Morgunblaðið - 03.07.2009, Page 1

Morgunblaðið - 03.07.2009, Page 1
F Ö S T U D A G U R 3. J Ú L Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 178. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «PÁLL ÓSKAR HELDUR MINNINGAR- VEISLU FYRIR JACKSON «STÓR ÚTILEGUHELGI FRAMUNDAN Allt sem þú þarft í útileguna E N N E M M / S ÍA / N M 3 7 3 7 8 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is HRUN íslensku bankanna síðastliðið haust er stærra en Enron og WorldCom málin, sem eru stærstu gjaldþrotamál í sögu Bandaríkj- anna. Þetta segir Helge Skogseth Berg, norskur sérfræðingur, sem Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara í rannsókn á banka- hruninu, hefur fengið til aðstoðar við rann- sóknina. „Málið er svo stórt að það er ómögulegt að segja hversu lengi ég mun koma að því,“ segir hann. „Bankahrunið hér er stærra en Enron Hann segir helsta hlutverk sitt í rannsókn- inni verða að skýra hvað raunverulega olli því að íslensku bankarnir hrundu síðastliðið haust. „Hluti verkefnisins verður að styðja sér- stakan saksóknara í að finna áhugaverð mál til að rannsaka og gefa honum ráð um hvað gæti hugsanlega verið í þeim að finna. Ég er líka fenginn hingað til að finna út úr því hver ber ábyrgð á þessu bæði út frá refsirétti og hugsanlegum skaðabótum – hvort einhver getur talist bera fjárhagslega ábyrgð.“ sóknara að málinu,“ segir Berg um þetta. „Í svo stórri rannsókn er gott að hafa nokkur sjálfstæð rannsókn- arteymi því þá mun ekki öll rannsóknin geta tafist út af einhverju einu stóru máli. Rannsóknin getur gengið hraðar ef fleiri teymi vinna að ólíkum málum og þá er fé og starfsfólk líka nýtt betur. Það ætti þannig að vera skilvirkara að hafa fleiri saksóknara sem vinna samhliða að málunum.“ málið, sem árið 2001 var stærsta gjaldþrotið í sögu Bandaríkjanna. Það er líka stærra en WorldCom málið, sem árið 2002 var stærsta gjaldþrotið í sögu sama lands. Rannsóknin er því gríðarlega umfangsmikil og það mun krefjast ákveðinnar viðveru á Íslandi af minni hálfu að veita ráðgjöf vegna hennar.“ Fleiri saksóknarar auka skilvirkni rannsóknarinnar Helge er staddur hér á landi ásamt Joly, sem nýlega gagnrýndi harðlega hversu lítið fé og mannskap rannsóknin hefur. „Mér skilst að nú sé komið í gang ferli til að fá fleiri sak- Bankahrunið stærra en Enron  Norskur sérfræðingur sem Eva Joly hefur fengið til að aðstoða við rannsókn hrunsins segir málið gríðarlega umfangsmikið  Unnið að því að fá fleiri saksóknara  Kannar ábyrgð m.a. út frá refsirétti  Mikilvægt að gleyma sér ekki | 8 Helge Skogseth Berg FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ fór fram á að hluti Icesave-gagnanna, sem ekki hafa verið gerð opinber, yrði þingmönnum aðeins til skoð- unar í möppu inni í lokuðu herbergi á nefndasviði Alþingis. Þingmenn- irnir mega ekki ljósrita upp úr möppunni eða tjá sig um það sem í gögnunum stendur. „Þetta er afar fátítt, og í fljótu bragði man ég ekki til þess að svona hafi verið búið um hnútana. Þó þori ég ekki að full- yrða neitt um það. Þetta er gert vegna þeirra hagsmuna sem eru í húfi í málinu,“ sagði Helgi Bernód- usson skrifstofustjóri Alþingis. Stjórnvöld hafa þegar gert stærstan hluta gagna er tengjast Icesave-málinu opinberan á vefsíð- unni Íslands.is. Þar er að finna 68 skjöl sem tengjast aðdraganda þess að samninganefnd Íslands féllst á að taka ábyrgð á lágmarks- innstæðutryggingu, 20.887 evrum, vegna Icesave-reikninga Lands- bankans í Bretlandi og Hollandi. Samtals er um 24 skjöl að ræða sem þingmenn einir fá að kynna sér, þar á meðal fundargerðir úr viðræðunum. Þingmenn skyggnast bak við leyndarhjúpinn Morgunblaðið/Heiddi Mappan opnuð Þingkonur Borgarahreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta Jónsdóttir, sjást hér skoða Icesave-gögn á nefndasviði Alþingis. Skoða Icesave-gögn í lokuðu herbergi ANDVIRÐI 170 milljarða króna liggur á gjaldeyrisreikningum ein- staklinga og fyrirtækja í viðskipta- bönkunum, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Í febrúar nam þessi upphæð 90 milljörðum króna. Þessar tölur fengust ekki stað- festar hjá Seðlabankanum í gær. Jafnframt gáfu stjórnendur bankans loðin svör þegar þeir voru spurðir um stöður á þessum reikningum þegar forsendur stýrivaxtaákvörð- unar voru kynntar í gær. Þessi þróun er vísbending um að útflytjendur og aðrir sem áskotnast gjaldeyrir vilji ekki skipta honum yf- ir í krónur. Í staðinn liggja peningar á reikningum sem bera lága vexti. Þetta er ein af nokkrum ástæðum fyrir því að krónan hefur ekki verið að styrkjast, jafnvel þótt vöruskipti við útlönd hafi verið hagstæð. | 16 Gjaldeyri ekki skipt í krónur SYKURLAUST tyggigúmmí fær á sig 130 króna vörugjald þegar skattabreytingar á matvörum taka gildi. Upphaflega var stefnt að því að taka upp sykurskatt en þær fyr- irætlanir hafa breyst mjög. Vörur sem verða fyrir hækkun á vörugjaldi eru auk sykurlauss tyggjós t.d. soja- mjólk, kaffi, te og niðursoðnir svepp- ir. Breytingin felst í því að vörugjöld sem felld voru niður 2007 eru tekin upp aftur – tvöfalt hærri. | 11 Morgunblaðið/Sverrir Sykurskattur víkur fyrir matarskatti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.