Morgunblaðið - 09.07.2009, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 09.07.2009, Qupperneq 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009 Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is ÞAÐ hefur verið líf og fjör við gömlu höfnina í Reykjavík síðustu daga. Starfsmenn Vélsmiðjunnar Héðins hafa unnið að því að taka niður 10 stóra mjöltanka og annan búnað fiskimjölsverksmiðjunnar í Örfirisey og flytja um borð í norsk- an pramma. Norskur dráttarbátur er einnig kominn til landsins og hann mun draga prammann til Vopnafjarðar, þar sem búnaðurinn verður settur upp í nýrri loðnu- bræðslu, sem HB Grandi er að reisa þar. Með flutningi búnaðarins frá Reykjavík lýkur áratuga sögu mjöl- og lýsisvinnslu í höfuðborginni. Tankarnir hafa verið áberandi við gömlu höfnina og eflaust finnst mörgum nyrsti hluti hafnarinnar svipminni þegar þeir verða horfnir á braut. Tankarnir 10 voru 18 metrar á hæð en undanfarna mánuði hefur fjórum metrum verið bætt ofan á þá. Að sögn Gunnars Pálssonar, verk- fræðings hjá Héðni, var viðbótin smíðuð á verkstæði fyrirtækisins og hún hífð ofan á tankana. Auk þeirra verður vinnslukerfið, þ.e. sjóðarar, þurrkarar, skilvindur og mjölflutn- ingstæki, flutt austur til Vopnafjarð- ar. Einnig verða tveir 40 metra háir skorsteinar fluttir austur. Að sögn Gunnars hafa um 10 starfsmenn Héðins unnið að því undanfarna mánuði að stækka mjöltankana og taka niður þann búnað verksmiðj- unnar, sem fluttur verður austur. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvað gert verður við aðrar eignir á svæðinu, þ.e. verksmiðju- húsið sjálft og aðra geyma sem eru á svæðinu. Verksmiðjuhúsið var reist skömmu eftir seinni heimsstyrjöld- ina. Verksmiðjan gat brætt 350 tonn af loðnu og síld á sólarhring. Það þóttu lengi vel góð afköst en eftir að loðnuskipin stækkuðu dugðu þessi afköst skammt. Því varð það niður- staða stjórnenda HB Granda að leggja niður verksmiðjuna í Reykja- vík og flytja búnaðinn til Vopna- fjarðar. Verksmiðjan þar mun geta brætt 850-900 tonn á sólarhring. Mjöltankarnir í Örfirisey dregnir til Vopnafjarðar Áratuga sögu lýsis- og mjölvinnslu í Reykjavík lýkur með flutningnum Morgunblaðið/Ómar Risatankar Mjöltankarnir eru hífðir um borð í prammann með stórum krönum. Þeir eru engin smásmíði, því hver þeirra er 22 metrar á hæð. TÓLF daga bylgju, þegar hitinn á landinu fór yfir 20 stig á hverjum degi, lauk í fyrradag þegar hitinn náði „aðeins“ 19,6 stigum í Bjarnar- flagi í Mývatnssveit. Bylgjan hófst 26. júní og henni lauk 7. júlí. Svona bylgjur eru ekki algengar, samkvæmt upplýsingum Trausta Jónssonar veðurfræðings. Í fyrra kom 17 daga bylgja með hámarks- hita yfir 20 stigum á landinu. Hún hófst 19. júlí og stóð til 2. ágúst. Ár- ið 2004 kom slík bylgja, sem stóð í 14 daga. Að þessu sinni hófst bylgjan með því að hitinn á Hjarðarlandi í Bisk- upstungum náði 20,5 stigum 26. júní. Það var jafnframt í fyrsta skipti, sem hitinn fór yfir 20 stigin á þessu sumri. Hæst komst hitinn í 26,3 stig á tveimur veðurathug- unarstöðvum, á Egilsstaðaflugvelli 29. júní og Torfum í Eyjafjarð- arsveit 1. júlí. Bylgjan sumarið 2008 náði há- marki 30. júlí, þegar hitinn á Þing- völlum fór í 29,7 stig. sisi@mbl.is Tólf daga hitabylgja á landinu Slíkar bylgjur eru fremur óalgengar AÐ sögn Gunnars Pálssonar er reiknað með að búið verði að lesta prammann í dag. Síðan þarf að sjóða tankana fasta við prammann og festa annan búnað kyrfilega. Tankarnir munu standa uppréttir í prammanum og því mikilvægt að festa þá vel. Allur farmurinn er tal- inn vega 500-600 tonn. Að sögn Gunnars er vegalengdin til Vopnafjarðar nokkurn veginn sú sama, hvort sem farið er norður eða suður fyrir landið. Það verður ákvörðun skipstjóra dráttarbáts- ins, hvor leiðin verður valin. Það fer eftir veðri og straumum. Veð- urspáin er mjög hagstæð. Dráttarbáturinn siglir 6 sjómílur á klukkustund og er áætlað að ferðin taki um tvo sólarhringa. Vegna sumarleyfa hefst vinna við að setja upp tanka og búnað á Vopnafirði ekki fyrr en um miðjan ágúst. Áætlað er að því verki verði lokið í febrúar n.k., eða um það leyti sem loðnuvertíð hefst. Risafarmur sem vegur 500-600 tonn SKÁTAR í Skátafélaginu Ægisbú- um hefja á morgun fimm daga hjóla- ferð yfir Sprengisand til minningar um félaga sinn, Bjarna Pál Krist- jánsson, en hann lést fyrir ári eftir hetjulega baráttu við krabbamein aðeins tvítugur að aldri. Bjarni Páll var afar virkur í skáta- starfinu og hann átti sér þann draum að hjóla yfir Sprengisand. Ætlaði hann að láta verða af því þegar hann hefði sigrast á veikindum sínum og hann átti auðvelt með að hrífa aðra með sér. Hópurinn, 26 manns á aldrinum 16 til 49 ára, leggur af stað á morgun í Hrauneyjum en leiðin, sem þá tekur við, er næstum 270 km löng og eftir ósléttum fjallvegum. Ráðgert er að ljúka ferðinni í Dimmumborgum 15. júlí, réttu ári eftir andlát Bjarna. Gist verður í tjaldi allan tímann eins og skáta er siður. Í kvöld kl. 20 mun hópurinn leggja lokahönd á undirbúninginn, setja hjól í kerrur og þess háttar og verð- ur þá hægt að hitta á leiðangurs- menn í Ægisbúð, skátaheimili Æg- isbúa, Neshaga 3 í Vesturbæ Reykjavíkur. Yfir Sprengisand í minningu vinar KARL Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, fór efst í Hallgrímskirkju- turn í blíðskaparveðri í gær. Þar blessaði biskupinn krossinn og þá sem hafa unnið að endurbótum á múrklæðningu turnsins. Starfsmenn Ístaks eru byrjaðir að setja ljósleitan múr utan á turn- inn. Vonast er til að síðustu pall- arnir verði fjarlægðir í október eða nóvember. Biskup sagðist vona að næsta kynslóð þyrfti ekki að hafa áhyggj- ur af múrskemmdum í turninum og þakkaði þeim sem þar hafa unnið gott starf. Hann bætti því við í hálf- kæringi að helst hefði hann viljað bregða sér alveg upp á krossinn en blaut múrhúðin kom í veg fyrir allt klifur. dagur@mbl.is Morgunblaðið/Jakob Fannar Biskup blessar kross- inn í hæstu hæðum Biskup í hæðstu hæðum mbl.is | SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.