Morgunblaðið - 03.07.2009, Page 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2009
✝ Margrét HelgaGísladóttir fædd-
ist á Selnesi á Breið-
dalsvík 3. apríl 1924.
Hún lést á líknardeild
LSH á Landakoti 28.
júní síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Ingibjörg Guð-
mundsdóttir, f. 1894,
d. 1987, og Gísli
Guðnason, f. 1903, d.
1982. Systkini Mar-
grétar eru Hrafnhild-
ur, f. 1922, d. 2005,
Haukur, f. 1925, d.
2003, Guðbjörg, f. 1927 og Heimir
Þór, f. 1931. Margrét ólst upp á
Breiðdalsvík og stundaði nám í Al-
þýðuskólanum á Eiðum.
Margrét giftist á Hornafirði 30.
október 1943 Aðalsteini Aðalsteins-
syni, f. 1920, d. 1979. Foreldrar Að-
alsteins voru Siggerður Magn-
úsdóttir frá Holtaseli í Mýrahreppi
og Aðalsteinn Stefánsson frá Hamri
í Hamarsfirði. Stjúpfaðir Aðalsteins
var Eiríkur Þorleifsson frá Bæ í
rúnu, maki Hjalti Þór Vignisson. 3)
Aðalsteinn, f. 1955, kvæntur El-
ísabetu Einarsdóttur. Dóttir þeirra
er Lilja Rós, sambýlismaður Elton
Nday. 4) Árni Guðjón, f. 1959,
kvæntur Matthildi Kristmunds-
dóttur. Þau eiga þrjár dætur, Lauf-
eyju Helgu, sambýlismaður Gunnar
Helgi Baldursson, Hrafnhildi Örnu,
sambýlismaður Atli Már Gunn-
arsson og Margréti Eir. 5) Ingi Már,
f. 1960, kvæntur Kristrúnu Kjart-
ansdóttur. Þau eiga tvo syni, Aron
Sölva og Andra Má. Fyrir átti Ingi
Már soninn Arnar Má. Barna-
barnabörn Margrétar eru 24.
Árið 1982 kynntist Margrét Guð-
mundi Guðmundssyni frá Ísafirði, f.
1916. Foreldrar hans voru Jóna
Salomonsdóttir, f. 1885, d. 1952 og
Guðmundur Stefán Guðmundsson,
f. 1877, d. 1936. Guðmundur á þrjár
dætur Bryndísi, Jónu Margréti og
Ingibjörgu. Margrét og Guð-
mundur bjuggu í Silfurgötu 7 á Ísa-
firði og síðar í Gullsmára 5 í Kópa-
vogi.
Margrét vann allan sinn starfs-
feril hjá Pósti og Síma, lengst af
sem talsímavörður, hún vann til
ársins 1989.
Útför Margrétar fer fram frá
Hafnarkirkju á Hornafirði í dag og
hefst athöfnin kl. 14.
Meira: mbl.is/minningar
Lóni. Margrét og Að-
alsteinn bjuggu alla
sína búskapartíð á
Höfn, fyrst á heimili
tengdaforeldra Mar-
grétar í Nýjabæ og
frá 1951 á Sólhól í
nánu sambýli við
Hrafnhildi systur
Margrétar og hennar
mann Arngrím Gísla-
son. Margrét og Að-
alsteinn eignuðust
fimm börn: 1) Gísli
Eysteinn, f. 1944,
kvæntur Jónínu Að-
alsteinsdóttur. Þau eiga þrjú börn,
Aðalstein, sambýliskona Hildur
Þórisdóttir, Hrafnhildi, maki Helgi
Örn Kristinsson og Siggerði, maki
Ólafur Ingason. Fyrir átti Gísli
dótturina Ragnheiði, maki Andreas
Jacobsen. 2) Siggerður, f. 1948 gift
Ingólfi Ásgrímssyni. Þau eiga fjög-
ur börn; Ásgrím, maki Þórgunnur
Torfadóttir, Margréti Helgu, maki
Jón Finnsson, Aðalstein, maki Ólöf
Þórhalla Magnúsdóttir og Guð-
Elsku amma. Í sálmabókinni
minni stendur:
„Elsku Lilja Rós.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesú, í þína hönd.
Síðast þegar ég sofna fer,
sitji Guðs englar yfir mér.
(HP.)
Guð geymi þig.
Þín amma, Margrét.“
Fyrir tæpum þremur árum þegar
ég sagði þér að ég væri að flytja til
útlanda til þess að fara í skóla gafst
þú mér þessa sálmabók og sagðir
mér að hafa hana alltaf í náttborðs-
skúffunni minni. Hún á sér stað í
náttborðsskúffunni minni og mun
alltaf eiga sinn stað þar. Þú varst allt-
af að spyrja mig hvenær ég færi nú
að koma heim og núna er ég að koma
heim. Ég vildi óska að ég hefði kom-
ist aðeins fyrr. En ég veit að þú vissir
að ég væri að koma og að það gerði
þig ánægða. Mér finnst gott að þú
vissir af því þótt ég fengi því miður
ekki að sjá þig.
Ein af mínum uppáhalds minning-
um um þig er án efa þegar þú komst
ásamt Siddu og Hrafnhildi að heim-
sækja mig til Barcelona. Það var fyr-
ir um það bil tveimur árum. Ég
gleymi því aldrei, þegar við vorum
allar hlæjandi yfir einhverju þegar
við fórum út að borða eitt kvöldið og
þú segir allt í einu upp úr þurru:
„Stelpur, mér finnst gaman að vera
með ykkur“. Það var líka gaman að
vera með þér, amma mín. Hvort sem
það var á Hornafirði, í Kópavoginum,
á Ísafirði eða í Barcelona. Við gátum
alltaf fundið okkur eitthvað að tala
um og hlæja yfir. Þú varst alltaf með
ráð undir rifi hverju og þess vegna
voru símtölin ekki fá þar sem ég
hringdi allaf í þig ef eitthvað var og
alltaf gastu gefið mér góð ráð. Ég
lærði margt af þér og hafði heldur
betur gott af því að eiga svona hrein-
skilna og yndislega ömmu. Í síðasta
samtalinu okkar sagðir þú mér að
þér liði vel. Þú sagðir mér að þú vær-
ir búin að lifa löngu og góðu lífi þann-
ig að ef ske kynni að þú myndir fara
fljótlega yfir móðuna miklu þá væri
það bara Guðs vilji. Að allir myndu
deyja á endanum og að þú myndir
deyja ánægð með lífið. Ég er ánægð
að vita það. Það eru svo margar sög-
urnar sem ég get sagt og það er svo
margt sem mig langar að segja við
þig. En ég kem og heimsæki þig að
leiðinu þínu þar sem þú munt liggja
við hliðina á afa um leið og ég kem
heim, elsku amma mín, og ég tala við
þig þar.
Þangað til þá segi ég bara að ég
elska þig og ég mun alltaf sakna þín.
Þú varst yndisleg amma og ég er
þakklát að hafa átt þig að.
Elsku Guðmundur, ég sendi þér
mínar dýpstu samúðarkveðjur og
þakka þér fyrir allt. Amma var hepp-
in að hafa kynnst svona góðum
manni eins og þér.
Kæra fjölskylda, ég sendi ykkur
öllum mínar samúðarkveðjur.
Elsku amma Magga.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesú, í þína hönd.
Síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Guð geymi þig.
Þín sonardóttir,
Lilja Rós.
Þegar ég sat nýlega á rólegu sum-
arkvöldi við sjúkrabeð Margrétar
systur minnar, þar sem hún dvaldist
á „Landakoti“ mikið veik, vöktu at-
hygli mína þrjár deyjandi rósir í vasa
á náttborðinu. Þær lutu höfði og biðu
óhjákvæmilegra örlaga sinna. Fjórða
rósin þarna inni, sem svipað var kom-
ið fyrir, hvíldi á hvítum kodda með
lokuð augu. Allar þessar rósir höfðu
á sínum tíma verið allra rósa fegurst-
ar en nú var þeirra skeið senn á enda
runnið.
Skiljanlega leitaði hugur minn
þarna í kyrrðinni til löngu liðinna
daga heima á Selnesi, þar sem dag
hvern ríkti glaðværð og bjartsýni, í
það minnsta hjá ungu kynslóðinni.
Ég, strákguttinn, var svo heppinn að
eiga fjögur mér eldri systkini og þar
af þrjár systur á góðum aldri til að
gæta mín við hvert fótmál. Ein-
hverra hluta vegna man ég best eftir
Margréti í þessu hlutverki. Kannski
var hún einmitt á hæfilegustum aldri
til að sinna starfinu. Hún var ráðagóð
og snör í snúningum. Líklega bjarg-
aði hún mér, snáðanum, eitt sinn, frá
alvarlegu slysi með því að ausa á mig
vatni ótæpilega, þegar kviknaði í föt-
um mínum. Ég óvitinn kærði hana
fyrir mömmu, fyrir að hafa bleytt
mig. Djörfung hennar í störfum,
þ.á m. varðandi umgengni við hesta,
vakti margra athygli, ekki síst mína.
Hún dembdi sér með karlmönnunum
inn í stóðréttina til að handsama
ótemjur þegar ég forðaði mér upp á
fjárhúsþak til öryggis. Líklega var
það engin tilviljun að hún hafði oft
þann starfa við hirðingar „að fara á
milli“ með „heybandslestina“. Ein-
hverju sinni við útengjaheyskap úti í
Mýrum horfðum við á í fjarska að
hestarnir í heybandslestinni fældust
og sumir settu af sér baggana. Í stað
þess að hún gengi frá vettvangi sáum
við hana berjast við vanstillt hrossin
og róa þau. Og það tókst.
Á þessari dapurlegu kyrrðarstund
héldu áfram að kvikna nýjar og nýjar
myndir frá liðnum árum þar sem mín
ástkæra systir var oftar en ekki í að-
alhlutverki: Uppi í fjalli í berjamó
eða sjóferð á „Hvítingi“, árabáti föð-
ur okkar. Á glaðværum mannamót-
um eða í dimmri Austfjarðaþokunni
leitandi að kúnum. Á annasömum
sauðburði í austanrigningu eða sól-
skini og sunnanvindi. Svona mætti
lengi telja.
Á fullorðinsárum Margrétar naut
ég og fjölskylda mín margsinnis
gestrisni hennar, stundum svo mán-
uðum skipti. Þegar heilsan fór að bila
hjá foreldrum okkar tók hún þá að
sér (með systrum sínum). Þegar þeir
svo fluttust á hjúkrunarheimili, fór
hún til þeirra flesta daga þeim til
gleði og þæginda. Fyrir allt þetta og
margt fleira vil ég, ásamt Guðbjörgu
systur minni, þakka okkar kæru
systur.
Svo rufu klukkur Landakotskirkju
kyrrðina. Líklega voru þær að kalla
trúaða til bænastundar en mér
fannst eins og kallið þýddi allt annað.
Engan skyldi undra þótt „litli
bróðir“ felldi nokkur tár þar sem
hann stóð og virti fyrir sér fyrrum
barnfóstruna og leiksystur í skini
hnígandi sólar.
Samúðarkveðjur sendi ég Guð-
mundi og öðrum aðstandendum.
Heimir Þór Gíslason.
Þær voru systradætur, Margrét
og móðir mín, og ég er ekki frá því, að
hún hafi verið sú frænkan, sem Mar-
grét hélt einna mest upp á. Mér
fannst ég geta greint það með ýms-
um hætti, og að það væri gagn-
kvæmt. Ég fékk líka að njóta þess
síðar. Aldrei kom Margrét svo til
Reykjavíkur, að hún liti ekki inn á
bernskuheimili mínu, jafnvel þótt
hún væri á hraðferð, enda var hún
með afbrigðum frændrækin og
trygglynd. Ég hef líka ekki hitt aðra
manneskju, sem hefur verið jafn góð-
hjörtuð, óeigingjörn, fórnfús og
greiðvikin og hún var, alltaf boðin og
búin að hjálpa til, ef þess þurfti, og
hún gat komið því við. Umhyggja
hennar fyrir mér var einstök. Það
fann ég vel, eftir að foreldrar mínir
dóu. Hún var t.d. með mér inná
sjúkrastofunni, þegar móðir mín
skildi við, og það var gott að hafa
hana hjá sér og finna þann stuðning,
sem hún veitti mér þá. Það má segja,
að Margrét hafi að sumu leyti tekið
mig að sér eftir það, og það var hægt
að finna það glöggt, að henni var
mjög umhugað um mig og að ég hefði
það eins gott og hægt var. Meðan þau
Guðmundur bjuggu ennþá á Ísafirði
og áttu erindi til borgarinnar, þá
komu þau aldrei svo í bæinn, jafnvel
stutta ferð, að Margrét hringdi ekki í
mig og byði mér í mat með þeim á
Hótel Sögu, þar sem þau dvöldu
vanalega. Þegar ég svo fór í ferðalag
til Ísafjarðar fyrir rúmum tíu árum
síðan, þá dvaldi ég hjá þeim smátíma.
Við hringdum líka oft hvor í aðra og
áttum góðar samræðustundir.
Margrét var ákaflega glaðsinna í
verunni og návist hennar var góð. Við
hana var líka hægt að tala um allt
milli himins og jarðar. Hún hafði
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum og sagði sína skoðun um-
búðalaust. Maður vissi því alltaf,
hvar maður hafði hana. Hún var líka
framkvæmdasöm, og lét sér ekki
nægja að tala bara um hlutina. Ef
hægt var að gera eitthvað, þá var það
gert hiklaust.
Þegar komið er að leiðarlokum, þá
kveð ég hana með miklum söknuði en
ég kveð hana líka þakklátum huga
fyrir allt það góða og gjöfula, sem
hún veitti mér fyrr og síðar, og alla
tryggðina við mig og mína, um leið og
ég bið henni allrar blessunar Guðs og
góðrar heimkomu í ríki ljóssins. Að-
standendum öllum votta ég mína
innilegustu samúð.
Guð blessi allar góðar minningar
henni tengdar.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
Það fækkar í frændliðinu.
Sumar af mínum fyrstu minning-
um eru tengdar henni Möggu
frænku. Þá hef ég verið á öðru ári og
Gísla Eysteini fannst gaman að finna
upp á ýmsu fyndnu til að láta litlu
frænkuna gera, svosem eins og að
hækka í útvarpinu sem ég rétt náði
upp í takkana á. Magga frænka kom
svo og bjargaði mér frá hávaðanum
þar sem ég stóð ráðalaus með hendur
fyrir eyrum. Álíka sögur á ég nokkr-
ar í fórum mínum.
Margrét Helga
Gísladóttir
✝ Hjörtur Dagfinn-ur Hansson fædd-
ist 14. nóvember 1954.
Hann andaðist 18. júní
2009. Foreldrar hans
voru Hanna Sigurrós
Halldórsdóttir og
Hans Peter Larsen,
bæði látin. Eftirlifandi
bræður Hjartar eru
Hreiðar Gíslason,
hann á 4 börn og 6
barnabörn, og Helgi
Hilmar Hansson, hann
á 2 börn og 3 barna-
börn.
Börn Hjartar eru a) Fanný Lára, f.
20. júní 1975, maki Ólafur Ragn-
arsson, f. 20. júní 1966, sonur þeirra
er Victor Breki, f. 8.maí 2008, og b)
Unnar Steinn, f. 9. júní 1995.
Útför Hjartar verður gerð frá Bú-
staðakirkju í dag, 3. júlí og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Meira: mbl.is/minningar
Elsku pabbinn minn.
Ég bíð enn eftir að vakna upp af
þessum ljóta og vonda draumi.
Draumi um það að þú sért farinn
frá mér … frá okkur.
Ég hreinlega get ekki
trúað því.
Þú varst stoðin mín
og það sem þú gerðir
ekki fyrir mig og
gafst mér í gegnum
árin. Ég gat alltaf
hringt í þig ef ég var
eitthvað lítil í mér og
pabbinn minn bjarg-
aði málunum. Þú
hafðir svo mikið af
visku að deila og und-
antekningarlaust
komu orðin „Fanný
Lára, rökræddu nú við sjálfa þig“,
sérstaklega ef ég var að væla yfir
einhverju sem var svo að lokum
ekki neitt neitt.
Alveg sama hvað það var, þú
varst til staðar. Þú bjóst yfir enda-
lausu örlæti, elsku pabbi minn,
hvort sem það var á sjálfan þig eða
eitthvað annað og ef fleiri væru
eins og þú með það, þá væri heim-
urinn bæði betri og fallegri. Þú
varst grallari af Guðs náð og það
voru ófá skiptin sem að þú ann-
aðhvort gerðir einhverjar gloríur
eins og að fara í sturtu eftir langan
og erfiðan vinnudag án þess að
taka eftir því að þú varst í inni-
skónum þínum góðu eða þegar þú
varst að elda uppáhalds hrísgrjóna-
réttinn þinn og tókst í misgripum
súkkulaðisósu í stað soyasósu og
skelltir henni á pönnuna … við
kölluðum þetta „chocolate covered
garlic rice“. Nú eða þegar þú hellt-
ir uppþvottalegi í morgunkaffið þitt
í stað mjólkurinnar. Þessar minn-
ingar sem og svo fjölda fjöldamarg-
ar aðrar eru mér svo dýrmætar,
elsku pabbi minn, og ég met þær
svo mikils. Mig vantar svo að geta
hringt í þig núna, minnt þig á þær
og skellihlegið með þér að þeim.
Þú áttir ekki að fara svona fljótt,
þú áttir að vera hér lengur hjá mér
og okkur. Nú myndirðu segja við
mig: „Fanný Lára, ekki þessa eig-
ingirni“, og pabbi … já ég veit. Þér
er greinilega ætlað eitthvert annað
hlutverk annars staðar. En sökn-
uðurinn og eftirsjáin er bara svo
mikil. Það var svo margt sem við
áttum eftir að gera saman. Hver
leiðir mig niður hjá altarinu núna
og gefur mig? Mig langar bara að
hlaupa í fangið þitt og gráta, finna
fyrir sterku örmunum þínum og
allri hlýjunni sem þú hafðir að
gefa.
Það kemur að því, pabbi minn,
að ég fæ að gera það, þegar við
hittumst á ný.
Ég veit að þú fylgist með litla
gullmolanum þínum, afabarninu,
verndar hann og vakir yfir honum
og hjálpar mér að leiðbeina honum
í gegnum lífið.
Ég elska þig, pabbi minn.
Þín dóttir,
Fanný Lára.
Elsku afi minn
„Ef sérhvert barn ætti afa sem
væri jafn vitur og skynsamur, ljúf-
ur og þolinmóður, eftirlátur og
ákveðinn, skemmtilegur og klár og
hvetjandi eins og þú – þá væru
hvergi á byggðu bóli nokkur vanda-
mál. Hvergi.“
„Afar eru til í öllum stærðum og
gerðum. Hávaxinn afi er tré að
klifra í, tindur að klífa, geimskots-
pallur. Feitlaginn afi er bangsi í
mannsmynd til að knúsa og kyssa.
Stór og herðabreiður afi ber mann
á háhesti á fleygiferð um garðinn,
ferjar mann yfir mýrar, heldur á
manni heim undir stjörnubjörtum
himni. Lágvaxinn afi spjallar við
mann langtímum saman, hann
kemst inn á leynistaðinn og skilur
sjónarhorn manns. Værðarlegur afi
blundar við arineld og maður kúrir
í fangi hans. Klár afi veit allt sem
þarf að vita og þekkir alla í bænum
með nafni. Hæglátur afi getur
fengið spörfugl til að setjast á fing-
ur sér með lágværu blístri … eða
gengið um Lystigarðinn að sum-
arlagi og frætt þig um tré og blóm.
Allir eru afarnir kærir barnabörn-
unum, vitrir og ástríkir, en enginn
er þó eins og afi minn.“
Elska þig.
Victor Breki.
Elsku Hjörtur minn.
Ég á svo erfitt með að trúa því
að þú sért búinn að kveðja okkur.
Ég trúi því að þú hafir fundið ró í
sálu þinni. Ég vil þakka þér allar
samverustundirnar og hlýjan hug
sem þú sýndir mér og Róberti.
Þær munu aldrei falla mér úr
minni. Megi minning þín lifa skært
en sál þín hvíla í friði. Megi guð
geyma þig að eilífu.
Ég bið að heilsa þér.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Ég vil senda mínar innilegustu
samúðarkveðjur til Fannýjar, Óla
og Victors Breka.
Hugur minn er hjá ykkur.
Sigríður Dögg Guðjónsdóttir.
Hjörtur Dagfinnur
Hansson