Morgunblaðið - 03.07.2009, Síða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2009
Furðu margir virðast ekki hafa átt-að sig á afleiðingum stórauk-
innar skattheimtu ríkisins fyrir fyr-
irtækin í landinu.
Þórlindur Kjartansson bendir ávítahringinn, sem skattheimtan
getur skapað, í grein á vefritinu
Deiglunni.
Þórlindur bendir á nýlega hækkuntryggingagjaldsins til að fjár-
magna greiðslu
atvinnuleys-
isbóta. „Þessi að-
gerð – fjár-
mögnun
áframhaldandi
atvinnuleysis –
lýsir ekki bara
vantrú á fólki og
fyrirtækjum
landsins heldur
einnig grundvall-
armisskilningi á
eðli hins frjálsa atvinnumarkaðar,“
skrifar hann.
Hærri skattar, sem vissulega erum að ræða í þessu tilfelli, sníða
fyrirtækjum enn þrengri stakk en
þau þurfa að láta sér lynda í dag.
Minna svigrúm gefst til nýráðninga
starfsfólks eða aukinnar starfsemi.
Fyrirtæki geta einnig þurft að
hækka verð á þeim vörum eða þjón-
ustu sem þau sýsla með til að mæta
auknum álögum ríkisins. Í raun virð-
ist efnahagsstefna ríkisstjórn-
arinnar virka á þennan veg: Skattar
og gjöld hækka, með tilheyrandi
auknum rekstrarerfiðleikum fyr-
irtækja og hækkandi verðlagi.
Auknar tekjur ríkisins, ef ein-
hverjar, síðan notaðar í að viðhalda
ofeyðslu hins opinbera og atvinnu-
leysinu sem hlýst af illri meðferð á
einkageiranum,“ skrifar Þórlindur.
Þórlindur bendir réttilega á aðbyrjað sé á öfugum enda með
því að hugsa um fjármögnun at-
vinnuleysisbóta með sköttum. Til að
útrýma atvinnuleysinu þarf að
hjálpa atvinnuleysinu á fætur – og
hlífa því við skattheimtu.
Þórlindur
Kjartansson
Vítahringur skattanna
UM helmingi fleiri farþegar eru nú
bókaðir í flug til Vestmannaeyja á
Þjóðhátíð en á sama tíma í fyrra. Í
heildina eru nú um 1700 farþegar
bókaðir í flug til og frá Eyjum dag-
ana 30. júlí til 4. ágúst, þ.e. frá
fimmtudegi til þriðjudags þessa
helgi. Sem fyrr er mánudagurinn
eftir Þjóðhátíð vinsælastur í flugi og
nú þegar hefur Flugfélag Íslands
ákveðið 17 flugferðir til Vestmanna-
eyja þann dag.
Mikið bókað á Þjóðhátíð
EIN mesta umferðarhelgi ársins er að ganga í
garð og er lögreglan við öllu búin til að greiða úr
umferð.
Mikil umferðarteppa skapaðist á Suðurlands-
vegi um síðustu helgi, sem leiddi til þess að langar
bílaraðir mynduðust. Í tilkynningu frá Umferð-
arstofu segir að það hafi verið mat margra að
teppan hafi skapast þar sem tvær akreinar verða
að einni við lok 2+1 kaflans á veginum.
„Til að minnka hættu á að það endurtaki sig um
næstu helgi og næstu helgar vill Umferðarstofa í
samráði við Vegagerðina og lögreglu hvetja öku-
menn til að aka á hægri akreininni, þar sem með
því móti skapast ekki teppa eins og raun bar vitni
bæði á austurleið á föstudag og á vesturleið á
sunnudag. Líklegt er að það greiði fyrir umferð og
auki líka öryggi, þar sem leið neyðar- og björg-
unarbíla ætti að verða greiðari. Rétt er að hafa í
huga að þetta á eingöngu við þegar umferð er
óvenju mikil,“ segir í tilkynningunni.
Talsverð aukning var á umferð um síðustu helgi
samkvæmt mælingum sem Vegagerðin gerði á 5
stöðum á hringveginum borið saman við sömu
helgi í fyrra.
Undir Ingólfsfjalli, um Hellisheiði og um Sand-
skeið var aukningin mest á laugardaginn eða
17,3%, 19,2% og 14,2%, á Kjalarnesi var hún 18,7%
og 20,9% um Hvalfjarðargöng. sisi@mbl.is
Mikil umferðarhelgi framundan
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 16 skýjað Lúxemborg 29 léttskýjað Algarve 28 heiðskírt
Bolungarvík 15 skýjað Brussel 31 léttskýjað Madríd 33 léttskýjað
Akureyri 18 skýjað Dublin 17 skúrir Barcelona 27 léttskýjað
Egilsstaðir 18 heiðskírt Glasgow 27 léttskýjað Mallorca 31 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 16 súld London 27 heiðskírt Róm 27 léttskýjað
Nuuk 7 heiðskírt París 31 léttskýjað Aþena 29 léttskýjað
Þórshöfn 16 skýjað Amsterdam 28 léttskýjað Winnipeg 18 léttskýjað
Ósló 30 heiðskírt Hamborg 28 heiðskírt Montreal 23 skýjað
Kaupmannahöfn 26 léttskýjað Berlín 29 léttskýjað New York 21 skúrir
Stokkhólmur 28 heiðskírt Vín 29 skýjað Chicago 20 alskýjað
Helsinki 26 heiðskírt Moskva 18 þoka Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
3. júlí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3.18 2,9 9.34 1,2 16.01 3,2 22.21 1,1 3:11 23:54
ÍSAFJÖRÐUR 5.20 1,7 11.43 0,8 18.14 1,9 2:05 25:10
SIGLUFJÖRÐUR 1.19 0,4 7.58 1,0 13.48 0,5 20.01 1,2 1:41 24:59
DJÚPIVOGUR 0.16 1,6 6.19 0,8 13.01 1,9 19.27 0,8 2:28 23:36
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á laugardag og sunnudag
Austan 5-10 m/s. Rigning með
köflum í flestum landshlutum,
einkum sunnanlands. Úrkomu-
minna á sunnudag. Hiti 15 til 23
stig.
Á mánudag
Norðaustlæg átt. Skýjað með
köflum og smá skúrir. Kólnar
heldur í veðri.
Á þriðjudag og miðvikudag
Norðlæg eða breytileg átt.
Bjart með köflum og víðast
þurrt. Hiti 12 til 20 stig.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Fremur hæg norðaustlæg átt.
Dálítil rigning austantil, sums
staðar smá skúrir norðanlands,
en annars skýjað með köflum
eða bjartviðri og yfirleitt þurrt.
Hiti 12 til 20 stig á morgun,
hlýjast suðvestanlands.
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til
leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Allra síðustu sætin!
Barcelona
í júlí
frá kr. 19.990
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða frábær sértilboð á flugi til Barcelona í júlí. Gríptu þetta
frábæra tækifæri og njóttu þín í borginni
sem býður frábært mannlíf og fjölbreytni
í menningu, afþreyingu að ógleymdu
fjörugu strandlífi og endalausu úrvali
veitingastaða og verslana.
Verð kr. 19.990
Netverð á mann. Flugsæti aðra leið með
sköttum (KEF-BCN). Sértilboð 3., 10., 17.
og 24. júlí. Ath. aðeins örfá sæti á þessu
sértilboði.