Embla - 01.01.1945, Síða 90
„Æ, lofaðu mér að sækja með þér hestana, Líba mín,“ sagði
hún.
„Huh! — Þú að sækja hestana! Eg held nú ekki. Svona, farðu
þarna frá!“
Magga Jirökklaðist út úr skemmudyrunum.
„Mig langar svo að fara með. Má ég það ekki? Ég skal. . . .“
Þegar hér var komið, varð Möggu Jitið á mig. Henni liefur lík-
lega ekki fundizt svipurinn á mér spá góðu um svarið, því að liún
flýtti sér að bæta við:
,,.... gefa þér margar, margar karamellur og lakkrís líka, —
heila stöng.“
Þetta síðasta reið baggamuninn. Heila stöng af lakkrís! Það var
mikið gefandi fyrir annað eins fágæti.
„Jæja, kannske ég lofi þér þá með. En þú verður að koma strax
með stöngina — og karamellurnar."
„Já, já, bíddtt, rétt á meðan ég skrepp inn.“
' Og Magga skoppaði býsna tindilfætt inn í bæ. Að vörmu spori
kom hún aftur með tvær lakkrísstengur og fjórar karamellur.
„Við skiptum jafnt,“ sagði hún.
„Hvað heldurðu, að mamma þín segði, el hún vissi, að þú færir
að sækja hesta í þessari-þessari ,útrústningu‘ þinni?“ spurði ég.
„O-o, hún veit ekkert um það. Og svo get ég haft stóra pokann
þarna fyrir hnakk,“ svaraði Magga kotroskin og benti á stóran
tunnusekk, sem lá á skemmuveggnum.
Magga tók pokann, og við löbbuðum af stað norður túnið,
báðar maulandi.
Hestarnir voru skammt undan. Okkur gekk vel að ná þeim,
beizluðum þá og bjuggumst til að stíga á bak.
„Ég vil ríða Mósu,“ sagði Magga. „Hún hleypur svo hægt, að
ég get ekki dottið af henni.“
„Nei, ég ætla að ríða Mósu. Þú getur riðið honurn lfleik gamla,"
sagði ég og var ekki neitt sérlega mjúk á manninn. Ég var reynd-
ar að renna niður síðasta bitanum af lakkrísstönginni.
Þetta var meira en Magga þoldi. Hún settist á næstu þúfu og
fór að háskæla. Nú vandaðist málið. Mér var skapi næst að skilja
liana eftir þarna á þúfunni, en — það var varla þorandi. Það var
ekki einu sinni víst, að hún rataði lieim, og ef hún týndist, þá. . . .
88