Morgunblaðið - 06.07.2009, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 2009
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
STÆRSTA BÍÓOPNUN Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2009
VINSÆLASTA MYNDIN Á
ÍSLANDI ÁRIÐ 2009
48.000 MANNS FRÁ FRUMSÝNINGU!
HEIMSFRUMSÝNING!
ATH: FYRSTA SÝNING ER KL. 13:30 Í ÁLFABAKKA
/ AKUREYRI
TRANSFORMERS 2 kl. 8 - 11 10
THE HANGOVER kl. 8 - 10 12
/ KEFLAVÍK
TRANSFORMERS 2 kl. 8 - 11 Powers. kl. 11 10
ÍSÖLD m. ísl. tali kl. 8 L
MANAGEMENT kl. 10 7
/ SELFOSSI
TRANSFORMERS 2 kl. 8 - 11 Powers. kl. 11 10
YEAR ONE kl. 8 10
TERMINATOR SALVATION kl. 10 14
konu með tilheyrandi baráttu
kynjanna. Ella á von á sér, Lúlli
gerist fósturfaðir þriggja unga,
sem reynast, þegar skurnin brotn-
Þá er komið að þriðju Ís-aldar-myndinni, tímamót-um sem verða að hristaupp í myndabálkum ef
þeir eiga að sjá fram á arðbært
framhaldslíf. Á því er sjálfsagt
ódrepandi áhugi hjá framleiðend-
unum því forverarnir tveir hafa
haft upp á annan milljarð dala,
sem er að mestum hluti innkoma
myndar 2, Ice Age: The Meltdown.
Hún vakti ekki aðeins lukku í
Bandaríkjunum heldur varð hún
metaðsóknarmynd um allan heim.
Það er heilmikið í gangi í Ísöld
3, Skratti litli hefur fundið vin-
ar, vera ískyggilegar grameðlur.
Það hitnar nefnilega heldur betur
undir Ísaldarhjörðinni þegar hún
rambar inn í forsögulegt tímabil
þegar risaeðlur ráða ríkjum á
Móður Jörð.
Góð hugmynd til að teygja lop-
ann og að ýmsu leyti vel heppnuð.
Auk gamalla kunningja bætist við
Móði hinn eineygði, sem hressir
mikið upp á félagsskapinn, minnir
um margt á sköpunarverk Ladda
á hans blómatímum. Ekki þar fyr-
ir, Laddi er sem fyrr í fullu fjöri
og er bráðfyndinn í hlutverki
Lúlla og Þröstur Leó er á svipuðu
róli sem nýliðinn Móði.
Á köflum lyftir mikill hraði,
fyndnar uppákomur og tilsvör og
vandvirknisleg teiknivinna Ísöld 3,
vel upp fyrir meðallagið. Sjálfar
eru fígúrurnar nægilega frumlegar
og „öðruvísi“ (líkt og Shrek-
bálkurinn), til að geta lifað sjálf-
stæðu lífi í hörðum heimi teikni-
myndanna, þar sem Pixar og Disn-
ey láta lítinn bilbug á sér finna.
Ísöld 3 er kjörin fjölskyldumynd
sem á örugglega eftir að njóta vin-
sælda hjá flestum aldursflokkum.
Hér er lögð rík áhersla á gömul og
góð gildi vináttu, samheldni og
fjölskyldubanda og rómantíkin fær
að njóta sín. Þó leynist engum að
hjörðin er villuráfandi um þá ólíku
heima sem er bakgrunnur sög-
unnar. Hvað snertir umhverfi og
umfjöllunarefni þurfa höfundarnir
að reka hópinn nær samtímanum í
næsta kafla, sem verður örugglega
frumsýndur innann fárra ára. Af
nógu er að taka.
Hitnar undir hjörðinni
Smárabíó, Háskólabíó, Laug-
arásbíó, Sambíóin, Regnboginn,
Borgarbíó
Ice Age: Dawn of the Dinosaurs
bbbnn
Leikstjóri: Carlos Saldanha. Aðalleik-
arar: Ray Romano (Manny), John Legui-
zamo (Sid) – Þórhallur Sigurðsson
(Lúlli), Denis Leary (Diego) – Ólafur
Darri Ólafsson (Dýri) , Simon Pegg
(Buck) – Þröstur Leó Gunnarsson
(Móði), Queen Latifah (Ellie) – Elín
(Þórunn Lárusdóttir), Seann William
Scott (Crash) – Rúnar Freyr Gíslason
(Hrafan), Josh Peck (Eddie) – Atli Rafn
Sigurðarson (Eddi). 90 mín. Bandaríkin.
2009.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Fjölskyldumynd Ísöld 3 á örugglega eftir að njóta vinsælda hjá flestum ald-
ursflokkum. Lögð er áhersla á gömul og góð gildi vináttu, samheldni, fjöl-
skyldubönd og rómantík.
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
HIN fjölmenna og glaðværa sveit
<3 Svanhvít! skipaði sér á milli
tveggja öfgarokkssveita á Músíktil-
raununum 2007, og heillaði áhorf-
endur með gáskafullri, indískotinni
tónlist. Platan, sem kallast Partí á
Íslandi, var klár síðasta sumar en
ýmislegt hefur tafið útgáfuna. Daði
Helgason, gítarleikari, útskýrir.
„Við fengum upptökutíma í
Stúdíó September en það fór á
hausinn þannig að við enduðum á
að taka plötuna upp í Hinu húsinu.
Svo var hún á ís allan síðasta vetur
á meðan meðlimir voru uppteknir
við annað. Ég fór t.a..m. til útlanda
og kreppan olli því að trymbillinn
og pottaleikarinn neyddust til að
elta vinnu út á land.“
Daði segir að sveitin hafi byrjað
að þreifa fyrir sér að nýju í vor, og
bauð Kimi Records til að gefa plöt-
una út á undirmerkinu Brak.
„Þannig að bandið er komið í
gang á ný og við leysum fjarveru
meðlimanna tveggja með því að
setja lögin í nokkurs konar teknó-
útsetningar,“ segir Daði. „Það er
slatti af tónleikum framundan og
þessu verður fylgt rækilega eftir.“
Daði neitar því að sveitin sé
dottin úr einhverri hringekju eftir
þessa fjarveru.
„Sveitin er ferskari en nokkru
sinni fyrr,“ segir hann ákveðinn.
„Nýjar hugmyndir spretta nú fram
í sífellu, ný lög eru að fæðast
o.s.frv.“
<3 Svanhvít! byggist að mestu
leyti á traustri vinaklíku úr MR,
og segir Daði að þau hafi mikla
unun af samvistum við hvert ann-
að.
„Enda gerum við þetta fyrst og
fremst til að skemmta okkur. Og
sá andi ratar venjulega á endanum
til hlustandans.“
Þau eru svo indí
Hljómsveitin <3 Svanhvít! sendir frá
sér breiðskífu Búin að vera á leiðinni
síðan sveitin hafnaði í öðru sæti Músík-
tilrauna í hitteðfyrra
Gáski <3 Svanhvít! er þéttskipuð sveit sem veit fátt betra en að skella sér í heita pottinn.
www.myspace.com/minna-
en3svanhvit
Þegar stafrænar, tölvuunnar
teiknimyndir (CGI animation),
fóru að vekja áhuga almennings
á 9. áratugnum, voru Pixar og
Disney í algjörum fararbroddi.
Það síðarnefnda hélt þó lengi í
gerð þeirra hefðbundnu teikni-
mynda sem höfðu skapað því
nafn. Fljótlega stofnuðu tvö kvik-
myndaver til viðbótar sínar eigin
stafrænu teiknimyndadeildir,
DreamWorks, og 20th Century
Fox. Ísaldar-myndirnar eru fram-
leiddar hjá því síðarnefnda, eru
rósirnar í hnappagati Blue Sky,
en svo nefnist deildin, sem er
staðsett í Phoenix, Arizona. Auk
Ice Age-myndanna sem fyrst litu
dagsins ljós 2002, hefur fyr-
irtækið m.a. gert Robots (2005),
Horton Hears a Who! (2008) og
síðar á árinu er von á metn-
aðarfyllstu myndinni til þessa;
Fantastic Mr. Fox, sem er rödduð
af stórstjörnunum Meryl Streep,
George Clooney, Bill Murray,
Owen Wilson, Willem Dafoe, Anj-
elicu Huston, ofl.
Teiknimyndaverið Blue Sky