Morgunblaðið - 03.07.2009, Page 35

Morgunblaðið - 03.07.2009, Page 35
Velvakandi 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞETTA ER „NÝI ÉG“ SÉRÐU EINHVERN MUN? FYRIRGEFÐU... „GAMLI ÉG“ HLUSTAÐI EKKI Á ÞAÐ SEM ÞÚ SAGÐIR KALLI SEGIR AÐ ÞÚ TALIR VIÐ LAUFBLÖÐ TALI VIÐ HVAÐ? VIÐ LAUF! HANN SEGIR AÐ ÞÚ TALIR VIÐ LAUF... HANN ER KLIKKAÐUR! SEGÐU KALLA AÐ ÞAÐ... GÓÐAN DAG! SÉ EITTHVAÐ MIKIÐ AÐ HONUM! ÉG LÆRÐI SVOLÍTIÐ Á ÞESSU ÖLLU SAMAN NÚ? HVAÐ? SNJÓ-SKRÍMSLI ERU TIL VANDRÆÐA ERTU VISS UM AÐ ÞÚ HAFIR EKKI LÆRT NEITT FLEIRA AF ÞESSU? ÉG REYNI AÐ LÆRA SEM MINNST AF MISTÖKUM MÍNUM ÉG HATA MÁNU- DAGA! EN ÞAÐ ER FÖSTUDAGUR ÞÁ HATAÉG LÍKA FÖSTUDAGA! ÞAÐ SKIPTIR EKKI MÁLI HVERT ÉG FER... MÉR FINNST ALLTAF EINS OG ÞAÐ SÉ EINHVER AÐ ELTA MIG EF MAÐUR ÆTLAR AÐ ÆFA MAGADANS ÞÁ VERÐUR MAÐUR AÐ SÆTTA SIG VIÐ EIGINN LÍKAMA ÁÐUR EN ÉG BYRJAÐI HÉLT ÉG AÐ MAGINN Á MÉR VÆRI KANNSKI OF STÓR TIL AÐ HRISTA HANN FYRIR FRAMAN ANNAÐ FÓLK NÚNA FINNST MÉR HANN EIGINLEGA VERA OF LÍTILL FLOTT HJÁ ÞÉR, MAGGA FYRIRGEFÐU AÐ ÉG SKILDI EKKI KOMA Á FRUM- SÝNINGUNA ÞÍNA ÉG VERÐ AÐ SEGJA AÐ ÉG VAR FREKAR REIÐ ÚT Í ÞIG OG NÚNA ÞEGAR ÞÚ MINNIST Á ÞAÐ... ÉG TALA ALLT OF MIKIÐ GOTT AÐ ÉG Á AUÐVELT MEÐ AÐ FYRIRGEFA ÞÉR TVEGGJA hæða rúta frá City Sightseeing Reykjavík keyrir yfir sumar- mánuðina, en hún keyrir að helstu kennileitum höfuðborgarinnar. Það er tilvalin hugmynd fyrir þann sem vill njóta helgarinnar í borginni að skella sér í skoðunarferð og sjá heimaslóðirnar með augum ferðamanns og fræð- ast um sögufræga staði höfuðstaðarins. Morgunblaðið/Eggert Skoðunarferð um Reykjavík Á heljarþröm HEIMURINN er á heljarþröm í tilefni af því að poppgoðið Mich- ael Jackson er látinn. Svipað fár greip um sig þegar Lennon og Pres- ley dóu. Þetta er í sjálfu sér ekkert skrýtið því þessir menn skilja mik- ið eftir sig sem hrífur hinn venjulega mann, sem er tónlistin. Það sem mér er efst í huga er alls ekki þetta dauðs- fall heldur framlag ungs, 16 ára pilts sem kom fram í Kastljósinu ekki fyrir löngu og var Kristmunds- son að mig minnir. Þessi sérstaki piltur flutti rapplag sem hann hafði samið sjálfur og texta þar sem hann á ljúfan, elskulegan og kærleiksríkan hátt talar til föður síns sem hafði fall- ið í ofneyslu efna eftir 11 ára bind- indi. Þessi sonur hafði alist upp hjá föður sínum sem elskaði hann og virti og þeir höfðu unnið og fram- kvæmt allt saman. Nú er þessu snúið við og það fór ekki á milli mála að drengurinn syrgði sárt og átak- anlega föður sinn, sem var fallinn, og bað hann af ástúð að koma aftur til sín á réttan hátt. Þetta finnst mér sérstakt. Í umræðunni hefur verið allt sem viðkemur falli heillar þjóðar pen- ingalega og þetta er orðið afar erfitt fyrir hinn venjulega mann því þetta er íþyngjandi, sárt og þreytandi þótt sannleikur sé. Það sem mér finnst óhuggulegast í núinu, af því að annað verður á vissan hátt auðveldara, eru þessir svokölluðu Icesave-samningar sem ég álít vera spörfuglsspor frá efnahagslegu þjóðarmorði. Það er al- veg ljóst að ef við eigum að standa við aðrar skuldbindingar þá getum við ekki leyst þessar og það er sárt að þurfa að kyngja því að þessar tvær þjóðir sem ætla að taka okkur í nefið, þ.e. Englendingar og Hollend- ingar, voru til margra alda stór- hættulegar þjóðir sem náðu þeim áfangasigri að kúga fólk í Afríku, Indlandi og jafnvel víð- ar, til að hafa af þeim allt sem hægt var. Annað sem ber líka hátt í umræðunni er tónlistarhúsið sem byrjað er að byggja á bökkum Reykjavíkur- hafnar. Ég vil benda á það að eins og komið er fyrir þjóðinni, þ.e. þetta peningalega örkuml, býður það ekki upp á að við leyfum okkur svo mikið sem að hugsa um það að byggja viðlíka risamannvirki sem tónlistarhúsið óneitanlega er. Það myndi engu stórtjóni valda ef við geymdum þessa framkvæmd fram yfir þann vanda sem við tökumst á við í dag og létum ekki sama stór- mennskubrjálæði plaga þjóðarsálina eins og þessir sjö vindhönum oflætis og hroka, sem sigldu okkur í kaf, tókst að gera með því að plata okkur, svíkja og stela þjóðarauðnum. Meira vil ég ekki segja og óska Íslend- ingum velfarnaðar í þeim vanda sem þeir standa frammi fyrir. Jóna Rúna Kvaran. Með teikningar að vopni ÞAÐ var sál og meining í teikningum Sigmunds. Teikningar núverandi eru oftast út í hött og afskræmi sem fæstir skilja. Af ýmsum ástæðum getur fólk hætt að kaupa blöð, kannski stundum vegna skopmynda, sem flestir eru nú farnir að skilja, að eru beitt vopn í lífsbaráttuni. Ritstjórn Morgunblaðsins ætti að reyna að fjölga lesendum en ekki fækka. Guðmundur Sigurþórsson.           Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Félagsstarf fellur niður vegna sumarlokunar. Hádegismatur af- greiddur kl. 12-13. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur í Stangarhyl 4, sunnud. 5. júlí kl. 20-23.30. Borgartríó leikur fyrir dansi, ath. síðasti dansleikur fyrir sumarleyfi. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, hádegisverður kl. 11.40 og félagsvist kl. 20.30. Krumma- kaffi á morgun, laugardag kl. 9 og Hana-nú-ganga kl. 10. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa- vinnustofan opin, matur kl. 11.40. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Sýnikennsla í skartgipagerð í vinnustof- um Jónshúss kl. 10-12. Myndlistarsýn- ing Höllu Har er opin kl. 10-16.30. Félagsstarf Gerðubergi | Vegna sum- arleyfa starfsfólks fellur starfsemi og þjónusta niður frá miðvikud. 1. júlí, opnað aftur miðvikud. 12. ágúst Hraunbær 105 | Félagsmiðstöðin er opin kl. 9-14, hádegismatur kl. 12. Hraunsel | Brids kl. 13. Hraunsel | Lokað vegna sumarleyfa frá 6. júlí til 10. ágúst. Dagsferð FEBH verður um Suðurland 22. júlí. Pútt við Hrafnistu alla mánudaga kl. 13-14 og fimmtudaga kl. 11-12 í sumar. Hæðargarður 31 | Opið í sumar kl. 9- 16. Félagsvist alla mánudaga. Lista- smiðjan, tölvurnar, hugmyndabankinn, Stefánsganga, púttvöllurinn, morg- unfjas, bankaþjónusta, hádegisverður, kaffi og félagsvist alla mánudaga. S. 411-2790. Fótaaðgerðarstofa, s. 897- 9801, hárgreiðslustofa, s. 568-3139. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða- klúbbur kl. 10, leikfimi kl. 11. Opið hús - spilað á spil, vist/brids kl. 13, veitingar kl. 14.30. Hárgreiðslustofa, s. 862- 7097, fótaaðgerðastofa, s. 552-7522. Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9.15- 14.30, matur kl. 11.45, sungið v/ flygilinn við undirleik Sigurgeirs kl. 13.30, dansað í kaffitímanum undir stjórn Sigvalda danskennara kl. 14.30- 16. Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9- 16. Vitatorg, félagsmiðstöð | Morgun- stund, leikfimi, bingó fellur niður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.