Morgunblaðið - 06.07.2009, Side 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2009
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
K
46
31
1
05
/0
9
• Allt dreifikerfi rafmagnsveitu er neðanjarðar og er því ekki sjónmengun eins og víða erlendis. www.or.is
Sögur og
sagnir
í Elliðaárdal
Gengið ofan Árbæjarstíflu. Þriðjudags-
kvöldið 7. júlí verður farin göngu- og
fræðsluferð í Elliðaárdal undir leiðsögn
Stefáns Pálssonar
s a g n f r æ ð i n g s .
Dalurinn á sér merka
sögu, allt frá komu
Ketilbjarnar gamla
landnámsmannsins þangað. Gengið verður um og sagðar sögur.
Mæting er kl. 19.30 við Minjasafnið í Elliðaárdal.
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
STÓR hluti íbúa í þorpinu á Reyk-
hólum starfar í Þörungaverksmiðj-
unni. Afkoma fyrirtækisins skiptir
samfélagið miklu máli og því er
gott hljóð í fólki á Reykhólum um
þessar mundir. Hagnaður varð af
rekstrinum í fyrra, framundan er
endurnýjun á Karlseynni, skipi fyr-
irtækisins, og í mörg ár hefur verið
rætt um að stækka verksmiðjuna.
Á næstu árum gæti húsnæðis-
skortur orðið vandamál á Reykhól-
um.
Atli Georg Árnason kom til
starfa sem framkvæmdastjóri hjá
Þörungaverksmiðjunni í fyrrahaust.
Hann er ánægður með stöðu fyr-
irtækisins og segir margt hafa
skapað góðan árangur á síðasta ári.
Atli nefnir framleiðslu- og sölu-
aukningu, eftirspurn eftir fram-
leiðslunni hafi verið mikil og staða
krónunnar hagstæð fyrir útflutn-
ingsgreinar, en yfir 95% framleiðsl-
unnar eru flutt út. Góður hagnaður
hafi verið af 360 milljóna króna
veltu.
„Sólin skín núna hjá okkur á
Reykhólum, en við erum meðvituð
um að staðan getur breyst í einu
vetfangi. Ég segi því gjarnan að við
séum að undirbúa okkur fyrir regn-
tímabilið,“ segir Atli.
Tilboða leitað hjá
tólf fyrirtækjum
Karlsey, skip Þörungaverksmiðj-
unnar, er komið til ára sinna, smíð-
að árið 1967. Unnið er að endurnýj-
un á skipinu og hefur verið óskað
tilboða hjá tólf fyrirtækjum, ýmist í
nýsmíði eða eldra skip, sem þó er
vandkvæðum bundið vegna þess
hve sérhæfð starfsemin er. End-
urnýjunin er einhver mesta fjár-
festing sem fyrirtækið hefur staðið
frammi fyrir, skiptir hundruðum
milljóna króna. „Þetta verður erfitt,
sérstaklega á þessum síðustu og
verstu tímum og það er enginn
ónæmur fyrir því sem er að gerast
í kringum okkur,“ segir Atli.
Með endurnýjun skipakostsins
liggur beint við að auka afköst í
landi. Í nokkur ár hefur verið í at-
hugun að stækka verksmiðjuna á
Reykhólum, en eigendur fyrirtæk-
isins hafa ekki tekið ákvörðun í
þeim efnum.
„Hér á Reykhólum er aðstaðan
öll hin besta til þessarar starfsemi,“
segir Atli. „Við höfum aðgang að
gríðarlegri náttúruauðlind. Ekki
bara frá sjónum þar sem þarinn og
þangið eru, heldur líka úr jörðu
þangað sem við sækjum heita vatn-
ið. Það má segja að Þörungaverk-
smiðjan sé skólabókardæmi um
þann auð sem við Íslendingar eig-
um og þurfum að læra að nýta.“
Um þessar mundir er unnið að
þangskurði á nokkrum stöðum í
Breiðafirðinum, en eftir skurð eru
svæðin hvíld í 3-5 ár til að tryggja
sjálfbæra nýtingu. Fyrirtækið er
með lífræna vottun hérlendis og í
Bandaríkjunum.
Fólk leitar nýrra tækifæra
á landsbyggðinni
Í verksmiðjunni á Reykhólum og
um borð í Karlseynni starfa 32
manns, að meðtöldum verktökum
sem leigja þangsláttuprammana.
Síðan bætast við störf hjá verktök-
um. Í þorpinu á Reykhólum búa um
120 manns og í Reykhólahreppi,
þessu víðfeðma sveitarfélagi sem
nær frá Gilsfirði vestur í Kjálka-
fjörð, auk margra Breiðafjarð-
areyja, búa um 240 manns.
„Við gerum okkur grein fyrir
þeirri gífurlegu samfélagslegu
ábyrgð sem verksmiðjan hefur.
Fyrirtækið er langstærsti vinnu-
staðurinn hér, auk dvalarheimilis
og skólans. Ef framtíðaráformin
ganga eftir, það er að hingað komi
nýtt skip og farið verður í hóflega
stækkun verksmiðjunnar, þá bæt-
ast við 12-15 stöðugildi hjá fyr-
irtækinu. Slík fjölgun er náttúrlega
sprenging fyrir þetta svæði.
Það er mikil ásókn meðal yngra
fólks í að komast af höfuðborgar-
svæðinu og finna ný tækifæri úti á
landi. Víða er staðan sú að ekki er
húsnæði úti á landi og ég tel að
slíkt gæti orðið Akkilesarhæll hér á
Reykhólum,“ segir Atli.
Arnkötludalur
opnar möguleika
Hann bindur miklar vonir við
nýjan veg um Arnkötludal, sem
opnaður verður í haust. Þá verður
aðeins 40 mínútna akstur frá Reyk-
hólum til Hólmavíkur í stað þriggja
klukkustunda eins og nú er. Leiðin
til Ísafjarðar styttist jafnframt
gríðarlega. Hann sér fyrir sér að
með þessari nánd við Strandirnar
opnist ýmsir möguleikar á sam-
vinnu og telur að þjónustustig muni
hækka.
Rífandi gangur á Reykhólum
Hagnaður af rekstri Þörungaverksmiðjunnar í fyrra Tilboða leitað í nýja Karlsey Hugsanlega
ráðist í stækkun verksmiðjunnar 12-15 ný störf væru sprenging fyrir samfélagið á Reykhólum
Auðlindir Reykhólar eru ríkir af náttúruauðlindum. Heitt vatn er innan seilingar og margvísleg verðmæti í sjónum í Breiðafirði.
ÞÖRUNGAVERKSMIÐJAN hf. var stofnuð
á Reykhólum árið 1986, forveri fyrirtækis-
ins var Þörungavinnslan sem stofnuð var
1975. Fyrirtækið framleiðir mjöl úr kló-
þangi og hrossaþara sem sótt er til vinnslu
víða úr Breiðafirði.
Núverandi eigendur Þörungaverksmiðj-
unnar h.f. eru bandaríska fyrirtækið FMC
BioPolymer sem á 71,6% hlutafjár í verk-
smiðjunni. Byggðastofnun á 27,7% hlut og
aðrir hluthafar eru um 70. Verksmiðjan
starfar náið með FMC BioPolymer í Skot-
landi og Noregi. FMC BioPolymer er jafn-
framt stærsti kaupandi á afurðum verk-
smiðjunnar.
Notað í margs konar iðnað
Klóþang er skorið við sjávarmál og er
notast við sérstaka sláttupramma sem eru í
eigu verksmiðjunnar. Þangsláttuvertíð
hefst á vorin og stendur fram á haust, slátt-
urinn er háður tíðarfari og sjávarföllum. Á
vetrarmánuðum er framleitt mjöl úr
hrossaþara og er hann tekinn með þar til
gerðum plóg á skipi verksmiðjunnar, m/b
Karlsey.
Meira en 95% af framleiðslunni eru til út-
flutnings og helstu markaðir eru Skotland,
Bandaríkin, Bretland, Noregur, Holland,
Þýskaland, Frakkland, Japan og Taívan.
Mjölið sem unnið er hjá verksmiðjunni
hefur mjög góða bindieiginleika vegna mik-
ils innihalds svokallaðra gúmmíefna. Mjölið
er að miklu leyti framleitt fyrir fyrirtæki
sem vinna efnið enn frekar til að einangra
þessi svokölluðu gúmmíefni til notkunar í
allskyns iðnaði, s.s. matvæla-, snyrtivöru-,
lyfja- og textíliðnaði svo dæmi séu tekin.
Sumarvinna Klóþangið er skorið við sjávarmál og er notast við
sérstaka sláttupramma sem eru í eigu verksmiðjunnar.
Klóþang og
hrossaþari