Morgunblaðið - 03.07.2009, Page 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2009
✝ Jón Ísberg fædd-ist í Möðrufelli í
Eyjafirði 24. apríl
1924. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 24.
júní síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðbrandur Magn-
ússon Ísberg og
Árnína Jónsdóttir Ís-
berg. Systkini Jóns:
Gerður, Guðrún, Ari,
Ásta, Nína, Ævar,
Sigríður og Arn-
grímur. Nú lifa Ásta,
Nína og Arngrímur.
Jón kvæntist árið 1951 Þórhildi
Guðjónsdóttur Ísberg, f. 1. desem-
ber 1925. Börn þeirra eru: 1) Arn-
grímur, f. 1952, maki Marjatta Ís-
berg. Börn þeirra eru a) Elsa, b)
Þórhildur og c) Vilbrandur. 2)
Eggert Þór, f. 1953, maki Sigrún
Hanna Árnadóttir. Börn þeirra
eru: a) Hildur Helga, b) Jón Þór og
c) Árný Björg. 3) Guðbrandur, f.
1955. 4) Guðjón, f. 1957. 5) Jón
Ólafur, f. 1958, maki Oddný I.
Yngvadóttir. Dætur
þeirra eru: a) Guð-
rún Rósa, b) Ólöf
Gerður og c) Salvör.
6) Nína Rós, f. 1964,
maki Samson B.
Harðarson.
Jón varð stúdent
frá M.A. 1946, Cand.
juris frá Háskóla Ís-
lands árið 1950 og
stundaði framhalds-
nám í alþjóðarétti við
University College í
London 1950-1951.
Hann var fulltrúi
sýslumannsins á Blönduósi 1951-
1960 og sýslumaður Húnavatns-
sýslu 1960-1994. Jón var virkur í
fjölmörgum félagasamtökum í
sinni heimabyggð, þ.á m. skátafé-
laginu, skógræktarfélaginu og
Lions, og sat nær samfellt í
hreppsnefnd Blönduóshrepps frá
árinu 1958 til 1982. Hann var gerð-
ur að heiðursborgara Blönduós-
bæjar árið 2004.
Útför Jóns fer fram frá Blöndu-
óskirkju í dag, 3. júlí, kl. 14.
Þegar allt starfsþrek er þrotið er
hvíldin ef til vill kærkomin þó svo það
sé alltaf jafn óvænt og sárt. Faðir
minn varð 85 ára gamall. Þrjú síðustu
árin var heilsan farin að gefa sig og
þrekið búið. Pabbi hafði alltaf verið
heilsuhraustur með afbrigðum, ég
man ekki til þess að hann hafi nokk-
urn tímann veikst og legið í rúminu.
Hann hafði aldrei notað tóbak og vín
bragðaði hann sjaldan og þá í hófi.
Þó svo að pabbi hafi unnið á skrif-
stofu, man ég mest eftir honum í
vinnugallanum með hvítu derhúfuna.
Hann naut þess að vinna líkamlega
vinnu, gróðursetja plöntur í landinu
sínu eða sinna öðrum störfum þar.
Kominn yfir áttrætt setti hann einn
niður hundruð plantna. Hann átti allt-
af eitthvað af hrossum, en fór ekki
nema tilneyddur á hestbak og ekkert
vissi hann um ættir hrossa né ræktun
og að hans sögn var hann ekki viss um
að þekkja þau öll. En hrossin þekktu
hann og komu til hans og nudduðu sér
upp við hann og nöguðu bílinn og
fengu klapp og brauðbita. Þeim líkaði
þetta fyrirkomulag ágætlega, pabba
og hrossunum.
Þannig liðu árin eftir að hann hætti
að vinna. Hann vildi ekki flytja neitt
burt og ekki var hann mikið fyrir að
leggjast í ferðalög. Honum leið best
heima á Blönduósi og að gróðursetja
tré í landinu sínu. Faðir minn var
sýslumaður Húnvetninga í 34 ár.
Hann leit fyrst og fremst á sig sem
þjón fólksins og vildi hag þess og
sýslnanna sem mestan. Þó hann væri
fulltrúi ríkisvaldsins og bæri að fram-
fylgja lögum og reglu, sem hann og
gerði, var alltaf reynt að finna ein-
hverjar úrlausnir fyrir fólk eða fyr-
irtæki svo allir gætu vel við unað. Til
hans leitaði fólk með hin ýmsu mál-
efni og alltaf var reynt að leysa málin
og sætta.
Eitt var það mál sem ekki tókst að
sætta menn á en það var svokallað
Skjónumál, sem endaði fyrir Hæsta-
rétti. Skjóna hafði dvalið í ævintýra-
leit á öðrum bæ í nokkur ár, en nú
vildi eigandinn fá hana aftur. Úr varð
dómsmál og hún dæmd eiganda.
Gestgjafi Skjónu vísaði málinu til
Hæstaréttar og var honum dæmd
merin. Skjóna var afgömul skjótt úti-
gangsmeri, sem var farin á taugum og
vannst á hefð. Honum fannst það ekki
mikil minnkun að hafa tapað því máli
á slíkri niðurstöðu. Faðir minn var
stórhuga og framkvæmdaglaður og
fór stundum fram úr sjálfum sér, en
bjartsýnn með afbrigðum og dugnað-
urinn eftir því. Hann var óragur við
að hætta eigin eignum ef því var að
skipta og vildi þá standa og falla með
því sem hann tók sér fyrir hendur. Þó
faðir minn hafi verið sýslumaður var
hann ekki með neinn front framan á
sér. Hann þurfti ekkert að fela, kom
eins fram við alla og talaði aldrei illa
eða niður til nokkurs manns. Hann
var léttur í skapi og sagði oft brand-
ara og gamansögur.
Frá því að ég var lítill strákur gat
ég alltaf leitað til föður míns með alla
hluti, það var aldrei æsingur eða úr-
tölur. Á sinn hlýja og föðurlega hátt
ræddi hann málin í rólegheitum og ef
honum fannst eitthvað ekki nógu
skynsamlegt sagði hann oftast – eig-
um við ekki að athuga málið aðeins
betur, vinur minn.
Þinn sonur,
Eggert Þór.
„Sárast þótti mér að gullin mín
urðu eftir,“ sagði Jón tengdafaðir
minn þegar hann, þá kominn á níræð-
isaldur, minntist á ferðalag fjölskyldu
sinnar úr Eyjafirði til Blönduóss þar
sem faðir hans, Guðbrandur Ísberg,
hafði verið skipaður sýslumaður.
Þetta gerðist árið 1932 og var Jón
sjálfur þá átta ára. Hann sagðist hafa
átt fínt bú á hól skammt frá bænum,
með leggjum og skeljum eins og þá
tíðkaðist. Snáðinn hafði viljað taka
kindur sínar og kýr með en fullorðna
fólkið hafði sýnt því lítinn skilning,
enda nóg af öðru, mun nauðsynlegra,
til að fylla vörubílinn sem notaður var
í flutningunum. Þessi atburður hefur
kannski sett sitt mark á Jón en hann
var alveg einstaklega barngóður.
Þegar ég hitti Jón í síðasta sinn,
sem var á þjóðhátíðardegi Íslendinga,
17. júní sl., var hann sárkvalinn og
þurfti að fá aðstoð við að ganga upp
tröppurnar. Þá brosti hann kankvís
og sagði: „Einu sinni var ég stór og
sterkur“. Með því að slá á létta
strengi vildi hann gera lítið úr veik-
indum sínum, enda hafði hann öll sín
manndómsár verið heilsugóður og
atorkumikill. Það var kannski einmitt
þess vegna sem andlát hans kom okk-
ur í fjölskyldunni í opna skjöldu, þrátt
fyrir að við höfðum í fjölda ára vitað
um illvígan sjúkdóm sem hann glímdi
við.
Milli þessara tveggja atburða eru
nær áttatíu ár og hefur margt gerst
sem þess virði væri að minnast á.
Þegar ég kynntist Jóni voru mestu
framkvæmdaár hans búin en það
leyndi sér samt ekki að þarna fór
maður sem þurfti allan tímann að
hafa eitthvað fyrir stafni. Minnis-
stæðast er kannski þegar hann átti að
gefa okkur hjónin saman en var svo
seinn á ferðinni að við vorum farin að
óttast að ekkert yrði af brúðkaupinu.
En Jón hafði verið allan daginn að
pilla rækjur fyrir Lions-klúbbinn í
góðgerðarskyni.
Þó að Jón hafi fæðst í Eyjafirði og
verið Dalamaður í föðurætt, gerðist
hann mikill Húnvetningur og umfram
allt Blönduósingur. Hann var iðinn í
verki en fyrst og fremst var hann
hugmyndasmiður og snerust flestar
hugmyndir hans um framgang þess-
arar nýju heimabyggðar, sem hann
hélt tryggð við til æviloka. Jón vildi að
Blönduós yrði blómstrandi staður þar
sem þjónusta við sveitirnar og smá-
iðnaður gætu þrifist hlið við hlið og
þar sem gott væri að búa. Í þeim til-
gangi tók hann þátt í félagsmálum og
stuðlaði að fyrirtækjarekstri, auk
þess að starfa sem sýslumaður eftir
föður sinn. Árangur af þessu mikla
starfi er misjafn, sumt hefur tekist
vel, annað miður, eins og gengur og
gerist um mannanna verk. En þó að
stundum hafi syrt í álinn, lét Jón aldr-
ei deigan síga. Hann var mikill bjart-
sýnismaður sem trúði á framtíðina og
lét bölsýnishjal annarra sem vind um
eyrun þjóta. Sem embættismaður var
hann „milt yfirvald“ eins og einn
Húnvetningur orðaði það við mig. Nú
vona ég að hann finni gullin sín hjá
himnasmiðnum.
Marjatta.
Með fráfalli Jóns Ísbergs fyrrver-
andi sýslumanns Húnavatnssýslna og
heiðursborgara Blönduóss er horfinn
á braut einn af frumkvöðlum og mátt-
arstoðum samfélagsins í Húnaþingi
um áratuga skeið. Að loknu embætt-
isprófi í lögfræði vorið 1950 og fram-
haldsnámi í alþjóðarétti í Lundúnum
hóf Jón störf við embætti sýslu-
mannsins í Húnavatnssýslu. Hann
var skipaður löglærður fulltrúi 1. júlí
1951 og þann 29. apríl 1960 var hann
skipaður sýslumaður í Húnavatns-
sýslu og gegndi því embætti til 1994
er hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir og hafði þá gegnt embættis-
störfum í Húnaþingi samfleytt í 43 ár.
Í embættistíð hans sinnti hann fjöl-
mörgum áhrifastöðum og sat um ára-
bil í stjórn Sýslumannafélags Íslands
og Dómarafélags Íslands. Sem odd-
viti sýslunefnda Austur- og
Vestur-Húnavatnssýslna kom hann
að ýmsum verkefnum og átti sæti í
fjölda nefnda fyrir þessi sýslufélög.
Hann lagði sitt lóð á vogarskálarnar
svo eftir var tekið við margvísleg
verkefni ríkis og sveitarfélaga í um-
dæminu. Um miðjan níunda áratug
síðustu aldar eftir að mörg alvarleg
umferðarslys höfðu átt sér stað í
Húnaþingi sem rekja mátti til ógæti-
legs aksturs um vegakerfi umdæm-
isins sem þá var blandað bundnu slit-
lagi og malarvegum tók Jón Ísberg
ákvörðun um að skera upp herör
gegn umferðarslysum í umdæminu.
Tekið var upp stóraukið eftirlit með
umferðarhraða og öðrum ógætilegum
akstri í umdæminu með það að mark-
miði að koma í veg fyrir alvarleg slys
og stuðla þannig að auknu öryggi veg-
farenda í umferðinni. Þetta umferð-
arverkefni lögreglunnar á Blönduósi
hefur staðið sleitulaust fram til dags-
ins í dag og hefur borið hróður
„Blönduósslöggunnar“ víða. Óhætt er
að fullyrða að með þessu öfluga um-
ferðarátaki lögreglunnar á Blönduósi
hafi verið komið í veg fyrir fjölda al-
varlegra umferðarslysa. Árið 2006
veitti Umferðarráð lögreglunni á
Blönduósi „Umferðarljósið 2006“ fyr-
ir vasklega framgöngu á sviði umferð-
aröryggismála undangengin ár og ber
að þakka Jóni sérstaklega hans frum-
kvöðlastarf að þessu verkefni.
Hann var afar félagslyndur og var
m.a. einn af stofnfélögum Lions-
klúbbs Blönduóss hinn 3. maí 1959.
Það var okkur Lionsfélögum hans
mikið ánægjuefni er hann mætti
ásamt Þórhildi eiginkonu sinni á 50
ára afmælishátíð klúbbsins í vor en
þar var hann hrókur alls fagnaðar
þrátt fyrir erfið veikindi. Kynni þess
sem þetta ritar af Jóni Ísberg hafa
verið afar ánægjuleg. Í fyrstu með
samskiptum okkar í Sýslumanna-
félagi Íslands, en eftir að undirritaður
var skipaður sýslumaður á Blönduósi
árið 2002 urðu þau nánari og persónu-
legri. Það reyndist undirrituðum afar
vel að leita í smiðju til hans um álita-
mál þar sem kynni hans af fólki og
staðháttum í umdæminu komu að
góðum notum. Síðustu árin átti hann
iðulega erindi í embættið, bæði per-
sónulega og sem starfandi hæstarétt-
arlögmaður. Einnig átti hann erindi í
dómssal Héraðsdóms Norðurlands
vestra sem staðsettur er í sama húsi.
Hann fylgdist vel með starfsemi og
afkomu embættisins sem honum var
afar annt um. Hann heilsaði jafnan
upp á starfsfólk embættisins og
ræddi ýmis dægurmál.
Mikil hjartahlýja og glaðværð
fylgdi honum hvar sem hann fór.
Hann átti afar létt með að kasta fram
gamansögum um menn og málefni
sem við nánari skoðun höfðu iðulega
að geyma fróðlegan boðskap. Það er
mikil lífsfylling og heiður að fá að
kynnast og verða samferða slíkum
sómamanni og vini. Þórhildi sem stað-
ið hefur við hlið Jóns Ísbergs í erf-
iðum veikindum hans og hlúð að hon-
um af kostgæfni, sem og börnunum
þeirra, færum við Hrefna okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Bjarni Stefánsson.
Jón Ísberg fyrrverandi sýslumaður
og heiðursborgari Blönduósbæjar
lést 24. júní s.l. á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri. Jón Ísberg var
mikill athafna- og félagsmálamaður.
Hann var sýslumaður Húnvetninga
um langt árabil og var hann jafnframt
oddviti sýslunefnda Austur- Húna-
vatnssýslu sem hafði forgöngu um
fjöldamörg framfaramál í héraði, en á
þeim tíma var sýslunefndin helsti
samstarfsvettvangur sveitarfélag-
anna. Af verkefnum sem sýslunefndin
beitti sér fyrir má nefna byggingu Fé-
lagsheimilisins á Blönduósi, Hnjúka-
byggðar 33, (þ.e. núverandi stjórn-
sýsluhúss) stækkun sjúkrahússins,
byggingu Hnitbjarga og Dvalarheim-
ilið Sæborg á Skagaströnd.
Þá var hann í hreppsnefnd Blöndu-
óshrepps um árabil og oddviti hrepps-
nefndar í 9 ár. Þar beitti hann sér fyr-
ir ýmsum framfaramálum svo sem
stofnun Hitaveitu Blönduós byggingu
skólamannvirkja og stofnun fyrir-
tækja.
Jón var í eðli sínu mikill fram-
kvæmdamaður og vildi láta verkin
tala.
Hann var einnig mjög virkur í
ýmsu félagsstarfi svo sem í skáta-
hreyfingunni, og í Lionshreyfingunni
þar sem hann gegndi æðstu stöðum
og starfaði að málefnum kirkjunnar
um árabil. Þá var hann sérstakur
áhugamaður um skógrækt og beitti
sér mjög á þeim vettvangi og vil ég
sérstaklega geta skógræktar í Hrút-
ey í því sambandi.
Á síðasta ári tók Jón fyrstu skóflu-
stungu að nýrri sundlaug hér á
Blönduósi en hann hafði lengi borið
þann draum í brjósti að sundlaug yrði
byggð á staðnum.
Sýndi hann með þessu að áhugi
hans væri óbilaður á framkvæmdum
og framförum þó heilsan væri farin að
bila.
Vegna starfa Jóns og hans miklu
forystu um uppbyggingu sveitarfé-
lagsins til margra ára ákvað bæjar-
stjórn Blönduósbæjar að heiðra hann
með því að gera hann heiðursborgara
sveitarfélagsins í tengslum við 80 ára
afmæli hans árið 2004. Árið 1994
sæmdi forseti Íslands Jón riddara-
krossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir
störf í opinbera þágu.
Með Jóni er genginn athafnamaður
sem setti mark sitt á samfélagið með
þátttöku sinni og óbifandi trú á að
hver einstaklingur getur lagt sitt af
mörkum til að bæta það samfélag sem
hann býr í, en þar lét hann ekki sitt
eftir liggja.
Fyrir hönd Bæjarstjórnar Blöndu-
ósbæjar vil ég þakka Jóni fyrir allt
það sem hann hefur lagt af mörkum
fyrir okkar samfélag. Munum við
samferðamenn hans minnast hans
með virðingu og þökk.
Þórhildi og fjölskyldu þeirra flytj-
um við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Persónulega viljum við hjónin
þakka Jóni áratuga samfylgd og sam-
starf í ýmsu félagsmálavafstri.
Minningin lifir um mikilhæfan for-
ustumann og litríkan persónuleika..
Valgarður Hilmarsson, forseti
bæjarstjórnar Blönduósbæjar.
Meðal fyrstu minninga minna um
Jón Ísberg er þegar hann var ungur
foringi í öflugum hópi skáta á Blöndu-
ósi. Því hlutverki sinnti hann fram á
fullorðinsár og mun hann hafa átt létt
með að laða ungt fólk til starfa.
Ungur lögfræðingur var hann ráð-
inn fulltrúi föður síns við sýslumanns-
embættið á Blönduósi og nokkrum ár-
um síðar var hann skipaður
sýslumaður Húnvetninga. Samhliða
þessum störfum gerðist hann þegar
umsvifamikill á vettvangi margs kon-
ar félagsmála, sveitarstjórnarmála og
atvinnumála. Á þeirri tíð var sýslu-
maður sjálfkrafa oddviti sýslunefnd-
ar, sem þá annaðist tiltekin verkefni á
sviði sveitarstjórnarmála í hverju
héraði. Einnig var hann oddviti sveit-
arstjórnar á Blönduósi bæði á 7. og 8.
áratugnum. Ógerlegt er í stuttri
minningargrein að rekja störf Jóns að
einstökum málum, en þau voru ótrú-
lega fjölþætt. Hann var forystumað-
ur, hugmyndaríkur, oft frumkvöðull,
fullur starfsvilja og starfsorku vann
hann verk sín til heilla þeim málstað
sem hann barðist fyrir og fyrir fram-
tíð fólksins og byggðarinnar. Oft var
hann framsýnn, því margt af því sem
komst í framkvæmd undir hans for-
ystu er meðal þess sem best hefur
reynst. Það var því bæði tímabært og
maklegt er hann var kjörinn heiðurs-
borgari Blönduóssbæjar fyrir nokkr-
um árum.
Jón Ísberg var virkur félagsmaður
í samtökum Sjálfstæðismanna, bæði á
háskólaárum sínum og í heimahéraði.
Hann var tvisvar frambjóðandi til Al-
þingis í V-Húnavatnssýslu, um skeið
á framboðslista flokksins í Norður-
landskjördæmi vestra og sat á Al-
þingi sem varaþingmaður í stuttan
tíma. Þar vakti hann athygli fyrir að
flytja þegar í stað frumvarp til laga,
sem var lögfest á 2-3 vikum sem aug-
ljós réttarbót. Án efa féll honum það
miður að víkja fyrir öðrum af þessum
vettvangi, en drengskapur hans var
slíkur að eftir örskamman tíma kom
það aldrei fram við þann sem þetta
ritar.
Jón var hvatlegur í hreyfingum
fram eftir ævi, glaðlegur að yfir-
bragði, léttur í máli og góðgjarn. Þó
hann væri lipurmenni gat hann verið
fastur fyrir, enda hlutu að koma upp
átakamál í sumum þeirra starfa sem
hann gegndi. Hann stóð fast á verði
og varaði mjög við ef svo virtist sem
ríkisvaldið eða stofnanir þess ætluðu
að seilast yfir á verksvið sveitarfélaga
eða héraða. Góðvild einkenndi mjög
störf hans og framgöngu og ég hygg
að honum hafi ekki alltaf verið ljúft að
gleyma henni þegar hann hlaut að
kveða upp dóma eða úrskurði, sem
lengi var hlutverk sýslumanna.
Jón Ísberg var einn af stofnendum
Lionsklúbbs Blönduóss og alltaf virk-
ur í starfi hans. Hann var kjörinn fjöl-
umdæmisstjóri, sem er oddvitastaða
hreyfingarinnar hér á landi, og hlaut
æðstu viðurkenningar fyrir störf sín.
Á þessum vettvangi vann hann sín
síðustu félagsmálastörf, ekki heill
heilsu en skýr, hæglátur en ávallt
reiðubúinn til verka, eins og hann
hafði verið allar götur frá því hann var
foringi skáta fyrrum. Síðast hittumst
við í 50 ára afmælishófi klúbbsins nú í
vor. Ég flyt honum þakkir fyrir öll
okkar samskipti. Hann var drengur
góður.
Við Helga sendum Þórhildi, börn-
um þeirra hjóna og öllu skylduliði ein-
lægar samúðarkveðjur.
Pálmi Jónsson.
Á vordögum 1946 settum við, 50
nemendur Menntaskólans á Akur-
eyri, upp stúdentshúfurnar og geng-
um full bjartsýni út í vorið.
Margir úr þessum nemendahópi
hafa kvatt og við, sem eftir sitjum,
höfum horft á eftir þeim með söknuði.
Nú síðast hefur kvatt Jón Ísberg
fyrrverandi sýslumaður Húnvetn-
inga.
Við bekkjarfélagarnir þoldum sam-
an súrt og sætt í 5-6 vetur og því
margs að minnast.
Þegar Hótel Gullfoss á Akureyri
Jón Ísberg