Morgunblaðið - 08.07.2009, Blaðsíða 19
Daglegt líf 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
S
ögufrægt hús í hjarta
Sauðárkróks hefur verið
byggt í sem næst upp-
runalegri mynd. Gamla
sýslumannshúsið sem
kennt hefur verið við reksturinn
undanfarin ár, Kaffi Krók, er aftur
orðið bæjarprýði en brunarúst-
irnar voru sem fleinn í holdi gamla
miðbæjarins meginhluta síðasta
árs.
Veitingakóngar Sauðárkróks,
Sigurpáll Aðalsteinsson og Kristín
Magnúsdóttir, keyptu bygging-
arréttinn á lóð Kaffi Króks fyrir
rúmu ári en þá var húsið rústir
einar eftir bruna í janúar 2008.
Þau létu teikna nýtt hús í anda
upphaflegs útlits þessa 120 ára
gamla húss sem raunar hafði verið
breytt og stækkað á þessum langa
tíma. Byrjuðu þau að rífa gamla
húsið í nóvember sl. og byggðu
nýja húsið á grunni þess gamla.
Kaffihúsið Kaffi Krókur var opnað
á ný á þjóðhátíðardaginn.
Fólk hefur áhuga á húsinu
Þau voru ekki á heppilegasta
tíma í þessari uppbyggingu, vegna
bankahrunsins. „Það var ann-
aðhvort að rífa húsið og eiga lóð-
ina eða ráðast í uppbyggingu. Við
ákváðum að taka áhættuna. Svo
verður að koma í ljós hvernig til
tekst,“ segir Sigurpáll.
Þau fundu mikinn áhuga bæj-
arbúa á húsinu. „Fólki finnst það
greinilega hafa þýðingu fyrir sögu
bæjarins. Það vildu allir sjá það
rísa,“ segir Kristín. Rústir Kaffi
Króks voru svo sannarlega ekki
bæjarprýði í fyrrasumar og því
var mörgum létt þegar nýtt hús
var tekið í notkun. Útlit hússins er
líkt því sem var í upphafi en við
innréttingu þess var milligólfinu
sleppt þannig að gestir kaffihúss-
ins njóta fullrar lofthæðar.
Sigurpáll og Kristín reka veit-
ingastaðinn Ólafshús, hinum meg-
in við Aðalgötuna og lengi var
samkeppni yfir götuna, ekki síst
yfir veturinn þegar minna er að
gera. Sigurpáll segir að ákveðin
hagræðing náist með samrekstri.
Þau hjónin segja að áherslurnar
séu aðrar í Kaffi Krók en Ólafs-
húsi, meiri kaffihúsastemmning en
einnig veitingar. Ólafshús verður
áfram aðalveitingastaðurinn og
rekinn allt árið. Sauðárkrókur er
ekki við Hringveginn og því bygg-
ist veitingarekstur þar meira á
heimamönnum en ferðafólki.
Veitingakóngur í Von
Sigurpáll ók flutningabíl í rúm-
an áratug áður en hann byrjaði í
veitingarekstrinum. Það ævintýri
hófst með því að hann opnaði litla
myndbandaleigu og nætursölu fyr-
ir átta árum. Þau tóku við rekstri
gamla Shell-skálans, síðan var
önnur myndbandaleiga keypt og
eitt leiddi af öðru. Sigurpáll steig
niður úr flutningabílnum og Krist-
ín hætti að kenna í skólanum og
þau hafa einbeitt sér að rekstr-
inum síðustu árin. Þetta hefur ver-
ið mikil vinna og Kristín tekur
undir það að tíminn hafi verið
fljótur að líða.
Þau keyptu veitingastaðinn
Ólafshús fyrir rúmum fjórum ár-
um og skemmtistaðinn Mælifell í
gamla hótelinu ári seinna.
Sigurpáll er hljómborðsleikari í
Von, vinsælli hljómsveit frá Sauð-
árkróki. „Mér fannst vanta alvöru
ballstað eftir að félagsheimilinu
Bifröst var breytt í kvikmyndahús
og leikhús,“ segir Sigurpáll um
Mælifell. Þar er lifandi tónlist-
arflutningur alla laugardaga.
Hann hefur verið á fullu með
hljómsveitinni allan þann tíma sem
hann hefur verið með eigin at-
vinnurekstur enda leikur Von á
böllum um allt land. „Þetta er oft
erfitt, sérstaklega að vera í burtu
um helgar þegar mest er að gera.
Á móti kynnist maður mörgum í
gegnum spilamennskuna og það er
auðveldara að fá tónlistarfólk og
aðra til að vinna með okkur á
skemmtistaðnum,“ segir Sigurpáll.
Eyðilegging Kaffi Krókur brann í janúar 2008 og var húsið dæmt ónýtt. Það stóð svona
meginhluta síðasta árs. Íbúarnir sýndu uppbyggingunni mikinn áhuga.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Í notkun á ný Kaffi Krókur er eitt merkilegasta húsið í sögu Sauðárkróks. Það er 120 ára gamalt og í nágrenni þess
er fjöldi húsa frá svipuðum tíma. Reynt var að gera húsið upp í sem næst upprunalegri mynd að ytra útliti.
Sögufrægt hús í upprunalegt horf
Nýr Kaffi Krókur risinn á grunni gamla sýslumannshússins á Sauðárkróki eftir brunann í fyrra
Sigurpáll steig niður úr flutningabílnum og Kristín hætti kennslu til að byggja upp veitingarekstur
Í HNOTSKURN
»Aðalgata 16 sem brann18. janúar 2008 var eitt
af merkustu húsum Sauð-
árkróks.
»Húsið var byggt á ár-unum 1887 til 1890. Þar
bjuggu fjórir sýslumenn
Skagfirðinga.
» J. Frank Michelsen bjó íhúsinu með fjölmenna
fjölskyldu og rak verslun og
úrsmíðaverkstæði Michel-
sen.
»Síðar voru reknar ýms-ar verslanir í húsinu og
það hýsti loks veitingastað-
inn Kaffi Krók í rúman ára-
tug.
Kraftur Kristín Magnúsdóttir og Sigurpáll Aðalsteinsson
eru með umfangsmikinn veitingarekstur á Sauðárkróki.
AUKAKRÓNUR
5 barnagallará ári
fyrirAukakrónur
A-kortin
Kreditkort sem safna Aukakrónum fyrir þig
Þú getur keypt nýjan ungbarnagalla fyrir hverja árstíð og einn til viðbótar í 66°Norður
fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða eitthvað annað sem
þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna.
Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is
* M.v. 150 þúsund kr. innlenda verslun á mánuði, þ.a. 1/3 hjá samstarfsaðilum.
Sjá nánar á www.aukakronur.is.
*
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
8
4
13
N
B
I
h
f.
(L
a
n
d
s
b
a
n
k
in
n
),
k
t.
4
7
10
0
8
-2
0
8
0
.