Embla - 01.01.1945, Page 80
miskunnarlaus og grimm, eins og dauðinn," sagði hann hörku-
lega. Ég horfði á hann bjánaleg og liissa, svona hafði ég aldrei
heyrt hann tala fyr. „IJú slítur upp og drepur blómin, þegar
þau eru fegurst," bætti hann við lágt og þungt. Ég skildi hann
ekki, og á fátinu reif ég upp annan fífil og reytti hann hugsun-
arlaust í sundur. Kristó leit á mig, með voðalegum svip, og sagði
hvasst: „Hættu þessu, eða ég slæ þig.“ Ég varð svo lnædd, að ég
var nærri farin að gráta. Svipur hans mildaðist skyndilegá, og
liann greip liönd mína hughreystandi. „Ég er hrotti," sagði
hann. „Fyrirgefðu gömlum, stygglyndum karli. Ég vildi sízt
særa þig, litla stúlka, sem lieitir nafninu hennar, og hefur blá
augu og rautt hár, eins og hún.‘‘ Nú varð svipurinn hlýr og dökku
augun skær. Hann reis á fætur. „Gakktu með mér hérna út
hlíðina, Dísa litla. Þú ert lítil, falleg stúlka, sem vilt vera mér
góð. Ég skal segja þér sögu af ungum manni, sem ætlaði að
sigra, en var sleginn til jarðar af óláninu.“
Við gengum út lilíðina og settumst í fallegan hvamm. Kristó
starði í suðurátt, sólargeislarnir blikuðu í silfurþræddum vöng-
unum og angurvær ró hvíldi yfir svipnum. Eftir stundarþögn
hóf hann mál sitt:
„Ég er búinn að vera liér í 15 ár. Það er langur tími fyrir
mann eins og mig. Ég er líka orðinn skrítinn karl, sem geðjast
að fáum, og flestir forðast. En ég var einu sinni hugumstór,
glaðvær unglingur, sem elskaði lífið og átti stóra drauma. Ég
ætlaði að lifa í 100 ár. Á skemmri tíma gat ég ekki lokið við
að framkvæma hugsjónir rnínar. Ég varð snemma stór og sterk-
ur, og hafði ánægju af að reyna á kraftana. Erfið vinna var mér
mjög að skapi, og ég hugði afl ihitt óþrjótandi. Hestasteinninn
heima var stór og þungur. Eáir voru svo sterkir að geta bifað
honum, en ég gat hafið hann Iiátt frá jörðu. Logheitt, ótamið
æskufjör buldi í æðum mínum. Ég las sjaldan bækur, þó voru
fornsögurnar mér allkærar. Þar kynntist ég mönnum, sem mig
langaði að líkjast. Tvítugur að aldri knúði ég föður minn til
að láta mig hafa eigna- og umráðarétt yfir nokkru af búi sínu.
Ég ætlaði að eignast álitlegt bú, áður en ég kvæntist, og konan
mín skyldi vera fyrirmynd annarra kvenna, um skörungsskap og
78