Morgunblaðið - 06.07.2009, Qupperneq 20
20 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2009
Halla amma var ein-
stök kona. Hún var
hörkudugleg og sjálf-
stæðið skein úr augum
hennar. Ég leit alltaf
ótrúlega upp til hennar því hún var
svo drífandi og sterk. Hún lét aldrei
neitt stoppa sig og hélt ótrauð áfram,
þótt á móti blési. Á hana var alltaf
hægt að stóla enda klettur í lífi okkar
allra sem elskuðum hana. Hún var í
mínum augum íslensk ofurkona og
hún gat allt, sama hvað það var.
Hún bjó í Eikjuvogi, í yndislega
fallegu húsi með rauðu þaki og með
dásamlegan garð sem henni þótti
ótrúlega vænt um. Það sem er minn-
isstæðast í garðinum hennar ömmu
er risastóra tréð sem við frændsystk-
inin klifruðum upp og niður úr eins og
enginn væri morgundagurinn. Það
var alltaf svo gaman að koma til
ömmu. Maður hljóp upp tröppurnar á
Eikjuvoginum þar sem amma stóð og
tók á móti manni ásamt pönnuköku-
ilmi. Það var alltaf svo gott að fá knús
frá henni. Hún var svo mjúk og svo
var alltaf svo ljúfur ilmur af henni.
Eldhúsið hennar ömmu var eins og
klippt út úr fallegu ævintýri. Þar
voru alltaf kollar, nóg af pönnukök-
um, myndir á ísskápnum og hand-
saumaðar gardínur. Amma var nefni-
lega einkar handlagin. Hún var að
mínu mati algjör listamaður. Hún
saumaði svo margt fallegt eins og t.d.
bleika náttkjóla á okkur frænkurnar
og bláan náttserk á Dóra bróður svo
hann væri nú ekki útundan, málaði á
diska og styttur, bjó til púða, prjónaði
sokka og vettlinga og heklaði teppi.
Já, hún var ótrúlega lunkin!
Amma hafði einstaka nærveru.
Hún var svo hlý og ljúf og það var svo
gott að vera í kringum hana. Það var
líka svo gaman að segja ömmu frá því
sem var að gerast í lífi manns því hún
var svo góður hlustandi. Ekki má þó
gleyma að hún hafði flugbeittan húm-
or. Ó já, það sem hún hefur sagt í
gegnum tíðina eru algjörir gullmolar
svo ekki sé meira sagt!
Ég gæfi gull og græna skóga til að
heyra hláturinn hennar einu sinni
enn, þessi dásamlegi hlátur frú Höllu
Ingu. Ef ég fengi eina klukkustund
með ömmu þá myndi ég byrja á því að
arka með henni í Steinahlíð og róla
smá með henni. Svo myndi ég skjót-
ast út í Kjalfell til þess að kaupa einn
pott af mjólk á meðan amma setti í
pönnsur. Við myndum svo slúðra smá
yfir heitum pönnsunum og borða á
okkur gat. Ég myndi svo heimta að fá
að lita smá með henni með tússlit-
unum hennar góðu bara svo ég gæti
þefað að lakkrístússinum. Við tækj-
um einn hraðan marías og síðustu 10
mínúturnar færu í kúr í gamla bláa
sófabeddanum.
Já, það er ekki hægt að segja ann-
að en að ég sakni þín óheyrilega mik-
ið, elsku amma. Mig langar svo að
knúsa þig einu sinni enn og hvísla að
þér hvað mér þykir vænt um þig. Ég
er svo þakklát fyrir allar minningarn-
ar sem við eigum saman, sem ég get
núna yljað mér við þegar ég finn fyrir
söknuði. Þær eru gull og gersemar í
mínum huga.
Nú ertu flogin á vit ævintýranna
og í faðm elsku afa. Fyrir mér er það
fallegur endir á fallegri ævi.
Kysstu afa frá mér og njóttu þess
að vera loksins komin til hans. Þang-
að til ég hitti þig aftur mun ég geyma
þig og minningar okkar á góðum stað
í hjarta mínu. Þú hefur skilið eftir þig
spor í hjarta mínu sem munu aldrei
hverfa.
Þinn elskulegur spóaleggur,
Margrét Ýr.
Þegar ég leiði hugann að Höllu
ömmu mun ég ætíð minnast hennar
með mikilli hlýju. Ég er afar þakklát
Halla Inga Einarsdóttir
✝ Halla Inga Ein-arsdóttir fæddist í
Óspaksstaðaseli í
Hrútafirði 11. febrúar
1920. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Eir 26. maí 2009 og
var jarðsungin frá
Fossvogskirkju 2. júlí.
Meira: mbl.is/minningar
fyrir allar þær stundir
sem við höfum átt sam-
an. Amma var góð og
falleg kona, sem þótti
einstaklega vænt um
barnabörnin sín.
Ég á margar minn-
ingar frá Eikjuvogin-
um þar sem amma bjó.
Það var alltaf hlýlegt
að koma í heimsókn til
hennar, hvort sem set-
ið var í eldhúsinu, leik-
ið úti í garði, farið í
búðarleik eða út á
Steina róló. Ég minnist
margra fjölskylduboða þar sem ættin
hittist, hafði gaman af, lék sér og gat
reyndar varla komið saman án þess
að gripið væri í spil. Amma hafði
einnig gaman af því að spila og þegar
við vorum tvær saman var jafnan
stutt í spilastokkinn eða önnur þrosk-
andi spil.
Þegar ég var yngri þá kom Halla
amma oft á þriðjudögum til okkar á
Markarflötina. Hún beið okkar jafn-
an þegar við systkinin komum úr
skólanum og hafði þá útbúið einhvern
girnilegan graut eða hún var með
heita kakósúpu. Þetta voru rólynd-
islegir og góðir dagar.
Amma var alltaf mikil handavinnu-
kona og mjög klár að gera ýmislegt í
höndunum. Það var því erfitt fyrir
hana þegar sjón hennar hrakaði og
hún þurfti smátt og smátt að hætta
að vinna við hannyrðir. Ég man hvað
mér þótti þá gaman að klæða mig í föt
úr mismunandi efnum og koma í
heimsókn til ömmu og leyfa henni að
handfjatla þau. Hún tók alltaf eftir
því ef einhver sem kom til hennar var
vel og smekklega til fara og hún hafði
mikið yndi af því.
Á Hjúkrunarheimilinu Eir dvaldist
amma síðustu æviár sín. Ég minnist
margra heimsókna til hennar þang-
að. Það voru oft skemmtilegustu
heimsóknirnar þegar við mamma
komum saman og svo sungum við all-
ar þrjár saman og rifjuðum upp göm-
ul og góð lög.
Á ferð minni til Íslands í maí síð-
astliðnum hitti ég ömmu síðast. Þetta
var yndisleg heimsókn, þar sem
amma og Hekla Karen, dóttir mín,
léku sér mikið saman og voru mjög
hrifnar hvor af annarri.
Elsku amma, ég kveð þig nú en
minninguna um þig mun ég ávallt
geyma í hjarta mínu. Dýrmætar
minningar um ömmu mína, sem mér
þótti svo vænt um.
Þín dótturdóttir,
Bryndís Stefánsdóttir
Halla amma var af þeirri kynslóð
sem upplifað hefur meiri breytingar
en flestar aðrar og erfitt er að gera
sér í hugarlund fyrir okkur sem yngri
erum. Mér er það minnistætt þegar
við, fjölskylda og afkomendur Höllu
ömmu, gengum á björtum sumardegi
árið 1990 inn að Óspaksstaðaseli í
Hrútafirði þar sem amma fæddist og
ólst upp. Það hefur trúlega verið um
tveggja tíma gangur og Ingi frændi
burðaðist með stóran og mikinn far-
síma yfir þúfur og firnindi til þess að
geta hringt í mömmu sína frá gamla
bæjarstæðinu. Þetta var á þeim tíma
sem farsímar voru ekki sérlega með-
færilegir og hálfgerðir hlunkar.
Þegar í Selið var komið mótaði þar
enn fyrir gamla bæjarstæðinu og út-
veggjunum sem orðnir voru að grón-
um tóftum. Ég man að mér þótti þar
ekki sérlega búsældarlegt um að lit-
ast og átti erfitt með að ímynda mér
að þarna hefði búið fólk og að amma
mín hefði alist þar upp. Ég get
ímyndað mér að ömmu hafi verið
svipað innanbrjósts og þótt það alveg
jafn ótrúlegt að fá uppáhringingu frá
börnum sínum og barnabörnum frá
gamla bæjarstæðinu að Ósbaks-
staðaseli. Eftir gott spjall við fólkið
sitt, sem alla tíð var henni svo dýr-
mætt og kært, þá óskaði hún þess að
fá að heyra niðinn í bæjarlæknum í
gegnum nýja tækniundrið, NMT-
símann hans Inga.
Á langri ævi fékk amma að reyna
margt. Þar skiptust á skyn og skúrir
eins og í lífi okkar allra. Þegar ég
hugsa um lífshlaup hennar nú þá skil
ég betur en áður hve dýrmæt fjöl-
skyldan og fjölskyldutengslin voru
henni. Það duldist engum að henni
leið best umvafinni fjölskyldu sinni
og ættingjum. Hún var sérlega natin
við okkur barnabörnin og hafði gam-
an af því að gleðja okkur. Það gerði
hún svo sannarlega. Henni þótti líka
gaman að taka í spil og ég á góðar
minningar frá henni sem félaga og
andstæðingi í félagsvist og Rússa.
Líkt og öðrum í Eikjuvogsættinni þá
líkaði henni augsjáanlega betur að
vinna heldur en tapa.
Okkur er hollt að minnast lífs-
hlaups þeirra sem á undan eru
gengnir, kynslóðanna sem ekki ólust
upp við hita, rafmagn og ljós í veggj-
um, þekktu ekki fjarskiptabylgjur í
lofti eða ljósleiðara í jörðu. Kynslóð-
anna sem fæddust inn í allt önnur lífs-
skilyrði en þau sem við teljum sjálf-
sögð nú. Gönguferðin sumarið 1990
og samtalið við ömmu undir niðnum í
bæjarlæknum að Óspaksstaðaseli
verður mér ógleymanleg minning svo
lengi sem ég lifi.
Hrafnkell Tjörvi Stefánsson.
Það koma ótal minningar upp í
hugann við andlát ömmu Höllu.
Minningar sem við erum voða þakk-
lát fyrir að eiga, minningar um
saumaskap, sólböð í garðinum, spil-
aður marías og rússi, verslunarferðir
í Kjalfell, Steinahlíðarferðir, blái sóf-
inn og strætóferðirnar til ömmu.
Eikjuvogurinn var fasti punktur
fjölskyldunnar í mörg ár og ófáum
dögum eytt í garðinum við leik eða
sólböð. Það var alltaf gott að koma til
ömmu og var henni mjög umhugað
um velferð okkar og oftar en ekki
bauð hún manni að leggja sig í sóf-
anum á meðan hún fann til eitthvað
gott í gogginn handa barnabörnunum
og á eftir var kannski tekið í spil.
Amma var mjög hlý og umhyggju-
söm um fólkið sitt og hafði mikinn
áhuga á því hvað við tókum okkur
fyrir hendur.
Á síðustu árum hafði heilsunni
hrakað og dvaldi hún á hjúkrunar-
heimilinu Eir. Þótt minnið hafi förl-
ast kom hennar skemmtilegi og sér-
staki persónuleiki oftar en ekki í ljós.
Hún lést eftir snörp veikindi í faðmi
sinna nánustu þar sem samheldni
Eikjuvogsfjölskyldunnar kom vel í
ljós.
Það eru forréttindi að hafa átt
ömmu Höllu, við munum sakna henn-
ar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Með þessum orðum viljum við
kveðja þig og þakka þér allt, elsku
amma.
Halla Dröfn, Ásta Ingibjörg,
Sigurður Óli og fjölskyldur.
Elsku Halla amma, þegar ég hugsa
um allar þær stundir sem við áttum.
– Þegar þú kenndir mér bænirnar
mínar.
– Þegar við fórum í göngutúra
saman.
– Þegar þú leyfðir mér að leika mér
með búdótið þitt.
– Þegar við lágum í sólbaði saman.
– Pönnukökurnar.
– Þegar þú tókst alltaf svo vel á
móti mér.
– Göngutúrana, kjöt í karrý, söng-
inn, Kjalfell...
– Þegar þú baðst mig um að koma
að kúra í holunni þinni…
– Þegar þú sagðir að þetta væri
lukkudagurinn þinn því ég kom í
heimsókn.
✝ Margrét JensínaJónsdóttir fædd-
ist í Hafnafirði 4.
maí 1916. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Hlévangi í Keflavík
aðfaranótt 1. júlí
síðastliðins. For-
eldrar hennar voru
hjónin Jón Brands-
son, f. á Hóli í
Garðahreppi í
Gullbr. 30. júní 1891,
d. 2. október 1950
og Guðný Guð-
mundsdóttir, f. í
Móakoti á Vatnsleysuströnd 24.
desember 1895, d. 25. desember
1979. Systkini Margrétar voru: 1)
Stefán, f. 1912, d. 1973, 2) Jón-
björg Katrín, f. 1914, d. 2002, 3)
Vigdís Helga, f. 1917, d. 1973, 4)
Haraldur Hafsteinn, f. 1919, d.
1937, 5) Sigríður Steinunn, f.
1920, d. 1932, 6) Alda Kristrún, f.
1921, d. 1974, 7) Guðrún, f. 1923,
d. 2000, og 8) Arnar, f. 1928, d.
1928 Hálfbræður samfeðra eru
Jóhann Björgvin, f. 1915, d. 1985
og Hreiðar Arnar, f. 1935.
Margrét giftist 4. desember
1937 Júlíusi Guðjóni Oddssyni, f.
21. maí 1915, d. 16. mars 2001.
Foreldrar hans voru hjónin Odd-
ur Jónsson, f. á Keldunúpi á Síðu
25. október 1886, d. 31. ágúst
1977 og Kristín Hreiðarsdóttir, f.
í Hátúnum í Landbroti 19. ágúst
1888, d. 1. október 1989. Börn
Margrétar og Júlíusar eru: 1)
Haraldur Hafsteinn, f. 21. júní
1938. Fyrri kona hans var Ester
Haraldsdóttir. Börn þeirra eru
Halldóra Sigríður, maki Valur
Sveinbjörnsson og Margrét, maki
Þorsteinn Þorsteinsson. Seinni
kona hans er Sigríður Auð-
unsdóttir, f. 12. sept. 1943. Börn
þeirra Guðrún Lára
og Auðunn Þór. 2)
Kristín Oddbjörg, f.
1. janúar 1941, fyrri
maður hennar Mar-
teinn Guðlaugsson,
f. 19. sept 1935, d. 4.
nóvember 2008.
Börn þeirra Júlíus
Guðjón, maki
Thelma Hólm Más-
dóttir, Arnar Rúnar
og Soffía Dröfn,
maki Haukur Magn-
ússon. Seinni maður
Karl Ásgrímsson, f.
14. mars 1935. 3) Hreiðar, f. 11.
janúar 1945, maki Salome Krist-
insdóttir, f. 22. júní 1949. Börn
þeirra: Kristín, Kristinn Ólafur
og Rakel, maki Rúnar Guðmunds-
son. 4) Guðný, f. 14. mars 1951,
maki Helmuth Alexander Guð-
mundsson, f. 30. ágúst 1950. Börn
þeirra: Sigmar Örn, Júlía Mar-
grét, sambýlismaður Freyr Gígja
Gunnarsson og Bjartmar Oddur
Þeyr, sambýliskona Harpa Vatt-
nes Kristjánsdóttir. Barnabörnin
eru orðin tuttugu og níu og
langalangömmu börnin eru þrjú.
Frá fermingaraldri vann Mar-
grét hin ýmsu störf til sveita og
bæja sem voru í boði á þeim tíma,
meðal annars á Hafnarfjarð-
arspítala þar sem hún kynntist
Júlíusi Guðjóni Oddssyni sem
varð hennar lífsförunautur.
Fyrstu búskaparárin hjálpuðust
hjónin að við að afla tekna fyrir
heimilið, vann hún mikið í fisk-
vinnslu hjá Oddi Jónssyni tengda-
föður sínum en helgaði sig að
öðru leyti húsmóðurstörfum. Hún
var virkur þátttakandi í kven-
félaginu Gefn í Garði um árabil.
Útför Margrétar fer fram frá
Útskálakirkju í dag, 6. júlí, kl. 13.
Magga í Sóltúni, eins og hún var
alltaf kölluð, það var hún mamma
mín sem andaðist aðfaranótt 1. júlí
síðastliðinn, komin á nítugasta og
fjórða aldursár frá því 4. maí. Já,
Sóltún var hennar vernd og vígi.
Það var byrjað að byggja það þegar
ég var á fyrsta árinu og flutt inn
1944, þannig að þar skrifaði hún um
það bil 65 ára sögu sinnar ævi sem
var ekki alltaf auðveld. En hjónin
voru samtaka að byggja upp hreiðr-
ið sitt, allt kom þetta smátt og smátt
og gleði fylgdi hverju framfara-
skrefi, svo sem að taka brunn, fá
baðkar, svo ég tali ekki um vatnssal-
erni, þvottavél og fleira. Jú það er
hægt að segja að hún hafi lifað tím-
ana tvenna og jafnvel þrenna. Hún
var þriðja barn sinna foreldra sem
eignuðust níu börn en slitu sam-
vistum frá hópnum, því varð hún
snemma sjálfbjarga sem mótaði
fljótt hennar skaphöfn sem gat ver-
ið ákaflega ljúf og góð en líka hörð
og óeftirgefanleg, þurfti alltaf að
bjarga sér og sínum. En síðustu
rúm 8 árin frá því pabbi hvarf á vit
feðra sinna vildi hún hugsa vel um
Sóltúnið sitt, en langt umfram það
sem heilsa hennar leyfði, því gekk á
ýmsu í þeim efnum. Nú veit ég að
hún er komin í faðm pabba, því
gleðst ég yfir endurfundum þeirra
og bið góðan Guð að gæta og vernda
þau bæði um alla eilífð.
Í birkilaut hvíldi ég bakkanum á.
Þar bunaði smálækjar spræna.
Mig dreymdi að í sólskini sæti ég þá
hjá smámey við kotbæinn græna.
(Steingrímur Thorsteinsson.)
Þetta ljóð var þeirra uppáhald,
hún var hans smámey. Hjartans
þakkir til starfsfólks Hlévangs í
Keflavík sem gerði allt sem hægt
var til að létta henni stundirnar síð-
ustu mánuðina með frábærri hlýju
og umhyggju.
Kristín Oddbjörg Júlíusdóttir.
Bjartar nætur, blóm í túni, þá
kveður þetta jarðneska líf tengda-
móðir mín háöldruð. Það er skrítið
að það skuli vera jafn erfitt mörgum
að komast héðan og að komast í
þennan heim.
Margrét í Sóltúni var hörku kona,
mikil húsmóðir og erfitt að komast
hjá að þiggja góðgerðir þegar komið
var í Sóltún. Ef ekki var til nóg með
kaffinu að hennar mati var maður
sendur með pening út í búð til að
velja það sem kom manni best sjálf-
um.
Það var mikill missir hjá Mar-
gréti þegar Júlíus lést 2001 og var
hún ein í Sóltúni þar til seint í haust
að hún datt og varð að fara á sjúkra-
hús, þá var sjónin farin að bila ansi
mikið en fram að því horfði hún á
fréttir og Leiðarljós í sjónvarpi með
stækkunargleri. Margrét var fróð,
fylgdist vel með öllu fram að þeim
tíma og hlustaði á útvarp og spjall-
aði við marga í síma um heima og
geima.
Ég leyfi mér að þakka starfsfólki
á Hlévangi fyrir frábæra umhyggju
og hlýju við Margréti þessa mánuði
sem hún dvaldi þar. Guð gefi Möggu
og Júlla góða endurfundi á nýju til-
verustigi.
Ég vil enda þessi fátæklegu orð
eins og ég kvaddi Júlíus með erindi
úr sálmi Davíðs Stefánssonar;
Ég fell að fótum þínum
og faðma lífsins tré.
Með innri augum mínum
ég undur mikil sé.
Þú stýrir vorsins veldi
og verndar hverja rós.
Frá þínum ástareldi
fá allir heimar ljós.
Ég kveð þig með þökk og virð-
ingu, kæra tengdamóðir,
Karl Ásgrímsson.
Margrét Jensína
Jónsdóttir
Án efa fáir, það er mín trú,
sér áttu göfugra hjarta en þú,
að vakti mér löngum lotning;
í örbirgð mestu þú auðugust varst
og alls skyn skapraun og þrautir
barst
sem værir dýrasta drottning.
(Matthías Jochumsson.)
Guðný Júlíusdóttir.
HINSTA KVEÐJA