Morgunblaðið - 03.07.2009, Blaðsíða 25
Minningar 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2009
✝ Halldóra Jóns-dóttir fæddist í
Neskaupstað 5. sept-
ember 1941. Hún lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 24. júní 2009.
Foreldrar hennar
voru Jón Sigurðsson,
f. 1. nóvember 1911, d.
29. mars 1948, og
Unnur Zoega, f. 25.
maí 1915, d. 30. ágúst
2006. Systur Halldóru
eru Guðný, f. 2. júlí
1934, Steinunn, f. 27.
desember 1942, og
Unnur, f. 12. júní 1945.
Halldóra trúlofaðist 17. júní 1959
Gunnari Jónssyni vélstjóra, f. 18.
maí 1941, og giftist honum síðan í
Reykjavík 5. september 1962. Börn
Halldóru og Gunnars eru: 1) Jón
bifreiðastjóri, f. 14. mars 1960,
fyrrverandi sambýliskona er Elín
María Guðjónsdóttir, f. 10. ágúst
1962, dóttir þeirra er Halldóra bók-
menntafræðingur, f. 6. september
1980. Sambýliskona Elísabet Krist-
mannsdóttir, f. 26. ágúst 1961. Börn
þeirra eru Gunnar laganemi, f. 15.
júní 1987, og Davíð, f. 26. júní 1995.
2) Sigurbjörg myndlistarmaður, f.
21 júní 1963, fyrrverandi sambýlis-
maður Ottó Sigurðsson múrari, f.
11. apríl 1954, dóttir þeirra er
Ragnheiður sjúkraþjálfi, f. 8. maí
1987. Sambýlismaður er Vidar Bor-
gersen lögfræðingur, f. 17. október
1963. 3) Steinar lögregluvarðstjóri,
f. 12. febrúar 1969, kvæntur Kol-
brúnu Axelsdóttur
húsmóður, f. 20. apríl
1968, börn þeirra El-
ísabet Ýrr flugnemi,
f. 21. október 1993,
Steinar Gunnar, f. 28.
júní 2000, og Tómas
Axel, f. 9. nóvember
2001.
Halldóra starfaði
fyrst við Sjúkrahúsið
í Neskaupstað. Síðan
starfaði hún fyrir
Póst og síma sem
símadama í nokkur
ár. Þá sinnti hún hús-
móðurstörfum og uppeldi barna
ásamt því að sinna tilfallandi vinnu.
Halldóra starfaði sem skrif-
stofumaður við Lífeyrissjóð Austur-
lands til margra ára. Tók hún síðar
próf sem læknaritari og starfaði í
framhaldi af því sem læknaritari
við Fjórðungssjúkrahúsið í Nes-
kaupstað. Halldóra og Gunnar
fluttust árið 1995 til Stöðvarfjarðar
og síðar Breiðdalsvíkur og bjuggu
þar í ein átta ár. Þar starfaði Hall-
dóra við fiskvinnslu. Árið 2002
fluttust Halldóra og Gunnar aftur í
Neskaupsstað. Halldóra stundaði
hestamennsku af mikilli ástríðu
ásamt eiginmanni sínum, börnum
og barnabörnum. Fjölskyldan
stundar m.a. hrossarækt sem Hall-
dóra lagði grunninn að.
Halldóra verður jarðsungin frá
Norðfjarðarkirkju í dag, 3. júlí, og
hefst athöfnin klukkan 14.
Meira: mbl.is/minningar
Elsku mamma. Nú er stuttri og
snarpri baráttu við illvígan sjúkdóm
lokið. Þegar þú vissir hvert stefndi þá
sýndir þú mikið hugrekki og tókst á
þessu með æðruleysi sem ekki öllum
er gefið.
Minningarnar eru margar og góð-
ar og af mörgu að taka. Ferðalögin
okkar þegar við fórum í Mývatnsveit
og tjölduðum í gömlu hlöðnu kinda-
réttunum vekja góðar og ljúfar minn-
ingar. Ég man líka þegar við vorum
að ferðast á gamla Opelnum okkar á
malarvegunum þegar bíllinn fylltist
af ryki vegna þess hve gólfið var orðið
ryðgað. Það kostaði mikil þrif á okkur
krökkunum á eftir við erfiðar aðstæð-
ur en fjölskyldan var ánægð og sátt.
Á spítalanum var komið með
myndir af hryssunni þinni Von og
barnabarni sem var nýbúið að vinna
til verðlauna á hryssunni. Það var
yndislegt að sjá hvað þú varst stolt og
ánægð, enda talaðir þú oft um hvað
þú værir stolt af barnabörnum þín-
um.
Ég er mjög þakklátur fyrir hvað þú
hjálpaðir mér mikið með hana Hall-
dóru mína og varst mikið með hana.
Hún fór með þér og pabba í ferðalög
og var hún mjög hænd að þér eins og
öll þau börn sem kynntust þér. Ég
mun aldrei gleyma þeim tímum þeg-
ar mér leið sem verst og þurfti að
taka á mínu eigin lífi. Þá varst þú allt-
af tilbúin að hlusta og tala við mig
þegar ég þurfti á því að halda. Það
var alltaf mikill styrkur að vita af þér
og geta hringt hvenær sem ég þurfti.
Elsku mamma, að lokum vil ég
segja: Takk fyrir að hafa verið til fyr-
ir mig. Þú varst besta mamma.
Ástarkveðja,
Jón Gunnarsson.
Elsku mamma. Þó það væri langt á
milli okkar síðustu þrettán árin vor-
um við kannski þess vegna duglegri
að halda sambandi og skilja nauðsyn
þess að rækta fjölskydutengslin.
Minningarnar eru margar og góðar.
Hugurinn leitar til baka, til æskuár-
anna. Fyrsta húsið ykkar pabba í
gilinu. Ætli ég hafi ekki verið u.þ.b.
fjögurra ára er ég og eldri bróðir
minn, Jonni, lékum okkur á stofugólf-
inu og mér er það í fersku minni að
allt í einu stendur þú upp úr stólum
og segir eitthvað á þann veg: „Nú
flytjum við.“ Þá voruð þið pabbi að
byggja hús í Starmýrinni. Við Jonni
lögðum af stað með þér gangandi og
ég man að við gengum upp Bakka-
brattann í virkilegu vetrarveðri og
fluttum til Unnar ömmu. Þar bjugg-
um við í góðu yfirlæti í tæpt ár eða
þar til við fluttum í nýja húsið. Þar
bjuggum við síðan í mörg ár eða þar
til við fluttumst á Blómsturvellina.
Það var ekki til betri staður en Star-
mýrin að alast upp sem barn og ekki
síst að hafa mömmu heima, þar sem
alltaf var hægt að leita til þín með
bæði stórt og smátt sem ég hef og
gert allar götur síðan.
Eftir að við Ragnheiður fluttumst
til Noregs var það árviss viðburður
að við heimsóttum hvort annað. Ann-
aðhvort komuð þið pabbi til okkar eða
við heim til ykkar. Svo var alltaf beðið
með spenningi eftir þeim tíma sem
við gátum átt saman. Þennan tíma
nýttum við vel. Við bæði ferðuðumst
um og gerðum margt skemmtilegt.
Mikið var hlegið og haft gaman og
ekki síst voruð þið pabbi dugleg að
taka til hendinni og hjálpuðuð okkur
með ýmislegt sem tilheyrði heimilinu.
Ég á marga fallega handavinnuna,
hrein listaverk, sem þú hefur gefið
mér í gegnum árin. Fyrst og fremst
nutum við samverunnar en fjöl-
skyldutengslin hafa alltaf verið sterk
og hnýttir þú þannig um hnúta að þau
verða aldrei rofin. Barnabörnin eru
orðin sjö og eitt langömmubarn og
verður ekki af þér tekið að þú varst
öðlingur heim að sækja og besta
mamma og amma sem nokkur getur
hugsað sér að eiga. Við systkinin og
barnabörnin nutum þess að koma á
heimili ykkar pabba þar sem nóg var
af ást og hlýju. Þú varst ekki bara
mín mamma í gleði og sorg heldur
einnig mín besta vinkona sem ég á
eftir að sakna sárt. Ég verð ævarandi
þakklát fyrir að hafa átt þig sem móð-
ur og þú verður ávallt í mínu hjarta.
Guð veri með þér, elsku mamma.
Ég vil, fyrir hönd fjölskyldunnar,
þakka fyrir þá umönnun sem mamma
fékk, bæði á Fjórðungssjúkrahúsinu í
Neskaupstað sem og á Lungnadeild
Landspítalans í Fossvogi. Eins erum
við afskaplega þakklát fyrir þá auð-
sýndu samúð og stuðning sem sveit-
ungar okkar og vinir hafa sýnt okkur
Þín
Sigurbjörg Gunnarsdóttir.
Mikið er sárt og erfitt að setjast
niður og ætla að skrifa um einhvern
sem maður saknar eins mikið og ég
elska og sakna mömmu. Sorgin og
óraunveruleikinn sem hellist yfir
mann við að missa einhvern svo náinn
er meiri en mig hafði nokkurn tímann
órað fyrir.
Það er líka sárt að horfa á börnin
mín, sem voru henni svo náin, og fjöl-
skylduna ganga í gegnum þá djúpu
sorg sem þau takast nú á við. Ég veit
þó að það líður hjá og eftir munu
standa góðar og ljúfar minningar um
bestu móður og ömmu barnanna
sinna sem hægt er að hugsa sér. Við
mamma vorum alla tíð mjög náin og
var hún virkur þátttakandi í lífi mínu
og fjölskyldu minnar. Hún var alltaf
til taks og ræktaði fjölskyldutengslin
innilega. Mamma var sú sem ég gat
alltaf leitað til. Ég man eldmóðinn
sem hún smitaði mig af og hvernig
hún kenndi mér að umgangast dýrin
af virðingu. Var hún afar hjálpsöm
við að ala upp dýrin sem við höfum átt
og annast. Þá minnist ég ferðalag-
anna sem mamma og pabbi fóru með
okkur í. Það var ómetanlegt að hafa
þau með, enda ekki hægt að hugsa
sér betri ferðafélaga. Eitt sinn urðum
við fyrir erfiðu áfalli og veikindum í
fjölskyldunni. Við bjuggum þá fyrir
norðan en ég var við nám í Reykjavík.
Tóku þá mamma og pabbi við heim-
ilinu í marga mánuði sem varð til þess
að ég gat klárað námið. Verður að-
stoð þeirra seint að fullu þakkað.
Þetta lýsir mömmu vel og hennar
hlýja persónuleika.
Mamma var dugleg og samvisku-
söm og sannur vinur vina sinna sem
gæddir voru sömu dyggðum. Hún ól
okkur systkinin upp í kristinni trú
þar sem hún lagði áherslu á hlýju og
samhygð. Þegar ég lít nú til baka sé
ég að þessar dyggðir voru rauði þráð-
urinn í lífi mömmu. Mamma var lag-
hent og eftir hana liggja óteljandi fal-
legar flíkur og munir. Hún kenndi níu
ára gömlum syni mínum að prjóna og
lesa en þau tvö voru einstaklega náin
og mun pilturinn svo sannarlega búa
vel að því í framtíðinni að eiga ömmu
sem kennara, sálusorgara og besta
vin. Mamma var góður hestamaður
og lagði hún grunninn að þeirri
hrossarækt sem fjölskyldan fæst við í
dag. Hún fylgdist stolt með fjöl-
skyldu sinni. Mamma sýndi fóstur-
börnum okkar mikla hlýju og eiga
þau henni margt að þakka. Mamma
var réttsýn og góð.
Veikindi mömmu bar brátt að en
þau einkenndust í fyrstu af röngum
sjúkdómsgreiningum og sinnuleysi
þeirra er leitað var til í upphafi. En
örlögunum varð ekki hnikað. Þó er-
um við innilega þakklát fyrir þá
umönnun sem mamma fékk.
„Það er lykillinn að hamingju og
dyggð að elska örlög sín“. Þetta spak-
mæli kemur upp í huga mér eftir að
hafa fylgt móður minni síðustu skref-
in í þessu lífi og kvatt hana við dán-
arbeðið. Sú reisn, það æðruleysi og
kjarkur sem mamma sýndi sann-
færði mig enn frekar um hversu
sterkur persónuleiki hún var og eins
hversu mikil áhrif hún hafði á mig og
þá stefnu sem ég valdi í lífinu. Það
kenndi mér líka að það er óþarfi að
óttast dauðann sem óneitanlega er
hluti af lífinu. Mikið voðalega á ég eft-
ir að sakna þín, mamma mín, en ég
veit að þú ert í góðum höndum.
Þakka þér fyrir allt.
Steinar Gunnarsson
Ellefta nóvember 1984 klukkan
þrjú eftir miðnætti, er ég var sextán
ára gömul, urðu mín fyrstu kynni af
henni af henni Dóru með þeim hætti,
að Steinar dró mig inn í hjónaher-
bergi þar sem hún lá steinsofandi,
kveikti ljósið og sagði „Mamma, ég
ætla að kynna þig fyrir henni Kol-
brúnu“. Dóra sofnaði ekki aftur þá
nótt og upp frá því varð hún tengda-
móðir mín. Síðan eru liðin tæp 25 ár.
Mér var strax tekið sem einni af fjöl-
skyldunni og urðum við Dóra strax
góðar vinkonur. Dóra var sú kona
sem við gátum alltaf stólað á þegar
barnabörnin voru annarsvegar, hún
var alltaf boðin og búin til að passa og
tók mikla ábyrgð á börnunum alla tíð.
Það var svo lýsandi fyrir Dóru að
þegar ég þurfti að leggjast inn á
sjúkrahús í Reykjavík vegna veik-
inda á meðgöngu, kom hún keyrandi
alla leið frá Breiðdalsvík í Skaga-
fjörðinn, sömu nótt, til að taka við
heimilinu, 7 ára stelpu og 13 mánaða
dreng, nokkrum hundum og fullt af
hestum. Dóra hafði flýtt sér svo mikið
af stað að þegar hún skoðaði í ferða-
töskuna sína daginn eftir hafði hún
eiginlega ekki tekið neitt með sér
nema töskuna. Notaði hún því föt af
mér þangað til Gunnar hennar kom
norður. Dvaldi hún á okkar heimili í
marga mánuði og hugsaði um börn og
buru svo Steinar gæti klárað skólann
í Reykjavík og ég þyrfti ekki að hafa
áhyggjur á spítalanum. Tengdapabbi
kom svo norður þegar hann var í
landi til að hjálpa henni.
Það hefur alltaf verið mikið sam-
band á milli okkar og voru þau Dóra
og Gunnar stór hluti af okkur og við
ein stór fjölskylda. Þegar við fluttum
aftur í Neskaupstað voru þau flutt
þangað aftur og samgangur á milli
heimilanna var mikill. Börnin mín
voru afar hænd að ömmu sinni og
gistu hjá henni og afa sínum oft í viku
og var hún svo einstaklega góð við
þau.
Elsku tengdamamma, ég er þakk-
lát fyrir að hafa notið þeirrar bless-
unar að hafa kynnst þér og verið tek-
ið sem einni af fjölskyldunni þinni.
Ég mun sakna þess að fá ekki tíu sím-
hringingar frá þér á dag þess á milli
sem þú droppar í heimsókn til mín og
ég til þín. Ég mun halda minningu
þinni á lofti við barnabörnin þín sem
voru svo hænd að þér og sakna þín
svo sárt. Hvíldu í friði.
Þín tengdadóttir,
Kolbrún Axelsdóttir.
Laugardagurinn 6. september
1980 rann upp bjartur og fagur. Þetta
var dagurinn sem átti eftir að breyta
mörgu í lífi okkar og þennan dag
bundumst við sterkum böndum.
Fjölskyldan hafði átt einn af þess-
um eftirminnilegu kvöldverðum á
Blómsturvöllunum. Tilefnið í þetta
sinn var afmælisdagur Dóru. Ekki
þurfti stór tilefni til að kokkarnir á
heimilinu létu til sín taka í eldhúsinu,
töfruðu fram hina ýmsu rétti sem
voru sannarlega spennandi, gufusoð-
inn fiskur í grillinu, fylltur kalkúnn á
stórhátíðum og heimalagaður harð-
fiskur à la Gunnar sem var snakkið
okkar með miklu íslensku smjöri og
kaffibollanum.
Mér er það svo minnisstætt þegar
ég var um tíma ein af fjölskyldunni,
hvað þið voruð einstök hjón. Húm-
orinn á sínum stað, samtaka og hjálp-
söm, strídduð hvort öðru og ekki
leyndi sér virðingin og rómatíkin var
aldrei langt undan. Heimilisverkin
unnuð þið samtaka, þarna ríkti jafn-
rétti sem litla khb-stelpan heillaðist
af og fengu nú sumir að heyra af
þessum einstaka húsbónda sem var
ekki feiminn að sýna sig með svunt-
una og ekki kom hún Dóra hans ná-
lægt heitum sykrinum þegar kartöfl-
urnar voru brúnaðar, það var
áhættudeildin sem sá um það.
Áður en þessum fallega laugardegi
lauk fæddist lítill sólargeisli, sonar-
dóttirin og alnafnan. Dóra orðin
amma ansi ung og táningurinn orðinn
móðir. En það var nú ekki mikið mál
með svona góða aðstoðarkonu sér við
hlið. Við stóðum okkar báðar stórvel
þennan dag.
Halldóra var ekki bara falleg kona
með sterka útgeislun heldur einstak-
leg vönduð manneskja, sterkur per-
sónuleiki hennar og góð nærvera
heilluðu mig og örugglega fleiri. Létt
lund, hjálpsemi og velvilji var sann-
arlega líka hennar aðalsmerki. Ávallt
smekkleg í klæðaburði og glæsileg og
eins og vinkonur mínar sögðu er þær
fréttu ótímabært andlát hennar:
„Það var alltaf svo mikill stíll yfir
henni Dóru“. Stíllinn kom að sjálf-
sögðu einnig vel fram á fallegu heim-
ili þeirra Gunnars þar sem hver hlut-
ur var vel valinn og hennar fallega
handverk fékk að njóta sín. Vinahóp-
urinn var stór og systurnar samrýnd-
ar og miklar vinkonur. Þeim og
mörgum vinkonum hennar kynntist
ég, sumum betur en öðrum. Það fór
ekki fram hjá mér hvað þær kunnu
vel að meta hver aðra og nutu sam-
verunnar og augnabliksins. Minnist
ég þess að þegar hringt var á milli til
að segja einn góðan brandara jafnvel
rétt fyrir svefninn og svo var hlegið
út í eitt eða lesið fallegt ljóð sem hafði
heillað. Já, litlu sveitastelpunni þótti
mikið til Dóru koma.
Það er gott að kynnast góðu fólki
og enn betra ef maður á svo líka eftir
að tengjast því út lífið. Litli ömmu-
strákurinn okkar fær ekki lengri
tíma með langömmu sinni en minning
hennar mun lifa því þeir sem rækta
garðinn sinn af eins mikilli alúð og
Dóra gerði gleymast ekki. Hennar
verður sárt saknað og víðar en í
innsta ranni.
Um leið og ég þakka vináttu
þriggja áratuga sendi ég Gunnari og
allri fjölskyldunni innilegar samúðar-
kveðjur.
Elín María Guðjónsdóttir
Elsku amma, þú fórst frá okkur
svo alltof fljótt.
Ég þakka þér fyrir allan tímann
sem við áttum og ég mun alltaf
geyma minningarnar okkar í hjarta
minu. Þú og afi hafið alltaf verið mik-
ilvæg í lífi mínu. Þú varst góð, blið, og
flink við allt sem þú gerðir. Ef ein-
hvern vantaði stuðning eða vin þá
varst þú þar, án þess að efast og það
er líka þannig sem við munum muna
eftir þér.
Öllum sem þekktu þig þótti svo
innilega vænt um þig, bæði fólki og
dýrum. Enginn getur komið í þinn
stað. Kæra amma, hafðu það gott þar
sem þú ert.
Ditt hjerte som banket så varmt
for oss alle,
og øyne som lyste og strålte så ømt,
har stanset og sluknet til sorg for
oss alle.
Hva du har gjort, skal aldri bli glemt.
(Höf. ók.)
Þín
Ragnheiður Ottósdóttir.
Elsku amma. Ég vil þakka þér fyr-
ir alla góðu dagana sem við áttum
saman. Ég man svo vel eftir því þegar
þú keyrðir alla leið frá Breiðdalsvík á
Sauðárkrók einhverja nóttina þegar
mamma þurfti að fara á sjúkrahúsið í
Reykjavík. Þú passaðir mig og litla
bróður minn um tíma á meðan
mamma lá kasólétt inni á spítala í
Reykjavík, auk þess að þú sást um
heimilið, hundana og hestana.
Þú hefur alla tíð haft unað af hest-
um og mér hefur liðið svo vel í hjart-
anu að hafa getað glatt þig áður en þú
fórst frá okkur. Ég mun halda áfram
að þjálfa Von þína og við munum
vinna til margra verðlauna. Síðar
munum við fá undan henni fleiri fol-
öld og halda áfram með þá ræktun
sem þú átt.
Allar samverustundirnar sem við
áttum saman voru yndislegar, mér
fannst alltaf jafn gaman að gista hjá
þér. Það var alltaf jafn gott að geta
komið til þín þegar eitthvað var að og
það var alltaf hægt að tala við þig um
allt. Ég man einu sinni þegar þú sótt-
ir mig í hesthúsið og þegar við keyrð-
um af stað sástu að það var eitthvað
að, ég táraðist og sagði þér að það
hefði ungur hestur meitt sig mjög illa
og ég væri alveg í sjokki eftir það sem
ég hefði séð. Þú huggaðir mig og
sagðir mér að stundum gerðust svona
hlutir og þá þyrfti maður bara að tala
um þá. Eftir það leið mér betur.
Ég á eftir að sakna allra utanlands-
ferðanna sem við fjölskyldan fórum í
með ykkur afa. Það voru skemmti-
legir tímar og þeir eiga aldrei eftir að
gleymast og ég mun alltaf geyma þá í
hjarta mínu. Ég get ekki lýst því hvað
ég á eftir að sakna þín mikið, amma
mín, og hvað lífið á eftir að breytast
við það að missa þig frá okkur fjöl-
skyldunni en þú verður alltaf í hjarta
mínu, elsku amma mín, og ég veit að
þú fylgist með mér af himninum.
Takk fyrir allt.
Þín
Elísabet Ýrr Steinarsdóttir.
Halldóra Jónsdóttir
Fleiri minningargreinar um Hall-
dóru Jónsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is
MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM
OG FYLGIHLUTUM
Sendum myndalista