Morgunblaðið - 06.07.2009, Síða 6

Morgunblaðið - 06.07.2009, Síða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is ÍRSKIR dagar voru haldnir á Akra- nesi og tókst hátíðin almennt vel þó erilsamt hafi verið hjá lögreglu sök- um ölvunar gesta. Fjórðungsmót hestamanna fór fram á Kaldármelum og að sögn lög- reglunnar í Borgarnesi fór þar allt vel fram en nálægt 3.000 manns munu hafa sótt mótið. Ólafsvíkurvaka var haldin í Ólafs- vík og var fjölmenni mætt þar til að skemmta sér og öðrum. Á Hólmavík skemmti fólk sér á Hamingjudögum og tók þátt í alls kyns öðruvísi íþróttum á Furðu- leikum og fór þar allt vel fram að sögn framkvæmdastjóra daganna, Kristínar Sigurrósar Einarsdóttur. Siglfirðingar héldu Þjóðlagahátíð- ina í 10. skipti undir yfirskriftinni Allt með sykri og rjóma. Á Akureyri tóku um 1.800 manns þátt í Pollamótinu og N1 mótinu í fótbolta. Að sögn lög- reglu fór allt einstaklega vel fram í veðurblíðu en þrír voru þó teknir grunaðir um ölvun við akstur. Haldið var upp á Humarhátíðina á Höfn í Hornafirði og sótti fjöldi gesta bæinn heim með tilheyrandi annríki fyrir lögreglu. Almennt gekk þó allt vel fyrir sig að sögn lögreglunnar sem tók þrjá grunaða um ölvun við akstur auk þess sem tilkynnt var um tvö skemmdarverk og þjófnaði og eitthvað var um pústra. Fjöldi manns sótti Vestmanna- eyjar heim á Goslokahátíð og var þar líflegt en hátíðahöldin fóru að mestu vel fram, að sögn lögreglu, þrátt fyrir mikla ölvun. Einhverjar tafir urðu á því að fólk kæmist upp á fastalandið, þar sem fresta þurfti ferðum vegna bilunar í Herjólfi, sem gekk aðeins á hálfu vélarafli. Þá safnaðist mikill mannfjöldi sam- an á Ísafirði en þar gekk allt vel fyrir sig að sögn lögreglu, þrátt fyrir fjörugt skemmtanalíf. Þrír urðu að sjá á bak ökurétt- indum sínum vegna ölvunar við akst- ur í umdæmi Selfosslögreglunnar í gær en þeir höfðu lagt of snemma af stað eftir skemmtanir næturinnar. Umferð til höfuðborgarinnar var minni en reiknað var með samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, sem gæti bent til þess að fólk hefði lagt af stað fyrr en oft áður, eða væri ennþá úti á landi. Meiri umferð var um Vest- urlandsveg en Suðurlandsveg, en al- mennt var hraði jafn og lítið um tafir. Viðburðarík helgi  Eflaust hafa sumir fyllst valkvíða fyrir liðna helgi en mikið var um hátíðir, íþróttamót og hvers konar önnur mannamót MIKIL ölvun var á Írskum dögum á Akranesi um helgina. Tjaldsvæðið var fljótt að fyllast á laugardagskvöldinu og að sögn lögreglu var eins og krökkunum hefði hreinlega verið skutlað upp á Skaga og þau síðan átt í erfiðleikum með að annað hvort koma sér til baka á höfuðborgarsvæðið eða finna sér svefnstað. Fangageymslur fylltust fljótt aðfaranótt sunnudagsins og að sögn lög- reglu virtist sem þeir sem nýttu sér gestrisni hennar væru yngri en oft áð- ur en meirihlutinn var á aldrinum 17-19 ára. Þá lagði lögreglan hald á eitthvað af fíkniefnum um helgina, auk þess sem nokkuð var um pústra og nokkrir voru teknir við ölvunarakstur. Ólögráða í fangageymslum Morgunblaðið/Kristín Hjartahlýja „Hamingjan er best af öllu“ segir í dægurlagatexta en Hólmvíkingar og gestir þeirra á Hamingjudög- um yljuðu sér við varðeld og brekkusöng ásamt prestshjónunum Siggu og Gulla og Gunnari Þórðarsyni. Fjölmargir brugðu undir sig betri fætinum nú fyrstu helgina í júlí sem er ávallt ein af stærstu ferðahelgum sumarsins enda fjöldi skipulagðra hátíða í boði vítt og breitt um landið. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is SUMARVINNA Snorra Rafns Hallssonar er með óvenjulegra móti í ár. Flest sumur hingað til hefur þessi 18 ára menntskælingur reynt krafta sína í ýmiss konar iðnaðarstörfum, t.a.m. við flísa- og pípulagnir en núna situr hann á skrifstofu umboðsmanns barna og semur fræðsluefni fyrir svolítið yngri krakka, nánar tiltekið þá sem sitja í skólaráðum grunn- skóla. „Þetta er fínt,“ segir hann og glottir, inntur eftir því hvernig nýja vinnan leggist í hann. „Það var svolít- ið óþægilegt til að byrja með að vera svona mikið fyrir framan tölvu en þetta er að venjast.“ Verkefnið er hins vegar verðugt, eins og hann útskýrir. „Í nýju grunn- skólalögunum er kveðið á um að í hverjum grunnskóla skuli vera skólaráð, sem er skipað skólastjóra ásamt fulltrúum kennara, foreldra, starfsfólks og svo eru tveir nem- endur í ráðinu. Við heyrðum af því að krakkarnir væru bara í algjöru ves- eni í þessum ráðum, vissu lítið um hlutverk sitt og væru svolítið úti á þekju, enda hefur ekki verið mikil fræðsla um þetta að jafnaði. Við ákváðum að reyna að bæta úr því með þessum hætti.“ Vinalegra fyrir börnin Snorri segir að hlutverk krakk- anna sé fyrst og fremst að vera fulltrúar annarra nemenda í skól- anum þannig að þeir hafi eitthvað að segja um sitt eigið skólaumhverfi. „Þeir þurfa því að hlusta vel á aðra nemendur og koma sjónarmiðum þeirra á framfæri. Með fræðsluefn- inu verða þeir vonandi öruggari í því hlutverki og geta unnið þetta svolítið skipulega svo þeir séu ekki svona týndir í þessu. Oft er fremur fast form á starfinu í svona ráðum – það þarf að leggja fram tillögur og breyt- ingartillögur til samþykktar og allt þetta sem krakkarnir kunna ekki á. Ég vona því að skólarnir sjálfir reyni að gera þetta umhverfi svolítið vina- legra fyrir börnin.“ Málið er greinilega mikilvægt í huga Snorra. „Það hefur verið talað um að svona ungmennastarfi sé skipt upp í þrep og í lægstu þrepunum séu krakkarnir einfaldlega notaðir til að vera til sýnis. Það lítur mjög vel út að nemendur komi að öllu stjórn- unardæminu í skólanum. En ef þeir gera það ekki í alvörunni þá er það tilgangslaust og í raun skaðlegra fyr- ir ungmennalýðræðið en ella.“ Reyna að vera jákvæðir Sjálfur hefur Snorri setið í ung- mennaráði Reykjavíkur, og það var í gegnum það sem honum var boðið starfið. „Pælingin var að fá ungan starfsmann sem er með öðruvísi sjónarhorn en fullorðna fólkið því við erum að vinna með börn. Ég er reyndar ekki lengur barn en það er stutt síðan.“ Þegar hann er ekki að vinna að ungmennalýðræði er hann á mála- braut í Menntaskólanum í Hamra- hlíð. Og þar fyrir utan spilar hann á gítar í hljómsveitinni Slumberland svo hann staðfestir að hafa „alveg nóg að gera“. Svo heppnir eru ekki allir félagar hans, í öllu falli í sumar því margir eru þeir atvinnulausir að hans sögn, eða hafa mjög takmarkaða vinnu. „Flestir reyna þó bara að vera já- kvæðir og duglegir að gera eitthvað. Eins og t.d. að spila á gítar.“ Greiðir úr vanda krakkanna í skólaráðunum Óvenjuleg sumarvinna Snorra Rafns Morgunblaðið/Jakob Fannar Snorri Rafn Það tók tíma að venjast setum fyrir framan tölvuskjáinn. SIGURÐUR Marinó Kristjánsson, fyrrver- andi skólastjóri og bóndi frá Brautarhóli í Svarfaðardal, lést þann 25. júní sl. 94 ára að aldri. Sigurður fæddist 15. október 1914 á Braut- arhóli og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Kristján Tryggvi Sig- urjónsson bóndi þar og kona hans, Kristín Sig- fúsína Kristjánsdóttir húsmóðir. Sigurður varð stúd- ent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1938. Hann nam guðfræði við Háskóla Íslands, og útskrifaðist það- an sem guðfræðingur, cand. theol., árið 1943. Hann hóf síðan kennslu við Hér- aðsskólann á Laugum í Suður- Þingeyjarsýslu sama haust. Sigurður tók við skólastjórn Lauga- skóla árið 1950 og gegndi þeirri stöðu í um 30 ár, þar til hann lét af störfum sökum aldurs árið 1981. Síðustu árin bjó Sig- urður alfarið á Braut- arhóli þar sem hann stundaði sauðfjárrækt. Sigurður kvæntist 17. júní 1961 Stefaníu Jónasdóttur frá Smáragrund á Jök- uldal en hún lést á Ak- ureyri 5. maí 2003. Þau áttu fjögur uppkomin börn, Kristján Tryggva, fæddan 17. jan- úar 1962, Gunnar Þór, fæddan 22. ágúst 1968, Sólveigu Lilju, fædda 6. ágúst 1971 og Sigurð Bjarna, fædd- an 2. apríl 1976. Andlát Sigurður M. Kristjáns- son frá Brautarhóli TÆPLEGA tvö hundruð hol- lenskir Icesave- innistæðueigend- ur undirbúa nú lögsókn gegn Ís- landi. Talsmaður hópsins, Gerard van Vliet, segir í samtali við Morg- unblaðið að ný skýrsla hollenskra stjórnvalda staðfesti að ábyrgðin vegna Icesave sé að fullu hjá ís- lenska fjármálaeftirlitinu. Tilfinningar ráða för „Við munum ræða við íslensk stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila, en erum tilbúin að sækja rétt okkar fyrir EFTA og Evrópusambandinu.“ Van Vliet, sem er staddur hér á landi, segir að heildarfjárhæðin nemi um sjö milljörðum króna. „Því miður þykir mér eins og til- finningar ráði meira förinni meðal ís- lenskra ráðamanna en heppilegt er,“ segir hann og kveðst ennþá verða var við vanþekkingu á málefnum hol- lenskra innistæðueigenda í Icesave meðal ráðamanna. Í tilkynningu frá hópnum segir að hollenski seðla- bankinn hafi reynt að koma í veg fyr- ir frekari stækkun Icesave en bank- inn hafi fengið misvísandi skilaboð og hafi verið virtur að vettugi þegar hann hafi reynt að grípa í taumana. Hollendingarnir telja að sér sé mismunað á grundvelli þjóðernis, en íslenskir sparifjáreigendur hafi fengið fjármuni sína greidda út af nýja Landsbankanum ólíkt þeim hol- lensku þrátt fyrir að þeir séu allir viðskiptavinir sama bankans. Um sé að ræða brot á alþjóðlegum neyt- endarétti. Van Vliet segir innistæðueigend- urna við það að missa þolinmæðina og hafi þeir fullan stuðning hollenska þingsins í málinu. bjarni@mbl.is Undirbúa málshöfðun gegn íslenska ríkinu Krefjast sjö milljarða króna greiðslu vegna Icesave í Hollandi Í HNOTSKURN »Hópurinn samanstendur afþeim sem áttu meira inni á reikningum Icesave en hol- lenska ríkið ábyrgðist. »Upphæðin, sem um ræðir,er því það sem eftir stend- ur eftir ábyrgðina. Gerard van Vliet

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.