Morgunblaðið - 03.07.2009, Síða 14

Morgunblaðið - 03.07.2009, Síða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2009 www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafskutlur -frelsi og nýir möguleikar Einfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri www.veggfodur.is Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir megintil- gang laga um af- dráttarskatt að ná sköttum af vaxta- tekjum sem fara frá Íslandi til sk. aflandssvæða eða skattaskjóla, sem og landa sem Ís- land hafi ekki gert tvísköttunarsamn- inga við. Í lögum sem samþykkt voru á mánudag er gert ráð fyrir 15% skatti á vaxtatekjur erlendra lánveitenda hérlendis, sk. afdráttarskatt. Í Morg- unblaðinu í gær var rakið að í lang- flestum lánasamningum sem íslensk fyrirtæki hafa gert við erlenda lán- veitendur sé ákvæði sem kveður á um að sé slíkur skattur lagður á beri lán- takandinn, þ.e. íslenska fyrirtækið, kostnaðinn af slíku. Þetta þýðir að skattbyrðin muni í raun lenda á ís- lensku fyrirtækjunum, en ekki þeim erlendu. Mest áhrif á japönskum lánum Steingrímur segir að í stórum hluta tilfella séu fyrir hendi tvískött- unarsamningar, þar sem kveðið er á um að slíkir skattar falli niður. Fram kom í blaðinu í gær að þannig sé það þó ekki í öllum tilfellum því í mörgum samninganna er kveðið á um allt að 10% afdráttarskatt. „Megináhrifin verða á aðila sem greiða þessar greiðslur út fyrir þessi svæði og eina landið sem eitthvað vegur, svo ég viti til, sem ekki fellur undir þessar regl- ur væri Japan. Við höfum ekki tví- sköttunarsamning með hefðbundn- um hætti við það. En ég held að skattauppgjörsreglur í Japan geri að verkum að að því marki sem menn borga vexti hér fái þeir það frádegið í Japan.“ Í blaðinu í gær kom fram að skatta- ívilnanir erlendis miða við nettó- vaxtahagnað erlendu fyrirtækjanna, þ.e. þær tekjur sem verða til af vaxta- muninum milli lána sem lánveitendur taka til að fjármagna útlán, og svo út- lánanna sjálfra. Í íslensku lögunum er hins vegar miðað við staðgreiðslu, sem verður til þess að skatturinn verður dreginn af brúttó-vaxtahagn- aði. Skv. tilbúnu dæmi af 4 milljarða láni myndi aukakostnaður íslensks fyrirtækis vera 11 milljónir á ári, vegna þessa mismunar, þrátt fyrir skattaívilnanir erlenda lánveitandans vegna afdráttarskatts hér. „Já, það getur vel verið að einhver slík tilvik séu til,“ svarar Steingrímur og að þetta komi ekki á óvart. „Í sjálfu sér ekki, auðvitað vissu allir að uppgjörsreglurnar í þessu eru mis- jafnar eftir löndum. Þannig að í tæknilegri útfærslu getur vel verið að það þurfi að skoða einhver slík tilvik.“ Hann leggur áherslu á að með lög- unum sé komið á almennum reglum, til að ná utan um greiðslur út úr landi og til að íslenska ríkið missi ekki af skatttekjum til annarra landa, sem eðlilegt væri að það fengi. „Eða hreinlega að menn fá alveg skattfrelsi vegna þess að þeir eru að senda greiðslurnar til einhverra aflands- svæða.“ Hindri skatt- frelsi sumra Afdráttarskattur nái utan um fé úr landi Steingrímur J. Sigfússon Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is „Á ÞESSUM fundi styrktum við stöðu okkar og það neitar því enginn lengur að Ísland er strandríki þegar kemur að veiðum á makríl,“ segir Hrefna M. Karlsdóttir, skrifstofustjóri á alþjóðaskrifstofu sjávarútvegsráðuneytis. Hún sótti í byrjun vikunnar fund í London um stjórn makrílveiða og er það í fyrsta skipti sem ESB, Færeyjar og Noregur bjóða Íslandi að þessu borði. Auk Hrefnu sátu þeir Tómas H. Heiðar þjóðréttarfræðingur og Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, fundinn. Ísland hefur lengi krafist þess að hin strand- ríkin viðurkenni strandríkjarétt Íslands að makrílstofninum og þar með aðkomu að samn- ingaborði um makrílveiðar. Hrefna segir að í sjálfu sér hafi ekki verið um beina niðurstöðu að ræða af þessum fundi. Hún reiknar með að þessar viðræður haldi áfram í sumar og haust og segist fastlega reikna með að Íslandi taki þátt í fundi um heildarstjórn á makrílveiðum í lok október næstkomandi. Ferli sem lýkur vonandi með lausn „Þetta var byrjunin á ákveðnu ferli, sem ég vona að ljúki með lausn sem allir geta sætt sig við,“ segir Hrefna. „Það er staðreynd, sem verður ekki hafnað að makríll er í íslenskri lög- sögu og magnið hefur aukist gífurlega síðustu árin.“ Noregur og ESB gagnrýndu makrílveiðar Íslendinga harðlega síðasta vetur, en Hrefna segir ábyrgðina ekki síður vera hjá þeim, þar sem þeir hefðu hafnað aðkomu Íslendinga að stjórnun veiðanna. Það væri vonandi að breyt- ast. Hrefna segir að ekki hafi verið gerð krafa um að Íslendingar hætti makrílveiðum á fund- inum í London. Slíkt væri enda fráleitt þar sem íslensku skipin veiða innan íslenskrar lögsögu og hefðu allan rétt til veiðanna. Ísland ákvað einhliða að veiða 112 þúsund tonn af makríl í íslenskri lögsögu á þessu ári og var magninu ekki skipt á milli skipa. Kraftur hefur verið í veiðunum að undanförnu og voru skipin að veiðum djúpt suðasutur af landinu í gær. Sterkari staða eftir makrílfund  Reiknað með sæti við samningaborðið þegar afla næsta árs verður skipt á fundi strandríkja í haust  Ekki gerð krafa um að Íslendingar hætti makrílveiðum á fundi sem haldinn var í London í vikubyrjun ÞEIR eru myndarlegir og girnilegir, kínakálshausarnir sem verið var taka upp á Grafarbakka við Flúðir í gær. Einn þeirra sem unnu baki brotnu við uppskerustörfin var Jónas Rafn Ölversson. Kínakálið var forræktað í gróð- urhúsum en síðan plantað út seint í maí. Kínakálið kemur á markað í dag, föstudag. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson KÍNAKÁLIÐ TILBÚIÐ ÁRMANN Jakobsson bókmennta- fræðingur hlaut í gærmorgun hvatn- ingarverðlaun Vísinda- og tækni- ráðs. Verðlaunin eru stærstu vísindaverðlaunin sem veitt eru á Ís- landi, tvær milljónir króna. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a: „Ármann hefur verið einstak- lega frjór og afkastamikill vísinda- maður. Ritaskrá hans er bæði löng og fjölbreytt og kennir þar ýmissa grasa. Hann hefur gefið út þrjár frumsamdar fræðibækur, ritstýrt öðrum fjórum og tveggja binda út- gáfa hans á Morkinskinnu í rit- röðinni Íslenzk fornrit er væntanleg á árinu. Einnig hefur Ármann birt um 80 tímaritsgreinar og bókakafla, verulegan hluta af því í alþjóðlegum ritrýndum fræðiritum, auk fjölda fræðilegra ritdóma.“ Það vakti sérstaka athygli í hversu mörgum og ólíkum ritum Ármann hefur birt greinar. Ármann hvattur til afreka Frjór Jóhanna Sigurðardóttir afhenti Ármanni Jakobssyni verðlaunin. Á MORGUN, laugardag verður staðið fyrir hópgöngu yfir Fjarð- arheiði. Gangan er farin í því skyni að vekja athygli á óviðunandi ástandi samgangna við Seyðisfjörð. Í því skyni verður efnt til hópgöngu yfir Fjarðarheiði a.m.k. ársfjórð- ungslega þar til komin verða jarð- göng sem tengja Seyðisfirðinga við önnur byggðalög, að því er segir í tilkynningu. Gangan hefst kl. 9 við Eyvindar- árbrú. Einnig verður farið með rútu frá Herðubreið kl. 8:30. Þeir sem ekki treysta sér til að ganga alla leið geta farið út úr rútunni þar sem þeir vilja hefja gönguna Hópganga yfir Fjarðarheiði á morgun FULLTRÚAR Bílgreina- sambandsins funduðu í vik- unni með fjár- málaráðherra um stöðu grein- arinnar. Þeir kynntu m.a. hug- mynd um- greiðslu fyrir förgun á gömlum bílum. Greiðslan væri skilyrt til kaupa á nýjum vist- vænni bíl. Sala á bílum og öryggi ykist sem og tekjur ríkissjóðs. Að sögn Özurar Lárussonar fram- kvæmdastjóra Bílgreinasambands- ins sýndi ráðherra hugmyndinni töluverðan áhuga. Förgunargreiðsla upp í nýjan bíl Özur Lárusson VALNEFND í Hafnarfjarðar- prestakalli ákvað á fundi sínum á miðvikudaginn að leggja til að séra Þórhallur Heimisson yrði skipaður sóknarprestur í stað sr. Gunnþórs Ingasonar, sem gegnt hefur emb- ættinu s.l. 32 ár. Sr. Þórhallur hefur undanfarin ár gegnt starfi prests í Hafnarfjarð- arprestakalli. Væntanlega mun biskup Íslands auglýsa það embætti laust til umsóknar fljótlega. Sr. Þórhallur varð fyrir valinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.