Morgunblaðið - 08.07.2009, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Ámeðan höfteru á fjár-magnsflutn-
ingum milli Íslands
og annarra landa
munu einhverjir finna leiðir til
að hagnast á því að fara á svig
við reglurnar. Ekkert eftirlits-
kerfi stjórnvalda er svo skilvirkt
og fullkomið að það geti komið
algjörlega í veg fyrir brask með
gjaldeyri.
Stundum eru menn í aðstöðu
til að hagnast á slíkum við-
skiptum í krafti stöðu sinnar eða
vegna þekkingar og tengsla sem
aðrir búa ekki yfir. Það eru eng-
in ný sannindi og þekkist frá
haftatímum fyrri áratuga.
Í því ljósi var frelsisvæðing
þjóðfélagsins, sem hófst af al-
vöru á tíunda áratug síðustu ald-
ar, ekki síst í þágu alls almenn-
ings. Það tryggði að minnsta
kosti að allir stóðu jafnfætis
gagnvart þeim kostum sem í
boði voru í viðskiptum og á öðr-
um sviðum þjóðfélagsins.
Í Morgunblaðinu í fyrradag
var því lýst hvernig hægt er að
hagnast á þeim aðstæðum sem
nú eru uppi hér á landi vegna
gjaldeyrishaftanna. Samkvæmt
fréttinni er hér stundað um-
fangsmikið brask með gjaldeyri
sem gengur út á að græða á mis-
mun á gengi krónunnar í Seðla-
banka Íslands og erlendis.
Það er mikilvægt að gera
greinarmun á lög-
legum og ólöglegum
leiðum í gjaldeyr-
isviðskiptum.
Ólöglega leiðin
felur í sér að verið er að hafa
gjaldeyri af Seðlabankanum og
þar með ríkinu. Segja má að ver-
ið sé að leiða gjaldeyri almenn-
ings til útlendinga til að græða á
mismuninum á gengi krónunnar
hér og í Evrópu.
Þessi leið er fær vegna þess
að viðskipti með krónuna eru
ekki frjáls og tvöfalt verð á
gjaldmiðlinum. Það er því í raun
ekki við braskarana að sakast
heldur það ástand sem skapast
hefur og gerir það að verkum að
menn töldu nauðsynlegt að setja
á gjaldeyrishöft.
Ríkisstjórn og Seðlabanki
hafa síðan það var gert bæði
hert reglur og komið á sérstakri
eftirlitsnefnd embættismanna
úr Seðlabanka og Fjármálaeft-
irliti, sem á að tryggja að regl-
unum sé fylgt. Eins og með allar
eftirlitsstofnanir þá eiga þær til
að vaxa hratt eins og regluverk-
ið sem þær eiga að tryggja að
farið sé eftir.
Einfaldari leið til að koma í
veg fyrir braskið er að aflétta
höftunum. Seðlabankastjóri
segir það ferli hefjast í skrefum
fyrir árslok. Það er árangursrík-
ari leið en að byggja upp tröll-
vaxinn eftirlitsiðnað.
Afnám hafta kemur í
veg fyrir braskið}
Braskarar frelsaðir
Minnihlutahóp-ar eiga erfitt
uppdráttar í Kína.
Á því hafa Tíbetar
fengið að finna og
sömu sögu er að
segja af þjóðflokki Uigura. Síð-
an á sunnudag hafa staðið yfir
mótmæli í héraðinu Xinjiang í
norðvesturhluta Kína og hafa
kínversk stjórnvöld brugðist
hart við. Kínverskar fréttastof-
ur sögðu í gær að 156 manns
hefðu fallið og rúmlega þúsund
manns hefðu særst. Talsmenn
Uigura telja hins vegar að 600
manns liggi í valnum.
Uigurar eru múslímar og
krefjast aukinnar sjálfstjórnar.
Kínverjar lögðu héraðið, sem
Uigurar kalla Austur-Túrkest-
an, undir sig 1955 og hafa
stjórnvöld hvatt Han-Kínverja,
sem eru rúmlega 90 prósent
íbúa Kína, til að flytjast þangað.
Uigurar eru um átta milljónir af
tuttugu milljónum íbúa héraðs-
ins og Han-Kínverjar nokkurn
veginn jafn margir.
Uigurum svíður að fá ekki að
iðka trú sína án íhlutunar og að
Han-Kínverjar í héraðinu skuli
hafa öll pólitísk völd í hendi sér,
sem meðal annars komi fram í
því að þeir fái öll bestu störfin.
Kínversk stjórnvöld kenna
leiðtogum Uigura erlendis um
að kynda undir mótmælum og
beina sérstaklega spjótum sín-
um að Rebiyu Kadeer, sem fyrir
fjórum árum var sleppt úr fang-
elsi í Kína og send
til Bandaríkjanna.
Kadeer efnaðist í
viðskiptum, en féll í
ónáð og var dæmd í
átta ára fangelsi ár-
ið 1999 fyrir landráð. Minna
ásakanirnar á hendur henni á
málflutning Kínverja á hendur
Dalai Lama. Kadeer segist eng-
an þátt í eiga í mótmælunum og
fordæmir ofbeldi af hálfu Uig-
ura um leið og hún gagnrýnir
aðgerðir Kínverja harkalega.
Margt er óljóst í sambandi við
óeirðirnar undanfarna daga, en
ekki fer á milli mála að komið er
fram við Uigura af hörku í Kína.
Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd
fyrir að nota pyntingar, fjölda-
handtökur og dauðarefsingar
gegn þeim. Samkvæmt Amnesty
International hafa 3000 Uigurar
verið handteknir síðan um miðj-
an síðasta áratug og 200 verið
teknir af lífi. Í gær var haldið
fram að stjórnvöld hefðu hand-
tekið 1400 manns vegna mót-
mælanna. Því miður er ólíklegt
að barátta Uigura muni bera ár-
angur, slíkir eru hagsmunir
Kínverja í héraðinu, bæði hern-
aðarlega vegna þess að Xinjiang
liggur að Rússlandi, Pakistan,
Afganistan og Indlandi og þar
er að auki að finna gas, olíu, kol,
gull og úran. En það er skylda
alþjóðasamfélagsins að gagn-
rýna kínversk stjórnvöld og
gera þeim grein fyrir því að
mannréttindi eigi líka við í Kína.
Uigurar í Kína hafa
verið misrétti beittir
í hálfa öld }
Kínversk stjórnvöld söm við sig
R
ígur milli þeirra sem búa á höf-
uðborgarsvæðinu og þeirra sem
búa á landsbyggðinni getur ver-
ið skemmtilegur en hann getur
líka verið afskaplega þreytandi.
Dæmi um hið síðarnefnda mátti m.a. sjá í
grein í Morgunblaðinu 4. júlí eftir Jóhann
Guðna Reynisson, fyrrverandi sveitarstjóra
Þingeyjarsveitar og fyrrverandi stjórn-
armann í Greiðri leið ehf. sem vinnur að und-
irbúningi Vaðlaheiðarganga. Í greininni sem
bar heitið „Vaðlaheiðargöng strax“ nefnir Jó-
hann Guðni ýmis ágæt rök fyrir því að göng
verði boruð undir heiðina, s.s. erfiðar sam-
göngur að vetri og að Þingeyingar og fleiri
þurfi að fara um langan og stundum illfæran
veg til að komast á sjúkrahús. Því miður getur
Jóhann Guðni ekki stillt sig um að nota tæki-
færið til að hnýta í þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu.
Eftirfarandi tilvitnun er úr grein Jóhanns Guðna og er
síðasta setningin sérlega eftirtektarverð:
„Finnst fólki virkilega að vegir úti á landi megi vera
holóttir og stórgrýttir malarvegir bara af því að þar býr
færra fólk en á Suðvesturlandi? Ætti landsbyggðarfólk
þá ekki bara að ferðast um á hestum? Og má fólk úti á
landi líka búa við það að verða veðurteppt marga sólar-
hringa á hverjum vetri bara af því að þar býr færra fólk?
En hvað ætli „þetta landsbyggðarfólk“ sé að gera? Held-
ur fólk á Suðvesturlandi að maturinn sé framleiddur í
búðunum?“
Þessi ummæli eru hvorki málefnaleg né
gáfuleg og þau væru ekki svaraverð nema af
þeirri ástæðu að um er að ræða fyrrverandi
sveitarstjóra og fyrrverandi stjórnarmann
Greiðrar leiðar. Sem slíkur hlýtur hann að
hafa velt þessum málum töluvert fyrir sér og
ætti t.d. að kunna ýmis dæmi um ófærð og
slæmt veður á Víkurskarði. Hann ætti að
geta rökstutt mál sitt ítarlegar og betur en
flestir aðrir og hefði þess vegna átt að vera í
lófa lagið að sleppa sleggjudómunum.
Því miður er viðhorfið til Reykvíkinga og
nærsveitunga sem birtist í grein Jóhanns
Guðna ekkert einsdæmi. Við og við má lesa
eða heyra ummæli af svipuðum toga, þ.e. að
einhver sem býr ekki á höfuðborgarsvæðinu
gerir lítið úr íbúum og lifnaðarháttum þar.
Þetta heyrist meira að segja úr munni manna
sem hafa það að lifibrauði að selja þjónustu eða afurðir
til höfuðborgarsvæðisins. Á sama hátt eiga höfuðborg-
arbúar það til að gera lítið úr þeim sem búa á lands-
byggðinni og er það að sjálfsögðu ekki hótinu skárra.
Þeir sem búa á landsbyggðinni þurfa að reiða sig á höf-
uðborgarbúa á ýmsan hátt, m.a. að þeir haldi áfram að
kaupa mjólk og lambakjöt í miklum mæli. Höfuðborg-
arbúar reiða sig sömuleiðis á störf sem unnin eru á
landsbyggðinni, ekki síst í sjávarútvegi og landbúnaði.
Góðlátlegur rígur milli landshluta er sjálfsagður en í
pólitískum deilumálum er hann aðeins til vansa.
runarp@mbl.is
Rúnar
Pálmason
Pistill
Er matur framleiddur í búðum?
Valdagræðgi í
Mið-Ameríku
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
A
tburðarásin hefur verið
eins og í spennumynd.
Hermenn gráir fyrir
járnum ryðjast inn á
heimili forsetans,
Manuels Zelaya, afvopna verði hans,
flytja hann fjötraðan út á flugvöll og
svo beinustu leið í útlegð til San José
í Kosta Ríka.
Framhaldið var með líku lagi.
Zelaya neitaði að leggja árar í bát
og sneri aftur með einkaflugvél sem
herinn kom í veg fyrir að gæti lent í
heimalandinu í beinni útsendingu
ríkissjónvarpsins í Venesúela.
Hamagangurinn hófst þegar her-
inn ákvað að láta til skarar skríða í
kjölfar þess að Zelaya freistaði þess
að feta í fótspor Hugos Chavez, for-
seta Venesúela, og framlengja
valdatíð sína með breytingum á
stjórnarskránni. Þingið kunni hins
vegar ekki að meta hugmynd Zelaya
um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort
efna bæri til stjórnlagaþings, svo
hann gæti boðið sig aftur fram í nóv-
ember, fjórum árum eftir nauman
sigur hans í kosningunum 2005.
Erfði timburauð
Hallað hefur undan fæti hjá Zela-
ya í forsetatíð hans og mælist stuðn-
ingur við hann nú aðeins 30%.
Ein meginskýringin fyrir fallandi
gengi er sú ákvörðun hans síðasta
haust að bindast Chavez traustum
böndum og fá í staðinn efnahags-
legan stuðning sem hann gat svo
framlengt til atkvæðakaupa.
Bandalag forsetans við Evo Mor-
ales Bólivíuforseta og Castrobræður
hefur einnig grafið undan fylginu.
Forsetinn telst þó vart marxisti.
Hann er leiðtogi frjálslynda flokks-
ins í Hondúras, sem flokka má sem
hægra megin við miðju. Hann erfði
mikinn auð frá föður sínum úr
timburiðnaðinum og gekk í háskóla,
ólíkt flestum löndum sínum (skóla-
kerfið býr við fjársvelti).
Þegar dræmlega var tekið í hug-
mynd hans um þjóðaratkvæða-
greiðslu freistaði hann þess að bera
undir þegna sína hvort þeir væru
fylgjandi því að spurt væri um af-
stöðu þeirra til stjórnlagaþings á
kjörseðlinum í kosningunum í haust.
Grunur leikur á að kjörseðlarnir
sem forsetinn skipaði hernum að
dreifa séu upprunnir í Venesúela.
Rak yfirmann hersins
Romeo Vásquez Velázquez, yfir-
maður hersins, neitaði hins vegar að
dreifa seðlunum við lítinn fögnuð
forsetans sem rak hann.
Þegar þar var komið sögu var gjá-
in á milli forsetans og stjórnkerfisins
tekin að dýpka. Hæstiréttur setti
Velázquez aftur í embættið og óháð
kosningaráð úrskurðaði að kjörseðl-
arnir skyldu endurkallaðir.
Forsetinn greip þá til þess ráðs að
láta opinbera starfsmenn safna
undirskriftum en herinn greip þá í
taumana og rændi völdunum.
Roberto Micheletti, forseti þings-
ins og flokksbróðir fráfarandi for-
seta, var skipaður forseti og eru nú
uppi vangaveltur um að Zelaya
hyggist leggja til þá málamiðlun að
hann fái að snúa aftur gegn því að
kosningum verði flýtt og eftirmaður
hans kjörinn á lýðræðislegan hátt.
Óvíst er hvort af því verði.
Reuters
Umdeildur Stuðningsmaður Manuels Zelaya forseta heldur á mynd af hon-
um í mótmælum um helgina. Mun fleiri hafa mætt í mótmæli gegn honum.
Mikil stjórnarkreppa ríkir í Hond-
úras eftir að herinn rændi völd-
unum í kjölfar einræðistilburða
Manuels Zelaya forseta. Á sama
tíma og heimurinn fordæmir
valdaránið er Zelaya lítt vinsæll.
MEÐAL umdeildra ákvarðana Zela-
ya í embætti var að tvöfalda lág-
markslaunin, skref sem álitið er
hafa haft neikvæð áhrif í hagkerf-
inu, burtséð frá réttlætissjónarmiði.
Á sama tíma jókst glæpatíðni og
spillingarmálum fjölgaði og þegar
erfitt reyndist að standa undir öllum
loforðunum leitaði forsetinn til ná-
grannaríkisins Venesúela.
Það var á þeim tímapunkti sem
forsetinn hafði glatað stuðningi elít-
unnar sem sneri við honum baki.
Forsetinn þurfti á nýjum banda-
mönnum að halda og leitaði til
verkalýðshreyfingarinnar og bænda
með róttæk stefnumið sem voru
töluvert til vinstri við áherslur
flokksbræðra hans.
Valdaránið nú er það fyrsta í álf-
unni frá því að Jean-Bertrand Ar-
istide var steypt af stóli forseta í
Haítí árið 2004 en árið áður var gerð
tímabundin uppreisn gegn Chavez
sem kveðin var niður.
NÝIR
FÉLAGAR››