Morgunblaðið - 08.07.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009
NEFNDASTÖRF
Alþingis halda
áfram í dag og á
morgun verður
aðildarumsókn
Íslands að ESB til
umræðu þar.
Ásta Ragnheið-
ur Jóhann-
esdóttir, forseti
Alþingis, segir
stefnt að þinglok-
um eftir næstu helgi en vill ekki
festa niður dagsetningu þar um.
Það fari eftir því hversu hratt
gangi. Annars er Icesave-málið
áfram fyrirferðarmest.
Á morgun og á föstudag komast
líklega á dagskrá mál sem bíða
þriðju umræðu, svo sem mál sem
varða endurreisn bankanna og
embætti sérstaks saksóknara.
Fundað verður stíft dagana fyrir
helgi, frá morgni fram á kvöld og
kemur til greina að funda þannig á
laugardag líka, að sögn Ástu Ragn-
heiðar. onundur@mbl.is
Stefnt er að
þinglokum eftir
næstu helgi
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
ELLILÍFEYRISÞEGI sem nýverið
lækkaði starfshlutfall sitt niður í 50%
telur sér ekki annað fært en að fara
aftur í fullt starf vegna breytinga á
frítekjumarki sem samþykktar voru
á Alþingi í síðustu viku. Konan segist
engan fyrirvara hafa fengið um
skerðingu ellilífeyris síns heldur varð
fyrst vör við hana í heimabankanum
um síðustu mánaðamót.
Guðrún Norberg var stærsta hluta
starfsævinnar heimavinnandi enda
fæddi hún og ól upp sjö börn. Eftir að
börnin urðu fullorðin starfaði hún
sem leikskólakennari, en í apríl síð-
astliðnum náði hún 67 ára aldri. „Þá
hugsaði ég með mér að nú væri upp-
lagt fyrir mig að minnka við mig
vinnu svo ég sagði upp mínu fulla
starfi og fór í hálfa vinnu frá og með
1. maí og fékk ellilífeyri á móti. Þann-
ig gat ég haft það ágætt og var með
180 – 200 þúsund krónur til ráðstöf-
unar á mánuði.“
Tekjurnar skiptust þannig að fyrir
sitt hálfa starf fékk hún útborgaðar
um 105 þúsund krónur mánaðarlega
og 20 þúsund krónur komu úr lífeyr-
issjóði. Afgangurinn, um 60 þúsund
krónur útborgaðar, fékk Guðrún sem
ellilífeyri og tekjutryggingu eftir að
búið var að skerða greiðslurnar
vegna vinnunnar.
Frekar dónaleg framkoma
Um síðustu mánaðamót brá svo við
að þegar Guðrún fór í heimabankann
sinn sá hún að ellilífeyririnn var að-
eins um 40 þúsund í stað 70 þúsund
króna sem hún átti að fá útborgaðar
þennan mánuðinn, en upphæðin átti
að vera hærri en venjulega vegna
sumaruppbótar. „Og það munar um
það þegar maður er búinn að gera
sínar áætlanir. Ég var reyndar búin
að fylgjast svolítið með umræðunni
inni á Alþingi en mér fannst það
óskaplega furðulegt að það var engar
upplýsingar að finna á TR eða neitt
slíkt heldur birtist þetta bara svona, í
heimabankanum, án fyrirvara. Mér
fannst það frekar dónaleg framkoma.
Maður hefur alltaf heyrt um fram-
komuna við ellilífeyrisþegana en það
er svolítið skrýtið að upplifa það svo
sjálfur, svona stuttu eftir afmælis-
daginn.“
Nýsamþykktar breytingar fela
m.a. í sér að frítekjumark ellilífeyr-
isþega er nú lækkað úr 1.315.200 kr. á
ári í 480.000 kr. á ári eða 40.000 kr. á
mánuði. „Forsendur eru því ger-
breyttar svo það borgar sig engan
veginn fyrir mig að gera þetta svona.
Ég er bara ótrúlega heppin að geta
sótt um fullt starf aftur.“
Guðrún segist ekki heldur geta
leyft sér að hætta að vinna því það
myndi færa henni um 157 þúsund
krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði,
sem hún treystir sér ekki til að lifa af,
enda búin að gera áætlanir miðað við
hærri tekjur fram til áramóta. Hún
mun því fara í fullt starf á ný í haust.
„Þeir segja á tr.is að þessi skerðing sé
„vegna þess mikla atvinnuleysis sem
þjóðin stendur frammi fyrir en gríð-
arlegur fjöldi atvinnufærra manna og
kvenna þarf að lifa af atvinnuleysis-
bótum einum saman.“ Hugsunin er sú
að fá ellilífeyrisþegana heim aftur svo
það losni um störf. Þetta finnst mér
ekki rétt. Ég get ímyndað mér að
töluvert af fólki á mínum aldri vilji
vinna eitthvað með og það er líka heil-
brigðismál, því fólk hrörnar hraðar ef
það hefur ekkert fyrir stafni.“
Lífeyririnn skertur fyrir-
varalaust um mánaðamót
Ellilífeyrisþegi þarf að snúa aftur til fullrar vinnu vegna nýrra lagabreytinga
Morgunblaðið/Eggert
Á leikskólanum Þótt Guðrún vildi minni vinnu eru krakkarnir í Sælukoti alsælir með að fá hana í fullt starf á ný.
RÖSKUN á Hurðarbakssefi og Káranessefi í
Kjós hefur ekki verið lagfærð eftir að landeig-
endur ræstu þar fram úr gömlum skurðum. Vafi
leikur á hvort landeigendum bar að sækja um
framkvæmdaleyfi. Umhverfisstofnun óskaði eftir
því að hreppurinn framfylgdi því að skurðirnir
væru fylltir á ný en málið situr fast í kerfinu.
Grátt svæði
Umhverfisstofnun óskaði eftir því í fyrra að
Kjósarhreppur gripi þegar til aðgerða og beitti
sér fyrir því að náttúruminjarnar Káranessef og
Hurðarbakssef, yrðu endurheimtar. Landeig-
endur höfðu þá ræst fram að nýju skurði sem
tengja sefsvæðin með þeim afleiðingum að vatns-
yfirborð þeirra lækkaði um tugi sentimetra, í
þeim tilgangi að þurrka tún. Í aðalskipulagi
hreppsins frá 2007 segir að forðast skuli að raska
stöðuvötnum og tjörnum sem eru stærri en 0,1 ha
og þegar talin sé hætta á að vistkerfi raskist skuli
í öllum tilvikum leita umsagnar Umhverfisstofn-
unar áður en framkvæmdir hefjast. Framræs-
ingin var hins vegar gerð áður en skipulagið tók
gildi og töldu þeir sig því ekki þurfa að sækja um
sérstakt framkvæmdaleyfi.
Málinu skotið til úrskurðarnefndar
Kjósarhreppur áleit að lagaheimild til þess að
knýja fram endurheimtina væri óskýr og þess
vegna væri nauðsynlegt að skjóta málinu til úr-
skurðarnefndar um skipulags- og byggingarmál.
Var þessu komið á framfæri til UST. Síðan hefur
ekkert gerst.
Sefsvæðin tvö njóta sérstakrar verndar sam-
kvæmt Náttúruverndarlögum þar sem þau eru
talin afar mikilvæg sökum fjölbreytts fuglalífs.
Ekki síst vegna flórgoðans sem þar verpir en sá
fugl er á válista. Að jafnaði hafa verpt þar 6-7 pör
en eftir raskið í fyrra sáust þar tvö pör og tókst
hvorugu að koma upp ungum. Að sögn Fugla-
verndarfélags Íslands hafa tvö pör verið þar í
sumar en hvorugt hefur enn verpt. Hafa samtökin
miklar áhyggjur af ástandinu enda er flórgoði
nánast útdauður á Suður- og Vesturlandi. ,,Það er
ekkert sem við getum gert fyrr en UST hefur far-
ið yfir málið. Við ráðlögðum þeim síðastliðið sum-
ar að skjóta málinu til úrskurðarnefndar og síðan
höfum við ekkert heyrt. Boltinn er hjá þeim,“ seg-
ir Sigurbjörn Hjaltason, oddviti hreppsnefndar. Á
meðan liggja sefsvæðin óbætt hjá garði.
sigrunerna@mbl.is
Ekki búið að lagfæra rask við minjar
Raskið Ræst var fram að nýju við
friðaðar náttúruminjar í Kjós.
Náttúruminjunum Káranessefi og Hurðarbakssefi var raskað Flórgoði
verpir þar og fuglalíf er fjölbreytt Málið hefur setið fast í kerfinu í ár
Óskertar greiðslur Tryggingastofn-
unar til ellilífeyrisþega, þ.e. lífeyrir
(29.294 kr.), tekjutrygging
(92.441 kr.) og heimilisuppbót
(27.242 kr.), nema samtals
148.977 krónum. Að auki getur líf-
eyrisþegi fengið uppbót nái tekjur
hans ekki ákveðnu lágmarks-
viðmiði, sem er 180 þúsund fyrir
einstakling og 153.500 ef hann býr
ekki einn. Þá á eftir að draga skatt
af tekjunum.
Með breytingum sem sam-
þykktar voru í síðustu viku minnk-
ar svigrúm eldri borgara til að afla
sér tekna annars staðar frá án
þess að þær komi til frádráttar
þessum greiðslum. Mest munar
um sk. frítekjumark, sem var áður
rúmar 1,3 milljónir á ári en er nú
480 þúsund krónur. Þá munu líf-
eyrissjóðsgreiðslur nú reiknast til
frádráttar grunnlífeyri, sem þær
gerðu ekki áður, en lífeyririnn
skerðist nú við tekjur yfir 215 þús-
und krónum á mánuði og fellur
niður þegar tekjur ná 332 þús-
undum. Hins vegar er sett á 10
þúsund króna frítekjumark á mán-
uði vegna tekjutryggingar.
Þrengt að eigin tekjuöflun eldri borgara 27.881
fengu ellilífeyri í fyrra
417
fengu fulla tekjutryggingu
23.929
fengu skerta tekjutryggingu
121
fékk heimilisuppbót
32.408
náðu 67 ára aldri í fyrra
FORMAÐUR Verkalýðsfélags Akra-
ness, VLFA, segist ætla að íhuga
sterklega að skrifa ekki undir kjara-
samning við
launanefnd sveit-
arfélaga fyrr en
ljóst sé hvaða
áhrif breytingar
á vinnutilhögun
starfsmanna
íþróttamann-
virkja og skóla-
liða Akranes-
kaupstaðar hafa
á launakjör þess-
ara hópa.
Á fundi bæjarráðs á fimmtudag
voru samþykktar margvíslegar
sparnaðarleiðir fyrir bæjarsjóð, m.a.
að breyta tímanum sem íþrótta-
miðstöðin á Jaðarsbökkum er opin,
íþróttahúsið við Vesturgötu og
Bjarnalaug frá 1. október. Tíminn
verður styttur um eina klukkustund
virka daga og tvær um helgar. Lok-
að verður alla stórhátíðardaga og
sérstaka frídaga. „Þessi ákvörðun
þýðir það að starfsmenn íþrótta-
mannvirkja Akraneskaupstaðar
lækka í launum frá rúmum 10% upp
í rétt tæp 15%. Ég hef dæmi um ein-
staka starfsmenn sem við þetta
lækka um 365.000 til 800.000 krónur
á ári. Það er algjörlega óviðunandi
að starfsmaður sem er með
3.379.000 krónur í árslaun, eða
281.000 á mánuði skuli lækka í laun-
um niður í 3.011.000 krónur á ári
eða sem nemur 31.000 krónum á
mánuði. Hér er um að ræða skerð-
ingu á launum sem ekki ná 300.000
krónum á mánuði,“ segir Vil-
hjálmur.
Vilhjálmur
Birgisson
Íhugar að skrifa ekki
undir kjarasamning
við launanefndina