausasti steinn.
Eftir þá upplýsingu héldum við áfram, öllu hugrakkari — og
hugðumst reka kertaljós upp að nelinu á hvérri þeirri forynju,
sem yrði á vegi okkar í Surtshelli.
Afi hafði sagt okkur, að hellirinn, sem útilegumennirnir bjuggu
í, væri til vinstri handar, þegar koinið væri inn í göngin.
En þangað bað hann okkur að fara ekki. Það væri svo vont
að komast þangað upp.
Aftur á móti hafði liann sagt okkur frá fallegum afhellum, sem
liægt væri að komast inn í. Við skreiddumst áfram inn í ótal
afkima, hræddar, en þó forvitnar.
Loks stakk einhver upjr á því, að við snérum við. Og var strax
fallizt á þá tillögu. Þegar við vorum komnar það langt, að grillti
í dagsljósið framundan, fór dálítið að lifna yfir okkur. Að baki
var myrkrið, fram undan birtan og til liægri handar, hátt uppi,
var opið á hellinum, sem útilegumennirnir höfðu búið í.
Allt, sem afi sagði okkur á leiðinni, fyllti hug okkar, en sól-
skinið og skógarilmurinn frá deginum áður komust þar hvergi að.
Þarna höfðu útilegumennirnir okkar gengið eftir þessum stein-
um, klifrað ujrjr á sylluna til hægri og gengið þaðan inn í aðal-
aðsetursstað sinn. Það var varla hægt að hugsa sér betra vígi fyrir
þá. Ujrjri á þessu bergi stóðu stúlkurnar þeirra, þegar þær vörð-
ust byggðarmönnum með sjóðandi vatni og eldi.
En hvað tók svo við jrarna ujrjri? Voru ekki einhver vegs-
70