Morgunblaðið - 03.07.2009, Qupperneq 19
Þótt sumrin séu tími ferðalaga er
óneitanlega dýrt að ferðast um þessar
mundir, bæði innanlands og utan. Ef
hugurinn ber mann hálfa leið má segja
að með góðu borðspili komist maður
að minnsta kosti þrjá fjórðu.
Í flestum Íslendingum býr svolítill
málfarsáhugamaður sem nýtur sín
best í spilum á borð við Scrabble og
blekkingarleiknum Fimbulfamb.
Fimbulfamb er því miður löngu upp-
selt spil en mjög eftirsótt. Heyrst hefur
að rifist hafi verið um Fimbulfamb fjöl-
skyldunnar við skilnaði og að margnýtt
eintök hafi selst á tugi þúsunda króna á
netinu. Ljóst er að margir myndu gleðj-
ast ef spilið væri endurútgefið en óvíst
er hvort eða hvenær það verður.
Leikurinn gengur þannig fyrir sig að
einn spilari les upp orð og hinir leik-
mennirnir reyna að giska á merk-
inguna. Ef þeir vita ekki hvað orðið
Uppselt og eftirsótt
Ferðast í huganum
með Fimbulfambi
þýðir skrifa þeir niður líklega skýr-
ingu. Lesarinn les svo upp allar skýr-
ingarnar og leikmenn giska á hver sú
rétta er. Stig fást fyrir rétt gisk eða
þegar einhver giskar á manns eigin
skýringu.
Fimbulfamb þýðir þvættingur,
heimskutal
Æpingur þýðir gisið gras
Krangi er fleginn kroppur af horaðri
skepnu
Adamsbrúin er 50 km löng keðja
sandrifja milli SA-Indlands og NV-Sri
Lanka.
Aðalsportið er auðvitað að safna
stigum með því að fá andstæðingana
til að giska á manns eigin fráleitu
skýringar. halldorath@mbl.is
Ferðahnífapör Marg-
nota úr stáli, hægt að
húkka saman. Betra
en plastið. Íslensku
Alparnir, 795 kr.
Reuters
Krokket Eitthvað að
dunda sér við á tjaldstæð-
inu á meðan grillið hitn-
ar. Tiger 3.000 kr.
Morgunblaðið/Eggert
Regnslá Því þú veist
aldrei hvenær gæti
rignt....bara að það
muni rigna. Tiger 600
kr.
Gúmmístígvél Held-
ur táslunum þurrum
en smart um leið.
Tiger 3.000 kr.
VEL heppnuð útilega í góðra vina hópi getur sparkað
sumrinu rækilega af stað og ef allt er með felldu verður
slegið upp tjaldborgum um allt land nú um helgina, enda er
fyrsta helgin í júlí oftast ein stærsta ferðahelgi sumarsins.
Fyrsta verk er að draga fram einu fermingargjöfina sem
ennþá er nothæf - svefnpokann - og pakka niður góðu nesti
en til að útilegan heppnist nú sem best er fleira sem sniðugt
er að taka með til að gera tjaldlífið bæði þægilegra og
skemmtilegra. Krokket á til dæmis ekki síður við á íslensku
tjaldsvæði en á enskum herragörðum og fyrir þá sem vilja
bara slappa af er ferðastóll með bjórhaldara ómissandi.
Allt fyrir útileguna
Sápuflögur
Fyrir hendur
hár og upp-
vask. Snilld. Ís-
lensku Alp-
arnir 695 kr.
Ferðastóll Samanbrjót-
anlegur með glasahald-
ara. Fæst í Rúmfatalag-
ernum á 980 krónur.
Tjald Ekki fara án þess...
Tveggja manna úr Rúm-
fatalagernum á 2.790 kr.
Dýna Fyrir mýkri svefn,
þessi er sjálfuppblásanleg!
Rúmfatalagerinn 2.990 kr.
Vaðskór með tásum
Fullkomnir til að vaða,
klifra og hlaupa eins
og berfættur. Íslensku
Alparnir 9.995 kr.
Daglegt líf 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2009
Úrval af bragðgóðum réttum að hætti hússins, heitum og köldum
samlokum, heimabökuðum kökum, gæðakaffi, ís úr vél og íspinnum.
Söguvettvangurinn í Fossatúni er ævintýraganga
þar sem hægt er að kynnast tröllum, náttúru og örnefnum.
Á sunnudögum milli kl. 15 og 18 er frítt í mini-golfið og öll hin leiktækin.
Afbragðs kaffihús með meiru…
Fossatún er í miðjum
Borgarfirði. Þar er
boðið upp á góðar
veitingar og fjöl-
breytta afþreyingu í
einstöku umhverfi.
Opnunartími: Sun.–fim. 11–21, fös. 11–23, lau. 11–24.
Eldhús opið til kl. 20:30 alla daga.
Greinagóðar upplýsingar á heimasíðu: www.fossatun.is
Sími 433 5800
Flestir geta samþykkt að hár sé höf-
uðprýði. Það kannast allir við að eiga
sína góðu og slæmu daga þegar kem-
ur að hárinu, líkt og hárið hafi sjálf-
stæðan vilja og geri hreinlega ekki
það sem maður vill, sama hversu
mikið maður reynir.
Ýmsar hárvörur eru
til þess fallnar að
fækka þessum
slæmu dögum.
Heyrst hefur að
yngri kynslóðir
karlmanna vilji ekki annað
en D-Fi í hárið á sér. Hægt
er að kaupa ýmsar gerðir
af D-Fi, svo sem gel, sér-
staka fitu og tvær teg-
undir af vaxi.
Fyrir kvenfólkið hefur
Frizz Ease Hair Serum
frá John Frieda reynst
vinsælt en það mýkir hár
og kemur í veg fyrir að
það verði „frizzy“.
Frizz ease fæst í apótekum á u.þ.b.
2.400 kr. en D-Fi fæst á flestum hár-
greiðslustofum á u.þ.b. 1.800-2.750
kr., eftir því hvort keypt er stór eða
lítil dolla.
Fyrir hárið
Burt með
slæmu dagana
Mono verður í kvöld á 800 bar á Sel-
fossi, norska blúshljómveitin Mighty
Marith and the Mean Men verður á
Kaffi Kúltúru, Langi Seli og Skugg-
arnir verða með fagnaðartónleika á
Café Rósenberg, Sing for me Sandra
verður á Sódómu Reykjavík og Ljótu
hálfvitarnir halda uppi fjörinu á
Græna hattinum á Akureyri.
Í kvöld
Tónleikar
Það er óhætt að fullyrða að mikil
stemning verði á Kringlukránni í
kvöld þegar kempurnar Geir Ólafs,
Raggi Bjarna, André Bachmann og
Stefán í Lúdó stíga á svið. Enginn
verður svikinn af þeim félögum sem
munu spila hvern slagarann á fætur
öðrum. Ekki skemmir fyrir að allir fá
Milljónamiða frá Happdrætti Háskól-
ans við innganginn.
Í sumarsveiflu
Hvað viltu lesa? Sendu okkur
tölvupóst á daglegtlif@mbl.is