Morgunblaðið - 03.07.2009, Qupperneq 29
✝ Sigurður Berg-mann Runólfsson
fæddist í Seli í Skafta-
felli í Öræfum 13.
september 1943.
Hann lést að morgni
sunnudagsins 21. júní
síðastliðins. For-
eldrar hans voru Run-
ólfur Bjarnason,
bóndi í Skaftafelli, f. í
Hofi í Öræfum 2.12.
1884, d. í Reykjavík
17.8. 1962, og kona
hans Ólöf Sigurð-
ardóttir, f. á Hraun-
bóli á Brunasandi í V-Skaft. 12.11.
1906, d. í Kópavogi 16.4. 2000. Al-
systkini Sigurðar eru Þuríður, f.
1940, Bjarni Óskar, tvíburabróðir
Sigurðar, f. 1943, og Margrét, f.
1946. Samfeðra voru Guðný Mar-
grét, f. 1907, d. 1991, og Óli Friðrik
Sófus, f. 1920, d. 2003. Sammæðra
Dagbjartur Sigursteinsson, f. 1934.
Hinn 17. nóvember 1979 kvæntist
Sigurður á Filippseyjum Maríu
Emmu Suarez, f. á
Filippseyjum 5.4.
1954. Synir þeirra eru
Blængur, f. 3.11.
1981, og Allan, f. 12.2.
1986.
Sigurður lærði bak-
araiðn í Björnsbak-
aríi í Reykjavík og
vann þar nokkur ár
að því loknu, þá rak
hann um tíma bakarí
á Eyrarbakka, Egils-
stöðum og Höfn í
Hornafirði. Í Dan-
mörk og Svíþjóð vann
hann um tíma en hóf svo störf við
Bakarí Ríkisspítalanna og var bak-
arameistari þess í allmörg ár eða
þar til það var lagt niður. Hann hóf
þá störf sem vaktmaður á Landspít-
ala Háskólasjúkrahúsi og sinnti því
starfi til æviloka.
Útför Sigurðar verður gerð frá
Árbæjarkirkju í Reykjavík í dag, 3.
júlí, kl. 13.
Meira: mbl.is/minningar
Kæri bróðir og vinur. Enginn ræð-
ur sínum næturstað né hvar næsti
vinafundur mun verða. Við systkinin
vorum sum stödd, ýmist erlendis eða
norður í landi snemma morguns þeg-
ar sameiginlegur vinur hringdi og
færði þá sorgarfregn að þú værir far-
inn í ferðalagið langa sem enginn á
afturkvæmt úr. Aðdragandi ferðar-
innar var enginn. Þú virtist svo hress
og kátur og hugðist njóta nokkurra
daga af sumarfríinu þínu í nágrenni
staðarins sem æskuminningarnar
tengjast. Þið hjónin höfðuð gengið
daginn áður upp á Hamarinn þar sem
sést svo vel yfir æskustöðvarnar og
haft á orði hvað gangan upp hefði ver-
ið skemmtileg. Þetta er sá sami Ham-
ar sem þið tvíburabræðurnir gengu
upp á með vini ykkar er þið voruð sjö
ára, þá leist þú fram af brúninni og
sást þorpið og sveitina í kring og
sagðir. „Svo þetta er allur heimur-
inn.“ Eitthvað mun heimurinn hafa
stækkað í þínum augum síðar meir.
Engan renndi grun í að gangan að
þessu sinni mundi verða kveðjustund-
in við litla þorpið þar sem æskan leið
forðum daga við leik og störf. Voru
það forlög að fara aftur heim í litla
þorpið til að kveðja eftir að hafa eytt
starfsævinni í fjarlægð þess.
Minningarnar frá dögum æsku og
áhyggjuleysis streyma fram, minn-
ingar sem að mestu hafa verið
gleymdar í áranna rás verða svo ná-
lægar á stundum sem þessari. Áfallið
varð stórt fyrir litlu samheldnu fjöl-
skylduna þína, konuna þína sem kom-
ið hafði um hálfan hnöttinn til að eyða
ævinni með þér og byggt upp með þér
fallega og ástúðlega heimilið ykkar
sem alltaf stóð opið fyrir vinum og
vandamönnum, heimilið þar sem öll-
um gestum var veisla búin er þeir
komu í heimsókn. Hún hafði alla tíð
treyst á þig, því það er ekki nóg að
hafa unnið sér glæsilegan þegnrétt í
fjarlægu landi svo langt frá heima-
högum og ættmennum, þar þarf
traustara haldreipi en ella. Við slíkt
áfall er sem öllu sé kippt undan fótum
manns, einsemdin verður meiri og
sárari þegar fjarlægðin til heimahag-
anna er svo mikil. Þó drengirnir ykk-
ar hafi staðið þétt við hlið mömmu
sinnar og stutt hana í gegnum þessar
þrengingar verður sorgin þyngri svo
langt frá sínum.
Ungur að árum nam Sigurður bak-
araiðn við Björnsbakarí í Reykjavík
og vann þar um tíma eftir námið. Þá
vann hann í um eitt ár við skyld störf í
Danmörk og Svíþjóð. Eftir heimkom-
una vann hann sem bakarameistari
bæði á Eyrarbakka, Egilsstöðum og
Höfn í Hornafirði uns hann hóf störf
við Bakarí Ríkisspítalanna í Reykja-
vík, þar varð hann skömmu síðar bak-
arameistari og sinnti því starfi meðan
bakaríið var starfrækt. Eftir það hóf
hann störf sem vaktmaður á Land-
spítala – Háskólasjúkrahúsi og sinnti
því til æviloka.
Sigurður var glaðsinna maður,
glettinn og hrókur alls fagnaðar í
góðra vina hópi, hann spilaði listavel á
harmonikku og hljómborð og fengu
vinir og vandamenn einatt að njóta
þess.
Kæri bróðir og vinur, margir munu
minnast góðs drengs og vinar en hér
munu leiðir skiljast að sinni. Við biðj-
um algóðan Guð að geyma þig og
styðja og styrkja konu þína og syni,
svo og ástvini þína alla í sorg þeirra.
Bjarni, Þuríður, Margrét,
Dagbjartur og makar.
Sigurður Bergmann
Runólfsson
Ég hef séð betur og betur með
aldrinum hvað ég átti umhyggju-
sama föðursystur, þó svo að á ung-
lingsárunum hafi mér þótt gusta af
henni. Hún var alltaf svo falleg og vel
til höfð, með nettar hendur og vel
snyrt, mild en samt föst fyrir þegar á
þurfti að halda, virkileg Kona með
stórum staf. Víðsýni hennar finnst
mér best lýst með því að hún var ein
af fáum í ættinni, sem fannst það eðli-
legt að ég sem búddisti æli börnin
mín upp við búddísk gildi. Við höfð-
um alla tíð nokkuð mikið samband
okkar á milli, hennar heimili á Sólhól
stóð mér alltaf opið eins og svo mörg-
um öðrum, og vel var tekið á móti
manni í sumarhúsinu þeirra Guð-
mundar á Ísafirði, sem og eins í
Kópavoginum. Ég finn til mikils
þakklætis og saknaðar þegar ég
hugsa til Möggu frænku, ég votta
allri stórfjölskyldunni mína innileg-
ustu samúð, þó sérstaklega Guð-
mundi, Guðbjörgu og Heimi Þór
(pabba).
Helga Nína.
Nú þegar Magga frænka er lögð af
stað í ferðina miklu, hvarflar hugur-
inn til baka til liðins tíma.
Á Sólhól bjuggu tvær móðursystur
mínar ásamt fjölskyldum sínum,
Hadda og Aggi á neðri hæðinni og
Magga og Alli á þeirri efri. Á Sólhól
kom ég oft og í hvert sinn sem ég
kom þangað sem krakki eða seinna
með fjölskylduna þá fann maður
hvað móttökurnar voru innilegar og
gestirnir velkomnir, gilti þá einu
hvort farið var í heimsókn uppi eða
niðri. Eiginlega má segja að svolítil
samkeppni hafi verið á milli þeirra
systra á tímabili um gestina en það
var einungis merki um umhyggju
þeirra fyrir þeim. Ekki er þó loku
fyrir það skotið að maður hafi verið
fullvel haldinn þegar haldið var á
braut.
Magga flutti vestur á Ísafjörð fyrir
allnokkrum árum síðan og hóf sam-
búð með miklum sómamanni, honum
Guðmundi. Í Silfurgötunni hefur
löngum verið gestkvæmt sem og í
sumarhúsi þeirra inni í Tunguskógi.
Það var, eins og áður, ný kynslóð
fékk að upplifa gestrisni og væntum-
þykju gestgjafanna sem seint verður
fullþakkað. Það er eitt að eiga ætt-
ingja en það er svo mikið dýrmætara
að eiga ættingja sem jafnframt eru
vinir manns og láta sér annt um þig
og þína.
Góðar minningar um Margréti
frænku munu fylgja okkur um ókom-
in ár og þeim mun fylgja hlýhugur og
þakklæti.
Þröstur, Guðrún og dætur.
Hún elti okkur um allt, þetta litla
skott. Þetta sagði amma á Sólhól oft
þegar hún rifjaði upp æskuminning-
arnar frá Selnesi og var þá að tala um
Margréti systur sína sem var tveim-
ur árum yngri. Þetta á svo sannar-
lega við í dag þegar Margrét er jörð-
uð á dánardegi ömmu.
Ósjaldan fengum við að heyra sög-
urnar af því þegar Margrét lokaðist
inni í mógröfinni og þegar hún ásamt
fleirum þvoði hárið á sér upp úr kúa-
hlandi. Margrét og amma bjuggu
saman á Sólhól í áratugi og ólu þar
upp börnin sín. Þær voru nú ekki allt-
af sammála um allt en þær gátu varla
hvor án annarrar verið. Eftir að Mar-
grét flutti til Ísafjarðar og svo til
Reykjavíkur með Guðmundi hélt hún
Sólhól og var þar alltaf þegar tæki-
færi gafst og þær systur töluðu ekki
saman sjaldnar en tvisvar á dag í
síma. Þær voru aldar upp á símstöð
og unnu á símstöð allan sinn starfs-
aldur og notuðu símann óspart til að
fylgjast með öllum sínum frændgarði
og fjölskyldum vina sinna. Þegar við
Magga frænka komum í heimsókn á
Sólhól þegar við vorum litlar kom
það iðulega fyrir að þær systur rifust
um það í forstofunni hvort við ættum
að koma upp til Margrétar eða niður
til ömmu í kaffi. Eftir að amma dó
bætti Margrét okkur systkinunum
eiginlega við sem barnabörnum og
passaði að börnin okkar fengju jóla-
gjafir frá langömmusystur.
Við sendum Guðmundi og fjöl-
skyldu Margrétar okkar bestu kveðj-
ur
Arnbjörg og fjölskylda.
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2009
✝ MatthildurBylgja Ágústs-
dóttir fæddist í
Hraunteigi í Grinda-
vík 4. ágúst 1952.
Hún lést á Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja
25. júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Matthildur Sig-
urðardóttir, f. 1. júní
1914, d. 10. sept-
ember 2005 og
Sveinbjörn Ágúst
Sigurðsson, f. 11.
ágúst 1906, d. 28
júní 1975. Bylgja var þriðja yngst
í sínum systkinahópi, hin eru
Bjarni Guðmann, f. 9. des. 1931,
Ólafur, f. 22. júlí 1935, Sigrún, f.
25. ágúst 1936, Hallbera Árný, f.
19. okt. 1938, Alda, f. 7. ágúst
1940, Bára, f. 7. ágúst 1940, Ása,
f. 18. okt. 1941, Þórdís, f. 20. nóv.
1942, Sigríður Björg, f. 17. feb.
1946, Sigurður Magnús, f. 13. júní
1948, Hrönn, f. 1. apríl 1951,
Sveinbjörn Ægir, f. 28. jan. 1954
og Sjöfn, f. 25 sept 1956.
Synir Matthildar
eru: 1) Brynleifur
Heiðar Jónsson, f.
24. nóv. 1969,
kvæntur Ra Ong
Phumatphon, f. 25.
okt. 1968, dóttir
hennar er Yatika
Kloumjoho, f. 3. feb.
1998. 2) Ágúst Heið-
ar Jónsson, f. 15. júlí
1976, sambýliskona
Erla Björk Kjart-
ansdóttir, f. 24. jan.
1981, sonur hans er
Jón Þór, f. 23. júlí
1997.
Sambýlismaður Matthildar er
Walter Borgar, f. í Borg í Mikla-
holtshreppi á Snæfellsnesi 12.
ágúst 1943. Börn hans eru Þor-
steinn, Anna Borg, Ósk, Eiríkur,
Ásgrímur Stefán og hann á sjö
barnabörn.
Bylgja var verkakona og var
búsett í Grindavík.
Bylgja verður jarðsungin frá
Grindavíkurkirkju í dag, 3. júlí,
kl. 13.
Ástkær systir mín er fallin frá,
einungis fjórum árum eldri en ég.
Margar góðar stundir höfum við
átt saman um ævina. Eftir að
Kiddi dó þá varstu dugleg að koma
í heimsókn til mín og gerðir allt til
þess að lyfta mér upp. Mér er
minnisstætt þegar þú komst kvöld
eitt og dróst mig með þér á ball í
Holly, sú ferð var heldur betur ár-
angursrík því þar kynntist ég
Finnboga mínum og ekki nóg um
að við yrðum hjón heldur urðuð þið
perluvinir.
Það verður tómlegt að þú skulir
ekki droppa inn í kaffi, en vonandi
heldur Walter áfram að kíkja við.
Með þessum orðum vil ég kveðja
systur mína og votta um leið fjöl-
skyldu hennar og aðstandendum
mína dýpstu samúð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem.)
Sjöfn litla systir.
Bylgja frænka er dáin, einungis
56 ára að aldri. Síðasta ár hefur
Bylgja verið inn og út af spítala
vegna veikinda sinna. Mig dreymdi
Bylgju nokkrum dögum fyrir and-
lát hennar og sagði ég henni að
hún hefði heimsótt mig í draumi,
þá svaraði hún: „Ég er ekki að fara
að kveðja, Salbjörg mín“.
Þeir sem þekktu Bylgju vissu að
hún þrjóskaðist við, og ef hún tók
eitthvað í sig þá var henni ekki
auðsnúið með það. Bylgja var mikil
félagsvera og naut þess að vera í
návistum við fólk, hún var mann-
blendin og mjög fljót að eignast
vini hvort sem var á sjúkrahúsinu,
Reykjalundi eða öðrum stöðum
sem hún kom á. Bylgju fannst
gaman að taka í spil og sóttist hún
í félagsskap með því að fara á
spilavist. Það var ósjaldan sem við
spiluðum Rummikub og fannst
Bylgju ekki leiðinlegt að kenna
öðrum ný spil og var hún sérstak-
lega iðin við það. Hún var ein-
staklega ættrækin og eitt skiptið
þegar ég kom á spítalann til henn-
ar þá kynnti hún mig fyrir frænku
minni sem var hjúkka á spítalan-
um. Hún fylgdist alltaf með öllu
sínu fólki og hvað það var að gera.
Hún var einstaklega barngóð og
verður skrýtið að Bylgja komi ekki
í afmæliskaffi til okkar framar.
Hún og Walter voru einstaklega
góð við Elísabetu Maríu dóttur
mína, alltaf gáfu þau sér tíma fyrir
hana. Bylgja var einstaklega minn-
ug og mundi vel afmælisdaga og
ártöl, það var ósjaldan sem hringt
var í hana til þess að fá að vita
dagsetningar eða ártöl. Bylgja var
beinskeytt í orðum og ef fólk særði
hana þá átti það ekki auðvelt með
að sættast við hana aftur, því jú,
við áttum það sameiginlegt frænk-
urnar að vera frekar langræknar.
Frá barnsaldri hef ég verið mik-
ið inni á heimili Bylgju og hefur
hún alltaf reynst mér vel. Eftir að
ég fór í háskóla minnkuðu heim-
sóknir mínar til hennar og var ég
oft frekar leiðinlegur félagsskapur
og sat stundum í tölvunni þegar
Bylgja og Walter komu í heimsókn
til okkar. En Bylgja virtist skilja
það, þó svo að ég hefði bullandi
samviskubit yfir því. Þær eru
margar samverustundirnar sem
við fjölskyldan höfum átt með
Bylgju og það gladdi okkur mikið
þegar hún gat komið í fertugs-
afmælið hans Magga. Þegar haldið
var óvissuútskriftarpartý fyrir mig
laugardagskvöldið 20. júní, ætlaðir
þú, Bylgja, heldur betur að mæta
en læknarnir stoppuðu það af. Ég
talaði við þig í símann og heyrði að
þú varst ekki sátt að fá ekki að
koma í partýið, en ég kom og
heimsótti þig daginn eftir. Var það
í síðasta sinn er ég hitti þig á lífi,
Bylgja mín, og var mér mjög
brugðið þegar hringt var 25. júní
og sagt að þú hefðir kvatt.
Elsku Bylgja mín, takk fyrir all-
ar samverustundirnar sem ég og
mín fjölskylda höfum átt með þér.
Ég veit að það verður vel tekið á
móti þér hinum megin. Við munum
sakna þín.
Aðstandendum vottum við sam-
úð okkar.
Hin íbjúga veröld,
sem hverfist í sjálfa sig
gaf mér sólskin eins dags
og húm einnar nætur.
Þú, sem ég elska,
hví yfirgefur þú mig?
Í skugganum mikla,
sem grúfir við guðsins fætur,
er grafin sú spurning,
sem aldrei mun finna sitt svar.
Hvar, hvar?
(Steinn Steinarr.)
Salbjörg Júlía og
Magnús Már.
Matthildur Bylgja
Ágústsdóttir
Elsku Bylgja.
Ég hef alltaf elskað þig og
mun aldrei gleyma þér.
Þú varst svo góð við mig
og ég vildi vera það við þig.
Ég elska þig heitt, þú
varst besta frænka mín.
Bless, ég mun aldrei
gleyma þér.
Kær kveðja,
Elísabet María
Magnúsdóttir.
HINSTA KVEÐJA
AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN
Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey.
Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar
í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim
degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst
af stærð blaðsins hverju sinni.
Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag,
verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á
vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu.
Netgreinarnar eru öllum opnar.
Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu,
er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi
tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.:
Birtingardagur Skilatími
Mánudagsblað Hádegi föstudag
Þriðjudagsblað Hádegi föstudag
Miðvikudagsblað Hádegi mánudag
Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag
Föstudagsblað Hádegi miðvikudag
Laugardagsblað Hádegi fimmtudag