Morgunblaðið - 03.07.2009, Qupperneq 6
6 FréttirALÞINGI
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2009
Tempur – 15 ár á Íslandi
Frábær afmælistilboð í júlí
Te
m
pu
r 15 ár á Ísland
i
Te
m
pur 15 ár á
Ísl
an
d
i
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
ICESAVE-samningarnir sem gerðir
voru við Breta og Hollendinga hafa
verið á allra vörum undanfarna daga
og vikur. Í gærmorgun var loksins
komið að þingmönnum á hinu háa
Alþingi að láta móðinn mása. Þá fór
fram fyrsta umræða um frumvarp
um ríkisábyrgð vegna samningana.
Raunar stóð hún enn þegar Morg-
unblaðið fór í prentun í gærkvöldi.
Forsætisráðherra hefur látið hafa
eftir sér að hann sé svo viss um að
frumvarpið verði samþykkt að engin
varaáætlun sé fyrir hendi. Af um-
ræðunum í gær mátti sjá að þing-
menn Samfylkingar munu allir veita
því brautargengi. En það mátti ekki
sjá jafnglöggt á þingmönnum
Vinstri grænna.
Ögmundur Jónasson, heilbrigð-
isráðherra og þingmaður Vg, sagðist
þannig ætla að fylgjast með því
hvernig málinu reiddi af í meðförum
þingsins. Hann sagðist hafa heitið
því við sjálfan sig að taka ekki af-
drifaríkar ákvarðanir fyrir annað
fólk án þess að skilja að fullu hvað
lægi að baki. „Og ég ætla að fylgjast
með því hvernig stjórnarandstaðan
kemur að þessu máli.“
Ráðherrann viðraði þá skoðun
sína að hann hefði viljað láta reyna á
það fyrir dómstólum, hverjar þjóð-
réttarlegar skuldbindingar Íslands
væru. Þegar Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins,
spurði hvort hann myndi þá ekki
ganga í lið með stjórnarandstöðunni
og fella samninginn áréttaði Ög-
mundur að hann ætti eftir að taka
ákvörðun.
Fjármálaráðherra í djúpri holu
Bjarni sagði sjálfur engin lagaleg
rök styðja samninginn í núverandi
mynd auk þess sem hann sagði nið-
urstöðuna úr samningaviðræðunum
líkt og Ísland hefði tapað í dómsal.
Fallist hefði verið á allar kröfur
Breta og Hollendinga og fjárhæð-
irnar sem Ísland þyrfti að greiða
væru svimandi háar, og mun hærri
en þær sem kynntar voru í utanrík-
ismálanefnd fyrir áramót.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
varaformaður, sagði að ekki ætti að
samþykkja samningana, hægt væri
að ná betri samningum ef samið yrði
upp á nýtt.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins,
sagði ekki með nokkru móti vera
hægt að fallast á samningana. Með
einföldum útreikningum mætti finna
út að landið gæti farið í þrot ef rík-
isábyrgð yrði samþykkt. Sigmundur
sagði stjórnina þekkja það en fjár-
málaráðherra væri búinn að grafa
sig svo djúpt niður að hann ætti
engra kosta völ nema að moka
meira.
Koma þarf þjóðarbúinu á kjöl
Steingrímur J. Sigfússon, fjár-
málaráðherra, sagði þann valkost að
komast undan málinu ekki í boði.
Þetta væri hluti af herkostnaðinum
og lánskjörin eins hagstæð og Ísland
gæti fengið. Hann tók fram að fyrst
þurfi að koma þjóðarbúinu á kjöl áð-
ur en reyndi á Icesave-samningana,
eftir sjö ár. „Og ef við komumst aldr-
ei með okkar þjóðarbú til ársins
2016 þá reynir ekki á þetta.“
Steingrímur sagði að ef þingmenn
felldu frumvarpið mundu öll aðgerð-
arplön stranda og „þá kemur októ-
ber aftur.“ Menn myndu innan
skamms sjá eftir því.
„Þá kemur október aftur“
Morgunblaðið/Eggert
Ráðherrann Steingrímur J. Sigfússon kom oft upp í pontuna á Alþingi í gær, enda er hann flutningsmaður málsins.
Fyrsta umræða um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna fór fram á Alþingi í gær og fram á nótt
Formaður Sjálfstæðisflokks sagði að niðurstaðan væri líkt og Ísland hefði tapað málinu fyrir dómi
Eftir að fjölmiðlar hófu að birta sí-
endurtekið fréttir af því að íslenska
bankakerfið væri óstöðugt, m.a. í
byrjun árs í fyrra, og gæti í versta
falli hrunið þá brugðust Lands-
bankamenn við með því að reyna
að sannfæra viðskiptavini um
ágæti Icesave-reikninganna og ís-
lenskra banka almennt.
Í bréfi sem starfsmenn Lands-
bankans, einkum þeir sem störfuðu
við Icesave, fengu 15. febrúar í
fyrra kemur fram að innstæðu-
eigendur að Icesave-reikningum
séu með tvöfalda tryggingu á sín-
um reikningum, bæði frá íslenska
tryggingasjóðnum og þeim breska.
Icesave-innstæðueigendur njóti því
tryggingar upp að 35.000 pundum.
„Íslenski tryggingasjóðurinn ann-
ast vernd innstæðueigenda og
breski tryggingasjóðurinn tekur
síðan við þar sem íslensku vernd-
inni sleppir,“ segir í bréfinu.
Þá er ítrekað í bréfinu að ólíklegt
sé, ef sá „gríðarlega ólíklegi at-
burður eigi sér stað að reyna þurfi
á“ innstæðutryggingarnar þá sé
ólíklegt að nokkur töf verði á end-
urgreiðslum, sambærilegt við það
sem þekkist í Bretlandi.
Lágmarkstryggingin sem inn-
stæðutryggingasjóðir ábyrgjast
skv. reglum EES er 20.887 evrur.
Lágmarksinnstæðutryggingin í
Bretlandi var seinna hækkuð í
50.000 pund, þegar mikið van-
traust ríkti á fjármálamörkuðum á
haustmánuðum í fyrra.
Í bréfinu, sem Mark Sismey-
Durrant, framkvæmdastjóri hjá Ice-
save/Landsbankanum ritar, segir
að allt sé reynt til þess að „tryggja
að blaðamenn og aðrir séu eins vel
upplýstir og þeir geta verið um
styrk Landsbankans og öryggi og
tryggð innstæðna á Icesave-
reikningunum.“
Á þessum tíma bættust um
1.000 nýir reikningshafar við á
hverjum degi að meðaltali, að því er
fram kemur í bréfinu. „Ég er viss
um að þegar staðreyndirnar kom-
ast betur til skila, mun neikvæða
umfjöllunin um íslensku bankana
hætta,“ segir í bréfinu.
Viðskiptavinir sagðir tryggðir í bak og fyrir
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
LITLU munaði að lítil telpa slasaðist alvarlega á auga
þegar hún var stödd í verslun og féll á prjón á standi sem
notaður er undir smávarning. Herdís Storgaard, for-
stöðumaður Forvarnahúss, segir þetta ekki í fyrsta sinn
sem slíkt gerist hérlendis og hvetur verslunareigendur
til að skipta út hættulegum prjónum fyrir svokallaða ör-
yggisprjóna.
„Fyrir nokkrum árum var lítill drengur næstum því
búinn að missa augað þegar hann féll á svona pinna,“
segir Herdís. „Þessir prjónar eru í flestum verslunum
sem selja smávöru en á þá eru settir pokar, spjöld eða
annar varningur.“ Hún segir hægt að skipta prjónunum
út fyrir öruggari pinna, sem eru sveigðir í eins konar u-
beygju á endanum. Það geri að verkum að ekki er hætta
á að endinn stingist í manneskjur, lendi þær á pinnunum.
Eins er hægt að fá plasthettur á enda pinnanna. „Stund-
um snýst þetta einfaldlega um að verslunareigendur færi
standinn til því oft er varan sett þar sem viðskiptavin-
irnir nánast detta um hana.“
Engar reglur eru í gildi á Evrópska efnahagssvæðinu
um frágang á þessum prjónum, að hennar sögn. „Neyt-
endastofnunin í Bandaríkjunum hefur hins vegar bent á
þessa hættu og þess vegna fóru menn að framleiða þessa
öryggisprjóna.“ Herdís bætir því við að mikið sé um slys
á börnum í verslunum. „Þegar fólk fer með börnin sín í
búðir er það oft upptekið við að skoða eitthvað og missir
sjónar á börnunum. Þá enda þau kannski í rúllustiganum
eða detta úr innkaupakerrunni. Þetta snýst því líka um
að foreldrarnir gæti betur að börnunum.“
Varasamir vöruprjónar
Lítil telpa nálægt því að slasast á auga þegar hún féll á
pinnastand í búðarferð Ýmsar hættur í verslunum
Prjónarnir hættulegu Herdís Storgaard hvetur versl-
unareigendur til að setja upp sérstaka öryggisprjóna.
Orðrétt
um Icesave
’ Það má fullyrða að milljarðarnirellefu sem fengust fyrir Lands-bankann hafi verið dýrustu milljarðarÍslandssögunnar.
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
’ Því þurfum við að hugsa okkurum hvort við látum þetta strandahér og nú. Þá kemur október aftur.STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
’ Hver er svo samninganiður-staðan? Hún er sambærileg þvíað við hefðum tapað málinu með öllufyrir dómi, að fallist hefði verið á allarkröfur viðsemjendanna.
BJARNI BENEDIKTSSON
’ Okkar málflutningur byggir á þvíað við viljum standa við okkar al-þjóðlegu skuldbindingar. Við viljumbara fá úr því skorið hverjar þær eru.
BJARNI BENEDIKTSSON
’ [Fjármálaráðherra] hefur ekkiannað fram að færa en rökstuðn-ing mótaðila okkar. Það hefði getaðverið fjármálaráðherra Bretlands semþar talaði, því ekki reyndi hann að
verja málstað Íslands.
SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON
’ Þetta er eins fjarri því að veraánægjulegt og nokkurt mál geturorðið. En ekki óviðráðanlegt, hvorkifyrir ríkissjóð eða þjóðina.
GYLFI MAGNÚSSON
’ Ég er þeirrar skoðunar að á þettamál eigi að líta á annan hátt enönnur sem koma fyrir þingið. Það máekki hafna í hefðbundnum hjólbörumflokkastjórnmála. Þetta er mál sem
við eigum að taka á óháð flokkalínum.
ÖGMUNDUR JÓNASSON
’ Þessi samningur fylgir ekki þeimviðmiðunum sem Alþingi setti.Það er okkar kalda hagsmunamat. Viðgetum ekki skrifað undir þennansamning, það eru of miklir hagsmunir í
húfi. Við viljum semja aftur og reyna
að fá betri samninga.
ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR
’ Enginn vildi lána þeim peninga tilað halda svikamyllunni gangandiog þá fundu þeir þessa leið.VALGERÐUR BJARNADÓTTIR