Morgunblaðið - 08.07.2009, Blaðsíða 31
verður sárt saknað af mér og mín-
um. Hann á stórt hólf í hjarta okkar
og ég treysti því að hann muni
áfram taka undir með okkur í
söngnum frá öðrum stað.
Anna Ragnhildur.
Afi minn var skemmtilegur mað-
ur. Hann var einstaklega jafnlyndur
– hann var einfaldlega alltaf í góðu
skapi. Afi naut þess að segja sögur.
„Var ég búinn að segja þér söguna
af því þegar …“ og svo fylgdi ein af
mörgum sögum hans. Sögurnar
fjölluðu oftast um einhvern í fjöl-
skyldunni, oftar en ekki viðmæland-
ann sjálfan, þó að það kæmi stund-
um ekki í ljós fyrr en í sögulok.
Sumar sögurnar hafði ég aldrei áður
heyrt, en aðrar var ég farin að
þekkja mjög vel. „Veistu það að ég á
hundrað stelpur?“ sagði hann iðu-
lega þegar hann tók mig í fangið
þegar ég var lítil. Eftir að ég varð
stærri sagði hann mér stundum að
þegar ég hefði verið lítil hefði ég
bara brosað góðlátlega að þessari
spurningu hans, eins og ég vildi
leyfa honum að halda að hann ætti í
raun og veru hundrað stelpur þó að
ég vissi sjálf betur.
Önnur saga sem hann sagði mér
oft var af því þegar ég vildi ekki
kyssa hann. Ég var nokkurra ára og
mamma sagði mér að heilsa afa með
kossi. Þá sagði ég, að afa sögn, hátt
og snjallt: „Ég vil ekki kyssa hann!“
Þetta fannst afa einkar skondið þó
að reyndar fylgdi sögunni að ég
hefði skömmu seinna séð mig um
hönd og gefið honum koss. Þetta er
kannski lýsandi fyrir afa, hann
móðgaðist ekki yfir svona nokkru en
kunni að meta spaugilegu hliðarnar
á hlutunum. Afi var líka mjög víð-
sýnn og umburðarlyndur. Hann
söng árum saman í kirkjukór, þrátt
fyrir að hann væri trúlaus. Hann
reyndi ekki að troða skoðunum sín-
um upp á aðra – hann trúði ekki
sjálfur á guð en bar virðingu fyrir
trú annarra. Afi var ekki bara
skemmtilegur, heldur líka mikill
spekingur. Hann velti fyrir sér ótrú-
legustu hlutum, t.d. hvenær stríðs-
málaráðherra breyttist í varnar-
málaráðherra og hvort hund- í
hundgamall hefði nokkuð með
hunda að gera, enda yrðu hundar
ekki svo ýkja gamlir. Hann hefði án
efa getað orðið góður fræðimaður,
hann var til dæmis ótrúlega naskur
á áhugaverð atriði í íslensku máli,
sem hann ræddi gjarnan við mig,
málfræðinemann. Það er mikill
sjónarsviptir að afa og ég mun
sakna hans sárt.
Hlíf Árnadóttir.
Ég var svo heppin að vera ein af
hundrað afastelpunum hans afa. Því
hann átti allar stelpur sem hann gat
með einhverju móti eignað sér, ef
það kom ný kærasta í hópinn var
hún orðin ein af hundrað stelpunum
hans.
Eitt af því sem stendur upp úr eru
bíltúrarnir hans, og þá munaði hann
ekkert um að skreppa í sunnudags-
bíltúr frá Reykjavík til Akureyrar.
Oft fór maður líka með honum á
milli og voru þær bílferðir ekki leið-
inlegar því alltaf var nóg að spjalla
um eða syngja og söng hann oft
„Litla Stína“ með manni ásamt fleiri
lögum. Ferðirnar tóku oft langan
tíma þar sem hann stoppaði á leið-
inni til að leggja sig á meðan maður
hafði náttúrufegurðina til að dást að
á meðan hann svaf og svo átti að
vekja hann eftir einhvern ákveðinn
tíma og þá var hægt að halda áfram.
Þó að 6 ára dóttir mín hafi í raun
verið svo feimin við langafa sinn að
hún kom ekki nálægt honum fyrr en
eftir dúk og disk, þá sagði hún samt
um hann eftir fyrri heimsóknina til
hans á Landakot um miðjan maí,
„Já, hann er svo skemmtilegur“,
sem mér finnst eitthvað svo lýsandi
fyrir það hvað afi var alltaf hress og
skemmtilegur.
Það sem ég sakna þó mest er
„afafaðmlagið“ því þegar maður
hitti hann fékk maður alltaf gott
knús.
Takk fyrir allar samverustund-
irnar, afi minn, og vonandi líður þér
vel á nýjum áfangastað.
Þorbjörg Ólafsdóttir.
Það er einkum tvennt sem mér
dettur í hug þegar ég hugsa til afa.
Annað er að hann kynnti sig alltaf
sem „afi“, jafnvel ef hann var að
kynna sig fyrir einhverjum utan
fjölskyldunnar, svo sem vinum
barnabarnanna eða nýjum kærasta/
nýrri kærustu: „Ég heiti afi“ og tók í
hönd viðkomandi. Hitt er að hann
hélt því alltaf fram að hann ætti
hundrað stelpur. Ég nefndi þetta við
hann eitt skiptið sem við heimsótt-
um hann á spítalann og að ég vissi
þó ekki hvað hann ætti marga
stráka. Hann svaraði um hæl
„hundrað stráka“. Hvort tveggja
finnst mér lýsa vel hversu hlýr hann
var.
Einu sinni þegar ég var lítil og bjó
í Barmahlíðinni ákváðum við Laufey
vinkona að reyna að „týnast“. Við
gengum af stað um götur sem við
vorum ekki vanar að fara og eftir
heilmikið labb fannst okkur við vera
loks komnar á ókunnar slóðir.
Skömmu síðar fór mín þó að kann-
ast við sig aftur, við vorum þá komn-
ar á Barónsstíginn – götuna hans
afa. Við bönkuðum upp á og afi tók
að sjálfsögðu vel á móti okkur og
fengum við m.a. að skoða orgelið
hans. Þegar við gerðum honum
grein fyrir ferðum okkar útskýrði
hann fyrir okkur muninn á því að
„týnast“ og að „villast“ og átti hið
síðarnefnda víst við í þessu tilfelli.
Síðan keyrði hann okkur heim.
Afi hafði alltaf nægan tíma fyrir
okkur og það var algengt að fólk
fengi far hjá honum hingað og þang-
að. Hann hafði alltaf mjög gaman af
því að keyra og munaði ekkert um
að skutlast með okkur barnabörnin
frá Reykjavík til Akureyrar eða í
hina áttina ef okkur vantaði far. Það
voru afslappaðar ferðir. Við syst-
urnar áttum það til að vera bílveikar
í hvert sinn sem við fórum eitthvað
akandi, en þrátt fyrir að það væri
vel heitt í bílnum hjá afa þá man ég
ekki eftir að það hafi verið vandamál
þegar við keyrðum með honum. Í
minningunni sungum við nefnilega
alltaf alla leiðina, sem mér þótti ægi-
lega gaman. Það voru lög eins og
Litla Stína og Maístjarnan og
kenndi afi okkur að syngja þessi lög
raddað. Í seinni tíð man ég varla eft-
ir að hafa heyrt Litlu Stínu annars
staðar, en ég man þó alltaf lagið (og
textann) og þykir sérlega vænt um
það, enda minnir það mig bara á afa
og þessar söngferðir.
Við gátum ekki mætt í veisluna
þegar afi hélt upp á áttræðisafmæl-
ið, en hann fyrirgaf okkur það þar
sem við gáfum honum nýjan langaf-
astrák í staðinn. Mér finnst gaman
að þeir eigi þennan dag saman.
Þetta eru nokkrar af þeim minn-
ingum sem standa upp úr, en ég
minnist afa míns fyrst og fremst
með hlýju og væntumþykju. Hvíl í
friði, elsku afi minn, og takk fyrir
minningarnar.
Brynja Ásdís Einarsdóttir.
Í minningu minni eru engin ein-
stök atvik sem standa upp úr frekar
en önnur þegar mér verður hugsað
til afa, heldur bara skýrar tilfinn-
ingar. Ég hafði alltaf á tilfinning-
unni að hann væri til staðar, að hon-
um þætti vænt um okkur og fylgdist
með, alveg án þess að hann skipti
sér af eða setti sig í dómarasæti.
Nærvera, þolinmæði og væntum-
þykja – og litlar sögur af börnum og
barnabörnum, þau voru einkenni afa
eins og ég upplifði hann sterkast.
Jú, og ég mun reyndar alltaf sjá
hann fyrir mér í gamla rauða skód-
anum, bjóðandi far hvert á land sem
var. Fyrir mér eru það og verða allt-
af afabílar – og það var of heitt í
þeim!
Síðasta minning mín af afa var
heimsókn til hans á líknardeild
Landspítalans. Hann fékk þar frá-
bæra aðhlynningu og ég sá ekki bet-
ur en að hann væri sprækasti og
mest heimsótti maðurinn á gangin-
um. Við áttum langt samtal um allt
og ekkert, aðallega ferðalög. Að því
loknu fylgdi hann mér út ganginn og
kvaddi.
Vera má að ég hafi hitt á hann á
góðu augnabliki, en það breytir því
ekki að síðasta tilfinning sem afi
skildi eftir hjá mér var aðdáun. Ég
mun telja mig heppinn ef mínir síð-
ustu dagar einkennast af jafn mikilli
reisn og hlýju og hans hafa gert.
Mig langar að verða eins og afi þeg-
ar ég verð stór.
Bjarni Rúnar Einarsson.
Kjartan frændi minn er látinn.
Mér er sagt að margir hafi frekar
litið á okkur sem bræður en frænd-
ur.
Samband mæðra okkar var mjög
náið og við vorum næstum jafn-
aldra.
Við sátum saman í barnaskóla, en
Kjartan var heilsuveill og komst
ekki alltaf í skólann. Því var það
venja hjá okkur þegar hann lá veik-
ur heima, að ég fór fyrst til hans
þegar skóla lauk til þess að segja
honum hvað við hefðum gert þann
daginn, áður en ég fór heim.
Þessar heimsóknir mínar voru
ekki alltaf auðveldar, því þegar ég
hélt að ég væri að koma með fræð-
andi upplýsingar frá skólanum sner-
ust málin gjarnan upp í það að hann
hlýddi mér yfir sögu, landafræði
o.fl. sem hann hafði aflað sér með
lestri góðra bóka liggjandi sjúkur í
rúminu heima hjá sér.
Svo virðist sem að allt sem hann
las, hafi hann varðveitt í minninu.
Þann hæfileika hafði mér ekki
áskotnast, svo að við lá að ég sæti
uppi með minnimáttarkennd eftir
hverja heimsókn að sjúkrabeð
Kjartans.
Vinátta okkar og náin tengsl biðu
þó engan skaða. Ekki heldur þó að
framhaldsnám okkar yrði af allt öðr-
um toga, Hann fór í verslunarnám
og garðyrkju en ég í tónlist.
Nú sit ég eftir og sakna náins vin-
ar og frænda og bið allar góðar
vættir að vaka yfir rúmlega 30 af-
komendum og þá sérstaklega sálu
Kjartans, vinar míns og bróður.
Ingvar Jónasson.
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009
Hörður
Arinbjarnar
✝ Hörður Ar-inbjarnar fæddist
í Reykjavík 21. des-
ember 1937. Hann
lést á heimili sínu 2.
júní síðastliðinn.
Herði var sungin
sálumessa í Dóm-
kirkju Krists konungs í Landakoti 12.
júní sl.
Meira: mbl.is/minningar
Minningar á mbl.is
✝
Móðursystir okkar,
MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri,
lést föstudaginn 26. júní.
Útförin verður gerð frá Höfðakapellu fimmtudaginn
9. júlí kl. 13.30.
Kolbrún Matthíasdóttir,
Guðný Matthíasdóttir,
Jón Matthíasson,
Halldór Matthíasson.
✝
Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir,
GUÐNI ELÍS HARALDSSON
viðskiptafræðingur,
sem lést miðvikudaginn 1. júlí, verður jarðsunginn
frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 9. júlí kl. 15.00.
Rakel Birta Guðnadóttir,
Thelma Rut Guðnadóttir,
Diljá Sif Guðnadóttir,
Haraldur Bjarnason,
Þuríður Vigfúsdóttir, Ólafur Árnason
og systkini hins látna.
✝
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
HERMANN BALDVINSSON
frá Jarlsstöðum,
Bárðardal,
verður jarðsunginn frá Lundarbrekkukirkju
fimmtudaginn 9. júlí kl. 14.00.
Steingerður Ingimarsdóttir,
Einar Ingi Hermannsson,
Jón Geir Hermannsson,
Sigrún Hermannsdóttir,
Árni Hermannsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
GUÐJÓN ÓSKARSSON,
Garðarsvegi 20,
Seyðisfirði,
varð bráðkvaddur laugardaginn 4. júlí.
Útförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn
11. júlí kl. 11.00.
Aldís M. Kristjánsdóttir,
Sigrún Björg Guðjónsdóttir, Árni Gunnar Ingólfsson,
Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Bergur Jónsson
og barnabörn.
✝
Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim er
sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
HALLDÓRU JÓNSDÓTTUR,
Melagötu 15,
Neskaupstað.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki lungna-
deildar Landspítalans í Fossvogi og Fjórðungssjúkrahúss
Neskaupstaðar.
Gunnar Jónsson,
Jón Gunnarsson,
Sigurbjörg Gunnarsdóttir,
Steinar Gunnarsson,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ELÍSABET HANNESDÓTTIR
íþróttakennari,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Digraneskirkju fimmtudaginn
9. júlí kl. 13.00.
Anna Björg Sveinsdóttir, Ingólfur Sigmundsson,
Ingveldur Sveinsdóttir,
Þóra Sveinsdóttir,
Sveinn Ingimar Sveinsson, Linda Margrét Arnardóttir,
ömmubörn og langömmubarn.