Morgunblaðið - 03.07.2009, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 03.07.2009, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Öll athyglipeninga-stefnu- nefndar Seðla- banka Íslands beinist nú að gengisþróun krónunnar. Það mátti lesa úr yfirlýsingu nefndarinnar í gær þegar hún rökstuddi þá ákvörðun sína að halda stýrivöxtum óbreyttum í tólf prósentum. Í yfirlýsingu nefndarinnar frá því í maí síðastliðnum kom fram að hugsanlega væri svigrúm til umtals- verðrar stýrivaxtalækkunar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Eins og kemur fram í yf- irlýsingu peningastefnu- nefndar í gær eru mörg já- kvæð teikn á lofti sem ætti að leiða til þess að forsendur séu fyrir verulegri slökun á peningastefnunni. Þannig liggur fyrir lang- tímaáætlun um aðhalds- aðgerðir í ríkisfjármálum. Þá hefur verið upplýst að end- urskipulagningu innlends fjármálakerfis eigi að vera lokið 17. júlí næstkomandi. Í fyrradag var skrifað undir tvíhliða lánasamning við Norðurlöndin og frumvarp um afgreiðslu á Icesave- skuldbindingum liggur fyrir Alþingi. Allt þetta er liður í því að vinna að þeirri efna- hagsáætlun sem unnið er að í samstarfi við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn. Það er þó enn töluverð óvissa í spilunum. Mikil átök eru um Icesave-sam- komulagið á Al- þingi og þau teygja sig inn í stjórnarflokkana. Eins hefur krón- an veikst ólíkt því sem fulltrúar í peninga- stefnunefnd vonuðu. Það er því skiljanlegt að nefndarmenn vilji stíga var- lega til jarðar við núverandi aðstæður. Hægt er að færa rök fyrir því að skynsamlegt sé að bíða og sjá hvernig leysist úr þeim álitamálum sem nú eru uppi á borðum. Stýrivextir hafa líka ekki eins mikil áhrif og áður þar sem veðlánaviðskipti fjár- málastofnana við Seðlabank- ann eru í lágmarki. Meiru skiptir hverjir innlánsvextir Seðlabankans eru en þeir hafa lækkað hraðar en stýri- vextir og standa nú í 9,5 pró- sentum. Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir stjórn- endur Seðlabankans að krón- an styrkist ekki þrátt fyrir afgang af vöruskiptum um leið og hér eru ströng gjald- eyrishöft. Trúin á krónuna virðist enn vera í lágmarki. Vísbending um það er að út- flytjendur og aðrir skipta ekki gjaldeyri í krónur. Til að breyta því verður að vera meira samræmi í yfirlýsingu Seðlabankans og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins um það hvenær og hvernig eigi að af- nema gjaldeyrishöftin. Trúverðugleikinn er Seðla- bankanum mikilvægur nú sem áður. Það er skiljanlegt að Seðlabankinn stígi varlega til jarðar} Krónan í forgrunni Sérkennilegtverður að teljast að stjórn- völd skuli ekki hafa tekið neitt mark á ábend- ingum og athugasemdum við nýja löggjöf um svokallaðan afdráttarskatt, sem lagður er á vaxtatekjur, sem erlend fyrirtæki hafa hér á landi. Í fréttaskýringu í Morg- unblaðinu í gær er rakið að þessi skattur, sem nemur 15% af vaxtatekjunum, er líklegur til að lenda fyrst og fremst á íslenzkum fyr- irtækjum, sem hafa fengið erlenda lánafyrirgreiðslu. Í flestum lánasamningum eru ákvæði um að það sé lántak- inn, sem ber tjónið ef settur verður á slíkur skattur á lánstímanum. Lánveitandinn er hins vegar stikkfrí. Þá er það svo að tvískött- unarsamningar verja ekki fyr- irtæki alfarið fyr- ir áhrifum lög- gjafarinnar; í þeim sumum er kveðið á um allt að 10% af- dráttarskatt. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir í Morgunblaðinu í dag að hugsunin að baki lögunum hafi verið sú að koma í veg fyrir að vextir rynnu skatt- frjálst til skattaskjóla. Það getur verið skiljanlegt markmið, en ef fyrirtæki verða fyrir barðinu á lög- gjöfinni, sem ekki var ætl- unin að bæru auknar byrð- ar, hlýtur að minnsta kosti að þurfa að skoða fram- kvæmd löggjafarinnar mjög vandlega. Íslenzk fyrirtæki þurfa ekki á enn fleiri álög- um að halda. Fyrirtækin þurfa ekki á enn fleiri álögum að halda} Of afdráttarlaus lög? N ú er sumar 2009. Það er eins og liðinn sé heill áratugur frá sumrinu 2007. Sumarið sem jakkafataklæddir náungar sátu inni í byggingu sem kall- aðist B19 (Borgartún 19) og stofnuðu félög sem hétu B-116 áður en þeir drifu sig á B5 (Bankastæti 5). Ég hef komist að því að þessi skammstafanastíll er þegar orðinn tákn- mynd áranna 2002-2007. Veitingastaðurinn og hótelið Óðinsvé breytti til dæmis nafni sínu í „Ó“ korteri fyrir hrun. Það er reyndar nákvæmlega það sama og ég myndi segja ef ég væri eigandi staðarins. Einu sinni var í tísku að skíra fyrirtæki „ís“-eitthvað. Ístraktor. Íshestar o.s.frv. Fyrir tíu árum var það svo „.is“ og „lausnir“ sem allt snerist um. Þá voru bæði til hárgreiðslustofurnar „har- .is“ og „Hárlausnir“. Hárbransinn þarf að sjálfsögðu að fylgja tískunni. Þessar stofur eru reyndar ennþá til. Það er gott til þess að vita að ef maður skyldi vakna upp með mikinn flóka einhvern daginn getur maður fengið góða manneskju til að finna lausn á honum. Aðra tísku vil ég svo minnast á, en hún felst í því hversu margar íslenskar kvikmyndir nota nafn höfuð- borgarinnar. „Rokk í Reykjavík“. „Sódóma Reykja- vík“. „101 Reykjavík“. „Popp í Reykjavík“. „Reykjavík Guesthouse“. „Reykjavík-Rotterdam“. „Reykjavik Whalewatching Massacre“. Mér finnst þetta að vísu allt svolítið töff nöfn. Ég held að það sé auðvelt að búa til töff nafn á bíómynd ef „Reykjavík“ má vera í titlinum. Við eigum örugglega eftir að sjá fleiri. „Reykjavík Blind Date“ verður rómantísk gamanmynd með Hilmi Snæ og Kate Hudson. „Reykjavík Ransom“ er skot- helt nafn á spennumynd um alþjóðlega glæpastarfsemi. Við eigum margt gott í vændum. Önnur tíska er margrædd. Það er til- hneiging íslenskra sveitaballahljómsveita til að hafa „sól“ í nafni sínu. Dæmin eru eink- um „SS sól“, „Á móti sól“ og „Sóldögg“, en „Vinir vors og blóma“ finnst mér alltaf vera í þessum hópi líka því blóm og vor kalla á nærveru mikillar sólar. Þá er „Sálin“ aðeins einum staf, að frádregnum broddfleyg, frá því að landa sama titli. Mér finnst þetta allt ágæt nöfn. En það sem ég skil ekki er hvers vegna engin íslensk sveitaballahljómsveit hefur kosið að kalla sig eitthvað eins og „Ógeðslega skemmtilegt fyllirí“ eða „Ball- bellirnir“. Þegar ég fer á sveitaball vil ég allavega ekki sjá einhverja sólskinsdrengi á sviðinu heldur hroðalega djammnagla í hestamannapeysum. Hér lýk ég þessari stuttu ádrepu um tísku í nöfnum íslenskra fyrirbæra. Rannsókn á saknæmri háttsemi í aðdraganda bankahrunsins er góðra gjalda verð. En ég væri líka til í að setja 150 milljónir í rannsóknir á frös- um og tísku í íslensku máli á árunum 2002-2007. Þegar kjellarnir voru með kaldan á kantinum á K15. bergur.ebbi.benediktsson@gmail.com Bergur Ebbi Pistill Reykjavík B15 Íssól & Lausnir.is Ábyrgðin á herðar stórfyrirtækjanna FRÉTTASKÝRING Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is F yrirtæki bregðast yf- irleitt svona við, firra sig ábyrgð og varpa henni á íbúa svæðisins og stjórnvöld. Þó þeir hafni henni [skýrslunni] opinberlega er það okkar von að þeir taki henni alvarlega og vinni að úrbótum,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty Int- ernational um viðbrögð stórfyrirtæk- isins Shell við nýrri skýrslu samtak- anna Nigeria: Petroleum, Pollution and Poverty in the Niger Delta. Í skýrslunni er olíuvinnsla Shell í Nígeríu meðal þess sem tekið er fyrir og hún sögð hafa leitt til alvarlegra mannréttindabrota á íbúum við óseyra Nígerfljóts. „Fólk sem býr á óseyrum Níger verður að drekka, elda með og þvo upp úr menguðu vatni,“ sagði Audrey Gaughran, einn höfunda skýrslunnar við fjölmiðla. „Það borðar fisk sem er mengaður af olíu og öðrum eiturefnum – sé það svo heppið að finna fisk,“ sagði Gaug- hran. Ekki tekið tillit til lykilatriða Óseyrarnar eru uppspretta mikils olíuauðs en alþjóðleg olíufyrirtæki hafa starfað á svæðinu í áratugi og Shell hefur verið í aðalhlutverki. Fyr- irtækið segist ekki vera ábyrgt fyrir um 85% þess olíuleka sem orðið hafi á svæðinu og segir hann skemmd- arverka innfæddra. Shell segir skýrslu Amnesty óná- kvæma og ekki komi fram neitt nýtt, engar niðurstöður sem geti hjálpað til við að breyta ástandinu til hins betra. Fyrirtækið neitar fullyrðingum Am- nesty um að það hafi sýnt hirðuleysi og segir að samtökin hafi ekki reynt að skilja þá áskorun sem felist í olíu- vinnslu á þessum stað. „Ofbeldi, mannrán, glæpastarfsemi og óöryggi gera aðgang og aðgerðir erfiðar. Skýrslan tekur ekki fullt tillit til þessa lykilatriða,“ segir m.a. í svari Shell. Skemmdarverk herskárra hópa á olíuleiðslur hafa aukist á liðn- um árum og eru þær gerðar undir því yfirskyni að auðurinn frá olíu- vinnslunni skuli renna til íbúanna en ekki í vasa auðmanna og alþjóðafyr- irtækja eins og nú sé raunin. Margir skemmdarvarganna eru þó taldir glæpamenn með ekki svo háleitar hugsjónir. „Þetta er ekki nýtt vandamál því Shell hefur verið að vinna olíu þarna í um 50 ár. Það er því ljóst að Shell hef- ur ekki gripið til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru til að ræktunar- og veiðilönd séu ekki eyðilögð,“ segir Jó- hanna K. Eyjólfsdóttir. Hún segir ljóst að yfirvöld í Nígeríu hafi alger- lega brugðist skyldu sinni til að vernda rétt íbúanna og það sé einnig tekið fyrir í skýrslunni. „Stórfyrirtæki verða að axla ábyrgð þegar kemur að áhrifum starfsemi þeirra á mannréttindi. Það er mjög algengt að regluverk sé göt- ótt í þriðja heiminum. Þó fyrirtæki fari að lögum og reglu í viðkomandi landi uppfylla þau lög ekki ýtrustu kröfur,“ segir Jóhanna. Hún segir Amnesty munu gefa út fleiri skýrslur á næstunni þar sem tekin verði fyrir tengsl mannréttinda- brota og viðskiptaheimsins. „Shell er með mjög flotta samfélagsstefnu og væri henni fylgt eftir hefði ekki þurft að vinna skýrsluna,“ segir Jóhanna. Ljósmynd/Amnesty International Olíuleki Amnesty International segir að mengun og umhverfisspjöll vegna olíuvinnslu hafi valdið mannréttindabrotum og hneppt fólk í sára fátækt. Alþjóðlegu mannréttinda- samtökin Amnesty International krefjast þess að Shell og önnur olíufyrirtæki viðurkenni skaðann sem þau hafa valdið í Nígeríu og hreinsi upp eftir sig. „VIÐ sendum skýrsluna á for- ráðamenn Skeljungs ásamt bréfi þar sem við skoruðum á þá að beita sér fyrir því að aðalstöðvar Shell í Hollandi hreinsi upp olíuna og tryggi skilvirkt eftirlit með áhrif- um starfseminnar á mannréttindi íbúanna,“ segir Bryndís Bjarna- dóttir herferðastjóri Íslandsdeildar Amnesty. Hún segir að mótmælin sem sam- tökin efndu til fyrir utan Skeljungs- stöðvar fyrr í vikunni hafi ekki beinst gegn íslenskum armi fyr- irtækisins. „Við vorum ekki að benda fingri á Shell hér á landi. Að- gerðirnar beindust gegn höf- uðstöðvum Shell í Hollandi og skor- um á nýjan forstjóra sem tók við á miðvikudag að blað verði brotið og góðir starfshættir teknir upp. Nýr kafli verði hafinn þar sem ábyrgð og gegnsæi séu á oddinum og mannréttindi virt,“ segir Bryndís. ÁBYRGÐ OG GAGNSÆI››

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.