Morgunblaðið - 08.07.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.07.2009, Blaðsíða 32
✝ Aðalmundur JónMagnússon fædd- ist í Litla-Dal í Saur- bæjarhreppi, nú Eyjafjarðarsveit, sunnudaginn 23. ágúst 1925. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðviku- daginn 1. júlí 2009. Foreldrar hans voru Magnús Jón Árnason járnsmiður, f. 18. júní 1891, d. 24. mars 1959, og Snæ- björg Sigríður Aðalmundardóttir húsmóðir, f. 26. apríl 1896, d. 27. mars 1989. Systkini Aðalmundar samfeðra eru Hildigunnur, f. 28. mars 1915, d. 21. nóvember 1994, Ragnheiður, f. 18. desember 1916, d. 4. apríl 1941, Árni, f. 24. mars 1918, d. 7. mars 1983, Aðalsteinn, f. 6. febrúar 1920, d. 1. maí 1990, og Freygerður, f. 9. nóvember 1933, d. 8. mars 2007. Alsystkini Aðalmundar eru Hrefna, f. 3. mars 1920, d. 25. mars 2008, Þor- gerður, f. 4. mars 1922, Guðný, f. 12. febrúar 1923, og Guðrún, f. 16. maí 1924. Fyrri kona Aðalmundar er Gyða Gestsdóttir, f. 24. janúar Flugleiðum, f. 21. júlí 1971, kvæntur Unni Ýri Jónsdóttur, MA í alþjóðafræði, f. 19. febrúar 1970. Saman eiga þau synina Baldvin Birni, f. 21. maí 2001, og Jón Kára, f. 16. október 2006. 2. Henning Þór, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, f. 14. desem- ber 1973, kvæntur Berglind Rut Magnúsdóttur leikskólakennara, f. 9. júní 1982. Saman eiga þau dótturina Karólínu Ösp, f. 13. nóvember 2007. Fyrir átti Henn- ing dótturina Margréti Birnu, f. 9. desember 1994. 3. Magnús Ingi námsmaður, f. 13. maí 1975, kvæntur Sunnu Björk Guðmunds- dóttur tölvunarfræðingi, f. 22. nóvember 1976. Þau eiga dæt- urnar Júlíu Jökulrós, f. 3. sept- ember 2005 og Emilíu Snæbjörgu, f. 12. september 2007. Að- almundur bjó í sömu sveit til 10 ára aldurs, að hann flutti til Ak- ureyrar. Eftir fermingu gekk hann í gagnfræðaskóla og stund- aði almenna vinnu til sjávar og sveita fram að tvítugu. Fór þá til Ameríku til flugvirkjanáms. Skömmu eftir heimkomu 1947 hóf hann störf sem flugvirki hjá Loft- leiðum hf., síðar Flugleiðum hf., og starfaði þar til 1990. Að- almundur starfaði lengst af sem flugvélstjóri eða í um 42 ár. Eftir það tók Aðalmundur að sér verk- efni hjá öðrum flugfélögum. Útför Aðalmundar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 8. júlí, kl. 15. Meira: mbl.is/minningar 1930. Saman eign- uðust þau dótturina Auði, hún er hús- móðir, f. 12. maí 1953, gift Sævari Þór Guðmundssyni rafvélavirkja, f. 21. október 1953. Þeirra börn eru 1. Að- almundur Magnús húsasmiður, f. 17. júlí 1971. Hann á dótturina Elísu Auði, f. 14. janúar 1995. 2. Guðmundur Þór markaðsstjóri, f. 27. janúar 1975, kvæntur Fann- eyju Dögg Ólafsdóttur, sjúkraliða og snyrtifræðingi, f. 26. sept- ember 1981. Saman eiga þau son- inn Aron Þór, f. 5. apríl 2008. Fyrir átti Fanney Dögg dótturina Andreu Rós, f. 4. júní 2002. 3 Lilja Sædís nemi, f. 31. janúar 1978. 4. Eva María, f. 12. nóv- ember 1982, d. 25. september 1990, lést af slysförum. 5. Marí- anna Eva nemi, f. 7. júní 1992. Aðalmundur og Gyða skildu 1967. Eiginkona Aðalmundar er Hilke Jakob, f. 25. mars 1941. Þau giftust 28. febrúar árið 1972 og eignuðust saman þrjá syni. 1. Konrad Garðar, flugstjóri hjá Ein og sama eilífð tengir allt sem var og koma skal. (Davíð Stefánsson.) Elsku hjartans pabbi, þú varst okkur allt. Alltaf til staðar fyrir okk- ur. Ég trúi því að við eigum eftir að hittast aftur í einhverri mynd. Lík- aminn er bara verkfæri til að birta sjálfið í efnisheimum og gera sálinni kleift að þroskast. Upplifa hver hún er í raun og veru. Þannig að þó svo líkaminn deyi getum við ekki dáið því við erum lífið. Dagurinn í dag er þakkargjörð til þín, fyrir að vera sá sem þú varst. Við munum öll halda áfram að lifa í þínum anda. Ástarkveðjur, Guð geymi þig. Þín dóttir Auður. Jæja, farinn. Mikið er það nú skrítið að hafa þig ekki hjá okkur. Þú sem varst alla tíð hornsteinninn í lífi svo margra, alltaf gefandi og aldrei þiggjandi. Það er svo merkilegt að þegar ég sit hér og góni út í loftið og rifja upp þær ótal stundir sem ég deildi með honum pabba, allar sem ein góðar og sælar minningar, allar! Það verð- ur að teljast nokkuð vel af sér vikið. Fyrst og fremst er ég nú bara ótrúlega þakklátur fyrir það að pabbi nennti að standa í barneign- um, bleiuskiptingum og öllu því til- heyrandi enn einu sinni þar sem hann stóð á fimmtugu, eigandi þá þegar þrjú börn fyrir, Auði sem þá var sjálf byrjuð að eignast börn og svo þá Konna og Henna, hefði hann ákveðið að láta þar við sitja þá hefði það vissulega sett strik í tilveru undirritaðs sem er seinastur í röð- inni. Hingað til hef ég átt því láni að fagna að hafa átt nokkuð farsæla og ánægjulega tilveru og þakka ég það að miklum hluta til einmitt honum elsku pabba mínum en til hans var alltaf hægt að leita, sama hvað á bjátaði var hann ávallt tilbúinn að létta á manni og ráðleggja. Ég verð að viðurkenna svona eftir á séð að það kom mér óneitanlega á óvart að pabbi (og mamma) hafi komist heill heilsu frá uppeldi okkar bræðra því í gegnum árin gekk nú á ýmsu í Suðurhlíðinni og mæddi oft mikið á þeim gamla sem iðulega tæklaði málin af ótrúlegustu yfir- vegun og með mesta jafnaðargeði. Það finnast ekki margir menn sem leikið geta það eftir. Það má þá ef til vill leiða að því líkur að erill okkar bræðra hafi haldið pabba á tánum og haldið honum ungum í anda langt fram yfir það sem eðlilegt getur tal- ist. Ég hef alla tíð verið mjög náinn honum pabba og tengst honum sterkum böndum. Ég fluttist því af landi brott með blendnum tilfinn- ingum fyrir þremur árum en þá var pabbi farinn að kenna sér þess meins sem svo á endanum tók hann. Seint verður það sagt um hann Að- almund að hann hafi tölvuvæðst að einhverju ráði en þó tókst honum að tileinka sér þá eiginleika tölvutækn- innar sem nýttust honum til sam- skipta við vini sína og ættingja. Int- ernetið leysti að stórum hluta úr þeirri fjarlægð sem skildi okkur að, bæði tölvupóstur og í gegnum Skype gátum við talast við og séð hvorn annan upp á nánast hvern einasta dag. Þessara augnablika mun ég svo sannarlega sakna þar sem við hittumst félagarnir, ég sitj- andi í einu landinu og hann í hinu. Töluðum nákvæmlega um ekki neitt en nutum þess báðir svo innilega. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að eyða síðustu dögunum með pabba. Þó vissulega hafi þeir verið sársaukafullir, vafalaust mun sárs- aukafyllri fyrir okkur en hann sjálf- an, þá voru þetta ómetanlegar stundir. Hann ræddi lítið sín veik- indi enda tilgangslítið að gera þau að miðpunkti samverustundanna, síðustu orkuna notaði hann svo í að stappa í okkur stálinu, ávallt hugs- andi meira um sína nánustu en sjálf- an sig. Magnús Ingi Aðalmundsson. Núna ert þú floginn, pabbi minn, lengra en þú hefur áður flogið. Ég vil bara óska þér góðrar ferðar og þakka þér fyrir það líf sem þú bjóst mér og þá ást sem þú sýndir okkur alla tíð. Maður er varla búinn að gera sér grein fyrir því hvað þetta er búið að gerast allt hratt. Þó að maður vissi þetta fyrir þónokkru er söknuðurinn sár og hugurinn reikar stanslaust aftur í tímann þar sem þú varst að brasa eitthvað með okkur bræðrunum, hvort sem það var heima í Suðurhlíð, úti á landi ein- hvers staðar eða í fjarlægum lönd- um. Alltaf varst þú til staðar ef mann vantaði hjálparhönd og yfir- leitt varst þú fyrstur til ef einhvern vantaði aðstoð. Hvert sem maður kom og nafn þitt bar á góma þá var alls staðar talað vel um þig, þú áttir vini um allan heim og öllum var hlýtt til þín, þú varst svo sannarlega vinur vina þinna. Alltaf fylltist mað- ur stolti þegar einhver sagði manni sögur af þér, sem allar áttu það sameiginlegt að vel var talað um þig. Pabbi, ég hef alla tíð verið stoltur af þér og mun ég leyfa minningunni um þig að lifa áfram og deila þessum minningum með afabörnum þínum sem þú varst svo hrifinn af. Gjör dyrnar breiðar, hliðið hátt. Þú, Herrans kristni, fagna mátt, því kóngur dýrðar kemur hér og kýs að eiga dvöl hjá þér. (Helgi Hálfdanarson.) Sárt er þín saknað, mikli höfðingi, sem með dulinni ást þinni hlúðir að okkur og studdir meira en orð fá lýst. Tárum okkar er vel veitt þegar þau falla þér til heiðurs. Ó hvað ég sakna þín. Bless, elsku pabbi minn, hvíl í friði. Við eigum eftir að hittast aftur seinna og ég veit að þú tekur á móti mér opnum örmum eins og þú hefur ávallt gert. Hinst þegar kallið kemur burt af heimi, kannastu við mig og lýstu mér. Síðasta hugsun hjarta míns veri: Heilagi bróðir, dýrð sé þér. (Sigurbjörn Einarsson.) Þinn sonur, Henning Þór. Þá ertu farinn, besti vinur minn og einstakur maður, elsku pabbi minn. Þótt þú hafir ekkert verið á því þegar ég spjallaði við þig síðast. En svo bara fórstu, svo óvænt en samt ekki. En eins og allt sem þú tókst þér fyrir hendur þá kvaddir þú með þeirri hógværu reisn sem ein- kendi þig alla tíð. Þú varst alltaf til staðar, alltaf tilbúinn að hjálpa, allt- af tilbúinn að veita styrk og ráð. Hjartahlýjan og örlætið átti sér engin takmörk hjá þér. Hann er sáttur og þar er aldrei von á bulli, hann skín sem sól í heimi hér og hjartað er úr gulli. Segja má að þessi þjóð þyrfti ekki að kvarta ef við værum öll svo góð og öll með svona hjarta. (Kristján Hreinsson, Skerjafjarðarskáld.) Elsku pabbi, þú baðst okkur um að gráta þig ekki, en það er er svo sárt að horfa á eftir þér að þú verður að fyrirgefa þau tár sem til þín falla. Aðalmundur, indæl sál mun áfram veggi reisa ef hann veit einhver vandamál hann verður þau að leysa. Hann ánægju í öllu sér og ef hann finnur leiða í huga þá á flug hann fer um fjöllin norðan heiða. (Kristján Hreinsson, Skerjafjarðarskáld.) Hjartans pabbi, ég mun sakna þess að geta ekki sest niður með þér og spjallað og látið hugann reika með þér um víðan völl. Reyna að leysa lífsgátuna eins og þú kallaðir það. Nú hefur þú leyst þá gátu og nú er það mitt að leita svara. Ég sé þig aftur þegar svarið er í höfn, bless á meðan, pabbi minn. Konrad Aðalmundsson. Sem afbragðs dreng við þekktum þig, og þökk og lotning vor, og miklu fleiri, fjær og nær, þér fylgja hinstu spor. Þig faðmi liðinn friður guðs, og fái verðug laun þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska í raun. Vér kveðjum þig með þungri sorg, og þessi liðnu ár með ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt, og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæll! Vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti.) Takk fyrir allt, vinur. Þinn einlægur tengdasonur, Sævar. Ljúfur og góður maður er fallinn frá. Eftir stutta baráttu við illvígan sjúkdóm er tengdafaðir minn látinn. Maður sem vildi öllum allt gott og hafði unun af því að rækta ættgarð- inn og afkomendur sína. Ofurhugi, sem ungur að árum hélt af stað út í heim og leiðin frá Litla Dal til Los Angeles hefur verið löng þegar þú varst ungur maður við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Eftir nokk- urt hlé ert þú aftur lagður af stað í ferðalag og á vit nýrra ævintýra. Ég kveð þig með söknuði, trega og hlý- hug. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Höf. ók.) Að leiðarlokum vil ég þakka tengdaföður mínum samfylgdina sem var ljúf og gefandi. Unnur Ýr Jónsdóttir. Elsku afi minn, núna hefurðu loksins fengið frið eftir þessi erfiðu veikindi. Ég sakna þín svo mikið og vildi óska að þú værir ennþá hjá okkur, en huggunin felst í öllum frá- bæru minningunum sem ég á um þig. Ég er mjög ánægð með að hafa verið nærri þér þína seinustu daga, og þín er sárt saknað, elsku afi minn. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Úr vísum Vatnsenda-Rósu.) Þín Margrét Birna Henningsdóttir. Allt of oft látum við amstur hvers- dagsins stjórna okkur. Við látum hið mikilvæga víkja fyrir því hversdags- lega sem engu máli skiptir þegar upp er staðið. Við höldum alltaf að við höfum nógan tíma „seinna“ en svo allt í einu er tíminn liðinn og tækifæri farin sem ekki koma aftur. Full eftirsjár sest ég niður til að minnast Alla frænda, eins og ég ólst upp við að heyra hann kallaðan. Ég var alltaf á leiðinni að heimsækja hann og Hilke, enda hvatti hann mig reglulega til þess, „...og stattu nú við það“, sagði hann hlæjandi í síð- asta sinn sem ég sá hann. Ég ætlaði svo sannarlega að standa við það því mér fannst óskaplega notalegt að koma til þeirra Hilke. Mér leið alltaf vel í návist Alla og hafði svo gaman af að sitja yfir kaffibolla með honum og spjalla, það var bara allt of sjald- an og nú er orðið of seint að bæta úr því. Elsku Alli, fyrirgefðu mér. Kæru Hilke, Auður, Konrad, Henning, Magnús, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn, ég sendi ykkur öllum innilegar samúð- arkveðjur, Guð veri með ykkur. Kveðja, Hrefna Thorsteinson. Fyrir rúmum fjórum árum urðum við hjón og fjölskylda okkar þess heiðurs og ánægju aðnjótandi að tengjast Aðalmundi fjölskyldubönd- um. Sonur Aðalmundar og Hilke, Magnús Ingi, og Sunna Björk dóttir okkar höfðu þá tekið þá ákvörðun að ganga í hjónaband. Tveimur árum fyrr hittum við Aðalmund og Hilke í fyrsta sinn og vorum nokkuð eftir- væntingarfull enda heill og ham- ingja dóttur okkar mikilvæg. Okkur leist að sönnu vel á verðandi tengda- son en vildum líka gjarnan að dóttir okkar fengi góða tengdafjölskyldu. Og við hefðum ekki getað orðið glað- ari fyrir hennar hönd. Við vissum að Aðalmundur var orðinn roskinn maður að árum og heilsufarið fór hnignandi undir það síðasta en hugur hans var síungur svo við leyfðum okkur að vonast eft- ir lengri tíma. Þótt samferð okkar hafi ekki orðið lengri en raun bar vitni eigum við margar minningar um liðnar samverustundir og þær eru allar góðar. Hver stund bar vitni um væntumþykju Aðalmundar í garð fjölskyldu sinnar allrar. Hann brosti blítt og í augunum var þetta hlýja blik sem við minnumst með söknuði. Segja má að samverustundir hefðu mátt verða fleiri en raun bar vitni en hitt skiptir kannski meira máli að minnast þeirra sem við feng- um með þakklæti og gleði og það gerum við svo sannarlega. Nánast varð samstarf okkar sennilega í undirbúningi fyrir brúðkaup Sunnu og Magnúsar þegar við áttum sam- an nokkra daga á Snæfellsnesi og breyttum þreyttu félagsheimili í glæsilegan veislusal. Aðalmundur lét ekki sitt eftir liggja þótt hann væri þá rétt tæplega áttræður að aldri. Það fór ekki fram hjá okkur að hann var handlaginn maður og hafði gott auga fyrir smáatriðum þegar hann lagaði það sem betur mátti fara. Það leyndi sér heldur ekki að hann lagði alúð í hvert handtak og var vandvirkur og vinnuglaður mað- ur. Við áttum þarna yndislega daga og hátíðin náði hámarki í skemmti- Aðalmundur Jón Magnússon 32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009 Til elskulegs afa. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Með þökk fyrir allt. Lilja og Maríanna Sævarsdætur. Elsku besti afi Alli. Við eigum eftir að sakna þín svo mikið. Þú varst svo góður og skemmtilegur. Það er skrít- ið að koma á Starhagann og þú ekki þar. Það er erfitt að skilja að þú sért farinn og komir ekki aftur en við geymum minn- inguna um þig í hjörtum okk- ar. Guð, geymdu minn góða afa, og gleddu hann með kveðju frá mér. Þú heppinn ert hann að hafa, á himninum hjá þér. (Kristín Ösp Jónsdóttir.) Þínir afastrákar, Baldvin Birnir og Jón Kári Konráðssynir. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.