Morgunblaðið - 08.07.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.07.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009 HÚN hefur ekki augun af unganum, strútsmóðirin í dýragarðinum í Berlín. Sex strútsmæður eignuðust unga þetta sumarið í garðinum og fá gestir því einstakt tækifæri til að fylgjast með fyrstu dögunum í lífi þessara fugla sem eru þeir stærstu sem nú lifa á jörðinni. Sólin brosir við ungviðinu. Reuters VÖKUL MÓÐURAUGU EINN helsti and- legi leiðtogi Egypta, Muham- med Sayyed Tan- tawi, hefur kraf- ist þess að maðurinn sem stakk til bana 32 ára barnshafandi, egypska konu í réttarsal í Dres- den í Þýskalandi í síðustu viku, fái eins þungan dóm og mögulegt er. Marwa Sherbini, sem var borin til grafar í Egyptalandi á mánudaginn, kærði manninn fyrir að hreytt í hana ókvæðisorðum þar sem hún var með 3 ára syni sínum í almenningsgarði í Dresden í fyrra. Maðurinn, sem kall- aður er Axel W og er af rússneskum uppruna, sakaði hana um að vera hryðjuverkamaður vegna slæðunnar sem hún bar um höfuðið eins og er siður margra múslíma. Axel W var dæmdur til þess að greiða konunni 780 evrur fyrir að hafa vanvirt trú hennar en hann áfrýjaði dómnum. Þegar þau hittust á ný í réttarsal í Dresden í síðustu viku tók hann allt í einu upp hníf fyrir framan alla í rétt- arsalnum, þar á meðal eiginmann konunnar og son, og kastaði sér yfir hana og stakk 18 sinnum. Eiginmað- urinn reyndi að grípa inn í en lög- reglumaður fór mannavillt og skaut hann í fótinn, að því er segir á frétta- vefnum sueddeutsche.de. Þúsundir fylgdu ungu konunni til grafar í Alexandríu í Egyptalandi og meðal viðstaddra var sendiherra Þýskalands. Nokkrir syrgjenda köll- uðu „Niður með Þýskaland“ en aðrir að þeir vildu hefnd. Morðið hefur vakið óhug meðal araba víða um heim og þeir segja að lítil viðbrögð við því séu merki um hatur á músl- ímum. ingibjorg@mbl.is Stungin til bana í réttarsal Arabar æfir vegna morðs í Dresden Syrgjendur við útförina Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is BARACK Obama Bandaríkja- forseti átti í gær fund á hóteli sínu í Moskvu með nokkrum af helstu gagnrýnendum yfirvalda í Rúss- landi, þar á meðal skáksnill- ingnum Garrí Kasparov. Obama sagði að það væri mikil- vægt að yfirvöld sættu sig ekki bara við skoðanir sem væru í and- stöðu við þeirra eigin, heldur virtu þær einnig. Ofsóttir og myrtir Að loknum fundi þeirra kvaðst Kasparov hafa greint Bandaríkja- forseta frá því að staða mannrétt- indamála hefði versnað í forsetatíð Medvedevs. Kasparov sagðist hafa afhent Obama lista með nöfnum harðsnúinna, rússneskra stjórnar- andstæðinga sem hefðu verið handteknir, ofsóttir og myrtir undanfarin ár. Fyrr um daginn hitti Banda- ríkjaforseti nemendur í við- skiptaháskóla í Mosku. Þar sagði hann að möguleikarnir á samvinnu Bandaríkjanna og Rússlands gætu orðið miklir yrði kaldastríðshugs- unarhátturinn lagður til hliðar. Nauðsyn betra réttarkerfis Obama var jafnopinskár á næsta fundi sínum sem var með kaupsýslumönnum. Sagði hann að til þess að erlendir aðilar myndu fjárfesta í Rússlandi þyrfti réttar- kerfið að batna. Erlendir fréttaskýrendur efast um að ummæli Bandaríkjaforseta hafi fallið Dmítrí Medvedev Rúss- landsforseta og Vladimir Pútín forsætisráðherra í geð. Seinni dagur Moskvuheimsókn- ar Obama hófst reyndar með morgunverðarfundi hans og Pút- íns. Kallaði Pútín forseta Þegar Bandaríkjaforseti ávarp- aði rússneska forsætisráðherrann á fundi með blaðamönnum fyrir morgunverðarfundinn var eftir því tekið að hann mismælti sig og kallaði Pútín forseta. Var þetta í annað sinn í tveggja daga heim- sókn sinni til Moskvu sem Obama mismælti sig á þennan hátt.Vakti þetta athygli í ljósi óljósrar skipt- ingar valda milli Pútíns og Medve- devs en sumir telja að Pútín hafi enn töglin og hagldirnar. Fyrir Rússlandsferðina sagði Obama Pútín enn vera með annan fótinn í kalda stríðinu en í gær kvaðst hann, þegar Pútín hlýddi á, gera sér grein fyrir frábæru starfi hans fyrir rússnesku þjóðina. Obama opin- skár í Moskvu Sagði að rússnesk yfirvöld yrðu að virða skoðanir í andstöðu við þeirra eigin Reuter Í Moskvu Michelle og Barack Obama heilsa viðskiptanemum. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÓEIRÐALÖGREGLA beitti táragasi og setti upp farar- tálma í Urumqi, höfuðborg Xinjiang, í gær til að halda aft- ur af þúsundum reiðra Han-Kínverja sem gengu um götur með barefli í leit að Uighur-mönnum í hverfum þeirra. Kommúnistar reyna hvað þeir geta til að hafa hemil á ástandinu og komu í gær á útgöngubanni í borginni á milli níu í gærkvöldi og fram til klukkan átta í morgun. „Uighur-mennirnir komu til okkar til að valda eyðilegg- ingu, nú ætlum við til þeirra til að ganga í skrokk á þeim,“ sagði reiður Han-Kínverji í samtali við AFP. Frásögnum af mannfallinu ber ekki saman Mikið ber í milli í frásögnum Uighur-manna og fulltrúa kommúnista í Xinjiang af mannfallinu í óeirðunum á sunnudag og halda stjórnvöld því fram að flestir þeirra 156 sem hafi fallið hafi verið Han-Kínverjar, öndvert við Ui- ghur-menn sem telja að níu af hverjum tíu sem týndu lífi hafi komið úr sínum röðum. Uighur-menn hafa áætlað að 600 hafi fallið en það hefur enn ekki fengist staðfest. Tilefni mótmælanna voru erjur á milli fulltrúa hópanna í leikfangaverksmiðju í Guangdong-héraði fyrir skömmu. Upp úr sauð á sunnudag þegar mótmælendur úr röðum Uighur-manna gengu berserksgang og réðust á Han-Kín- verja í borginni. Mótmælendum lenti þá saman við óeirða- lögreglu og fullyrða Uighur-menn að hún hafi þá hafið skothríð með þeim afleiðingum að fjöldi fólks lá í valnum. Yfirvöld segjast hafa handtekið ríflega 1.400 manns fyrir óspektir, skemmdarverk, ofbeldisverk og morð og krefjast Uighur-menn að fangarnir verði látnir lausir. Ríki heims og mannréttindasamtök hafa lýst yfir áhyggjum af þróuninni og hvatt til stillingar. Óeirðalögregla gætir hverfa Uighur-manna Han-Kínverjar í hefndarhug safna vopnum í Xinjiang Reuters Blóðbað Uighur-menn telja myndir af hinum látnu sýna að mannfallið hafi verið meira en yfirvöld hafa áætlað. HIN vetnisknúna Antares DLR-H2, einhvers konar sambland af flugvél, svifflugvél og þyrlu, tekur á loft frá flugvellinum í Hamborg. Að sögn framleiðenda er þetta fyrsta mannaða flugfarið sem er ein- göngu knúið vetni. Vænghaf farsins, sem sækir orku í vetni með efnaraföl- um, er 20 metrar en það er smíðað af fyrirtækinu Lange Aviation. Há- markshraði þess er 170 km á klukkustund og segjast framleiðendur geta aukið hraðann í 300 km á klst. Orkunýtnin er 44% og er því helmingi meiri en í hefðbundnum eldsneytisknúnum hreyflum, að því er fullyrt er. Reuters Fyrsta vetnisflugfarið BETLARAR voru undir lok síðasta áratugar sjaldgæf sjón á Flórída en bregður nú gjarn- an fyrir við helstu umferðaræðar. Eins og rakið er í St. Peters- burg Times velja margir þetta lifi- brauð af eigin vilja, ekki af illri nauðsyn. „Þrátt fyrir að á skiltunum segi að þeir séu heim- ilislausir virðast fáir betlarar sofa úti. Flestir þéna nógu mikið til að geta keypt bjór, kjúklingabita og herbergi á ódýru móteli. Innkoman yfir daginn er yfirleitt á milli 60 og 100 dollarar,“ segir í frétt Lane DeGregory um kjör betlara. Ekki eiga allir jafn bágt og þeir vilja vera láta. Þannig ræðir DeGre- gory við Roderick Couch, 28 ára gamlan mann sem betlar í hjólastól. Hann getur vel gengið en kýs að fara þessa leið með unnustu sinni, Jazmine Saldana, frá því að hann af- plánaði fangelsisdóm. Þau þéna 160 dali á dag, meira en ef þau til dæmis ynnu við að steikja hamborgara. Margir betlarar eru í sömu stöðu. Betlað í sólskinsfylkinu Að eigin vali? ÍBÚAR Xinjiang-héraðs eru um 20 milljónir og eru 45% íbúanna Uighur-menn, 40% Han-Kínverjar. Uighur-menn eru múslímar og eru í meirihluta í héraðinu þar sem áður var Austur-Túrkistan. Þegar kommúnistar með Maó í broddi fylkingar tóku völdin árið 1949 innlimuðu þeir Austur-Túrkistan í Kína og hefur svæðið síðan verið skilgreint sem Xinjiang- hérað. Eins og Tíbetar hafa Uighur-menn horft upp á mik- inn straum aðfluttra Han-Kínverja sem eru nú nærri því jafn margir og þeir. Frá árinu 1991 hefur öðru hvoru skorist í odda á milli hópanna en aldrei með jafn afdrifaríkum hætti og nú. Eru 45% íbúa héraðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.