Morgunblaðið - 08.07.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.07.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009 Á forsíðu Morgunblaðsins í gærvar frétt þess efnis að breska lögfræðiskrifstofan Mishcon de Reya teldi samkvæmt trúnaðar- álitsgerð sem unnin var fyrir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að Ísland hefði ekki formlega ábyrgst skuldbindingar Trygginga- sjóðs innstæðueigenda, hvað varðar Icesave-innstæðurnar.     Morgunblaðiðhefur álit lögfræðistof- unnar undir höndum. Á for- síðu álitsins stendur stórum stöfum að um trúnaðarskjal sé að ræða, handa Össuri Skarphéðinssyni. Það er dagsett 29. mars 2009.     Samt sem áður kom utanríkis-ráðherra fram á mbl.is í gær og sagði að um misskilning væri að ræða. Honum hafi ekki verið af- hentur neinn texti, hann hafi ekki séð hann, hann hafi ekki fengið hann. Við eftirgrennslan hafi komið á daginn, í gærmorgun, að textinn væri til í fjármálaráðuneytinu!     Er það ekki með talsverðum ólík-indum að álitsgerð sem er unn- in fyrir utanríkisráðherra fyrir næstum þremur og hálfum mánuði, skuli enn ekki hafa komið fyrir augu hans?!     Er það ekki líka með ólíkindum aðutanríkisráðherra skuli segja að upplýsingarnar sem Morgun- blaðið greindi frá í gær úr álitinu, breyti engu um stöðu málsins?!     Í greinargerð með Icesave-frumvarpinu kemur fram að samninganefndin hafi notið að- stoðar Mischon de Reya, en þar er álitsins að engu getið og það er ekki heldur meðal þeirra fylgigagna sem lögð voru fram með frumvarp- inu. Hvernig skyldi standa á því? Össur Skarphéðinsson Utanríkisráðherra ekki séð álitið! Sími 555 2992 og 698 7999 Bláber Nýtt á markaðnum frá Polargodt Í bláberjum eru andoxunarefnin C-vítamín og E-vítamín sem hindra myndun skaðlegra sindurefna í frumum líkamans. Þessi efni tengjast hrörnun og þróun ákv. sjúkdóma t.d. krabbameins, æðakölkunar og skýs á auga. (heimild: Landlæknisembættið , Lýðheilsustöð; www.landlaeknir.is/pages/629) Bláber geti m.a. haft áhrif á: • Náttblindu - nætursjón - gláku • Sjónskerpu • Sykursýki • Minnisleysi • Kólesteról Bláberin fást í apótekum, Melabúðinni, heilsuhúsum og Fjarðakaupum Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 13 skýjað Lúxemborg 19 skýjað Algarve 24 heiðskírt Bolungarvík 17 þoka Brussel 18 léttskýjað Madríd 30 heiðskírt Akureyri 12 heiðskírt Dublin 18 skýjað Barcelona 25 skýjað Egilsstaðir 12 léttskýjað Glasgow 18 skýjað Mallorca 29 skýjað Kirkjubæjarkl. 12 alskýjað London 17 léttskýjað Róm 29 heiðskírt Nuuk 13 heiðskírt París 16 skúrir Aþena 31 léttskýjað Þórshöfn 11 skýjað Amsterdam 21 léttskýjað Winnipeg 19 skýjað Ósló 18 skýjað Hamborg 22 léttskýjað Montreal 19 alskýjað Kaupmannahöfn 22 léttskýjað Berlín 23 skýjað New York 26 léttskýjað Stokkhólmur 19 léttskýjað Vín 27 skýjað Chicago 23 skýjað Helsinki 13 skúrir Moskva 19 léttskýjað Orlando 32 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 8. júlí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 1.06 0,7 7.04 3,4 13.07 0,7 19.22 3,8 3:23 23:44 ÍSAFJÖRÐUR 3.09 0,5 8.55 1,9 15.00 0,6 21.10 2,2 2:35 24:42 SIGLUFJÖRÐUR 5.34 0,2 11.48 1,1 17.30 0,4 23.43 1,3 2:15 24:27 DJÚPIVOGUR 4.04 1,9 10.14 0,5 16.37 2,1 22.49 0,6 2:41 23:24 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á fimmtudag og föstudag Hæg breytileg átt eða hafgola, þurrt að mestu og víða bjart veður. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast í innsveitum. Á laugardag Norðaustlæg átt, skýjað en þurrt að kalla norðan- og aust- anlands en annars bjartviðri. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast suð- vestantil. Á sunnudag og mánudag Norðaustlæg átt, þokusúld norðan- og austanlands en annars bjartviðri. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast suðvestantil. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægur vindur eða hafgola. Skýjað eða skýjað með köflum SV- og V-lands og þurrt að kalla en annars víða bjartviðri að deginum. Þokuloft eða smásúld við ströndina, einkum að næt- urlagi. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast inn til landsins. MIKIÐ glæsiskip, Queen Victoria, kemur til hafn- ar í Reykjavík á föstudaginn og leggst að Skarfa- bakka í Sundahöfn. Skipið er 90.049 brúttótonn og um borð eru um 2000 farþegar. Queen Victoria er til þess að gera nýtt skip, en það var tekið í notkun í desember 2007. Þetta er fyrsta heimsókn þess til Íslands. Skipið er í eigu Gunard-skipafélagsins breska og kom það í stað Queen Elisabeth, hins fornfræga skemmtiferða- skips, sem selt var til Arabíu. Queen Elisabeth kom hingað til lands í nokkur skipti. Nokkur skemmtiferðaskip hafa komið hingað það sem af er sumri en nú fara stóru skipin að láta sjá sig. Á fimmtudaginn kemur til Reykjavíkur skip sem heitir Oriana, og er 69.153 brúttótonn. Enn stærra skip kemur hingað 13. júlí. Það heitir Costa Magica og er 102.587 tonn. Um borð í skip- inu eru um 3.500 farþegar. Stærsta skipið, Crown Princess, 113.651 tonn, er væntanlegt 8. ágúst. Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir að vel hafi gengið að taka á móti skemmti- ferðaskipunum og farþegum þeirra í sumar. Segir Ágúst það miklu skipta hvað veðrið hefur verið hagstætt það sem af er sumri. sisi@mbl.is Queen Victoria kemur í vikulokin Stóru skemmtiferðaskipin fara að koma til hafnar í Reykjavík eitt af öðru ALLS hafa veiðst 24 langreyðar á vertíðinni það sem af er, að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf. Tveir bátar stunda veiðarnar sem kunnugt er, Hvalur 8 og Hvalur 9. Bátarnir stunda veiðarnar vestur af landinu og hafa þær að mestu gengið vel að sögn Kristjáns, nema hvað þoka hefur verið að angra hval- veiðimennina. Blástur hvalanna sést ekki í þokunni og því er ekki hægt að finna hvalinn. Alls er heimilt að veiða 150 lang- reyðar á vertíðinni. Ef ekki tekst að klára kvótann er leyfilegt að geyma 20% hans yfir á næsta veiðiár. Hval- urinn er skorinn í Hvalstöðinni í Hval- firði. sisi@mbl.is Búið að veiða 24 hvali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.