Morgunblaðið - 08.07.2009, Blaðsíða 36
36 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009
POPPSTJARNAN Michael Jack-
son, sem kvaddur var í gær, vann
að tveimur verkefnum fyrir ótíma-
bært andlát sitt. Annað þeirra var
útgáfa plötu með klassískum tón-
smíðum. Þrátt fyrir annríki við
undirbúning tónleika, var hann
með fleiri verkefni í vinnslu, og eitt
af þeim var klassíska platan.
Samstarfsmaður Jacksons um
verkefnið átti að vera klassíska tón-
skáldið David Michael Frank, sem
vann með honum að minningartón-
leikum um Sammy Davis Jr. árið
1989, en hlutverk tónskáldsins var
að útsetja tónlist Jacksons.
Listamennirnir hittust í maí í vor
og haft er eftir Frank að hann hafi
verið undrandi á þekkingu popp-
stjörnunnar á klassískri tónlist.
„Hann sýndi mér tvö sýnishorn af
ókláruðum verkum,“ er haft eftir
Frank á vefmiðlinum contactmusic-
.com. „Einn þáttur annars verksins
var enn í höfðinu á honum, en hann
raulaði það fyrir mig. Ég sat við pí-
anóið og við fundum út hvaða
hljómar ættu við. Við tókum það
upp, og ég geri ráð fyrir því að það
sé eina upptakan sem til er af þeirri
tónlist,“ sagði Frank.
„Hann talaði um að hann vildi
hljóðrita meiri instrumental músík,
þ.á.m. djassverk.“
Jackson á
klassísku
nótunum
Vann að plötu með
hljóðfæratónlist
Reuters
Michael Jackson Vildi semja á
klassíska vísu og vann að því.
LISTVINAFÉLAG Hall-
grímskirkju stendur fyrir
þeirri nýjung í sumar að bjóða
upp á stutta hádegistónleika á
miðvikudögum kl. 12. Þar
syngur kammerkórinn Schola
cantorum, en tónleikarnir eru
meðal annars hugsaðir til þess
að bjóða íslenskum sem erlend-
um gestum að hlýða á perlur
kórtónlistar eftir íslensk og er-
lend tónskáld í gæðaflutningi. Í forsal kirkjunnar
stendur nú yfir myndlistasýning Páls Thayer,
Umrót. Verk Páls eru vídeóverk sem byggjast á
sérhönnuðu tölvuforriti sem nemur hljóð og
hreyfingu.
Tónlist
Schola cantorum
á hádegistónleikum
Hallgrímskirkja
HÁDEGISTÓNLEIKAR eru
nú alla fimmtudaga í Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í sumar,
og hefjast kl. 12.15. Þar koma
íslenskir orgelleikarar fram
ýmist einir eða með gestum.
Tónleikarnir eru á vegum Fé-
lags íslenskra organleikara í
samvinnu við Listvinafélag
Hallgrímskirkju.
Á tónleikunum á morgun
leikur Jörg Sondermann á orgelið og gestur
hans verður Halla Dröfn Jónsdóttir sópran-
söngkona. Tónleikarnir eru einnig liður í Al-
þjóðlegu orgelsumri Hallgrímskirkju, sem nú er
haldið í 17. sinn.
Tónlist
Orgelsumar
í Dómkirkjunni
Jörg Sondermann
Háskólakór Árósa heldur tón-
leika í Reykholtskirkju í kvöld
kl. 20.30. Kórinn er skipaður
25-30 háskólastúdentum á
aldrinum 20-40 ára. Hann er
talinn meðal allra bestu áhuga-
mannakórum Danmerkur og
hefur sungið inn á fjóra hljóm-
diska, sungið kirkjuleg verk í
danska sjónvarpinu og tekið
þátt í ýmsum alþjóðlegum tón-
listarhátíðum. Kórfélagar vinna eingöngu við tón-
list annaðhvort sem tónlistarmenn eða sem nem-
endur við tónlistardeild Árósaháskóla og
Konunglega tónlistarháskólann í Árósum.
Stjórnandi er Carsten Seyer Hansen.
Tónlist
Háskólakór Árósa
í Reykholtskirkju
Reykholtskirkja
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
Í MEIRA en fjörtíu ár hefur ferða-
mönnum á Íslandi staðið til boða að
fræðast um íslenska menningu, siði,
venjur, þjóðtrú, vætti, álfa og tröll í
ferðaleikhúsinu Light Nights.
Kristín G. Magnús er leikhússtjóri
Light Nights. „Það var aðeins ein
sýning í fyrra, þar sem ég slasaðist á
frumsýningu, en þráðurinn var tek-
inn upp núna. Sýningin heitir Visions
from the past, [Sýnir úr fortíðinni] og
tekur fyrir tímabilið 1936-56, þegar
ég var að alast upp í Reykjavík.“
Ekki vön að tala um sjálfa mig
Kristín segir Reykjavík ekki þá
sömu í dag og hún var þá. Þó var
kreppa þá, eins og í dag og heims-
styrjöld. „Ég er ekki vön að tala um
sjálfa mig á leiksviði, en núna bregð
ég á leik og geri það. En ég er ekki
bara að tala um sjálfa mig, heldur
líka það sem gerðist hjá þjóðinni og í
heiminum. Við urðum sjálfstæð á
þessum tíma og Hekla gaus gífur-
lega.“
Leikin atriði eru í forgrunni sýn-
ingarinnar, en á tjald í bakgrunni er
varpað stórum ljósmyndum. „Mynd-
irnar eru ýmist tengdar atriðunum,
en meðan við skiptum um búninga,
notum við líka mjög merkilegar
fréttamyndir sem Bretar tóku hér á
stríðsárunum. Myndirnar voru aldrei
sýndar almenningi og þeir fóru með
þær heim eftir stríð. Ég gerði mér
ferð til London og fór á Imperial War
Museum. Þar var mér vel tekið og
leyft að taka búta úr myndum sem
Bretarnir höfðu tekið hér. Þetta er
því í fyrsta sinn sem þær eru sýndar
hér.
Þetta er að öllu leyti raunhæf sýn-
ing, en þegar ég var krakki las ég all-
ar þjóðsögur. Ennþá les ég Djáknann
á Myrká sem síðasta atriði fyrir hlé,
mér finnst hún besta þjóðsagan okk-
ar, og hún er nánast það eina í sýn-
ingunni sem bregður frá raunveru-
leikanum.“
Með Kristínu í sýningunni leika
þau Ólafur Þór Jóhannesson og Perla
Ósk Hjartardóttir dansari, sem leik-
ur Kristínu unga.
Sýnt er á mánudags- og þriðju-
dagskvöldum kl. 20.30 í Iðnó.
Light Nights tekur til starfa og sýnir sögu Reykjavíkurstúlku í Iðnó
Árin 1936-56
í sviðsljósinu
Ljósmynd / MSS
Light Nights Ólafur Þór Jóhannesson og Kristín G. Magnús í hlutverkum
sínum. Kristín hefur verið aðalleikkona Light Nights frá upphafi.
Í HNOTSKURN
» Kristín G. Magnús og Hall-dór Snorrason stofnuðu
ferðaleikhús árið 1965 og Light
Nights 1970.
» Sýningarnar eru leiknar áensku.
lightnights.com
SUMARTÓNLEIKARÖÐIN Bláa
kirkjan á Seyðisfirði hefst í kvöld í
tólfta sinn með tónleikum á mið-
vikudagskvöldum kl. 20.30.
Það var tónlistarkennarinn Muff
Worden sem kom tónleikaröðinni á
legg og stýrði henni allt þar til hún
lést sumarið 2006. Skömmu síðar var
tónleikaröðin gerð að sjálfseignar-
stofnun og Sigurður Jónsson verk-
fræðingur er stjórnarformaður
hennar.
„Þetta verða sex tónleikar í sum-
ar, en mun fleiri sækja um að fá að
halda tónleika í kirkjunni en við ráð-
um við að hafa. Við þurfum því að
velja og hafna, og stefnum á það að
vera með þá listamenn sem eru í
fremstu röð á Íslandi.“
Sigurður segir að þegar tónleika-
dagskráin sé kynnt, velji heima-
menn gjarnan strax þá tónleika sem
þeir hyggjast sækja. „Á vinsælustu
tónleikunum er fullt hús, en að jafn-
aði koma um 40-50 manns.“
Sigurður telur að meirihluti gesta
sé þó aðkominn; því ferðamenn,
sumarbústaðafólk af Héraði og fólk
úr nærliggjandi sveitarfélögum sæki
einnig tónleikana. „Bærinn hefur
breyst með öllu því menningarlífi
sem hér er nú á sumrin. Áður var
hann þekktur fyrir aurskriður og
snjóflóð, nú er hann þekktur fyrir
Skaftfell og Bláu kirkjuna.“
Á tónleikunum í kvöld koma fram
Ingveldur Ýr Jónsdóttir söngkona
og Guðríður St. Sigurðardóttir pí-
anóleikari og flytja dagskrá undir
yfirskriftinni Klassík og kabarett,
með blöndu af íslenskum, frönskum,
þýskum og bandarískum lögum þar
sem skiptast á húmor, háð, ást og
einlægni. begga@mbl.is.
Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan hefst á Seyðisfirði í kvöld
Bláa kirkjan tekin við af
snjóflóðum í hugum fólks
Bláa kirkjan Í sumarskrúða. Hún á
sér sinn eigin vef, blaakirkjan.is .
GJÖRNINGUR breska listamanns-
ins Anthonys Gormley hófst með
heldur óvæntum hætti á Trafalgar-
torgi í London í fyrradag, þegar
mótmælandi klifraði upp á fjórða
stallinn s.k. á torginu og varð þar
með fyrstur til að taka sér stöðu
sem „lifandi skúlptúr“ í verki
Gormleys. Verk Gormleys eða
gjörningur heitir One & Other og
er þannig að alls konar fólk mun
taka sér stöðu, einn í einu og
klukkustund í senn, á stallinum
fram til 14. október. Gjörningurinn
fer fram allan sólarhringinn og
munu 2.400 manns hafa tekið þátt í
honum á endanum. Húsmóðir ein
átti að hefja gjörninginn en mót-
mælandinn varð fyrri til. Maðurinn
var að mótmæla reykingum.
Mótmælandi varð
fyrstur upp á stallinn
Reuters
Á fjórða stallinum Scott Illman, einn af þátttakendum í verki Gormleys,
One & Other, brá sér í einkennisföt borgaralegs kallara í fyrradag.
„Maður fíflast ekk-
ert með fegurð,“
segir Snorri við grein-
arhöfund og hlær ekki. 37
»