Morgunblaðið - 03.07.2009, Side 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2009
✝ Helga IngunnKristinsdóttir
fæddist í Reykjavík
13. október 1930. Hún
lést á líknardeild
Landakotsspítala 24.
júní sl.
Foreldrar hennar
voru Ástríður Stef-
anía Sigurðardóttir, f.
á Harastöðum í Vest-
ur-Húnavatnssýslu 14.
mars 1899, d. 18. des-
ember 1975 og Krist-
inn Júlíus Guðnason,
f. á Hlemmiskeiði í Ár-
nessýslu 14. júlí 1895, d. 9. ágúst
1978.
Systkini Helgu eru: a) Ása, f. 7.
janúar 1932, gift Svavari Björns-
syni, f. 20. mars 1932 og b) Ólafur, f.
4. júlí 1934, kvæntur Auði Lindu Ze-
bitz, f. 11. desember 1935.
Helga giftist 9. júlí 1966 Ólafi R.
Magnússyni prentara, f. 15. ágúst
1924. Foreldrar hans voru Magnús
Brynjólfsson, f. 26. maí 1895, d. 31.
janúar 1971 og Margrét Ólafsdóttir,
f. 1. desember 1900, d. 10. júní 1988.
Sonur Helgu og Ólafs er Kristinn
Axel Ólafsson, f. 9.
mars 1968.
Börn Ólafs af fyrra
hjónabandi eru: a)
Valgerður Guðrún, f.
19. mars 1950, gift
Niels Peter Olaf Buck,
f. 5. janúar 1947, d. 12.
mars 2003. Dóttir
þeirra er Vala
Cristina, f. 26. maí
1977, gift Kristoffer
Bramsen. Börn þeirra
eru tvíburarnir Alfred
og Ida, f. 23. júní 2009.
b) Margrét, f. 16. des-
ember 1952, gift Má Viðari Mássyni,
f. 1. desember 1949. Dóttir þeirra er
Halla Dögg, f. 21. júní 1985, sam-
býlismaður Ægir Björn Ólafsson.
Fyrir átti Már dótturina Snædísi
Erlu, f. 7. janúar 1970. c) Pála Krist-
ín, f. 8. ágúst 1957, gift Kristjáni
Birni Ólafssyni, f. 17. apríl 1958.
Börn þeirra eru Atli Freyr, f. 26.
mars 1992 og tvíburarnir Ívar Óli og
Emil Örn, f. 20. júní 1995.
Útför Helgu verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag, 3. júlí, og hefst
athöfnin kl. 15.
Helga Kristinsdóttir var einhver
besta vinkona okkar í áratugi. Á
Svíþjóðarárunum heimsótti hún
okkur oftar en aðrir og var í reglu-
legu sambandi við okkur símleiðis.
Og þegar við eyddum hluta úr
sumri hér heima, bjuggum við á
heimili hennar og Ólafs. Eftir að við
fluttum heim jukust samskiptin enn
frekar með reglulegum og óreglu-
legum heimsóknum, en ekki síst í
sumarhúsinu Skorra, þar sem við
áttum saman ótal ógleymanlegar
samverustundir. Eftir á að hyggja
má helst búast við að söknuður
sæki að þegar ljóst verður, svo ekki
verður um villst, að fleiri krabbahá-
tíðir verða ekki í Skorra, frekar en
gamlárskvöldsskemmtanir á Greni-
mel. Helga kom með krafti inn í
fjölskylduna og lét sér ekki nægja
að vera Ólafi frábær eiginkona,
heldur sinnti hún dætrum hans og
fjölskyldum þeirra af jafn mikilli
sannfæringu, þrautseigju og gleði.
Hvað eina sem hún tók sér fyrir
hendur gerði hún vel. Þannig voru
samskiptin við okkur ekki aðeins
mikil og ánægjuleg, heldur einnig
fáguð og höfðingleg. Það var gott að
leita til Helgu, hún tók okkur alltaf
jafn vel og þar bar aldrei neinn
skugga á. Það var ekki siður Helgu
að láta hugfallast. Hún stóð ætíð
sína vakt og gerði það með reisn.
Frábær kona. Hafðu ævinlega þökk
fyrir tryggð þína, Helga!
Margrét Ólafsdóttir,
Már Viðar Másson.
Það var alltaf svo glaðleg undir-
alda í röddinni hennar Helgu
frænku þegar hún bauð mig vel-
komna heim. Hún kunni svo vel að
bjóða mann velkominn: hlý í við-
móti, þyrst í fréttir, full af fréttum
sjálf. Þetta var nokkurn veginn
fastur passi. Ég bankaði upp á, rak
inn nefið, „halló, er einhver
heima?“, síðan nam ég létt og áfjáð
fótatak, sá útbreiddan faðminn og
breitt brosið, heyrði hressilega
röddina. Boðið var til stofu og
spurst fregna. Stundum varð Helga
fyrri til, kom niður til að bjóða mig
velkomna, snör í snúningum, full af
andlegum og líkamlegum styrk sem
hún miðlaði til annarra af miklu ör-
læti.
Ein af mínum fyrstu bernsku-
minningum er af stórviðburðum á
Grettisgötunni árið 1962.Þá fæddist
litli bróðir og Helga frænka flutti út
úr borðstofuherberginu. Barns-
minnið er brigðult og ég man ekki
vel eftir sambýlinu við Helgu fyrstu
fjögur ár lífs míns, en Helga hefur
alltaf verið einn af grunnþáttum
lífsins, eins og vatnið og loftið og
sólin. Hún var engum lík, þessi sí-
kvika, skarpa, og sjálfstæða kona.
Ég átti frænku sem var banka-
starfsmaður og bauð okkur á jóla-
böll í Búnaðarbankanum, frænku
sem varð hvorki meira né minna en
útibússtjóri bankans á Vesturgöt-
unni, frænku sem átti íbúð í háhýsi
inni í Austurbrún með stórkostlegu
útsýni og flottum svefnsófa, frænku
sem ók bjöllu, reykti smávindla, og
snyrti sig í útilegum, frænku sem
var áhugaljósmyndari og framkall-
aði sjálf, frænku sem sat karlameg-
in í fjölskylduveislum og ræddi
landsmálin, frænku sem kunni á
verslun og viðskipti, frænku sem
mundi allt og mótaði sér skoðanir af
festu jafnframt þekkingu og skyn-
semi, frænku sem allir virtu og álitu
klárari en fólk er flest, frænku sem
allir stóluðu á, frænku sem var okk-
ur öllum svo ákaflega góð. Það var
ekki slæmur farareyrir að alast upp
með slíkum kvenmanni.Við systk-
inabörn Helgu nutum þess að hún
var ógift og barnlaus fram á miðjan
fertugsaldur, en þá hitti hún sinn
góða lífsförunaut, Ólaf Magnússon,
og eignaðist Kristin Axel.
Í janúar kvaddi ég Helgu og Ólaf
með slæmri samvisku. Eftir mán-
aðardvöl heima fannst mér ég hafa
verið annars hugar og hitt þau lítið.
Ég tók eftir að Helga var óvenju
þreytuleg og hugsaði sem svo að
maður ætti ekki að gefa sér að hún
væri eilíf, þó að hún virtist síung og
jafnsjálfsagður hluti af lífinu og
vatnið og loftið og sólin. Lífið er
hverfult og einn daginn gæti ég
komið að tómri efri hæðinni. Þetta
var í síðasta sinn sem ég bankaði
upp á hjá Helgu á Grenimelnum. Í
sumar heimsótti ég hana á Landa-
kot. Helga var ekki lengur ung og
ég heyrði aldrei aftur fallegu rödd-
ina hennar, en ég varð þeirrar gæfu
aðnjótandi að sjá hana fagna mér
með útbreiddan faðm og bros á vör.
Og ég sagði henni fréttir, og hún
skrifaði mér fréttir á blað. Við náð-
um meira segja að skiptast aðeins á
skoðunum um landsmálin, ef ég las
varir hennar rétt þá benti hún á að
eflaust mætti endursemja um Ice-
save eftir sjö ár. Það er með miklu
þakklæti og sárum söknuði sem ég
kveð þessa merku konu og mætu
frænku sem hefur verið mér svo
góð allt mitt líf.
Sigrún Svavarsdóttir.
Kær vinkona okkar og skólasyst-
ir, Helga Kristinsdóttir, er látin eft-
ir erfið og stutt veikindi.
Við kynntumst þegar við vorum í
Verzlunarskóla Íslands fyrir meira
en 60 árum. Þá þegar stofnuðum við
saumaklúbb. Í honum vorum við
lengst af níu, en látnar eru: Ingi-
björg Jónsdóttir, d. 1988, Steinunn
Vilhjálmsdóttir, d. 1996, Aðalheiður
Jóhannesdóttir, d. 1997, Ragnheið-
ur Ágústsdóttir, d. 2001, og nú síð-
ast Helga. Alla tíð síðan höfum við
ræktað þennan vinskap, þó stund-
um hafi orðið smáhlé á að klúbb-
urinn hafi starfað vegna fjarveru
einhverra okkar. Eftir að við skóla-
systurnar fórum að hittast í hádeg-
inu einu sinni í mánuði held ég að
við allar höfum færst nær hver ann-
arri og kynnst ennþá betur. Helgu
var sárt saknað er við skólasystk-
inin minntumst 60 ára útskriftaraf-
mælis fyrir skömmu síðan.
Það eru rúmir þrír mánuðir síðan
við fréttum að Helga væri veik.
Okkur fannst þetta alveg ótrúlegt,
Helga, sem var svo dugleg, stundaði
líkamsrækt af kappi, lifði heilsu-
samlegu líferni, var varla nokkurn
tíma veik og alltaf svo jákvæð. Aldr-
ei var að heyra frá henni annað en
að allt gengi vel. Aldrei talaði hún
illa um nokkurn mann.
Vinkonu okkar gekk mjög vel að
læra, var alltaf með þeim hæstu í
prófum, og var auk þess tilbúin að
hjálpa þeim með lærdóminn, sem
leituðu til hennar. Hún var vel að
sér í svo mörgu.
Helga var traust og trygglynd,
höfðingi í sér, vildi styrkja góð mál-
efni. Hún var líka traustsins verð,
það sem henni var falið að gera
gerði hún vel og samviskusamlega.
Allt frá fyrstu árum eftir skóla-
vistina hafa skólafélagarnir hist ár-
lega. Síðustu árin var hún þar eins
og foringi hópsins.
Helga hafði yndi af að ferðast,
bæði hérlendis og erlendis. Gott var
að fá ráðleggingar hjá henni ef
maður ætlaði að leita á ókunnar
slóðir.
Mikill er missir fjölskyldunnar.
Þegar við komum í heimsókn til
hennar á spítalann sat Ólafur alltaf
hjá henni. Þau voru mjög samrýmd,
áttu fallegt heimili og ekki vantaði
gestrisnina. Það var alltaf gaman að
koma heim til þeirra, maður fann
kærleikann um leið og inn var kom-
ið.
Við söknum Helgu en jafnframt
erum við þakklátar fyrir að hafa
fengið að njóta félagsskapar hennar
öll þessi ár og biðjum Guð að blessa
og styrkja Ólaf, börnin þeirra og
fjölskyldur.
Saumaklúbburinn,
Anna, Sigríður, Helga
og Margrét.
Við andlát Helgu vinkonu minnar
koma upp í hugann margar ljúfar
og góðar minningar. Við Helga vor-
um félagar í Bandalagi íslenskra
farfugla í Reykjavík. Í þessum góða
félagsskap var einnig Ása systir
Helgu. Ása er einnig vinkona mín
og bekkjarsystir úr Kvennaskólan-
um í Reykjavík. Það var oft gaman í
skemmtilegum félagsskap í Heiðar-
bóli, félagsheimili Farfugla, skammt
frá Reykjavík.
Sumarið 1954 fóru Farfuglar með
m/s Heklu í hjólreiðaferðalag til
Noregs og Danmerkur. Hópurinn
okkar Helgu hjólaði milli Bergen og
Oslo, en annar hópur Farfugla valdi
sér aðra leið. Við sáum margt
áhugavert í ferðinni en heimsókn í
150 ára gamalt sel með lokrekkjum
er mér minnisstætt. Báðir hóparnir
hjóluðu svo um Jótland, frá Fre-
drikshavn til Silkiborgar.
Helga var góður ferðafélagi og
tryggur vinur. Hún var valin til
þess að tala við norskan blaðamann
sem vildi taka viðtal við okkur. Ég
og Helga ferðuðumst einnig mikið
innanlands, bæði um Vestfirði,
Snæfellsnes og Norðurland. Þegar
frumburður minn fæddist kom
Helga með myndavélina sína og tók
myndir af barninu.
Á þessum tíma hafði hún mikinn
áhuga á ljósmyndun og framkallaði
hún myndirnar sjálf. Þessar myndir
eru í dag dýrmæt minning.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
svo góða vinkonu sem ég hef ávallt
borið mikla virðingu fyrir. Vonandi
eignast Ísland fleiri slíkar dætur og
syni.
Mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur til fjölskyldu og aðstandenda
Helgu. Megi minningin um einstaka
konu hjálpa ykkur á erfiðum tímum.
Guðs blessun fylgi þér og þínum.
Ásta Ólafsdóttir.
Látin er í Reykjavík, um aldur
fram, heiðurskonan Helga Kristins-
dóttir. Ekki óraði okkur fyrir því að
Helga skyldi verða fórnarlamb
þessa sjúkdóms, og með ólíkindum
að ekki skuli fyrir löngu vera búið
að finna lækningu. Við töldum að
Helga yrði amk 100 ára, enda fáir
Helga Kristinsdóttir
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
HELGA KRISTINSDÓTTIR,
Grenimel 43,
Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítala Landakoti
miðvikudaginn 24. júní, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni föstudaginn 3. júlí kl. 15.00.
Ólafur Ragnar Magnússon,
Kristinn Axel Ólafsson,
Vala Ólafsdóttir,
Margrét Ólafsdóttir, Már Viðar Másson,
Pála Kristín Ólafsdóttir, Kristján Björn Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og systir,
LINDA WENDEL,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ að kvöldi
sunnudagsins 28. júní.
Útför fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn
3. júlí kl. 13.00.
Agnar Ingólfsson,
Torfi Agnarsson, Elva Sif Kristinsdóttir,
Ingi Agnarsson, Laura May-Collado,
Gunnar Páll Torfason,
Axel Örn Torfason,
Anna Cara Torfadóttir,
Amelie Melkorka Ingadóttir May,
Maríanna Wendel.
✝
Ástkær móðir mín, amma, langamma og
langalangamma,
MAGNEA BENÍA BJARNADÓTTIR,
Stigahlíð 32,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi að morgni
miðvikudagsins 1. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Guðrún Valdemarsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
PÉTUR ÞORBJÖRNSSON
fyrrv. kaupmaður,
Hjallabraut 33,
Hafnarfirði,
lést á Sólvangi þriðjudaginn 30. júní.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Valgerður Sigurðardóttir,
Svanhildur Pétursdóttir, Gissur Guðmundsson,
Birgir Pétursson, Hrefna Geirsdóttir,
Sverrir Pétursson, Sandra M. Pétursson,
Hrönn Pétursdóttir, Jafet E. Ingvason,
Björk Pétursdóttir, Sveinn Sigurbergsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæri og elskaði eiginmaður, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
AÐALMUNDUR JÓN MAGNÚSSON
flugvélstjóri,
Starhaga 9,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 1. júlí.
Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn
8. júlí kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast
hans er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildarinnar í Kópavogi og til allra
á deild 11-E á Landspítalanum.
Hilke Jakob Magnússon,
Auður Aðalmundardóttir, Sævar Þór Guðmundsson,
Konrad Garðar Aðalmundsson, Unnur Ýr Jónsdóttir,
Henning Þór Aðalmundsson, Berglind Rut Magnúsdóttir,
Magnús Ingi Aðalmundsson, Sunna Björk Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.