Morgunblaðið - 03.07.2009, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 03.07.2009, Qupperneq 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2009 ✝ SigurbjörnPálmason fæddist á Hvammstanga 19. október 1965. Hann lést á heimili sínu, Vesturbrún 17 í Reykjavík, sunnudag- inn 28. júní sl. For- eldrar hans eru Pálmi Jónsson, f. 10. febrúar 1917 og Ingibjörg Daníelsdóttir, f. 3. mars 1922. Systkini Sigurbjörns eru Hjálmar, f. 31. júlí 1945, maki Guðlaug Sigurðardóttir, f. 22. febr. 1947, þau eiga 2 börn. Gylfi, f. 9. nóv. 1946, hann á 5 börn, Hólmgeir, f. 14. jan. 1947, maki Ingibjörg Þor- láksdóttir, f. 6. sept. 1947, þau eiga 7 börn, Reynir, f. 20. des. 1949, d. 23. apríl 1967, Bergþór, f. 27. ágúst 1951, maki Sigrún Marinósdóttir, f. 29. júlí 1951, þau eiga 4 börn. Ásgerður, f. 8. júlí 1955, maki Guðjón S. Gústafsson, f. 28. júlí 1958, þau eiga 6 börn, og Svanhildur, f. 4. júlí 1956, maki Sig- urður Ámundason, f. 20. júní 1954, þau eiga 6 börn. Sigurbjörn bjó á Bergsstöðum á Vatnsnesi fyrstu 7 ár ævi sinnar, en fluttist þá til Reykjavíkur með foreldrum sínum. 19 ára flutt- ist hann að Sólheimum í Grímsnesi. Síðustu ár ævi sinnar bjó Sig- urbjörn á sambýlinu Vesturbrún 17 í Reykjavík. Útför Sigurbjörns fer fram frá Grensáskirkju í dag, 3. júlí og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku Bjössi, nú ertu kominn til Guðs, laus við líkamann sem hamlaði allri þinni för. Þarna sem þú lást í rúminu þínu var svo mikill friður yfir þér að við biðum bara eftir því að þú opnaðir augun og sendir okkur bros. Þú ert búinn að vera mörgum styrkur með hlýju þinni, sérstaklega þeim sem þér fannst eiga erfitt og voru einmana, þú tókst þá undir þinn verndarvæng. Þú hefur kennt okkur hinum mikið með framkomu þinni, Bjössi minn, og fengið okkur til að hugsa um lífið og tilveruna á jákvæð- ari og kærleiksríkari hátt. Þú hafðir sérstakt dálæti á litlum börnum því þú skynjaðir hreinleika og sakleysi þeirra. Kærleiki, samúð og umhyggja voru þín einkunnarorð. Þú hafðir svo sannarlega þínar skemmtilegu hliðar og föstu siði, bæði heima hjá þér og hjá okkur Sigrúnu, sem okkur þótti oft svo gaman að, þegar þú gekkst um og lokaðir dyrum og gluggum á eftir okkur trössunum, slökktir ljósin til að spara ( þú vissir að kreppan var að koma). Þín veröld var einföld, ekki þessi flækja sem við flest erum að drukkna í. Allir dagar byrjuðu á því að þú sett- ir upp gleraugun, tókst úrið af nátt- borðinu og gáðir hvað klukkan væri. Síðan að athuga hvaða dagur væri með því að rífa gærdaginn af dagatal- inu. Þá var flett í Morgunblaðinu og les- ið sér til um hvernig veðrið yrði þann daginn um landið. Þessum upplýsingum komst þú svo rækilega til skila til nærstaddra svo að allir væru vel upplýstir, enda ekki vanþörf á. Eitt af því skemmtilegasta sem þú gerðir, var að fara með mömmu og pabba á Bergsstaði til Hjálmars og Gullu. Þar áttirðu yndislega daga á æskuslóðunum, þú naust þín svo vel í sveitinni. Seinna, eftir að Hjálmar og Gulla voru hætt búskap, þá fannstu aðra sveitasælu á Nýja-Bæ hjá henni Dóru Stínu vinkonu þinni sem dekraði við þig eins og prins, þú dvaldir hjá henni í eina til tvær vikur í senn að sumri sem vetri. Þarna varstu aftur kominn með dýrin í sjónmál. Það var flott hjá þér þegar þú pantaðir sjálfur dvöl að ári hjá Dóru Stínu fyrir þig og þú gleymdir ekki að panta fyrir vini þína líka. Það er búið að vera lærdómsríkt en ekki síst ánægjulegt að fá tækifæri til kynnast þínum yndislega persónu- leika, elsku karlinn okkar, eða hjarta- gull eins og Sigrún kallaði þig gjarn- an. Að fá að hafa þig hjá okkur voru forréttindi. Án þín verður lífið tóm- legra, en við getum alltaf yljað okkur við allar góðu minningarnar um þig. Þú varst gleðigjafi í okkar lífi og við eigum eftir að sakna þín, en við vitum að þú ert hjá Guði og þar líður þér vel. Þú áttir góð ár í Vesturbrún og eignaðist góða vini í heimilisfólki og starfsfólki, sem kveðja þig nú með söknuði. Við fjölskyldan sendum öll- um í Vesturbrún okkar bestu þakkir fyrir afar elskulega og ljúfa fram- komu í þinn garð og okkar allra. Við sendum mömmu og pabba og öllum sem þekktu þig, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Elsku Bjössi okkar, yngsti bróðir minn, en þó stærsti. Takk fyrir þig. Guð varðveiti þig og blessi. Bergþór (Beggi bróðir) og Sigrún. Í dag kveðjum við Bjössa okkar með söknuði. Bjössi var einstaklega hlýr og góð- ur maður. Það var eftirtektarvert hversu annt honum var um vini sína og félaga. Þegar nýr starfsmaður byrjaði í Iðjubergi var Bjössi fyrstur til að taka vel á móti honum og kynna starfsemina. Bjössi sat aldrei auðum höndum. Hann var duglegur vefari og eftir hann liggja mörg falleg verk. Við minnumst Bjössa með hlýhug og virð- ingu. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni. Jónsson frá Gröf.) Fyrir hönd starfsfólks og vina í Iðjubergi, Sjöfn. Elsku Bjössi. Það eru margar fallegar minningar sem koma upp í huga okkar þegar við hugsum til þín, þær minningar geym- um við í hjarta okkar og erum þakklát fyrir tímann sem við fengum að eiga með þér. Það var alltaf stutt í brosið þitt og umhyggja þín fyrir öðrum var mikil. Mikið eigum við eftir að sakna faðmlaganna þinna, elsku vinur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Foreldrum og fjölskyldu sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigurbjörns. Þínir vinir Sigríður, Stefán, Sigurlaug, Helga og starfsfólk í Vesturbrún 17. Bjössi minn. Aldísi fannst gaman í Iðjubergi. Bjössi var alltaf svo kátur og hress, og Aldísi fannst gaman að hitta Bjössa. Nú er Bjössi farinn og hittir Aldísi vinkonu sína. Það var gaman þegar ég heimsótti Iðjuberg, nú er tómlegt þar. Nú er góður drengur farinn, vona að hann fái hvíldina og að Guð geymi hann. Farðu í friði. Þinn vinur Stefán sendill. Sigurbjörn Pálmason sem lifðu jafn heilbrigðu og reglu-sömu lífi. Eftir stúdentspróf frá Verzlunar- skóla Íslands hóf Helga störf hjá Búnaðarbanka Íslands og starfaði þar um árabil, síðast sem útibú- stjóri í Vesturbæjarútibúi bankans í Reykjavík, og var hún fyrsta kona á Íslandi sem gegndi slíku starfi. Hún naut mikils trausts yfirboðara sinna og þegar undirbúningur að opnun útibús Búnaðarbankans í Hótel Sögu hófst var Helga fengin til að- stoðar. Fljótlega eftir að Helga gift- ist Ólafi Magnússyni hætti hún í bankanum og hóf störf í fyrirtæki þeirra hjóna, prentsmiðjunni Hverfiprenti, við bókhald og ýmis fjármál. Fyrir utan að fá lífsföru- naut fékk Ólafur aðstoðarfram- kvæmdastjóra og fjármálastjóra í fyrirtækið sem líka gat haldið í þræðina, þannig að hann gat ein- beitt sér meira að framleiðslu og ýmsum tæknilegum vandamálum. Þau voru útsjónarsöm og fundu svið sem þau gátu einbeitt sér að, en það var framleiðsla og áprentun á plast- umbúðir fyrir matvælaiðnaðinn. Helga og Ólafur bjuggu lengst af á Grenimel í Reykjavík og nokkrum árum eftir að þau giftu sig byggðu þau sér sumarbústað í Skorradal, þar sem fjölskyldan dvaldi löngum. Þau Helga og Ólafur ferðuðust mik- ið bæði innanlands og utan og voru ekki mörg lönd sem þau höfðu ekki heimsótt. Ég minnist þess að mér þótti áhugavert að þau höfðu meira að segja komið í óperuhúsið í Sydn- ey í Ástralíu sem teiknað var af danska arkitektinum Jörn Utzon. Á ferðum sínum voru þau dugleg að taka myndir, og voru með þeim fyrstu sem notfærðu sér digital- tökuvél, þannig að við hin fengum að upplifa ýmislegt sem þau höfðu séð. Helga var kjarnakona og reif upp þá sem í kringum hana voru og hefði maður álit á einhverju, þurfti að sjálfsögðu að rökstyðja skoð- unina, til að hún léti sannfærast. Fullyrðingar út í loftið dugðu skammt, þannig að það var eins gott að standa sig. Helga var hrein og bein og allt sem hún sagði eða lofaði stóð eins og stafur á bók. Ættrækin var hún með afbrigðum, stálminnug og mundi alla afmælis- og merkisdaga fjölskyldunnar, en þar hlýtur bókhaldskunnáttan örugglega að hafa komið að góðum notum. Hún fylgdist vel með þjóðfélags- málum og öðru sem var að ske, bæði hérlendis og erlendis, þannig að það var alltaf hressandi og fræð- andi að hitta hana og ræða málin. Við vottum fjölskyldunni samúð. Blessuð sé minning Helgu Krist- insdóttur. Sigrún M. Magnúsdóttir, Sig- urður Thoroddsen. Hún Helga okkar elskuleg verður lögð til hinstu hvílu í dag. Eftir stutta en erfiða baráttu við veikindi kom kallið. Ég minnist Helgu með hlýju í hjarta. Það var aldrei komið að tóm- um kofunum hjá henni Helgu okk- ar. Það var svo gaman að tala við hana því hún fylgdist svo vel með öllu. Hún sýndi alltaf mikinn áhuga á því sem var að gerast í lífi mínu og ég fann hvað hún bar hag minn fyrir brjósti en ég og Kristinn Axel sonur hennar og Ólafs erum jafn- aldrar. Ég verð ævinlega þakklát fyrir þá hlýju sem hún sýndi mér og mínum. Helga hafði skemmtilega nær- veru. Hún var ákveðin kona, hrein og bein og föst fyrir. Ekki grunaði okkur að röðin væri komin að henni enda var hún hress og kát, stundaði sína leikfimi og sinnti sínum hugð- arefnum þar til að hún veiktist. Helga hafði mikinn áhuga á ferða- lögum. Það var svo gaman að heyra ferðasögur frá fjarlægum stöðum en þau hjónin höfðu meðal annars komið til Nýja-Sjálands, Ástralíu, Suður-Ameríku og á marga fleiri staði. Elsku Óli frændi, Kristinn Axel, Vala, Magga, Pála og fjölskyldur! Ég votta ykkur innilega samúð. Megi guð geyma ykkur. Anna Margrét Thoroddsen ✝ Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, DAGBJARTUR KRISTINN GUNNARSSON frá Marteinstungu, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 28. júní. Jarðarförin fer fram frá Marteinstungukirkju laugardaginn 4. júlí kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar frá Marteinstungu, Guðný K. Guttormsdóttir. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA KARLSDÓTTIR, Mýrarbraut 8, Blönduósi, verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laugardaginn 4. júlí kl. 14.00. Sigtryggur Ellertsson, Brynhildur Friðriksdóttir, Herdís Ellertsdóttir, Jón Kr. Jónsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORVARÐUR GUÐMUNDSSON bifreiðarstjóri, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudag- inn 28. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. júlí kl. 13.00. Anna Sigurbjörg Þorvarðardóttir, Valur Þórarinsson, Guðmundur Jens Þorvarðarson, Svava Haraldsdóttir, Stefán Ragnar Þorvarðarson, Aðalbjörg Þorvarðardóttir, Tryggvi Aðalsteinsson, Sigurbjörg Þorvarðardóttir, Sólmundur Maríusson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs fósturföður míns, tengdaföður, afa og langafa, GEIRS SIGURÐSSONAR pípulagningamanns, Strandaseli 1, Reykjavík. Ása Birna Áskelsdóttir, Stefán Ómar Oddsson, Þórný Pétursdóttir, Baldur Már Bragason, Ómar Rafn Stefánsson, Ragnhildur Birna Stefánsdóttir og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR, Borgarbraut 65A, Borgarnesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 1. júlí. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Sæunn Andrésdóttir, Guðrún Andrésdóttir, Konráð J. Andrésson, Margrét Björnsdóttir, Guðleif B. Andrésdóttir, Ottó E. Jónsson, Anna María Andrésdóttir, Arnheiður G. Andrésdóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, RUNÓLFUR SÆMUNDSSON, Skólavörðustíg 20, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi að morgni miðvikudagsins 1. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Daði Runólfsson, Halldór Björn Runólfsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.