Morgunblaðið - 08.07.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.07.2009, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009 hönd Kvenfélagasambands Íslands. Hún átti sæti í útgáfustjórn Hús- freyjunnar, sem er tímarit sam- bandsins og um leið kvenna um allt land, sem heldur nú upp á 60 ára af- mæli sitt á þessu ári. Hún var forseti Kvenfélagasambands Íslands 1971- 1979 og formaður Nordens kvinde- forbund NKF árin 1976-1980. Hún átti auk þess sæti í ýmsum nefndum og ráðum fyrir hönd Sambandsins og sótti fjölmörg þing og ráðstefnur bæði innanlands og utan. Hún var mikil kvenfélagskona og naut mik- illar virðingar annarra kvenfélags- kvenna. Með störfum sínum innan Kven- félagasambands Íslands lagði Sigríð- ur sitt af mörkum við uppbyggingu kvenfélagsstarfsins sem landsmenn allir og kvenfélagskonur víðs vegar um land allt njóta enn þann dag í dag. Á 50 ára afmæli Sambandsins árið 1980 ritaði hún bókina Margar hlýjar hendur, sem er ágrip af sögu sambandsins frá stofnun þess 1930 til 1980 og var það jafnframt afmæl- isrit. Hún var kjörin heiðursfélagi Kvenfélagasambands Íslands árið 1980 í þakklætisskyni fyrir hennar óeigingjarna og farsæla starf og munum við ætíð minnast hennar sem mætrar og dugmikillar konu sem sem lagði samborgurum sínum lið í sjálfboðaliðastarfi og án annarra launa en þeirra að njóta með þeim sem nutu. Nú að leiðarlokum þökkum við Sigríði samfylgdina og fórnfúst starf í þágu Kvenfélagasambands Íslands og vottum ástvinum hennar innileg- ustu samúð. F.h. Kvenfélagasambands Íslands Sigurlaug Viborg, forseti. Glæsileg kona, sem setti svip sinn á umhverfið, er látin. Hún hafði lifað langa ævi og komið miklu í verk um dagana. Það sópaði að Sigríði Thorlacius hvar sem hún fór og hún vakti fólk til umhugsunar um ýmiss þjóðþrifamál bæði í ræðu og í riti, því að á hana var hlustað, enda flug- mælsk og skýr ræðumaður. Á hana hlóðust trúnaðarstörf á hinum ýmsu sviðum, bæði í félags- og heilbrigð- ismálum og einnig í ýmiskonar fræðslumálum, en drýgst var hún í ritstörfum. Eftir hana liggur fjöldi greina í blöðum og tímaritum, ís- lenskar bækur og einnig þýðingar á bókum úr mörgum tungumálum. Við framsóknarkonur, sem erum í eldri kantinum, munum eftir formennsku hennar í Félagi framsóknarkvenna á sjöunda áratugnum og um svipað leyti var hún einnig varaborgar- fulltrúi Framsóknarflokksins. Einn- ig minnumst við vel útvarpsþáttar- ins: „Við sem heima sitjum“, sem hún annaðist. Sigríður var einnig í blaðstjórn Tímans um alllangt skeið, en ritaði jafnframt greinar í blaðið um árabil. Hún sat í kvennaársnefnd sem ríkisstjórnin skipaði 1975 og sótti ráðstefnur um réttindamál kvenna í Mexíkó 1975 og var fulltrúi Kvenfélagasambandsins á alþjóð- legri ráðstefnu í Naíróbí 1976. Sigríður var í stjórn Kvenfélaga- sambands Íslands um fjórtán ára skeið, þar af formaður í átta ár. Hún var einstaklega mikilvirk félagskona og skráði 50 ára sögu í afmælisrit Kvenfélagasambands Íslands „Margar hlýjar hendur“. Einnig skráði hún sögu héraðssambanda og félaga sem það mynda. Hún skráði meðal annars sögu Bandalags kvenna í Reykjavík 1913-1977. Við framsóknarkonur sem kynntumst framgöngu og virkni Sigríðar Thorlacius í baráttunni fyrir bættum kjörum bæði barna og aldraðra, kvenna sem karla, munum um alla tíð minnast skörungsskapar hennar og framsýni. Fáguð framkoma henn- ar, öryggi og yfirlætisleysi vöktu virðingu og traust allra þeirra sem voru svo lánsamir að vera með henni. Hún var sú kona sem öllum var kær og allir litu upp til og dáðu og erum við þakklátar að hafa unnið með henni. Blessuð sé minning hennar. Við sendum ættingjum hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. framsóknarkvenna í Reykja- vík, Áslaug Brynjólfsdóttir og Sigrún Sturludóttir. ✝ Magnea BeníaBjarnadóttir fæddist í Reykjavík 6. september 1922. Hún lést á Landspít- alanum 1. júlí sl. For- eldrar hennar voru hjónin Bjarni Ámundason vélstjóri í Reykjavík, f. í Bjólu á Rangárvöllum 13. apríl 1896, d. á Vífils- stöðum 20. apríl 1935, og kona hans Magnea Ingibjörg Magn- úsdóttir, f. í Hólm- fastskoti í Innri-Njarðvíkum 4. júní 1894, d. á Hrafnistu í Hafnarfirði 29. júní 1983. Magnea átti 6 systk- ini. Þau voru Valgerður, f. 1914, d. 1993, g. Sigurgrími Grímssyni, Ragnar Ámundi, f. 1917, d. 1948, g. Maríu Halldórsdóttur, Magnea Benía, f. 1920, d. 1920, Guðmundur Bjarnason, f. 1924, d. 2005, g. Maríu Jónsdóttur, Erna Bjarnadóttir, f. 1925, d. 1926, og Magnús Pétur Bjarnason, f. 1928, d. 1968, g. Krist- ínu Lúðvíksdóttur. Magnea giftist 22. maí 1941 Valdemar Konráðssyni bifreiða- stjóra, f. á Ásláksstöðum á Vatns- leysuströnd 4. október 1911, d. 13. mars 2006. Foreldrar hans voru Konráð Andrésson, ættaður úr Dalasýslu, og kona hans Guðrún Kristjánsdóttir. Dótt- ir þeirra er Guðrún, f. 4. maí 1939, maður hennar var Harald Örn Kristjánsson, d. 1982. Börn hennar eru 1) Ásta Benía Ólafsdóttir, f. 1957, hennar börn Örn Snorrason, f. 1975, Ólafur Snorrason, f. 1977, og Kristín Munkerup, f. 1990, 2) Magnea Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 1958, hennar sonur Magnús Pétur Bjarnason Obinah, f. 1979, 3) Krist- ján Konráð Haraldsson, f. 1961, hans börn eru Guðrún Arna, f. 1981, hún á tvo syni Andra Snæ og Birki Ísar, Valgerður Ása, f. 1987, Einar Ingi, f. 1990, Harald Örn, f. 1992, Edda Sóley, f. 1996, og Hel- ena Dröfn, f. 2000, 4) Valdemar Örn Haraldsson, f. 1969, hans börn eru Þóra Júlía, f. 1994, Guðrún, f. 1998, Valdís Benía, f. 1999, Viktoría Erika, f. 2005, Tanja Dagmar, f. 2007. Útför Magneu fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 8. júlí, kl. 15. Nú þegar ég hugsa til föðursystur minnar, hennar Magneu Beníu eða Binnu eins og hún var kölluð, þá er mér hugsað til þess er hún í boði á Háaleitisbrautinni nú í vor náði svo góðu sambandi við barnabörnin okk- ar, þau Önnu Elísabetu og Stefán Orra, en hann talaði mikið um Binnu frænku sína sem hafði setið með hann í fanginu og rætt við hann um fjöl- skylduna. Ég og mín fjölskylda eigum eftir að sakna hennar Binnu, en hún útvegaði henni Svönu minni vinnu hjá Nóa Síríus eftir að við giftumst og þær náðu vel saman. Binna átti auðvelt með að ná góðu sambandi við börnin, hún hafði gam- an að segja okkur frá uppvaxtarárum sínum, hvernig bræður hennar áttu það til að atast pínulítið í henni, ég get líka sagt það út frá eigin reynslu en hún kom okkur krökkunum svo oft á óvart. Einhvern tíma spurði hún mig hvað mig langaði í í afmælisgjöf, ætli ég hafi ekki verið um 10 ára eða svo og ekki stóð á svari frá mér, mig lang- aði í reiðhjól. Reyndar átti ég ekki von á svona gjöf frá henni en á afmæl- isdaginn þegar hún kom í boðið kom hún tómhent en sagði mér að kíkja út- fyrir og viti menn, þar stóð hinn glæsilegasti Möve-hjólhestur. Ég stóð þarna orðlaus. Þarna tel ég henni best lýst, hún vildi allt fyrir alla gera. Hún var mikið fyrir að ferðast og þau hjónin lögðust oft í ferðalög m.a. með foreldrum mínum og síðan voru það myndakvöldin á veturna þar sem rætt var um ferðirnar og sýndar myndir á tjaldi, en hann Valdi hennar hafði mikinn áhuga á ljósmyndun. Eins og lesa má þá var þetta fyrir tölvuvæðingu og á þeim tíma er fólk gaf sér tíma í heimsóknir. Margar góðar minningar frá Kirkjuteignum koma í hugann. Nú á síðustu árum eftir að móðir mín og Binna misstu eiginmenn sína urðu þær enn nánari og spjölluðu mikið saman, ég veit að móðir mín á eftir að sakna sárt þessara samtala þeirra. Ég vil líka koma kveðjum á framfæri frá Maríu okkar og hennar fjölskyldu sem eru nýflutt til Þýska- lands, sem og kveðjum frá Flórída frá Jóni og Larissu og hennar fjölskyldu og frá Sigrúnu og Pete, þau þakka öll góða samfylgd. Við hjónin vottum þér og fjölskyldu þinni, elsku Gunna, okkar dýpstu samúð. Stefán og Svanhvít. Það er komið að kveðjustund, elsku Binna frænka hefur kvatt okkur. Við komum alltaf við í kaffi hjá Binnu þegar við komum í heimsókn til Ís- lands. Það var alltaf svo gott að setj- ast niður og spjalla en elsku besta Binna reyndi nú samt alltaf að hafa allt of mikið fyrir okkur. Þannig var hún bara, henni fannst svo gaman að fá gesti og gerði allt fyrir alla. Binna frænka bjó líka til besta heita súkku- laðið í öllum heimi, það var sko ekki óvinsælt á yngri árunum, tala nú ekki um þegar við fengum að heyra óþekktarsögurnar af honum afa líka. Við sendum okkar bestu samúðar- kveðjur til fjölskyldunnar, við eigum eftir að sakna Binnu sárt. Bestu kveðjur, Larissa og fjölskylda. Magnea Benía Bjarnadóttir                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR ÞORBJÖRNSSON fyrrv. kaupmaður, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 9. júlí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Guðmundar Gissurarsonar til styrktar elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Valgerður Sigurðardóttir, Svanhildur Pétursdóttir, Gissur Guðmundsson, Birgir Pétursson, Hrefna Geirsdóttir, Sverrir Pétursson, Sandra L. Pétursson, Hrönn Pétursdóttir, Jafet E. Ingvason, Björk Pétursdóttir, Sveinn Sigurbergsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir og fósturfaðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GESTUR GUÐMUNDSSON bóndi, Kornsá, Vatnsdal, verður jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju föstu- daginn 10. júlí kl. 13.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Gunnhildur Gestsdóttir, Svanur G. Bjarnason, Birgir Gestsson, Þórunn Ragnarsdóttir, Guðrún Gestsdóttir, Hjálmur St. Flosason, Sigrún María Snorradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, OLAV DAVÍÐ DAVÍÐSON, Hverahlíð 20, Hveragerði, lést á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði miðviku- daginn 1. júlí. Útför hans fer fram frá Hveragerðiskirkju föstu- daginn 10. júlí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á dvalar- og hjúkrunar- heimilið Ás. Fjölskyldan þakkar starfsmönnum hjúkrunarheimilisins Áss fyrir góða umönnun og hlýju. Davíð O. Davíðson, Elín Björg Jónsdóttir, Ástrún Sólveig Davíðson, Aðalsteinn Guðmundsson, Betzy Marie Davíðson, Baldur I. Sveinsson, Olav Heimir Davíðson, Guðlaug Ingvarsdóttir, Ragnheiður Hulda Davíðson, Þórir Þrastarson, Þórdís Skaptadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar frábæra móðir, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, INGA VALBORG EINARSDÓTTIR, Gullsmára 5, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans við Hringbraut miðvikudaginn 1. júlí. Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 10. júlí kl. 13.00. Soffía Sveinsdóttir, Sveinn M. Sveinsson, Auður E. Guðmundsdóttir, Guðmundur G. Sveinsson, Einar Sveinsson, Arnhild Mölnvik, Sigurður V. Sveinsson, Sigríður Héðinsdóttir, Þórlaug Sveinsdóttir, Guðmundur Friðjónsson, barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn og makar þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.