Morgunblaðið - 09.07.2009, Page 7

Morgunblaðið - 09.07.2009, Page 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is Í DÓMNUM kemur fram að maður- inn braut markvisst niður mótstöðu- afl konunnar og gerði hana sér und- irgefna. Til þess nýtti hann sér greind sína og hæfileika í sam- skiptum, líkamlegan styrk og hörku gegn veikleika hennar. Konan bjó við stöðugan ótta, maðurinn fylgdist með ferðum hennar og fór yfir far- síma til að athuga við hverja hún ætti samskipti. Í viðtölum síðar við geð- lækna og sálfræðinga lýsti hún sam- bandinu sem fangabúðavist. Í janúar á síðasta ári kærði konan manninn og var hann handtekinn samdægurs. Þau kynntust rúmum þremur ár- um fyrr. Eftir tveggja mánaða sam- band var hún farin að óttast skap hans og innan árs lagði hann fyrst hendur á hana. Ofbeldið var því sem næst gegndarlaust þar til konan bar fram kæru, að lágmarki aðra hverja viku. Hún sagðist sjálf aldrei hafa náð að jafna sig. Konan var til meðferðar á geðdeild Landspítala nánast samfellt árið 2008 og í kjölfarið hjá sálfræðingi. Í skýrslu sálfræðings sem lögð var fyr- ir dóminn kemur fram að líðan kon- unnar hafi verið mjög slæm í sam- anburði við aðra sjúklinga sem til meðferðar voru af svipaðri ástæðu. Hægt að lifa eðlilegu lífi Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að alls óvíst sé hvort konan muni nokkurn tíma ná sér að fullu í framtíðinni. Meðferðarúrræði er hægt finna víða bæði innan og utan heilbrigðisstofnana. Karen Eiríksdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum, segir samtökin taka þá afstöðu að fólk geti náð sér að fullu eftir áföll og eru ýmis úrræði fyrir hendi svo einstaklingar geti lifað eðli- legu lífi. Hjá Stígamótum er m.a. boðið upp á svonefnda hjálp til sjálfs- hjálpar, en þar er um að ræða ein- staklingsmiðaða áætlun sem getur verið til langs tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Ey- rúnu B. Jónsdóttur, verkefnisstjóra Neyðarmóttöku vegna nauðgunar, er sálfræðiþjónusta innan móttökunnar stór og mikilvægur þáttur. Þörf fyrir stuðning er byggð á einstaklings- bundnu mati sálfræðings eða með- ferðaraðila á andlegri líðan brotaþola og hversu mikla aðstoð viðkomandi þarf eða vill þiggja. Viðkomandi er vísað í viðeigandi farveg hverju sinni og má þar nefna Áfallamiðstöð og geðdeild Landspítala. Lýsti sambandinu sem fangelsisvist  Fórnarlamb hrottalegs og langvarandi líkamlegs, andlegs og kynferðislegs ofbeldis var nánast í samfelldri árslangri meðferð eftir að hún lagði fram kæru Óvíst hvort hún nær sér að fullu Átta ára fangelsisvist bíður 37 ára karlmanns ef Hæstiréttur staðfestir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómurinn yfir fórn- arlambinu – fyrrverandi sam- býliskonu hans – var öllu þyngri, en alls óvíst er talið að konan muni nokkurn tíma ná sér eftir langvarandi líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi. Morgunblaðið/ÞÖK Ofbeldi Konan þurfti að búa við mikið ofbeldi. Myndin er sviðsett. Brot mannsins eiga sér enga hlið- stæðu í réttarframkvæmd hér á landi, samkvæmt því sem segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Fram kemur að ellefu karlmenn tóku þátt í ofbeldi gegn konunni en enginn þeirra var þó ákærður. Þótti ekki ljóst að þeir hefðu vitað að konan var þvinguð til samræðis við þá. Nokkrir mennirnir höfðu kyn- mök við konuna oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Einn mannanna hætti í miðjum klíðum eftir að hann veitti því eft- irtekt að maðurinn stjórnaði öllum aðgerðum konunnar og hún eng- um. Spurði hann manninn hvort hann drottnaði yfir henni og sagð- ist í kjölfarið ekki geta tekið þátt. Hann sagðist fyrir dómi hafa skynj- að hjá henni ótta auk þess sem hún hefði verið með marbletti. Annar sem sagðist hafa tekið þátt þrisvar sagði manninn hafa verið ágengan og stjórnað athöfn- unum. Honum hefði þótt þetta á einhvern hátt óþægilegt og ákveðið að hitta parið ekki oftar. Við húsleit sem framkvæmd var þegar maðurinn var handtekinn fundust tölvubúnaður og farsímar sem innihéldu 664 ljósmyndir. Á þeim mátti sjá konuna í samförum við marga af mönnunum. Að auki fundust tuttugu myndskeið sem tekin voru við sömu aðstæður. Á hluta myndanna má sjá að konan var með áverka eins og eftir barsmíðar. Einnig mátti sjá hana grátandi í kynferðismökum við aðra karlmenn. Tilvikin um hrottafengið ofbeldi gegn konunni voru fjölmörg en sjaldnast leitaði konan læknis- aðstoðar vegna áverka. Reynt var að leyna ofbeldinu og bannaði maðurinn konunni fara ein til lækn- is af ótta við að málið kæmist upp. Hún neyddist einnig til að láta af meistaranámi sínu vegna spurn- inga frá samnemendum. Svo illa lék maðurinn konuna haustið 2007 að flytja þurfti hana á slysadeild. Þá hafði lögregla verið kölluð að heimili fólksins vegna óláta. Í læknisvottorði sérfræðings á slysa- og bráðadeild segir að við skoðun hafi konan verið illa haldin af verkjum í skrokknum og sér- staklega í hægri hluta andlits. Á höfði var mikið mar hægra megin sem náði frá gagnauga og niður á háls. Allt þar á milli var stokkbólgið og auðsjáanlega talsverð blóð- massasöfnun þar undir í mjúkvefj- um. Konan átti erfitt með að opna munninn og kvartaði um eymsli frá neðri kjálka. Einnig voru á henni eldri áverkar. Þvingaði konuna til samfara við karlmenn og tók af þeim fjölmargar myndir og myndskeið Það er Meira Frelsi 0 kr. innan kerfis um helgar í sumar 800 7000 • siminn.is Fylltu á Frelsið í gegnum Mitt Frelsi og hringdu svo eða sendu SMS innan kerfis um helgar í mánuð á eftir án þess að borga krónu. Þú talar auðvitað áfram við vini þína innan eða utan kerfis – við fjölgum bara vinunum um helgar.** NeTið Í SÍMaN UM FYLGiR FReLS iNU! Ef þú átt Frels isnúmer ferðu á netið í símanu m í sumar fyr ir 0 kr. aukalega .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.