Morgunblaðið - 09.07.2009, Síða 2

Morgunblaðið - 09.07.2009, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 42 04 0 04 .2 00 8 Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is „MENN eru að keppa við klukkuna. Þetta eru eins og ólympískar veiðar. Það er búið að moka allt of miklu í bræðslu og við höfum verið að gera það líka til þess að taka þátt í þessu rugli.“ Þetta sagði Gylfi Viðar Guð- mundsson, skipstjóri á vinnsluskip- inu Hugin VE, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans á miðunum skömmu áður en bann við veiðum á makríl gekk í gildi klukkan 18 í gær. Kepptust við síðustu tímana Síðustu klukkustundirnar áður en bannið gekk í gildi kepptist fjöldi skipa við veiðarnar á miðunum suður undir miðlínu milli Íslands og Fær- eyja. Auk þess að setja á bann við mak- rílveiðum var reglugerð um stjórn veiða íslenskra skipa úr norsk-ís- lenska síldarstofninum breytt á þann hátt að veiðar úr þeim stofni eru ein- ungis heimilar fyrir norðan 66 gráð- ur N og þar má makrílafli ekki fara yfir 10 prósent af heildarafla á hverju þriggja vikna tímabili. Reglu- gerðin tók gildi á miðnætti. Hratt gengið á kvótann Gripið var til þessara ráðstafana þar sem afar hratt hefur gengið á út- gefna hámarksaflaviðmiðun, 112 þúsund lestir, í makríl á síðustu dög- um. Í fréttatilkynningu frá sjávarút- vegsráðuneytinu segir að ennfremur sé ljóst að erfitt verði að veiða norsk- íslenska síld án þess að makríll fáist sem meðafli og á þeim grunni þykir ástæða til að stöðva beinar veiðar á makríl með fyrrgreindum hætti. „Það hefur verið algjör skömm að þessu. Það hafa allir verið að keppast við að veiða sem mest. Stóru fyrir- tækin eru með burðarskip sem veitt er ofan í og svo eru þau látin sigla í land,“ sagði Gylfi Viðar. Það er mat hans að úthluta hefði átt hverju skipi ákveðnum kvóta. „Þá gætu menn nýtt þetta betur. Við gætum látið reka á meðan verið væri að vinna aflann í stað þess að vera í kapphlaupi við að veiða í bræðslu. Það munar tífalt á verðinu.“ Meirihlutinn í bræðslu Eyþór Björnsson, forstöðumaður veiðieftirlits Fiskistofu, kveðst ekki hafa tölur yfir hversu mikið hafi farið í bræðslu annars vegar og í vinnslu hins vegar. Ljóst sé að meirihlutinn hafi farið í bræðslu en nú hafi þó talsvert meira af aflanum farið í vinnslu en í fyrra. „Það eina sem var unnið í fyrra var um borð í fjórum vinnsluskipum. Nú hafa vinnslurnar í landi tekið eins og þær hafa getað.“ Að sögn Eyþórs hafa um 20 skip verið á makrílveiðum. Allt of miklu mokað í bræðslu  Sjávarútvegsráðherra fól Fiskistofu að fella úr gildi öll leyfi til makrílveiða í gær  Hratt hefur gengið á hámarksaflaviðmiðun um 112 þúsund tonn síðustu daga » Ólympískar makrílveiðar fyrir bannið » Burðarskip hafa flutt aflann í land » Veiðar á norsk-íslenskri síld takmarkaðar                         !   MIKLAR framkvæmdir eru nú á jörðinni Lamba- læk í Fljótshlíð en þar er að rísa hið reisulegasta hús á tveimur hæðum. Samkvæmt fundargerð- um skipulagsnefndar Rangárþings ytra, frá því í febrúar síðastliðnum, hefur þarna verið veitt leyfi fyrir húsi með allt að 300 fermetra grunn- fleti, auk þess sem leyfi er fyrir um 800 fermetra byggingu neðanjarðar, sem ráðgert er að sam- anstandi af bílageymslu, vínkjallara, tengigangi og gestahúsi. Bygging hússins hefur staðið yfir um nokkra hríð og var hópur iðnaðarmanna þar að störfum í gær. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, annar helsti eigandi Bakkavarar Group, stendur að byggingunni. onundur@mbl.is MIKLAR FRAMKVÆMDIR Í FLJÓTSHLÍÐINNI Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is KÓRALRIF -og hólar hafa fundist í Lónsdjúpi, austur af landinu, en rannsóknarleiðangur var farinn á vegum Haf- rannsóknastofnunar í lok júní. Að sögn Steinunnar Hilmu Ólafsdóttur, sérfræðings í botndýrum, er þetta kaldsjávarkórall í tveimur litaaf- brigðum sem er að finna á um 40 ferkílómetra svæði á 200- 500 m dýpi. Ekker sólarljós nær því til kórallanna, sem nærast með því að sía næringu úr hafstraumum. „Það sem gerir hann svona sérstakan er að hann er mjög lengi að vaxa, það tekur mörg hundruð þúsund ár fyrir kóralrif að myndast og á þeim tíma býr hann til sér- stakt búsvæði fyrir aðrar lífverur,“ segir Steinunn. Kórallar eru afar viðkvæmar lífverur og hafa víða rask- ast mjög með botnveiðum. Þau kórallasvæði sem áður hafa fundist við Ísland eru friðuð og segir Steinunn stefnt að því að hinir nýfundnu kórallar verði einnig friðaðir. Rannsóknarleiðangurinn notaðist við neðansjávar- kafbát sem tók bæði myndir og sýni af kóröllunum og verða þau rannsökuð nánar á næstu vikum. una@mbl.is Fundu ný kóralrif við Ísland með hjálp kafbáts Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun Hafsbotn Karfi gægist fram úr fagurrauðri kóralbreiðu Hætta á að vistkerfi kórall- anna raskist vegna botnveiða LÖGREGLUFÉLAG Suðurnesja hefur sent frá sér áskorun á rík- isstjórn Íslands um að ganga til samninga við Landssamband lögreglumanna og tryggja lög- reglumönnum viðunandi starfskjör. Í ályktun frá félaginu segir m.a. að lög- reglan hafi mátt búa við þröngan kost um margra ára skeið. 30.000 króna launaleiðrétting sem lögreglumönn- um var boðin 2007 hafi nú verið felld niður og því sé lítið sem ekkert svig- rúm til niðurskurðar. Á sama tíma aukist álagið á lög- reglu vegna ástandsins í samfélag- inu í kjölfar bankahrunsins og lík- legt að verkefni lögreglu muni aukast til muna. Verði af niður- skurðartillögum ríkisins þýði það hinsvegar fækkun um 12-13 lög- reglumenn á Suðurnesjum. Vilja við- unandi starfskjör Lögreglan er ósátt við niðurskurð Skora á ríkið að semja við lögregluna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.