Morgunblaðið - 06.07.2009, Page 2

Morgunblaðið - 06.07.2009, Page 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is GRUNUR leikur á að fiður af alifuglum, gæs- um og öndum sé selt sem íslenskur æðardúnn í Japan. Íslenskur æðardúnn þykir einstök vara og er mikils metinn í Japan. Í fyrra voru flutt út héðan 2,6 tonn af æðardúni, mest til Japans, en á sama ári voru seld um 20 tonn af dún, sem kynntur var sem íslenskur æðardúnn að mestu eða öllu leyti. Sendiráð Íslands í Japan hefur verið beðið að rannsaka hvort þessar grun- semdir um fölsun á Japansmarkaði eigi við rök að styðjast. Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir, hlunn- indaráðgjafi hjá Bændasamtökunum, segir að hér sé um grafalvarlegt mál að ræða. Hún seg- ir að nýlega hafi komið hingað japanskur heildsali, ásamt austurrískum sængurfram- leiðanda, sem selur vörur á Japansmarkað, til að leita lausna við þessum vanda. Þeir hafi greint frá því að þegar sæng sem átti að inni- halda íslenskan æðardún hafi verið opnuð hafi hvítt fiður komið í ljós. „Við óttumst að talsvert sé um þetta og með- an þessi svikna vara seljist ágætlega vegna lægra verðs hreyfist dúnsængur með íslensk- um æðardún vart í hillum verslana í Japan,“ segir Guðbjörg. „Við teljum okkur eiga yfir 70% af æðardún á heimsmarkaði og það stenst engan veginn að meðan við flytjum út um þrjú tonn á ári að meðaltali, séu á sama tíma seld hátt í 20 tonn af vöru sem kynnt er sem íslenskur æðardúnn að mestu eða öllu leyti. Sexföldun á magni æð- ardúns á leið á markað stenst engan veginn,“ segir Guðbjörg. Hægt er að beita DNA-greiningu „Við óskuðum eftir því við utanríkisráðu- neytið að það léti kanna þetta mál í gegnum sendiráð Íslands í Japan og er forathugun að fara í gang. Það er erfitt fyrir okkur að hafa eftirlit með þessum fjarlæga markaði sem er langstærsti kaupandi æðardúns frá Íslandi. Það er hægt að kanna dúninn með DNA- greiningu og ég vænti þess að opinberar stofn- anir í Japan kanni þetta mál á næstu vikum og mánuðum,“ segir Guðbjörg. Nokkrar birgðir eru af æðardún í landinu og hafa sumir fram- leiðendur ekki selt allan sinn dún frá 2007. Enn minna er farið frá síðasta ári, en dúntöku þessa árs er um það bil að ljúka. Í fyrra voru flutt út 2,6 tonn fyrir 282 milljónir króna. Í Æðarræktarfélagi Íslands eru skráðir rúmlega 400 aðilar, sem hafa mismikla dún- tekju. Um 10 stærri aðilar flytja út æðardún, en eitthvað er einnig um að einstaklingar ann- ist sjálfir útflutning. Dúnninn er seldur inn- siglaður úr landi og upprunavottorð fylgir. Hátt í milljón fyrir dúnsæng Verð á dúnsæng í silki getur verið um eða yfir hálf milljón króna. Í Japan er ekki óal- gengt að sængur séu stærri en hér og mun verðið því geta slagað hátt upp í eina milljón króna. Það hafa ekki allir efni á ósviknum ís- lenskum æðardúnsængum í Japan, en það mun helst vera fjársterkt eldra fólk sem hefur tapað heilsu sem kaupir sængurnar. Einnig færist í vöxt að eiginmenn kaupi sængur handa konum sínum og er m.a. í boði að kaupa þær á raðgreiðslum í allt að þrjú ár. Árið 2007 hægði á útflutningnum þegar yen- ið féll mjög gagnvart evru. Ágætt verð hefur fengist fyrir þann dún sem hefur selst, en minni kaupgeta í Japan og meint vörusvik hafa unnið gegn æðarbændum og útflytjendum. Telja dún hafa sexfaldast „í hafi“  Sendiráð Íslands í Japan kannar grunsemdir um að fiður af öðrum fuglum sé selt sem æðardúnn  Málið er talið grafalvarlegt  Margir bændur liggja með birgðir frá tveimur síðustu árum Morgunblaðið/Þorkell Æðarkolla á eggjum Mikil verðmæti eru fólg- in í dún æðarkollunnar og eftirspurn stöðug. ÆGISSÍÐA í Reykjavík er vinsæl til útiveru. Þar hefur lengi verið stígur, sem ætlaður er bæði gangandi fólki og hjólreiðamönnum. Nú hefur sérstakur hjólreiða- stígur verið lagður samhliða og hefur það aukið örygg- ið til muna. Því sú hætta var alltaf fyrir hendi að hjól- reiðamenn rækjust utan í göngugarpana. Morgunblaðið/Eggert HJÓLAÐ OG GENGIÐ Á ÆGISSÍÐU „ÞETTA er allt í eðlilegum farvegi og ég er löngu búinn að segja mig frá þeim málum sem eiga að heyra undir embætti sérstaks saksóknara,“ segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari. Eva Joly, ráðgjafi sérstaks sak- sóknara, skoraði í gær á hann að segja starfi sínu lausu vegna van- hæfis í málefnum bankahrunsins. Hún spurði líka hvaða störfum hann ætti að sinna þar sem hann væri van- hæfur í málum sem tækju mestan kraft ákæruvaldsins á næstu árum. „Mér sýnist þetta snúast um að hún hafi áhyggjur af því að ég hafi ekki nóg að gera, en þetta embætti hefur verið til í tæp 50 ár og það hef- ur haft ærin verkefni til þessa dags. Þetta embætti fer með öll stærstu sakamál í landinu, nauðganir, mann- drápsmál og meiriháttar fíkniefna- mál. Það er ekki hennar hlutverk að tala niður til starfsfólks þessa emb- ættis.“ onundur@mbl.is Valtýr hefur nóg að gera Joly tali ekki niður til fólks hjá embættinu Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Ístak mun í haust segja upp 270 starfsmönnum, en uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu ágúst til sept- ember. Af þeim eru yfir 70 manns sem aðeins voru með tímabundna ráðningu og nokkrir í við- bót, sem voru á uppsagnarfresti. Loftur Árnason, framkvæmdastjóri Ístaks, segir í samtali við Morgunblaðið að við núverandi aðstæður sé lítið annað fyrir fyrirtæki í mann- virkjagerð að gera en að troða marvaðann. „Það er dapurt yfir að líta í geiranum og ekki útlit fyrir að ástandið batni á næstunni,“ segir hann. „Vega- gerðin mun skera niður framkvæmdir á þessu ári og því næsta sem nemur ellefu milljörðum. Ég á bágt með að sjá að áform um einkaframkvæmdir með aðkomu lífeyrissjóða komi í staðinn. Slík verkefni þurfa langan undirbúningstíma.“ Loftur segir að þrátt fyrir erfiðar aðstæður reyni fyrirtækið að afla sér verkefna eins og unnt sé, en því miður sé fá slík að finna á Íslandi. „Við höfum fengið verkefni í Noregi og Grænlandi, en það er erfitt að flytja út vinnuafl. Það eru að- allega lykilstarfsmenn og stjórnendur fyrirtæk- isins sem fylgja þessum verkefnum úr landi.“ Flestir í byggingariðnaði Gagnrýnir Loftur forgangsröðun stjórnvalda í því hvernig tekið er á afleiðingum kreppunnar hér á landi. „Okkur í byggingariðnaði þykir sem stjórnvöld slái skjaldborg utan um störf opin- berra starfsmanna á meðan öðrum geirum at- vinnulífsins blæðir.“ Segir hann að fleiri en bygg- ingafyrirtæki líði fyrir aðgerðir stjórnvalda og nefnir sem dæmi verkfræði- og arkítektastofur. Í júní bárust Vinnumálastofnun tilkynningar um fjórar hópuppsagnir þar sem sagt var upp 360 manns. Eru um 80% hópuppsagnanna í bygg- ingariðnaði, en 32 missa vinnuna í iðnaði og 41 í flutningageiranum. Stærstur hluti uppsagnanna er á höfuðborgarsvæðinu og aðliggjandi svæðum. Á árinu 2009 hafa alls borist 30 tilkynningar um hópuppsagnir, þar sem sagt hefur verið upp 1.210 manns úr flestum atvinnugreinum. Flestir eru þó í byggingariðnaði, eða 42%, og fjármála- starfsemi, eða 26%. Mjög margar hópuppsagnir komu til fram- kvæmda í byrjun þessa árs, en tilkynningar þar að lútandi höfðu þá borist fyrir áramót. Misstu yfir 1.000 manns vinnuna í slíkum uppsögnum í janúar og 1.100 í febrúar. Á næstu mánuðum fjölgar þeim á ný sem missa vinnuna við slíkar aðstæður. Ístak segir upp 270 manns  Framkvæmdastjóri Ístaks gagnrýnir forgangsröðun stjórnvalda í kreppunni  Alls munu um 400 manns missa vinnuna vegna hópuppsagna í ágúst » Bitnar á byggingariðnaði » Flestir á höfuðborgarsvæði » Fjölgun uppsagna í ágúst ÚTIBÚ Hafrann- sóknastofnunar á Ísafirði vinnur að verkefni sem nefnist „Aðlöðun og gildrun þorks“. Að sögn Herdísar Vals- dóttur líffræð- ings er mark- miðið að leita hagkvæmra leiða til að fanga þorsk í gildrur. „Við not- um engin skaðleg efni til að tæla þorskinn heldur sjóðum við saman síldarsúpu sem er látin leka smám saman út í sjóinn. Notkun á beitu byggist á sömu hugmynd nema hvað líftími beitu í sjó er stuttur. Þess vegna er hugmyndin að láta síldarsúpuna leka í smáskömmtum í sjóinn við gildruna.“ Gæti leitt til ofveiði Í Velvakanda birti Einar Vil- hjálmsson, fyrrverandi sjómaður, grein þar sem hann varar við þess- um hugmyndum því að líklegt sé að aðferðin virki helst til vel. Á sínum tíma hafði hann leyfi til veiða við Hraunhafnarvatn. Þá prófaði hann að leggja síld í romm og fara með að veiðistað við vatnið. Skemmst sé frá því að segja að eftir skamman tíma var stór hluti fisks í vatninu mættur að bakkanum. Herdís segir af og frá að það vaki fyrir þeim að narra allan þorsk hafsins í gildr- una. Það sem liggi að baki sé að út- búa gildrur þar sem hægt sé að geyma fiskinn til að halda honum spriklandi ferskum. „Romm tímum við alveg örugglega ekki að nota núna í kreppunni!“ segir hún. svanbjorg@mbl.is Ætla ekki að nota romm til að tæla fiskana í gildrur LÖGREGLAN á höfuðborgar- svæðinu leitar enn að Karen Lind, 13 ára stúlku sem lýst var eftir á laug- ardaginn. Karen Lind, sem sást síðast um kl. 20 á föstudagskvöld, er 160 cm há, grönn með dökkt lið- að hár. Hún er með lokk í tungunni og samtals sjö göt í eyrunum. Þeir sem vita um ferðir hennar eru beðnir að láta lögreglu vita. Enn er leitað að 13 ára gamalli stúlku Karen Lind

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.