Embla - 01.01.1945, Side 91
„Hana, farðu þá á liana Mósu, og hættu strax þessu orgi,“ hróp-
aði ég sárreið og teymdi Mósu til hennar.
Magga Iiætti þegar að gráta og flýtti sér að klöngrast á bak. En
illa gekk henni að koma sér fyrir á pokanum. Hann lafði út í
aðra hliðina. Mér datt ekki í hug að hjálpa henni. Skárri var það
nú líka frekjan að heimta Mósu mína.
Hestarnir lötruðu suður mýrina áleiðis að Leirlæknum. Pok-
inn seig jafnt og þétt. Sama var ntér. Það máttu svo sem fara af
henni mestu fínheitin. Og — nú hljóp fítonsandinn í mig. Við
vorum rétt komnar að Leirlækjarkeldunni. Ég hvatti Bleik dug-
lega og stefndi beint að Mósu.
„Æ, farðu ekki svona hart,“ kveinaði Magga.
„Uss.... Ég held þú getir dólað ofurlítið. Þú dettur víst ekki
af henni Mósu,“ kallaði ég ögrandi, og þegar við komum að kekl-
unni, neytti ég færis, sparkaði beint í nárann á Mósu og skellti
hressilega í góm um leið og ég þeysti framhjá.
Blejkur stanzaði ekki fyrr en suður við læk. Ég leit um öxl.
Þarna sat Magga flötum beinum — i miðri keldunni. Það sást ekki
í hvíta matrósakjólinn fyrir leir, og blái hárborðinn hafði sýni-
lega orðið fyrir áfalli.
Magga orgaði hástöfum. En ég, syndarinn, — skellihló, bein-
línis veltist um á bakinu á klárnum.
Þegar hlátrinum linnti, fór ég af baki og gekk til Möggu.
„Góða Magga, komdu þér upp úr keldunni. Þú eyðileggur kjól-
inn þinn, ef þú situr svona.“
„Skammastu þín! Skammastu þín!“ hrópaði Magga. „Ég skal
láta liana mömmu þína flengja þig. ]á, ég skal láta mommu þína
flengja þig,“ endurtók hún, og það var eins og henni létti ofur-
lítið við tilhugsunina. Hún stóð upp og reyndi að strjúka mestu
sletturnar af kjólnum.
„Komdu út að læk, Magga mín. Ég skal hjálpa þér að þvo kjól-
mn, og þá verður liann kannske alveg hvítur aftur," sagði ég hug-
hreystandi og rétti fram höndina.
„Farðu frá mér, ótugtin þín. Ég skal láta hana mömmu þína
flengja þig.“
Og Magga tók á rás lieim að túni. Hún var ekki sem álitlegust
aftanfyrir. Hláturinn greip mig á ný.
89