Morgunblaðið - 03.07.2009, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 03.07.2009, Qupperneq 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is SAMTÖK sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu (SSH) mótmæltu formlega í gær „þeirri áherslu og forgangsröðun“ sem fram kemur í tillögum að niðurskurði á fram- kvæmdafé Vegagerðar ríkisins. Sérstaklega er því mótmælt að framkvæmdir við tvöföldun Vest- urlandsvegar og Suðurlandsvegar skuli vera lagðar af. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur ríkisstjórnin ákveðið að fara yfir þau verkefni sem mögulegt verður að fjármagna í einkaframkvæmd. Starfshópur, undir forystu Þórhalls Arasonar, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneyt- inu, mun skila niðurstöðum sínum 1. september. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ og formaður SSH, segir framkvæmdir við Vestur- landsveg vera lífsnauðsynlegar. Nauðsynlegt sé að hefja þær sem allra fyrst. Til stóð að bjóða verkið út í þessum mánuði skv. áætlun sem var búið að kynna fyrir íbúum á fundi í maí sl. „Það er búið að bíða lengi eftir úrlausnum á þess- um málum. Það var búið að taka ákvörðun um að bjóða út tvöföldun Vesturlandsvegar, frá Hafravatns- vegi og að Þingvallavegi, í sumar. Þessu átti einnig að fylgja hring- torg og takmarkanir á hljóð- mengun en hún hefur verið yfir reglugerðarmörkum. Það er gríð- arlega mikil umferð um þennan veg. Um 16.000 bílar á dag yfir sumartímann, að meðaltali. Það er lífsnauðsynlegt að ráðast í þessa framkvæmd, og það kom okkur á óvart að þessari framkvæmd hefði verið frestað,“ segir Haraldur. Í til- kynningu sem stjórn SSH sendi frá sér í gær kemur fram að breikkun stofnbrauta út frá höfuðborg- arsvæðinu, tvöföldun Vesturlands- og Suðurlandsvegar auk fram- kvæmda við Arnarnes- og Álftanes- veg, séu mikilvægir áfangar í átt til meira umferðaröryggis á höfuð- borgarsvæðinu. Harma niðurskurðinn  Stórbættum samgöngum á helstu stofnbrautum við höfuðborgarsvæðið hefur verið frestað  Bjóða átti verkin út í sumar  Kemur á óvart segir formaður SSH Forsvarsmenn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segja afar brýnt að ráðast í breikkun stofn- brauta við höfuðborgarsvæðið. Þeir þrýsta á um að ráðist verði í framkvæmdirnar sem allra fyrst. Samkvæmt svari Vegagerðar rík- isins við fyrirspurn SSH kemur fram að útboð vegna framkvæmda við Suðurlandsveg, Vesturlands- veg, Álftanesveg og Arnarnesveg, hafi verið felld niður eða þeim frestað. Til stóð að bjóða út 2. áfanga Arnarnesvegar, 2 akreinar í hvora átt. Sá kafli nær frá Reykja- nesbraut austur fyrir Fífuhvamms- veg. Hluti verkefnisins er 4 und- irgöng. Kostnaðaráætlunin hljómaði upp á 1,1 milljarð króna. Kostnaðurinn við tvöföldun Suð- urlandsvegar, frá núverandi vegi sunnan Vesturlandsvegar og suður fyrir Bæjarháls, var áætlaður 250 milljónir. Þá var kostnaður við tvö- földun Vesturlandsvegar í Mos- fellsbæ, milli Hafravatnsvegar og Þingvallavegar, áætlaður 450 milljónir. Þá hefur framkvæmdum við Álftanesveg verið frestað en útboð vegna hans voru opnuð 7. apríl og bárust 19 tilboð. Áætlaður kostnaður var 850 milljónir. Mestur kostnaður við Arnarnesveginn BORGARRÁÐ samþykkti í gær þjónustu- og afnotasamning við Nýja Landsbankann um Egilshöll í Grafarvogi. Í samningnum er gert ráð fyrir að til vors 2010 muni íþróttaaðstaðan í Egilshöll verða nýtt meira en verið hefur m.a fyrir knattspyrnuæfingar, skauta, fim- leika, bardagaíþróttir, frjálsar íþróttir o.fl., að því er segir í til- kynningu frá Reykjavíkurborg. Ungmennafélagið Fjölnir mun fá skrifstofur í húsinu og Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur fær að- stöðu fyrir frístundaheimili fyrir fötluð grunnskólabörn úr nágrenn- inu. Landsbankinn mun m.a. sjá um að láta lagfæra lóð og bílastæði. Samningar tókust um Egilshöll Skora Í Egilshöll er oft tekist á af krafti í hinum ýmsu íþróttum. Morgunblaðið/Kristinn SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Ís- landi hefur stofnað ungmennaráð. Ráðið samanstendur af krökkum á aldrinum 12-18 ára. Ráðið mun m.a. vinna að hugmyndum um hvernig eigi að kenna ánægjulega og örugga netnotkun í skólum og koma að hönnun kennslukerfis. Ung- mennaráðið er þegar á Facebook, Myspace og MSN þar sem ráðgjafar úr ráðinu veita umsögn og ráðgjöf um netið, farsíma og tölvuleiki. Ungmenni og netið Ungmennaráð Vinnur að hug- myndum og hannar kerfi. FORSETI Ís- lands, Ólafur Ragnar Gríms- son, hefur verið erlendis samtals 23 daga frá ára- mótum, sam- kvæmt upplýs- ingum frá forsetaskrifstofu. Frá lokum sept- ember sl. til ára- móta fór forseti enga ferð til út- landa. Af dögunum 23 hefur hann dvalið í einkaerindum í 13 daga en sinnt op- inberum erindum í 10. Í byrjun júní dvaldi forseti á Kýpur vegna Smá- þjóðaleikanna og um miðbik júní- mánaðar fór hann til Nuuk á Græn- landi til að vera viðstaddur þegar Grænlendingar urðu fullvalda þjóð. Hvað greiðslur til handhafa varð- ar þá eru þær miðaðar við alla dag- ana sem forsetinn er erlendis, hvort sem er í opinberu ferðalagi eða ekki. Frá áramótum hafa handhafar feng- ið greiddar 1.527.033 kr. sem skiptast niður á sjö einstaklinga. ylfa@mbl.is Greiðslur nema 1,5 milljónum Hefur dvalist erlendis í 23 daga frá áramótum Ólafur Ragnar Grímsson GLITNIR BANKI HF. Auglýsing um innköllun til skuldheimtumanna Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum þann 19. febrúar 2009 var Glitni banka hf., kt. 550500-3530, sem er með lögheimili á Kirkjusandi 2, 105 Reykjavík en aðsetur að Sóltúni 26, 105 Reykjavík veitt heimild til greiðslustöðvunar til 13. nóvember 2009. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II í lögum nr. 44/2009 um breytingu á lögum nr. 161/2002 hefur Héraðsdómur Reykjavíkur skipað bankanum slitastjórn sem hefur meðal annars með höndum meðferð krafna á hendur bankanum meðan á greiðslustöðvun stendur og eftir að slitameðferð hefst að lokinni greiðslustöðvun. Bankinn hefur rekið með ótakmarkaðri ábyrgð eftirtalin útibú og firmu: Útibú í Bretlandi: Glitnir Bank London Branch, 41 Lothbury, London EC2R 7HF, England. Útibú í Kanada: Glitnir Bank Canadian Branch, 1718 Argyle Street, Suite 810, Halifax, Nova Scotia, B3J 3N6, Kanada. Skrifstofu í Kína: Rm 802A, Citigroup Tower, 33 Hua Yuan Shi Qiao Road, Shanghai 200120, Kína. Frestdagur er 15. nóvember 2008. Upphafsdagur kröfumeðferðar miðast við gildistöku laga nr. 44/2009 og er 22. apríl 2009, sbr. nánar 1. mgr. og 2. málsliður 3. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 6. gr. laga nr. 44/2009. Með innköllun er birtist í fyrra sinni í Lögbirtingablaði sem út kom 26. maí 2009 var skorað á alla þá er telja til hvers kyns skulda eða annarra réttinda á hendur Glitni banka hf. eða eigna í umráðum bankans, að lýsa kröfum sínum skriflega fyrir slitastjórn bankans innan sex mánaða frá þeirri auglýsingu. Kröfulýsingafrestur rennur samkvæmt því út 26. nóvember 2009. Kröfulýsingar skulu sendar bréflega til slitastjórnar bankans að Sóltúni 26, 105 Reykjavík og skal efni þeirra vera í samræmi við fyrirmæli 2. og 3. mgr. 117. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991. Vegna áðurnefndra ákvæða 1. mgr. og 2. málsliðar 3. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 6. gr. laga nr. 44/2009, er því beint til kröfuhafa að í kröfulýsingu komi fram sundurliðuð fjárhæð kröfu þann 22. apríl 2009. Kröfum í erlendri mynt skal lýst í viðkomandi mynt. Kröfuhöfum frá aðildarlöndum Evrópska efnahagssvæðisins eða Fríverslunarsamtaka Evrópu er heimilt að lýsa kröfum á tungumáli heimalands síns. Slíkum kröfulýsingum skal fylgja íslensk þýðing en þó er heimilt að lýsa kröfu á ensku án þess að þýðing fylgi. Aðrir kröfuhafar geta lýst kröfum sínum á íslensku eða ensku. Sé kröfu ekki lýst innan framangreinds frests gilda um það sömu réttaráhrif og um vanlýsingu kröfu skv. 118. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991 og telst hún því fallin niður gagnvart Glitni banka hf. nema undan- tekningar í 1.–6. tölulið lagagreinarinnar eigi við. Sérstaklega er áréttað að með því að lýsa kröfu sinni telst kröfuhafi hafa fallist á brottfall þagnarskyldu (bankaleyndar) að því er varðar viðkomandi kröfu. Í áðurnefndri auglýsingu í Lögbirtingablaðinu er boðað til kröfuhafafundar og verður hann haldinn fimmtudaginn 17. desember 2009 kl. 10.00, að Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík. Rétt til setu á fundinum eiga þeir sem lýst hafa kröfu á hendur bankanum. Á fundinum verður fjallað um skrá um lýstar kröfur og afstöðu slitastjórnar að því leyti sem hún liggur þá fyrir. Skrá um lýstar kröfur verður aðgengileg þeim sem lýst hafa kröfum á hendur bankanum að minnsta kosti viku fyrir framangreindan fund. Nánari upplýsingar um kröfulýsingar og meðferð krafna munu gerðar aðgengilegar á heimasíðu bankans, www.glitnirbank.com. Beinir slitastjórn þeim tilmælum til kröfuhafa að upplýsa um tölvupóstfang sitt eða umboðsmanns síns í kröfulýsingu til að auðvelda miðlun upplýsinga. Reykjavík 29. júní 2009 Slitastjórn Glitnis banka hf. Steinunn Guðbjartsdóttir hrl. Einar Gautur Steingrímsson hrl. Páll Eiríksson hdl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.