Embla - 01.01.1945, Síða 89
nema liesta. Ekki svo að skilja, að hún hefði ekki gaman af hest-
um. Hún sóttist jafnan eftir því að fá að sækja hestana með okkur
systkinunum. En við vorum nú ekkert hrifin af því að dragnast
með Reykjavíkurstelpu í slíkar ferðir, stelpu, sem tolldi ekki á
klárnum, ef farið var upp af fetinu. Við þóttumst nú meira reið-
fólk en svo.
En þótt við hefðum takmarkað álit á Möggu hvað reiðmennsk-
una snerti, var langt frá Jrví, að okkur fyndist lítið til um hana
að öllu leyti. Það voru nú til að
mynda fötin. Hún átti kynstur af
alls konar fötum, silkikjólum,
marglitum svuntum, blússum og
pilsum. Eða ])á hárborðarnir!
Þarna skörtuðu Jreir í öllum
regnbogans litum. Mér eru hár-
borðarnir einna minnisstæðastir,
ef til vill vegna Jæss, að sjálf átti
ég oftast fáa borða, enda fljót að
týna þeim, ef ég eignaðist J)á.
Og svo var sælgætið. Magga
lékk stundum stóra böggla fulla
af margs konar góðgæti Irá
mömmu sinni. Það var ekki laust
við, að okkur fyndist stelpan
nokkuð fastheldin á Jressar eigur sínar, — einkum þó karamell-
urnar og lakkrísstengurnar.
Sumarið, sem fyrr greinir, bar svo við einn sunnudagsmorgun,
að ég var vakin venju fremur snemrna, til Jress að sækja hesta. Ég
var syfjuð og úrill. En hér var ekkert undanfæri. Ég klæddi mig
í skyndi í hversdagsfötin.
Þegar ég kom út, sá ég hvar Magga spígsporaði um hlaðið, í
snjóhvítum matrósakjól með himinbláan silkiborða í hárinu.
Skárri voru það nú fínheitin! Líklega bezt að yrða ekki á hana.
Hún var vís til Jress að fara að stæra sig af skrúðanum. Ég hljóp
út í skemmu til að ná í beizlin.' En Magga hafði orðið vör ferða
minna og kom Jregar á eftir mér.
87