Morgunblaðið - 08.07.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Skúla Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
SAMKVÆMT nýlegri reglugerð Evrópusam-
bandsins skal notkun hefbundinna ljósapera, gló-
pera, hætt í sambandslöndunum á árunum 2009 til
2012. Er megintilgangur þessa að stuðla að minni
orkunotkun innan sambandsins og minnka losun
kolefnis út í andrúmsloftið. Ætlast er til að teknar
verði í notkun vistvænni ljósaperur, svonefndar
sparperur á borð við flúor- og halogenperur.
Venjulegar glóperur eru margfalt orkufrekari en
perur af þessu tagi.
Við framleiðslu rafmagnsins sem knýr ljósaper-
ur innan ESB losnar mikið af kolefni og með spar-
neytnari perum má minnka losun orkuvera á því
umtalsvert. Talið er að minnka megi rafmagns-
notkun heimila um 10-15% með þessum hætti.
Íslenska iðnaðarráðuneytið hefur nú til athug-
unar hvort taka eigi upp þessa reglugerð en hún
er hluti af tilskipun ESB um visthönnun vöru (e.
eco-design) sem hefur verið innleidd í samninginn
um evrópska efnahagssvæðið (EES). Að sögn
Guðjóns Axels Guðjónssonar, skrifstofustjóra
ráðuneytisins, þarf að taka ákvörðun í sameigin-
legu EES-nefndinni um hvort reglugerðin verði
tekin inn í samninginn.
Orkan sem sparast nýtt í annað
Færa má rök fyrir því að þar sem rafmagn er
framleitt á vistvænan hátt hér á landi sé ekki jafn
aðkallandi að minnka rafmagnsnotkun til að
draga úr kolefnislosun. Sigurður Friðleifsson,
framkvæmdastjóri Orkuseturs, segir að þrátt fyr-
ir það sé til nokkurs að vinna verði dregið úr raf-
orkunotkun landsmanna.
„Sú orka sem sparast hér er náttúrulega græn
og gríðarlega verðmæt, [...] hún losnar bara í kerf-
inu til að skapa verðmæti annars staðar og það er
klárlega eftirspurn eftir henni,“ segir Sigurður.
Hann segir að þó sparperurnar séu dýrari en hin-
ar hefðbundnu endist þær lengur og gefi jafn-
mikla birtu. Því sé ekki verið að fórna neinum lífs-
gæðum, allir njóti góðs af.
Varðandi kolefnislosunina bendir hann á að kol-
efni í andrúmslofti sé alþjóðlegt vandamál og með
því að leggja til „kolefnisfría“ framleiðslu sé hægt
að stuðla að minnkaðri losun á heimsvísu. „Það er
því kannski einföldun að segja að þetta hafi engin
kolefnisáhrif en í bókhaldinu okkar – við erum
svolítið heimilisleg og erum ekkert að skoða mikið
út fyrir það – hefur þetta engin áhrif.“
Glóperan ákjósanleg í heimskautahúminu
„Glóperan hefur eiginleika sem engin önnur
pera nálgast, það eru litrófið og hlýleikinn,“ segir
Þórdís Rós Harðardóttir lýsingarhönnuður. Ljós
glóperunnar hafi eiginleika svipaða sólarljósi og
birtu frá logandi kerti. Þórdís segir að hér á landi
sé rétt að horfa til þess hve þægileg birta frá ljós-
gjöfum sé enda vetrarskammdegið mikið og góðr-
ar birtu þörf. Þessi sjónarmið vegi ekki eins
sterkt víðast hvar annars staðar í Evrópu.
Þórdís bendir einnig á að sparperur innihaldi
kvikasilfur og gasefni sem erfitt sé og dýrt að
vinna úr þegar perurnar brotna eða þeim er farg-
að. Glóperurnar innihaldi aftur á móti mun um-
hverfisvænni efni, ekkert kvikasilfur, aðeins
hreina málma og hreint gler.
Hjá Efnamóttökunni hf. er tekið við öllum
spilliefnum og þau meðhöndluð. Þar fengust þær
upplýsingar að móttakan meðhöndli sparperur
hvers konar og geti mætt aukinni förgun þeirra
sem fylgja myndi banni í glóperum.
Hægt að spara gríðarlega
verðmæta orku á Íslandi
Í skoðun að innleiða bann ESB við hefðbundnum ljósaperum í EES-samninginn
Kostir og gallar Sparperur eru ekki eins orkufrekar og hinar hefðbundnu glóljósaperur en kasta frá
sér birtu sem þykir ekki eins þægileg og hlý auk þess að innihalda óæskileg efni á borð við kvikasilfur.
Árni Björn Ómarsson, verkefnastjóri ljósaversl-
unarinnar GH-ljósa, segir að það gleymist oft í
umræðunni um glóperur og sparperur að hinar
fyrrnefndu gefi frá sér mun meiri hita en þær
síðarnefndu. „Í búðinni hjá okkur hitum við ekk-
ert upp nema með perunum,“ segir Árni.
Aftur á móti þarf að stemma stigu við þessum
hita í löndum þar sem veður eru hlýrri. Það er
gjarna gert með orkufrekum loftræstikerfum og
því segir Árni áherslu lagða á notkun sparpera,
til dæmis í Evrópusambandinu og Bandaríkj-
unum, svo minnka megi kostnað og vatns- og
rafmagnsþörf vegna loftræstingar.
„Hitinn [frá perunum] er mikið atriði þar, en
við erum ekki að berjast við það hér,“ segir Árni
og hefur eftir breskum ljósaperuframleiðendum
að í raun ætti notkun glópera að vera bundin við
veturinn og sparpera við sumrin. Þannig mætti
nýta kosti beggja tegunda að þessu leyti.
Telur Árni þetta vega töluvert í því fylgi sem
sparperur njóta víða um heim en segir allt aðrar
aðstæður í köldu loftslaginu á Íslandi.
Þurfa að loftræsta vegna glópera erlendis
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
ÚTIVIST af öllu tagi virðist hafa
gripið Íslendinga heljartökum þessi
misserin, þar á meðal hjólreiðar.
Síðustu vikur hefur hópur manna
einmitt æft fyrir lengstu hjólreiða-
keppni ársins sem fram fer í dag,
en hjólað verður á milli Reykjavík-
ur og Akureyrar í tilefni af 100 ára
afmæli Landsmóts UMFÍ.
Að sögn Hákonar Hrafns Sig-
urðssonar hjá hjólreiðanefnd ÍSÍ
hafa vinsældir hjólreiðakeppna
rokið upp á árinu. Sem dæmi má
nefna hina árlegu Blálónsþraut, frá
Hafnarfirði í Bláa lónið. Í fyrra
voru keppendur 130 en í ár kepptu
300 manns.
„Það virðist vera einhver svaka-
leg sprenging í þessu núna í ár,“
segir Hákon. Keppnin þar sem hjól-
að verður milli Reykjavíkur og Ak-
ureyrar fer þannig fram að þátttak-
endur keppa í tveggja manna liðum
sem skiptast á að hjóla, enda er
leiðin löng, um 430 kílómetrar.
Keppendur þurfa hinsvegar ekki að
vera neinir atvinnuhjólakappar.
„Skráningin var opin öllum svo
þetta er mjög blandað. Það eru
þarna sumir bestu götuhjólarar
landsins en svo eru þarna lið líka
sem vildu reyna sig, fólkið sem hjól-
ar í vinnuna.“
Eina skilyrðið er að liðin noti
götuhjól en ekki fjallahjól auk þess
sem aukabúnaður til að minnka
loftmótstöðu er ekki leyfilegur.
Beðin um að útskýra þetta aðeins
nánar nefnir Hákon sem dæmi stýri
sem legið er fram á og gjarðir með
heilli plötu í stað teina.
Þess háttar búnaður er notaður
til að komast enn hraðar en hann er
ekki á hvers manns færi. „Svona
sérútbúin hjól kosta kannski frá
hálfri milljón og upp í rúma milljón,
svo það myndi gera keppnina svo-
lítið sérhæfða en við vildum halda
henni opinni þannig að hver sem er
gæti tekið þátt.“
Það virðist líka hafa virkað, því
keppendahópurinn er breiður,
yngsti keppandinn er nýorðinn 18
ára en sá elsti er 58 ára.
Leiðin sem hjóluð verður í
keppninni liggur um þjóðveg 1 um
Hvalfjörð. Ekki verður lokað fyrir
aðra umferð og því ástæða til að
biðja bílstjóra um að vera vakandi.
Keppnin hefst kl. 7 að morgni mið-
vikudagsins og er áætlað að liðin
verði komin í mark kl. 19.30 til
21.30 í kvöld á Akureyri.
Lengsta hjólakeppni ársins
Ljósmynd/Bragi Thoroddsen
Sport Hjólreiðamenn æfa á götuhjólum í Víkurskarði í Eyjafirði.
Hjólað frá Reykjavík til Akureyrar í tilefni 100 ára afmælis Landsmóts UMFÍ
Sprenging í vinsældum hjólreiða sýnir að útivistaræðið á sér engin takmörk
Ljósmynd/Bragi Thoroddsen
LÖGREGLAN á Suðurnesjum náði
ekki bifhjólamanni á dökku „race“
hjóli sem hún fékk tilkynningu um
að æki á ofsahraða á leið til Reykja-
nesbæjar síðdegis í gær. Skömmu
síðar var hringt og tilkynnt að bif-
hjólamaðurinn hefði rekist utan í
bifreið og brotið spegil.
Lögreglan á Suðurnesjum að-
stoðaði einnig tvo ökumenn sem
misstu stjórn á bifreið sinni, annar
á Reykjanesbraut en hinn í Kefla-
vík. Báðir leituðu læknis.
Bifhjólamaður braut
spegil á ógnarhraða
HEIMSLEIKAR þroskaheftra eru
haldnir í Tékklandi dagana 5.-14.
júlí. 1.460 þátttakendur frá 40 lönd-
um mæta á leikana sem eru stærstu
leikar þroskaheftra. Afreksfólk úr
röðum þroskaheftra keppir þar í
frjálsum íþróttum, hjólreiðum,
körfubolta, fótbolta, sundi, borð-
tennis, tennis og júdó.
Tveir Íslendingar taka þátt í leik-
unum, sundmennirnir Jón Margeir
Sverrisson, íþróttafélaginu Ösp og
Ragnar Ingi Magnússon, íþrótta-
félaginu Firði.
Heimsleikar þroska-
heftra í Tékklandi
ÁSABREKKA í Ásahreppi, svæði
Skógræktarfélags Rangæinga, hef-
ur verið opnað formlega undir
merkjum „Opins skógar“ skóg-
ræktarfélaganna.
Markmiðið með verkefninu „Op-
inn skógur“ er að opna fjölmörg
skógræktarsvæði í eigu og umsjá
skógræktarfélaga og gera þau að-
gengileg almenningi. Verkefnið
nýtur styrkja frá Avant og Olís.
Opinn skógur í Ása-
brekku í Ásahreppi
Íslensk stjórnvöld hafa nú til athugunar hvort
rétt sé að hætta að nota hefðbundnar ljósa-
perur, svonefndar glóperur, hér á landi. Skipt-
ar skoðanir eru um hvort rétt sé að gefa gló-
peruna upp á bátinn
STJÓRN Samtaka sveitarfélaga á
Vesturlandi skorar á stjórnvöld að
fylgja eftir án tafar tillögum um
tvöföldun Hvalfjarðarganga og
Vesturlandsvegar á Kjalarnesi.
Um tvær milljónir ökutækja fara
árlega um Kjalarnes og Hvalfjarð-
argöng og einsýnt er að mæta
eðlilegum kröfum um umferðarör-
yggi með nauðsynlegum fram-
kvæmdum.
Hverfaráð Kjalarness fagnar því
að stjórn Samtaka sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu hafi komið til
liðs við Kjalnesinga í baráttunni
fyrir tvöföldun Vesturlandsvegar
á Kjalarnesi ásamt öðrum brýnum
og þjóðfélagslega arðbærum fram-
kvæmdum til endurbóta á stofn-
vegum á höfuðborgarsvæðinu.
Vilja tvöfalda
Vesturlandsveg