Morgunblaðið - 06.07.2009, Qupperneq 13
Daglegt líf 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2009
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
F
rosti stóð sig með mikilli
prýði í brúðkaupinu
okkar og ég veit ekki
betur en að hann sé
fyrsti hundurinn á Ís-
landi sem er hringaberi,“ segir Gísli
Reynisson en í brúðkaupi hans og
eiginkonunnar Helenu Maríu Árna-
dóttur, sá hundurinn þeirra Frosti
um að koma með hringana upp að alt-
arinu þegar sú stóra stund rann upp
að draga hringa á fingur. „Hringirnir
voru í hvítri lítilli körfu sem hann bar
í munninum og hann skilaði sínu
hlutverki snurðulaust. Það kom mér
ekkert á óvart að honum tækist þetta
svona vel, en þegar ég viðraði þessa
hugmynd fyrst við hundaþjálfarann
Atla Þorsteinsson, þá hló hann bara.
Hann hafði ekki mikla trú á að þetta
væri hægt án þess að eitthvað færi úr
skorðum. Hann vildi frekar að við lét-
um festa lítinn púða með hringunum
á hnakkann á honum.“
Mátti ekki taka alla athyglina
Gísli þrjóskaðist við og Atli lét til-
leiðast að prófa og það gekk eins og í
sögu. „Það þurfti ekki nema þrjú
skipti, þá var Frosti kominn með
þetta á hreint. Hann var búinn að
vera í hvolpaþjálfun hjá Atla þegar
hann var ungur og líka á hinum ýmsu
námskeiðum, þannig að hann var
vanur að taka leiðbeiningu. Þjálfunin
gekk fyrst og fremst út á að láta
hann ekki sleppa körfunni og einnig
að láta hann ganga við hæl, hann
mátti ekki hlaupa til okkar eða fara
út um allt,“ segir Gísli og bætir við að
mágur hans Bjarki Týr Gylfason hafi
gengið með Frosta inn ganginn en
hundurinn hafi labbað einn og
óstuddur til þeirra upp að altarinu og
fært þeim hringana. „Hann sleppti
ekki körfunni og stóð sig eins og
hetja. Presturinn vildi ekki að hund-
urinn tæki alla athyglina frá okkur
brúðhjónunum, þannig að Bjarki fór
með Frosta burt eftir að hann hafði
skilað sínu. Við erum Atla þjálfara af-
ar þakklát fyrir að vilja taka þátt í
þessu með okkur.“
Gísli og Helena giftu sig í fyrra-
sumar og fór athöfnin fram í safn-
aðarheimilinu í Sandgerði. „Innkoma
Frosta í athöfninni afstressaði mig.
Að sjá hann koma inn svona sætan og
flottan eins og hann var, létti svo
mikið andrúmsloftið. Allir brostu út
að eyrum og stemningin varð slakari.
Presturinn einn vissi af þessu og fyr-
ir vikið kom þetta þó nokkuð á óvart
en vakti mikla lukku hjá gestum okk-
ar. Sumir táruðust meira að segja,“
segir Helena. „Okkur fannst Frosti
vera orðinn svo stór hluti af fjöl-
skyldunni að við vildum endilega að
hann tæki þátt í þessum merka degi í
lífi okkar.“
Vantaði félagsskap
í fæðingarorlofi
Frosti var bara lítill hvolpur þegar
þau fengu hann en það var skömmu
eftir að Helena eignaðist Elísabetu
Lenu, frumburð þeirra. „Þá vorum
við nýflutt til Keflavíkur og ég var
mikið ein með stelpuna. Mig vantaði
félagsskap og ákvað því að fá mér
hvolp. Gísli var ekkert sérstaklega
hrifinn af því að við fengjum okkur
hund en svo áttu þeir tveir eftir að ná
mjög vel saman,“ segir Helena María
og bætir við að Elísabet litla og
Frosti hafi orðið sérlega góðir vinir.
„Frosti reyndist alveg yndislegur
hundur, bæði góður og skemmti-
legur. Hann var mjög hrifinn af snjó
og hann var líka mikill sundhundur.
Hann fór með okkur hvert sem við
fórum, líka í ferðalög út á land.“
Mikil sorg og söknuður
Gísli hafði Frosta alltaf með sér á
næturvaktir í vinnunni og aðeins viku
eftir brúðkaupið lenti hann í þeim
ósköpum að keyra óvart sjálfur yfir
Frosta á einni slíkri vakt. Fyrst leit út
fyrir að Frosti hefði ekki slasast mik-
ið. „Seinna kom í ljós að bakið hafði
farið illa og við sendum hann í aðgerð
til að reyna að bjarga honum. En það
hafði myndast drep af því hann var
ekki meðhöndlaður rétt í byrjun.
Hann lifði aðeins í viku eftir aðgerð-
ina.“ Mikil sorg ríkti á heimilinu eftir
dauða Frosta og Elísabet litla átti
sérstaklega erfitt með að komast yfir
missinn, hana dreymdi Frosta á nótt-
unni og hún vaknaði upp vansæl. Hún
lítur enn þann dag í dag til himins og
segir: „Frosti er á himnum og fylgist
með okkur“. „Við fengum okkur því
tvær kisur til að hjálpa henni að jafna
sig og nú hafa fæðst fjórir kettlingar
þannig að það er ekki rúm fyrir nýjan
hund á heimilinu, þó mig langi mikið
til þess,“ segir Helena sem enn sakn-
ar Frosta sárt.
Morgunblaðið/Golli
Litla fjölskyldan Þau eru mikið fyrir dýr og eiga nú tvær fullorðnar kisur og fjóra kettlinga og ætla
að halda þeim öllum hjá sér. Gísli, Una Rós, Helena og Elísabet Lena sakna enn hundsins Frosta sárt.
Sætur Frosti var óneitanlega fagur hundur, labrador og að fjórðungi ís-
lenskur. Hér nýtur hann sín á góðum degi úti í náttúrunni.
Frosti færði þeim hringana
Ekki er það á hverjum
degi sem hundur er
hringaberi í brúðkaupi.
Ferfætlingurinn Frosti
skilaði slíku hlutverki
með sóma þegar
eigendur hans gengu
í það heilaga.
Stóð sig vel Frosti kemur með hringana upp að
altari til Helenu og Gísla. Séra Björn Sveinn
Björnsson fylgist brosmildur með.
Hundaþjálfarinn hló þegar hugmyndin var viðruð við hann fyrst en allt gekk upp að lokum
Viku eftir brúðkaup slasaðist hringaberinn og lifði aðeins í nokkrar vikur eftir það
Um tuttugu Heklugos hafa áttsér stað frá landnámi ogvaldið bændum miklum bú-
sifjum. Að mati jarðfræðinga getur
Hekla nú gosið hvenær sem er og
því þykir rétt að minna á áhrif eld-
gosa á skepnur.
Gosefni sem berast með vindi
geta mengað gróður og vatn og bor-
ist ofan í skepnur. Öskukornin eru
oddhvöss eins og örsmá glerbrot.
Þau særa augu, öndunarfæri og
meltingarveg. Þau geta valdið nið-
urgangi, tannsliti og fótsæri. Flúor
loðir við yfirborð kornanna, þeim
mun meiri sem askan er fínni. Því er
fín aska langt frá eldstöð síst minni
hætta skepnum en aska sem fellur
nær. Flúor bindur kalsíum í torleyst
sambönd og stuðlar þannig að kalk-
skorti. Bráð eitrun getur valdið doða
í ám og kúm, og klumsi í hryssum,
einkum seint á meðgöngu og um
burð eða köstun. Áhrif langvinnrar
eitrunar er gaddur á jöxlum, sem
gerir skepnunum erfitt að bíta,
tyggja og jórtra, og beinmyndanir á
fótleggjum, sem valda helti. Önnur
eitrunarhætta, sem við má búast í
tengslum við eldgos, er vegna koltví-
sýrings í gosgufum. Hann sest í
lægðir og getur valdið köfnun.
Hættan er breytileg eftir árstíð,
dýrategund, aldri, magni flúors og
annarra efna í öskunni og hvert ask-
an berst. Hindra skal ef unnt er
öskufall á skepnurnar og í fóður
þeirra og sjá til þess að þær hafi að-
gang að hreinu drykkjarvatni. Ef
aska fellur á óslegið tún á heyskap-
artíma er vissara að bíða með slátt
þar til rignt hefur, sama gildir um
beitiland. Flúorinn þynnist fljótt og
eitrunarhætta dvínar, þegar rignir.
Falli flúormenguð aska á hey þarf
að meta magn flúors, sem gæti bor-
ist í skepnurnar og taka ákvörðun
um nýtingu heysins á grundvelli
þess.
Þegar eldgos verður mun Mat-
vælastofnun fylgjast grannt með
gosinu með hliðsjón af veðurspá til
að meta hvar búfé er í hættu og
vinna með bændum og opinberum
aðilum að viðbrögðum. Þar sem
öskufall er mikið þarf að hýsa búféð
og tryggja því aðgang að hreinu
drykkjarvatni.
Nánari upplýsingar um áhrif eld-
gosa á dýr er að finna í grein eftir
Sigurð Sigurðarson dýralækni, sem
er að finna á heimasíðu Matvæla-
stofnunar: www.mast.is.
Áhrif eldgosa á dýr
Gýs Hekla brátt? Gosefni sem berast með vindi geta mengað gróður og vatn og borist ofan í skepnur.
Heilbrigði og velferð dýra
Auður L. Arnþórsdóttir, sóttvarna-
dýralæknir hjá Matvælastofnun.
Morgunblaðið/ÞÖK