Morgunblaðið - 03.07.2009, Side 40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 2009
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
FLOTTASTA
HASARMYND
SUMARSINS
Frá leikstjóranum Michael Bay ásamt
stórleikurunum Shia LaBeouf, John Torturo
og kynþokkafyllstu leikkonu heims Megan Fox
„STÆRRI, FYNDNARI, FLOTTARI ...
EF ÞÚ FÍLAÐIR FYRSTU MYNDINA,
ÞÁ ÁTTU EFTIR AÐ DÝRKA ÞESSA!“
T.V. - KVIKMYNDIR.IS
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG!
„KRAFTMIKIL ADRENALÍNSPRAUTA
FRÁ UPPHAFI TIL ENDA.”
„RÚSSÍBANAMYND SUMARSINS ...”
S.V.
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK
á allar 3D sýningar merktar með grænu850 krrSPARBÍÓ
HHH
„Þessi spræka og
fjölskylduvæna
bandaríska teikni-
mynd er sú þriðja í
röðinni og sú besta
þeirra“
- Ó.H.T. , Rás 2
„Þetta er góð skemmtun
með góð skilaboð og hentar
ungum sem öldnum”
- Ó.H. T., Rás 2
ATH: FYRSTA SÝNING ER KL. 13:30 Í ÁLFABAKKA
/ ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI
TRANSFORMERS 2 kl. 4D - 7D - 10D POWERS. KL. 10 10 DIGITAL
THE HANGOVER kl. 4 - 6D - 7 - 8D - 9:10- 10:20D 12 DIGITAL
CORALINE 3D m. ísl. tali kl. 43D L 3D DIGTAL
TRANSFORMERS 2 kl. 2 - 5:30 - 8D - 11D - Powersýning kl. 11 10 DIGTAL THE HANGOVER LÚXUS VIP kl. 1:30 - 3:40 - 5:50
TRANSFORMERS 2 kl. 8 - 11 - Powersýning kl. 11 LÚXUS VIP STAR TREK XI kl. 10:20 10
ÍSÖLD 3 m. ísl. tali kl. 1:303D - 3:403D - 5:503D L STÍGV. KÖTTURINN m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 L
ÍSÖLD 3 m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 L HANNAH MONTANA kl. 5:50 L
THE HANGOVER kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 8:10 - 8:30 - 10:20 - 10:30 - 11 12
Eins og venjan er með fram-haldsþætti kemur nýr þátt-ur í kjölfar hvers þáttar.
Og ef þættirnir verða vinsælir
fylgir oftar en ekki hver þáttaröð-
in annarri, sama hvort umfjöll-
unarefnið býður upp á slíkt eður
ei.
Mýmörg dæmi má að sjálfsögðu
finna um sjónvarpsþætti sem henta
vel í fleiri en eina og fleiri en tvær
þáttaraðir. Það er þó ekki þar með
sagt að það eigi við þá alla.
Prison Break er að mati und-
irritaðrar dæmi um þætti sem
hentuðu vel í eina þáttaröð, stór-
skemmtileg hugmynd, flottir kar-
akterar og fínn söguþráður, þang-
að til kom að endalokum. Eftir
áhorf á heila þáttaröð fannst
manni áhorfandinn eiga meira skil-
ið en að sjá strokufangana hlaupa
út í móa undan réttvísinni án þess
að vita hvað um þá yrði.
Þáttaraðirnar urðu þó ekki
nema fjórar, og sýnir Stöð 2 þá síð-
ustu um þessar mundir.
Lost (Lífsháski) er annað dæmium þætti sem óþarft var að
teygja upp í margar þáttaraðir.
Munið þið þegar Lost-þættirnir
snerust um að strandaglóparnir
næðu til mannabyggða? Sá sem
treystir sér hinsvegar til að út-
skýra um hvað þættirnir fjalla í
dag er afar hugrakkur svo ekki sé
meira sagt.
Mörgum þykir eflast nóg komið
af tímaflakki og annarri steypu hjá
strandaglópunum og vinum þeirra,
eða hvað? Þeir sem vilja meira
geta glaðst yfir því að sjötta þátta-
röðin er í bígerð þar vestra og
verður væntanlega tekin til sýn-
inga í Sjónvarpinu þar sem Lífs-
háski hefur hreiðrað um sig síð-
ustu ár.
Og frekari fregna er að væntafrá fleiri góðkunningjum úr
Sjónvarpinu. Fimmta þáttaröðin
um Aðþrengdar eiginkonur er nú
sýnd á fimmtudagskvöldum og sú
sjötta er þegar í pípunum í Banda-
ríkjunum.
Eins og ætti að vera ljóst eftir
áhorf á síðustu þætti verður Edie
Britt ekki með í næstu þáttaröð.
Búið er að redda nýrri vinkonu í
götuna, en hún verður leikin af
Dreu De Matteo (The Sopranos og
Joey). birta@mbl.is
24 er gott dæmi um þætti semeiga framhaldslíf alveg skilið.
Ég segi ekki að eftir áhorf á tvær
til þrjár þáttaraðir sé ekki maður
nokkuð mettaður af hetjulegum til-
burðum Jacks Bauers. Formúlan
er nokkuð sú sama, Bauer hefur
ráð undir rifi hverju en yfirvöld
hjá CTU og víðar virðast ekki vilja
læra af reynslunni og treysta á
hann, heldur reyna jafnan að gera
honum erfitt fyrir í baráttunni við
illu öflin í heiminum. Þá er hægt
að gefa sér það í upphafi þáttarað-
ar að svikarinn sé sá sem mann
grunar síst framan af. Engu að síð-
ur eru þættirnir nokkuð skemmti-
legir og hugmyndin að láta hverja
þáttaröð spanna einn sólarhring
góð.
Stöð 2 er að klára sýningar á sjö-
undu þáttaröðinni af 24 og í janúar
verður sú áttunda tekin til sýninga.
Þá eiga sjónvarpsáhorfendur tilgóða heila þáttaröð af Scrubs,
þá áttundu talsins, sem ekki hefur
verið tekin til sýninga hér á landi.
Auk þess sem nýjasta þáttaröðin af
Klovn verður tekin til sýninga í
Sjónvarpinu í haust.
Framhald í næsta þætti
AF LISTUM
Birta Björnsdóttir
»Eftir áhorf á heilaþáttaröð fannst
manni áhorfandinn eiga
meira skilið en að sjá
strokufangana hlaupa
út í móa undan réttvís-
inni án þess að vita hvað
um þá yrði.
Lost Einu sinni snerust þættirnir um að strandaglópar reyndu að komast af
eyðieyju. Hvað fjalla þættirnir um í dag? Það er erfitt að segja.