Embla - 01.01.1945, Side 82
syngja, kom lu'tn eins og vorboði inn í dapurt líf mitt. Ég átti
hana eitt yndislegt sumar, áður en dauðinn hrifsaði liana af
mér. Þetta sumar er eini sólskinsbletturinn í lífi mínu, en hans
vegna er hægt að þreyja myrkur langrar æfi.“
Hann leit til mín. í dökku augunum ríkti ró og friður, ógnin
og myrkrið þokaði, minningin mild og hlý yljaði liugann. „Dó
hún fljótlega?" spurði ég eftir alllanga þögn. Hann hrökk við;
,,Ég var búinn að gleyma þér,“ sagði hann, nærri barnalega.
„Ég var að hugsa um hana og allar minningarnar, sem ég á um
samverustundir okkar í þessum hvammi. Hér er eins og livert
strá livísli að mér ástarorðunum hennar." Hann þagði um stund,
en bætti svo við: „Nei, því miður dó hún ekki fljótlega. í sex
vikur var dauðinn að tálga hana niður. Hún, sem var íalleg rós,
var orðin eins og visnaður túnfífill, þegar hún dó.
Við gengum eitt sinn í góðviðri langt út í hlíð. Tíminn leið
fljótt og við gleymdum okkur. Við vorum léttklædd, en það
skall á rigning. Þegar heim kom vorum við holdvot. Þá lagðist
hún banaleguna, en ég fékk ekki einu sinni liita. Ég horfði á
hana tærast og þjást og var að verða sturlaður. Það var lienni að
þakka, að ég missti ekki vitið. Hún hafði andlegt þrek fyrirOkkur
bæði. Að síðustu var hún Jjó farin að þrá dauðann og hvíldina,
og ég var jafnvel farinn að óska, að þjáningar hennar tækju enda
sem allra fyrst. Ég var svo einfaldur að lialda, að ég dæi líka, Jjeg-
ar hún væri farin. En dauðinn forðast mig alltaf, hann á enga
miskunn til. Hún fór um kvöld. Sólin hvarf, um leið og hún dó.
Hún brosti til mín daufu, deyjandi brosi, og brjóst hennar liófst
í Jrungu andvarpi dauðans. Sorg mín var Jmng og táralaus.
Síðan hef ég verið einrænn. Ég lét hár mitt og skegg vaxa,
ætlaði að verða fljótt gamall og gabba þáxinig dauðann, en liann
lét ekki blekkjast. Ég hef sérstaklega forðazt kvenfólk. Þú ert
eina stúlkan, sem ég hef getað talað við, síðan hún dó. Þú ert
svo lík henni. Ég gat ekki verið vondur við Jxig, þegar stóru aug-
un þín horfðu á mig, saklaus og blá eins og hennar. En ég var
reiður, Jjegar ég sá Jng tæta niður fallega fífilinn, því svona fór
dauðinn mcð hana, tætti hana niður ögn fyrir ögn.“ Hann and-
varpaði. „Þú ert góð stúlka, Dísa, að vilja hlusta á mig. Það er
80